Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 68
MINNINGAR 68 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta ✝ SkarphéðinnGuðmundsson fæddist í Haukadal í Dýrafirði 31. júlí 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 9. des. síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sig- ríður Katrín Jóns- dóttir og Guðmundur Jón Jónsson. Þau eru bæði látin. Skarphéð- inn ólst upp í stórum systkinahópi en þau voru átta systkinin. Elstur var Hannes, síðan Hjörleifur, Skarphéðinn, Kristjana, Anna, Guðný, Guðjón og Stefán. Eru þrjú þeirra á lífi, Kristjana búsett í Bandaríkjun- um, Guðjón í Reykjavík og Stefán á Sauðárkróki. Skarphéðinn kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Fanneyju Vernharðsdóttur, hinn 14. febrúar 1948. Þau eignuðust fimm börn: Guð- mund Jón, kvæntur Elínu Önnu Gests- dóttur og eiga þau þrjár dætur og átta barnabörn; Önnu Margréti, á hún þrjár dætur og þrjú barnabörn; Sigríði Katrínu, sambýlis- maður hennar er Sveinn Ástvaldsson og eiga þau fjóra syni og fjögur barna- börn; Vernharð, kvæntur Helgu Jósepsdóttur og eiga þau sex börn og eitt barnabarn; Guðfinnu Jónu, gift Þresti Ingólfssyni og eiga þau þrjú börn. Útför Skarphéðins fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er oft erfitt að kveðja góðan mann og á það svo sannarlega við núna. Er mér efst í huga þakklæti fyrir að vera svo lánsamur að hafa átt þig fyrir föður. Það er og verður alltaf órjúfanlegur kafli í minningu minni allur sá yndislegi tími sem ég átti með þér. Faðir minn var alla tíð mikill fjöl- skyldumaður og lagði ríka áherslu á að hlúa vel að fjölskyldu sinni og styðja börnin í leik og starfi. Eftir að ég eignaðist fjölskyldu var alveg sama hvenær við þurftum á barna- pössun að halda, hann var alltaf tilbú- inn að koma og passa dætur okkar. Faðir minn vann hin ýmsu störf, bæði á sjó og í landi. Árið 1955 hóf hann störf hjá Siglufjarðarbæ og vann þar í þrjátíu og fjögur ár sem vélamaður. Í frístundum smíðaði hann báta handa sonum sínum og barnabörnum og átti ófá handtökin í garðinum sínum en hann var mikill blómamaður. Þegar við Elín byggðum húsið að Hafnar- túni 18 kom faðir minn yfirleitt eftir vinnu og hjálpaði okkur við ýmislegt í byggingunni. Á heimili foreldra minna kom frænka mín Margrét hinn 2. nóvember 1963. Hún var lömuð og rúmföst og önnuðust þau hana í tæp þrjátíu og sex ár en hún lést fyrir fjór- um árum. Fyrir alla þá umönnun sem hann lagði á sig vegna Margrétar vil ég þakka sérstaklega. Meðan heilsan leyfði fór hann í göngutúra bæði kvölds og morgna. Einn var sá draumur pabba og það var að komast á heimaslóðir í Dýrafirði áður en hann félli frá. Það tókst honum og móður minni að gera fyrir nokkrum árum er Sigríður systir mín og Sveinn maður hennar fóru með þau í nokkra daga vestur. Síðustu þrjú árin hrakaði heilsu föður míns það mikið að hann var af og til á sjúkrahúsinu. Að lokum vil ég þakka læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Siglufjarðar góða umönnun. Elsku pabbi, farðu í guðs friði. Þinn sonur, Guðmundur. