Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 41
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 41 Öndvegiseldhús Reykjavíkur er sambland af sögu gestgjafa Reykja- víkur og mat- reiðsluriti. Menn- ingarspegill bókarinnar er matur og mat- argerð þar sem lögð er áhersla á hið séríslenska hráefni, ferskleika og hefðir. Í kjölfar sögulegs inngangs eru heimsóttir fimmtán veitingastaðir Reykjavíkur og saga þeirra rakin. Sumir hverjir bera ævintýralegri framsýni manna vitni, svo sem Perlan, en hugmyndir um veitingarekstur á toppi hitaveitu- tankanna eiga sér lengri sögu en margir þekkja. Aðrir eru reistir á sögufrægum slóðum og geyma löngu gleymdar ástir og átök og enn aðrir hluti af arfleifð fyrri tíma. Menningu veitingahúsanna eru gerð skil og áherslum í matargerð og móttöku gesta. Í kjölfarið eru svo gefnar upp- skriftir af þriggja rétta máltíð hvers veitingahúss þar sem íslenskt hrá- efni er í fyrirrúmi að hætti hússins. Rammi bókarinnar er gestrisni og matarmenning Reykjavíkur í 200 ár. Greint er frá sögulegri hefð Íslend- inga sem gestgjafa og er þar stuðst við fornritin og heimildir úr þjóðhátta- fræði. Inngangur bókarinnar og meg- inlesmál fjallar um þróun Reykjavíkur sem menningarborgar og mikilvægi gestgjafans í þeirri þróun. Útgefandi er Orðspor. Bókin er 106 bls. Prentuð í Prentment. Ljós- myndir: Leifur Rögnvaldsson og Thor- stein Henn. Matur og menning Logar engilsins er eftir Ernu Ei- ríks. Hvaðan kom- um við? Hvers vegna er lífið á jörðinni svo marg- slungið? Hvernig upplifum við dauðastundina? Hvernig líður okkur í andlegum heimi eftir jarðlífið? Í þessari bók er leitað svara við þessum spurn- ingum og mörgum fleiri með því að líta bak við það tjald sem umlykur jarðvist mannsins. Útgefandi er Skjaldborg ehf. Bók- in er 200 bls. Verð: 3.480 kr. Dulspeki Samræður við guð – Önnur bók er eftir Neale Don- ald Walsch í þýð- ingu Björns Jóns- sonar. Fyrsta bók kom út á síðastliðnu ári. Hér heldur höfundur áfram að spyrja flókinna spurninga um lífið og tilveruna, kærleikann og trúna, líf- ið og dauðann, hið góða og illa – og hann fær svör. Stundum verða snörp skoðanaskipti og deildar meiningar milli hans og viðmælandans. Útgefandi er Skjaldborg ehf. Bókin er 243 bls. Verð: 3.980 kr. Trú Tilraunabók barnanna er end- urútgefin. Höf- undur er Berndt Sundsten og Jan Jäger og þýðandi Örnólfur Thorlac- ius. Bók opnar börn- um leið að heimi tilraunavísinda. Þau komast að því, hve skemmtilegt það getur verið að uppgötva hvernig hlutirnir gerast – og hvað gerist ekki. Hér er lýst fjölda ein- faldra tilrauna sem hver og einn getur sjálfur gert. Og allt sem til þarf er inn- an seilingar á heimilinu. Útgefandi er Skjaldborg bókaút- gáfa. 45 bls. Verð 1.480 kr. Börn ÚT er komnar tvær nýjar ljóða- bækur eftir Þor- geir Kjartansson (1955–1998): Sæludalir og Sorgarfjöll og Sólaris – Pólaris. Þegar fyrsta ljóðabók Þorgeirs kom út árið 1997 skrifaði Geirlaugur Magn- ússon: ,,Þar sem það er séð er ekki einungis óvenjulega þrosk- aður nýgræðingur á ljóðakri heldur einfaldlega ein af betri ljóðabókum ársins. Lesist sem fyrst og sem allra vendilegast. Það verður enginn svikinn af þess- ari bók.“ Hrafn Jökulsson tók í sama streng: „Það er spá mín að þegar fram líða stundir muni Þor- geir Kjartansson talinn í flokki markverðustu ljóðskálda sinnar kynslóðar.“ Þorgeir lést í árslok 1998 en skildi töluvert af skáld- skap eftir í handriti. Hluta ljóða sinna hafði hann raðað í kverin tvö sem nú koma fyrir augu almenn- ings. Haldið er röðun og titlum skáldsins sjálfs og því eru bæk- urnar tvær en þær má einnig skoða sem eina heild. Útgefandi er Lítil ljós á jörð. Hver bók er 32 bls. Verð: 1.750 kr. Ljóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.