Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 46
DAGLEGT LÍF 46 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opið alla daga til jóla Ullarúlpur Heilsársúlpur Hattar og húfur Yfirhafnir í úrvali Útsölustaðir Apótek og lyfjaverslanir Töskur Ekta leður Verð frá kr. 2.800 Jólagjöfin hennar Úlpur Kápur Jakkar Pelskápur langömmu, ömmu, mömmu og ungu stúlkunnar Úlpa Verð kr. 22.900 Flauels kápur Verð kr. 9.900 Loðhúfa kr. 4.900 Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið til kl. 22 til jóla Mokka stuttkápur Tilboð kr. 5.900 Ekta pels Verð kr. 47.900 4 litir Rovaniemi er heimkynnijólasveinsins. Þar er líkaRúdólf með rauða nefiðog allar hinar ævintýra- persónurnar. Þannig hafa Finnar á árangursríkan hátt markaðssett þennan 50.000 manna bæ sem ligg- ur við heimskautsbaug í Norður- Finnlandi, nánar tiltekið Lapp- landi. Blaðamaður átti erindi á þessar slóðir í byrjun desember. Flogið var til Stokkhólms með Flugleiðum og þaðan til Helsinki með Finnair. Stuttur leggur en síð- an tók við þriðji leggurinn frá Helsinki til Rovaniemi, ein klukku- stund og fimmtán mínútur. Flug- vélin pakkfull af ítölskum ferða- mönnum sem gera sér ferð með börnin sín til heimkynna jóla- sveinsins og Finnarnir hafa af þessu miklar tekjur. Þegar komið er út úr flugstöðv- arbyggingunni í Rovaniemi blasa við skúlptúrar af hreindýrum á stökki, gerðir úr ryðfríu stáli og kristalli. Þetta er kennileiti borg- arinnar þar sem allt snýst um jólin og vetrarríkið. Jólin byrja í Rovaniemi 15. nóv- ember ár hvert með mikilli skrúð- göngu álfa, dýra og ævintýraper- sóna sem lýkur svo á ráðhústorg- inu. Síðan rekur hver viðburðurinn annan. Við sjálfan heimskauts- bauginn, um 30 km norðan við sjálfa borgina, er póststöð jóla- sveinsins og þangað liggur jafnan stríður straumur ferðamanna. Þarna er hægt að setjast niður við arineld og skrifa jólakort til allra heima. Jólasveininum bárust þang- að 600.000 bréf frá aðdáendum hvaðanæva úr heiminum á síðasta ári og svarar hann öllum bréfum sem innihalda heimilisfang. Svörin innihalda jólakveðjur en að sjálf- sögðu einnig hagnýtar upplýsingar um Lappland fyrir væntanlega ferðamenn. En þótt margt snúist um jólin og jólasveininn í Rovaniemi er ýmis- legt annað hægt að hafa þar fyrir stafni. Það er t.d. hægt að stunda vetraríþróttir í Ounasvaara, þar sem finnska meistaramótið í skíða- íþróttum fer fram í mars nk. Þar er 130 metra langt snjórör sem snjóbrettamenn hafa gaman að spreyta sig á og auk þess 50 km langt upplýst skíðagöngusvæði. Í Ounasvaara eru líka skíðastökk- pallar og minni brekkur og leik- tæki fyrir yngstu ferðamennina. Á staðnum er hægt að leigja allan út- búnað til skíðaiðkana en einnig veiðarfæri ef mönnum hugnast bet- ur að renna fyrir fisk á ísilögðum vötnum. Í Kemi, í um klukkutíma fjar- lægð frá Rovaniemi, er líka Íshöllin víðfræga. Þetta er níunda höllin sem reist hefur verið úr þessu ótrausta byggingarefni sem að sjálfsögðu leysist upp í vatn á löngum og sólríkum sumrum Lapp- lands. Inni í Íshöllinni er hægt að skella sér í gufubað og fyrir utan hana er upphituð sundlaug. Þarna eru veitingastaðir og kapella, þar sem vinsælt er að láta gefa sig saman í hjónaband. Hér hefur aðeins verið tæpt á hluta þess sem hægt er að hafa fyrir stafni í Rovaniemi og ná- grenni. Einnig bjóða ferðaþjónustu- fyrirtæki upp á margar sérhæfðar ferðir, t.a.m. vélsleðaferðir að heimskautabaugnum og að hrein- dýraslóðum og ekki má gleyma að hvarvetna má njóta góðra veitinga á veitingastöðum borgarinnar, og margir sérhæfa sig í matargerð Lapplands.  VETRARFERÐ | Bærinn Rovaniemi í Lapplandi Í ríki jólasveinsins TENGLAR ..................................................... www.santaclaus.fi www.santapark.com www.arcticsafaris.fi www.artikum.fi www.laplandhotels.com Jólasveinaland: Finnar segja að jólasveinninn eigi heima í Rovaniemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.