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessi orð koma okkur í huga þegar við setjumst niður og skrifum nokkur kveðjuorð. Við systur viljum minnast þín með þakklæti í huga. Pabbi flutti ungur til Siglufjarðar og eignaðist sína fjölskyldu þar. Hann bjó lengst af í húsinu á Hafnargötu 26, sem hann byggði og flutti í árið 1965. Pabbi lagði mikið á sig við frem- ur lítil efni, en dugnaður hans og vinnusemi gerði þetta kleift. Í minn- ingunni var hann sívinnandi og vann löngum erfiðisvinnu. Lengst af starf- aði hann hjá Siglufjarðarbæ og störf sín vann hann af trúmennsku og ná- kvæmni. Pabbi var rólegur og fastur fyrir, að sumu leyti óbifanlegur ef því var að skipta. Hann hafði góða söng- rödd og söng sem ungur maður í kór. Garðrækt var honum hugleikin og vann hann í garðinum sínum löngum stundum. Minningarnar eru margar sem við eigum um þig, elsku pabbi. Allt frá berjaferðunum á sumrin sem voru ófáar, en þá sátum við á hjólinu hjá þér. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa, hvort sem það var að ganga bæinn á enda með skófluna til að moka frá þegar allt var á kafi í snjó eða vera til taks og hjálpa þegar við systur vorum einar með börnin okkar. Við viljum þakka allan þann tíma og þá ómældu þolinmæði og ást sem þú sýndir okk- ur og börnunum. Enginn ræður sín- um næturstað. Pabbi lést eftir erfið veikindi á Heilbrigðisstofnun Siglu- fjarðar þriðjudaginn 9. desember. Við þökkum alla þá góðu umönnun sem honum var veitt af starfsfólki sjúkra- deildarinnar og læknum stofnunar- innar Góður maður er genginn, við kveðj- um þig með ást og söknuði, elsku pabbi. Anna Margrét, Sigríður Katrín og Guðfinna. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði. Síðustu ár hafa verið þér erf- ið. Það var ekki þinn háttur að liggja aðgerðarlaus og við vitum að þú áttir þá ósk heitasta að fá að kveðja áður en svona var komið. Samt sem áður er kveðjustundin alltaf sár en í hjörtum okkar sitja eftir margar góðar minn- ingar. Þú hafðir alltaf áhuga á því sem við vorum að gera og höfðum að segja og það var svo gott að tala við þig. Ef pabbi var ekki heima þegar eitthvað bjátaði á þá hlupum við beint til þín og þú kipptir hlutunum í lag. Við vorum svo heppnar að búa rétt hjá þér og ömmu á Hafnargötunni og þar vorum við ávallt velkomnar, sama hvað klukkan var. Okkur er minnis- stætt að stundum þegar fiskur var á borðum heima þá hlupum við til ykk- ar til að athuga hvort ekki væri annað á boðstólum þar. Þú reyndir líka margoft að fá okkur til að borða hrær- ing, en ekki tókst þér það. Þú hafðir ákveðnar reglur og ef þú bannaðir okkur eitthvað var nóg að segja það einu sinni því allir hlýddu afa. En samt sem áður vorum við barnabörnin afar hænd að þér og þau eru ófá skiptin sem við sátum í fang- inu á þér í „afastól“ og hlustuðum á sögurnar þínar. Ferðirnar okkar í berjamó með þér og ömmu voru ófáar og þá munaði þig ekki um að selflytja allan hópinn yfir ár og læki, það fannst okkur mjög spennandi og skemmtilegt. Á uppvaxtarárum okkar minnumst við þín sem atorkumanns sem gat aldrei verið aðgerðarlaus. Ef þú varst ekki að vinna á ýtunni þá varst þú að atast í garðinum, hjálpa vinum og vandamönnum eða í bílskúrnum að smíða. Þar urðu ýmsir gripir til, m.a. forláta skipslíkön sem þú gafst ætt- ingjum og vinum. Á þínum yngri árum, fyrir vestan, stundaðir þú sjóinn og áhugi þinn á öllu sem viðkom sjómennskunni var okkur ljós því þú varst tíður gestur á bryggjunni og fylgdist vel með komu skipa og aflabrögðum. Eftir að við systurnar fluttum frá Siglufirði urðu samskipti okkar skilj- anlega minni en þá var síminn óspart notaður og það var alltaf jafn notalegt að koma til ykkar ömmu í jóla- og páskafríum. Önnur okkar flutti síðan aftur heim til Siglufjarðar og keypti nýlega hús nánast við hliðina á húsinu ykkar. Vegna veikinda þinna gast þú ekki rétt hjálparhönd við að standsetja húsið og það var þér þungbært. En okkur er