Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 57 MÉR leiðast mjög allar umræður um að jafna kjör fólks niður á við. Því mislíkar mér þegar Morgunblaðið tekur undir með þeim sem telja eðli- legt að lífeyriskjör opinberra starfs- manna verði færð niður til jafns við það sem gerist á almennum vinnu- markaði. Opinberir starfsmenn hafa ítrek- að gripið til harkalegra aðgerða til að verja líf- eyrisréttindi sín og munu gera það áfram ef þörf krefur. Umsamin réttindi Í þessu sambandi gleymist oft að opin- berir starfsmenn hafa margsinnis samið um þessi réttindi, síðast ár- ið 1996. Þeir sem tala fyrir því að færa lífeyr- isréttindi opinberra starfsmanna niður til jafns við það sem tíðkast á almennum vinnumark- aði tala um leið fyrir því að afnema samninga sem aðrir hafa gert og jafn- framt að auka á fátækt í landinu. Eru réttindin of góð? Ég tel eðlilegt að spurt sé hvort líf- eyrisréttindi opinberra starfsmanna séu of góð. Til að svara þeirri spurn- ingu má taka dæmi. Grunnskóla- kennari sem starfað hefur frá 25 ára aldri til 67 ára aldurs við kennslu og hefur þá töku eftirlauna getur reikn- að með að fá um 170 þúsund krónur á mánuði í eftirlaun sem gerir um 131.000 krón- ur eftir skatta. Ef hann nýtir sér hins vegar þann rétt sinn að hætta 60 ára gamall fær hann um 140 þúsund krónur á mánuði sem jafngilda um 113 þúsund krónum á mánuði eftir skatta. Ég vil taka skýrt fram, ekki síst vegna ummæla fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um vægi séreignarsparnaðar, að 80% félagsmanna í Kennarasambandi Íslands fá ekkert mótframlag frá vinnuveitenda í sér- eignarsjóð. Ég spyr því enn og aftur hvort til of mikils sé mælst að ein- staklingur hafi 113.000 til 131.000 krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur frá lífeyrissjóði sínum eftir 35 til 42 ára starf. Ég vil að gefnu tilefni benda þeim sem stöðugt tala um oftryggingu op- inberra starfsmanna á að kynna sér málið betur áður en þeir tjá sig um það. Í þessu sambandi væri gott að viðkomandi gerðu sér grein fyrir því að opinberir starfsmenn eiga að með- altali rétt á eftirlaunum sem nema rúmlega 40% af grunnlaunum. Kenn- ari með meðalréttindi fær því um 88.000 krónur í lífeyri á mánuði sem gera um 81.000 krónur eftir skatta. Í þessum dæmum er miðað við réttindi í B deild LSR, en samkvæmt útreikningum Talnakönnunar eru réttindi í A og B deild jafnverðmæt að meðaltali. Bætum réttindin Af þessu er ljóst að lífeyrisréttindi á opinbera markaðnum eru algjör lág- marksréttindi sem ber að verja. Hins vegar skal ekki dregið í efa að félagsmenn ASÍ njóti almennt lakari lífeyrisréttinda en opinberir starfs- menn. ASÍ hefur sett fram kröfu um jöfnun réttinda. Þetta er réttmæt krafa, en jöfnuðurinn verður að ger- ast með þeim hætti að kjör fé- lagsmanna ASÍ verði bætt en kjör op- inberra starfsmanna ekki rýrð. Til að ná þessum jöfnuði verða menn að vera tilbúnir að berjast með öllum til- tækum ráðum sem lög leyfa því ekk- ert fæst á silfurfati við samninga- borðið. Ég lýsi mig reiðubúinn til að styðja ASÍ í slíkri baráttu. Þrefaldur Davíð Í lokin má benda á að forsætisráð- herra og fylgdarliði hans finnst líf- eyriskjör opinberra starfsmanna langt frá því að vera aðlaðandi, að minnsta kosti ekki fyrir sjálfa sig. Forsætisráðherra hefur nú tryggt sér og sínum þrefalda réttinda- ávinnslu á við aðra opinbera starfs- menn sem og rétt til að hætta störf- um og fara á eftirlaun fyrr en aðrir. Jöfnum lífeyrisréttindin Eiríkur Jónsson skrifar um lífeyrismál ’Ef hann nýtir sér hinsvegar þann rétt sinn að hætta 60 ára gamall fær hann um 140 þúsund krónur á mánuði sem jafngilda um 113 þúsund krónum á mánuði eftir skatta.‘ Eiríkur Jónsson Höfundur er formaður Kennara- sambands Íslands. sjúkrastofnanir á landsbyggðinni ráða ekki við eru send með hraði á LSH.  Fyrirséðar aðgerðir sem sjúk- lingar eru látnir bíða eftir eru margar. Biðlistar styttast hjá þeim sjúklingum sem hægt er að senda aftur á heimaslóðir eftir aðgerðir á meðan borgarbúar fá ekki þjónustu af því að Fé- lagsþjónusta Reyjavíkur stendur ekki undir eftirfylgninni sem skyldi. Hvað segir félagsmála- ráðuneytið um það? Á LSH, þ.e. ríkið eitt, að bera baggann fyrir höfuðborgarsvæðið? Og er það gert?  Endurhæfing: Eiga Reykvíkingar ekki að fá slíka þjónustu af því að LSH er í fjársvelti?  Þróun lækninga, menntun heil- brigðisstétta: Er mennta- málaráðuneytið fært um að reka háskólasjúkrahús? Og nú eru viðbrögð LSH að senda frá sér sérhæft starfsfólk sem hefur lengi starfað undir miklu álagi vegna undirmönnunar. Þing- menn þessa fólks steinþegja. Borgarstjórnin þegir sem fastast. Ekkert er gert til að skoða málið betur. Ætla Reykvíkingar láta þetta yfir sig ganga? Þetta er eitthvað skrýtið! Höfundur er formaður Meinatækna- félags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.