Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 23 F í t o n Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 notaðir bílarIngvarHelgason Nú setjum við í jólagírinn... Opel Astra 1.6 Gl 11/01 ekinn 28.000 km ásett verð 1.560.000. Tilboð 1.120.000.- Peugeot 306 06/98 ekinn 101.000 km ásett verð 670.000.- Tilboð 470.000.- Sangyong Korando 03/99 ekinn 106.000 km ásett verð 1.240.000.- Tilboð 820.000.- Opel Astra 1.6 08/97 ekinn 117.000 km ásett verð 580.000.- Tilboð 340.000.- Fullur salur af notuðum bílum á verði sem kemur þér í sannkallað jólaskap. Komdu og skoðaðu, sölumenn okkar taka vel á móti þér. …og bjóðum til jólaveislu í björtum og hlýjum sýningarsal Ingvars Helgasonar. Á borðum verða notaðir úrvals bílar á gjafverði. Frábært tækifæri. Opið í dag frá kl.12 – 16 NORSKI heilbrigðisráðherrann, Dagfinn Høyebraten, spáði því ný- verið að innan 50 ára myndi fólk líta á tóbaksnotkun sem mjög sér- kennilegan kafla í sögu mann- kyns. Í samtali við Morgunblað- ið segist Gro Harlem Brundt- land, fyrrv. for- sætisráðherra Noregs, geta tekið undir þessa skoðun. Brundtland var þrisvar sinnum forsætisráðherra í Noregi, seinast 1990–1996. Árið 1998 var hún valin framkvæmdastjóri Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) og gegndi því starfi þar til fyrr á þessu ári. Komu tóbaksvarnarmál komu mjög inn á borð hennar í því starfi. Það gerði hins vegar einnig annar vaxandi vandi; offita, sem margir telja að geti orðið jafnstórt heil- brigðisvandamál í heiminum og af- leiðingar reykinga. „Offita er vax- andi heilbrigðisvandamál,“ segir hún, „og það þarf að takast á við vandann af krafti. Um er að ræða eitt af tíu helstu vandamálunum, sem að steðja í heiminum í dag.“ Brundtland segir að beinum af- skiptum hennar af stjórnmálum sé lokið. „Við keyptum okkur hús í Nice í Suður-Frakklandi og munum flytjast þangað búferlum á allra næstu vikum. Við höfum hins vegar verið á ferðalagi í haust, eftir að ég hætti hjá WHO, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ég er sest í helgan stein en mun hins vegar endrum og eins taka til máls á opinberum vett- vangi og ég hef líka verið beðin um að sitja í óháðri sérfræðinganefnd framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um umbætur á starfi sam- takanna [sem sett var á laggirnar eftir árás á höfuðstöðvar SÞ í Bagd- ad í ágúst sl. í því skyni að koma með tillögur um hvernig SÞ geti brugðist við hryðjuverkaógninni].“ Brundtland segist ekki eyða miklum tíma í Noregi og hún fylgist ekki grannt með pólitískum atburð- um þar. Hún vill litlu spá um þró- unina í Evrópuumræðunni í Noregi og á Íslandi, en sem kunnugt er beitti hún sér fyrir því á sínum tíma að Noregur gengi í Evrópusam- bandið. Hún hafði ekki árangur sem erfiði og segir nú að framtíðin hvað varðar ESB sé mjög óljós. „Hvort sem við erum að ræða um tíma minn í framlínu norskra stjórnmála eða árin hjá WHO þá gildir það að hann einkenndist af mikilli vinnu. Ég ferðaðist líka víða. Í heildina litið er óhætt að segja að ég var alltaf að fást við áhugaverð og krefjandi verkefni,“ sagði Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Brundtland segist sest í helgan stein Gro Harlem Brundtland BRESKA stjórnin hefur stofnað sérstaka sveit til að berjast gegn farsímaþjófnaði en hann er helm- ingur allra svokallaðra „götu- glæpa“. 200 farsímum er stolið dag- lega í Englandi og Wales og flestum í London. Er greint frá þessu á fréttavef BBC. Þar eru sérstök gengi, sum frá Asíu og Afríku, sem sérhæfa sig í þessum afbrotum. Farsímafyrirtækin hafa einnig lagt mikið af mörkum í þessari bar- áttu og þau geta nú komið í veg fyr- ir, að stolnir símar séu notaðir í Bretlandi. Farsímanotendur í land- inu voru 17 milljónir 1999 en eru nú 51 milljón. Barist gegn farsíma- þjófnaði AYMAN al-Zawahiri, sem er talinn annar helsti leiðtogi hryðjuverka- samtakanna al-Qaeda, segir að Bandaríkjamenn fari halloka í heimi múslima, svo sem í Afgan- istan, í Írak, á landsvæðum Pal- estínumanna og í öðrum ríkjum araba. „Banda- ríkjamenn eru á undanhaldi í Írak. Hermenn þeirra eru bleyður því þeir hafa ekki trú á leiðtogum sínum,“ sagði á hljóðupptöku sem arabíska sjón- varpsstöðin Al-Jazeera sendi út í gær. Upptakan með ávarpi Aymans al- Zawahiri var að sögn send til Al- Jazeera til þess að minnast orrustu bandaríska hersins annars vegar og talibana og al-Qaeda hins vegar við Tora Bora fyrir tveimur árum. Þá gerðu Bandaríkjamenn tilraun til þess að ganga milli bols og höfuðs á Osama bin Laden og fleiri leiðtog- um al-Qaeda. Ayman al-Zawahiri sagði að al-Qaeda hefði vaxið ás- megin á undanförnum tveimur ár- um, eða í kjölfar orrustunnar við Tora Bora. Fékk skipun frá bin Laden Yfirvöld í Tyrklandi birtu í gær formlega ákæru á hendur manni, sem grunaður er um að hafa leikið lykilhlutverk við skipulagninu sjálfsmorðsárása í Istanbul í síð- asta mánuði sem kostuðu 62 lífið. Fullyrt er að maðurinn, Adnan Ers- oz, hafi fengið skipun um það beint frá Osama bin Laden, leiðtoga al- Qaeda, að efna til árása á tvö sam- komuhús gyðinga 15. nóvember og breska sendiráðinu í Istanbul fimm dögum síðar. Ersoz á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi ef fundinn sekur af ákærunum. Bandaríkin sögð fara halloka Kaíró. AP. Ayman al-Zawahri ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.