minnisstætt að einn morg- uninn heyrðist einhver vera að moka snjó af tröppunum, þar varst þú kom- inn með skófluna til að moka frá hurð- inni því þó svo að verkir og þjáningar væru miklar vildir þú fá „að gera eitt- hvert gagn“, eins og þú varst vanur að segja. Ekki þýddi að beita neinum fortölum til að fá þig til að hætta í miðju verki. Börnin okkar voru þér mjög kær og þú varst alltaf jafn ánægður að fá þau í heimsókn, meira að segja undir það síðasta þá færðist bros yfir andlit þitt þegar litlu krílin heilsuðu upp á þig á sjúkrahúsinu. Elsku afi, við þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Við vitum að nú líður þér betur og ert laus við þær þjáningar sem hafa fylgt þér síðustu ár. Elsku amma, missir þinn er mikill er þú horfir á eftir lífsförunaut þínum. Megi góður Guð styrkja þig í sorg- inni. Þínar afastelpur Kristín Anna og Margrét Fjóla. Ég var nokkurra mánaða gömul er mér hlotnaðist það ríkidæmi að eign- ast þriðja afann og átti þá, að mínu áliti síðar, þrjá bestu afana í heim- inum. Afi Skarphéðinn var þessi þriðji afi og hann tók mér þá og hefur alltaf gert sem af sínu holdi og blóði og aldrei nokkurn tímann fann ég fyr- ir öðru. Afi var algjör perla, við börnin elskuðum hann og bárum virðingu fyrir honum. Það gerðum við þá og höfum alltaf gert. Myndirnar sem ég sé fyrir mér nú eru bjartar og ég fann alltaf hve vænt honum þótti um okkur barnabörnin og síðan barnabarna- börnin. Þegar hann hitti okkur feng- um við alltaf tvo kossa og blíðan sem stafaði frá honum skein úr augum hans þar til hann fékk hvíldina. Afi var töff karl að vestan, hann var harð- duglegur, viljugur til að aðstoða og taldi ekkert eftir sér. Hann blótaði meira en nokkur en þó ekki þannig að hann meinti illa með því, hann var blíður og mikið gæðablóð. Hann sagði það sem hann meinti og allir vissu hvar þeir höfðu hann. Ég sé hann fyr- ir mér með litlu börnin. Veltandi um gólfin, haldandi á þeim í fanginu. Röltandi um, sýnandi þeim skipin, bíl- ana, ýturnar, gröfurnar og allan þann heim sem sjá mátti út um gluggann á Hafnargötunni þar sem þau amma og Ædda bjuggu. Við vorum örugg í fanginu á afa og eftir að við urðum of stór til að passa þar, þá í návist hans. Hann var okkar hetja. Framkoma hans við okkur varð til þess að við virtum hann og gerðum það sem hann sagði. Hann þurfti ekki oft að hækka röddina við okkur. Hann kom fram við okkur af virðingu og fékk virðingu til baka sem ég vona að hann hafi fundið fyrir. Síðustu ár voru honum erfið og get ég ekki gert mér í hug- arlund þær þjáningar sem hann fann fyrir. Mér fannst bæði sorglegt og ósanngjarnt að sjá þennan góða, blíða og sterka mann liggjandi í rúminu ófæran um að tala og hreyfa sig. En hver segir að lífið sé sanngjarnt. Það var erfiðara en tárum taki að sjá þján- inguna í augum hans þegar ég heim- sótti hann á spítalann og ímynda mér öll þau orð sem hann langaði að segja en gat ekki. Fyrir nokkrum árum sagði hann mér að hann óskaði þess að deyja og við ættum ekki að gráta þegar hann færi. Ég sagði honum að hann fengi ekki þá ósk uppfyllta því það væri alveg öruggt að við myndum gráta hann. Farinn er maður með hjarta úr gulli sem gerði heiminn betri og hvað er hægt annað en að syrgja hann. Takk fyrir allt, elsku afi, og stund- irnar með þér mun ég ætíð muna. Þín afastelpa, Jóna Guðný. Elsku besti afi okkar er kominn til himna og þar taka guðsenglar á móti honum. Afa verður sárt saknað og þegar við hugsum til hans, þá streyma minningarnar