Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 81
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 81 NEMENDUR í 5. 6. og 7. bekk Selásskóla hafa viðhaft svokallað pakkarugl. Í því felst að nem- endur gefa hver öðrum gjafir. Í ár er breytt út af þessari venju og í stað þess að hafa pakkarugl leggja nemendur andvirði pakk- ans, um 300 kr., í púkk. Upphæðin sem safnaðist var afhent Ein- stökum börnum, sem er stuðnings- félag barna með sjaldgæfa sjúk- dóma, á jólaskemmtun í gær. Það söfnuðust um það bil 35.000 krón- ur. Morgunblaðið/Jim Smart Selásskóli gefur Einstökum börnum STJÓRN Verkalýðsfélags Borgar- ness hefur sent frá sér ályktun þar sem vinnubrögð alþingismanna í sambandi við setningu laga um eft- irlaun þingmanna, ráðherra og hæstaréttardómara eru harðlega fordæmd. Með þessu hafi formenn stjórnmálaflokkanna sameinast, undir forystu forsætisráðherra, í að færa sjálfum sér einhverjar mynd- arlegustu jólagjafir sem sögur fara af, eins og komist er að orði. „Auðvitað verða það skattgreið- endur sem verða að borga þessar sjálftökur. Á sama tíma heykist þetta fólk á því að knýja ríkisstjórnina til að efna að fullu loforð sitt við öryrkja, sem heilbrigðisráðherra gaf þeim fyrr á þessu ári. Ríkisstjórn og al- þingismenn lyfta ekki hendi til að knýja fjármálaráðherra til að standa við yfirlýsingu, sem hann gaf ASÍ 13. des. 2001, þegar ASÍ tók forystu í að viðhalda stöðug- leika í efnahagsmálum á meðan rík- isstjórnin svaf á verðinum. Og þeir horfa aðgerðarlausir á sjúkrastofn- anir verða að skera stórlega niður sína þjónustu og segja upp starfs- fólki í hundraðavís og þannig mætti áfram telja. Það er dapurleg staða fyrir al- menning að horfa upp á þessar ósvífnu sjálftökur á sama tíma og verkalýðshreyfingin er búin að leggja fram mjög hófsama kröfu- gerð vegna komandi kjarasamn- inga. Við þessu er ekki hægt að bregðast á annan hátt en að aft- urkalla framlagðar kröfugerðir og taka þær til endurskoðunar.“ Fordæmir sjálftökur þingmanna Í ÁLYKTUN sem samþykkt var á félagsfundi í Múrarafélagi Reykjavíkur er mótmælt harð- lega nýsamþykktum lögum um eftirlaun forseta Íslands, ráð- herra, alþingismanna og hæsta- réttardómara. Lýst er sérstakri vanþóknun á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við afgreiðslu málsins á Alþingi og þeirri sjálf- töku sem lögin fela í sér, eins og komist er að orði. Mótmæla frumvarpinu Dagblöð í skólum er samstarfsverkefni á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári. Að lokinni verkefnaviku þar sem nemendur vinna með dagblöð á margvíslegan hátt í skólanum koma þeir í kynnisheimsókn á Morgunblaðið og fylgjast með því hvernig nútímadagblað er búið til. Kærar þakkir fyrir komuna, krakkar! 7. L Laugalækjarskóla 7. RM Foldaskóla Morgunblaðið/Ásdís 7. HR Foldaskóla 7. SR Árbæjarskóla Morgunblaðið/Eggert Í STAÐ útsendinga jólakorta í ár til samstarfsaðila og starfsmanna veitir SORPA styrk. Fimmtudaginn 18. desember sl. afhenti Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri SORPU, Pétri Geir Grétarssyni styrkinn, sem tók við honum fyrir hönd Hvamms- húss. Hvammshús í Kópavogi er sjálf- stætt sérkennsluúrræði fyrir nem- endur á aldrinum 14–16 ára sem farið hafa halloka í almenna skóla- kerfinu. Á myndinni eru frá vinstri Stefán Gunnarsson kennari, Pétur Geir, Aron, Bjarki og Tómas nemendur, Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri SORPU, og Birgir Svan Símonarson, forstöðumaður Hvammshúss. SORPA styrkir Hvammshús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.