fram. Heimili afa og ömmu við Hafnargötuna á stóran þátt í uppeldi okkar. Sjaldan leið nefnilega sá dagur að við litum ekki inn hjá þeim. Þá var talað um málefni líðandi stundar og auðvitað fengið sér eitthvað gott í gogginn og allar heimsins kræsingar ekki langt undan. Eftir að afi komst á eftirlauna- aldurinn þá fór hann að vera meira í garðinum. Hann var mikið fyrir að vera úti og tók daglega göngutúra um bæinn. Á þessum tíma ársins lét hann ekki sitt eftir liggja og skreytti tré og svalir af miklum dug. Síðustu ár fór aldurinn að færast yfir og í apríl sl. var hann fluttur á sjúkrahúsið þar sem hann dvaldist þar til yfir lauk. Við biðjum fyrir afa okkar. Megi minningin um hann lifa áfram. Jón Óðinn, Kristín og Arnar. „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur en þegar þér hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn.) Elsku afi, takk fyrir allt. Berglind, Hlöðver og Hlynur Örn. SKARPHÉÐINN GUÐMUNDSSON HINSTA KVEÐJA Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féll á brá, lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó falli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Elsku tengdapabbi. Hjart- ans þakkir fyrir allt og allt. Guð blessi þig að eilífu. Elín. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Birting afmælis- og minningargreina ✝ Þórunn BjörgBjörnsdóttir fæddist á Flugu- stöðum í Álftafirði 27. mars 1917. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 12. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Björn Jónsson frá Mel- rakkanesi, f. 8.12. 1873, d. 7.1 1923, og Guðný Jónsdóttir frá Flugustöðum, f. 21.2. 1884, d. 25.10. 1973. Þórunn ólst upp til 9 ára aldurs að Flugustöðum, en þá giftist móðir hennar seinni manni sínum, Karli Jónssyni frá Múla í Álftafirði. Þórunn var eftir það með afa sínum og ömmu, Jóni Björnssyni og Vil- borgu Jónsdóttur, fyrst í Borg- argarði við Djúpavog og síðan að Hærukollnesi í Álftafirði. Hún stundaði barnaskólanám á Djúpavogi í tvo vetur. Systkini Þórunnar voru Sig- urbjörg Björnsdóttir, húsfreyja að Múla I í Álftafirði, f. 1.12. 1912, d. 20.11. 1961, Jón Björns- son, f. 1914 d. 1916, og Dagný Karlsdóttir, fyrrum húsfreyja að Múla III í Álftafirði, f. 14.11. 1929, nú búsett í Reykjavík. Fljótlega eftir fermingu fór Þórunn að vinna fyrir sér sem kaupakona, meðal annars á Norðfirði, að Brekku í Mjóa- firði, í Bót og á Rangá á Héraði. Árið 1944 fór hún til Sandvíkur í Norðfjarðar- hreppi. Þar hóf hún búskap með Jóhannesi Svein- birni Jóhannessyni í Sandvíkur-Parti, f. í Parti 22.9. 1904, d. 3.1. 1980. Árið 1947 fluttu þau að Sveinsstöðum í Hellisfirði og 1952 til Neskaupstaðar. Börn þeirra eru 1) Björn Jóhannes, f. 31.10. 1946, búsettur í Nes- kaupstað. 2) Árni, f. 9.1. 1948, búsettur í Neskaupstað. Dóttir hans og Láru Jónu Þorsteins- dóttur er Steinunn Þóra, f. 18.9. 1977, sambýlismaður hennar er Stefán Pálsson, f. 8. 4. 1975. Unnusta Árna er Margrét Helga Björnsdóttir, f. 6.11. 1958. 3) Jón, f. 19.3. 1950, bú- settur í Neskaupstað. 4) Svein- björg Sesselja, f. 28.11. 1951, búsett á Egilsstöðum. Maður hennar er Jóhann Hrólfur Guð- mundsson frá Höskuldsstöðum í Breiðdal, f. 17.10. 1945. Þeirra börn eru Þórunn Björg, f. 7.11. 1975, Sveinbjörn Valur, f. 7.6. 1977, Guðmundur Ástþór, f. 14.2. 1982, og Heiða Málfríður, f. 16.9. 1988. 5) Sigurbjörn, f. 1.5. 1955, d. 17.12. 1985. Þórunn verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ÞÓRUNN BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.