Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 20
SAMKEPPNISSTOFNUN rann- sakar nú viðskiptahætti innheimtu- fyrirtækisins Intrum Justitia. Sam- keppnisstofnun staðfesti í samtali við Morgunblaðið að hafin væri at- hugun á félaginu eftir að vakin var athygli stofnunarinnar á eignarhaldi félagsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er Intrum Justitia í jafnri eigu Landsbankans, Kaupþings Búnaðarbanka, ýmissa sparisjóða og Intrum Justitia International. „Við ákváðum að kanna hvort þarna væri eitthvað sem færi í bága Samkeppnisstofn- un skoðar Intrum við samrunaákvæði samkeppnislag- anna, eða 10. grein laganna um ólög- mætt eða samkeppnishamlandi sam- ráð,“ sagði Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar. Hann segir að stofnunin hafi byrj- að að kalla eftir upplýsingum vegna málsins sl. vor en vegna annríkis í öðrum málum hafi athugunin farið hægt af stað. Hann sagði að óvíst væri hvenær hægt væri að búast við niðurstöðu. „Það hlýtur að skýrast fljótlega hvort eitthvað kalli á frek- ari rannsókn.“ að þetta virðist vera svipuð þróun og hafi verið þegar vöruskiptahallinn hafi horfið á árunum 2000 og 2001, en þá hafi vöxtur útflutnings skýrt stærri hluta breytingarinnar en samdráttur innflutnings. Nærri jafnvægi í nóvember Í Morgunkorni Íslandsbanka er einnig birt spá greiningardeildar bankans um vöruskiptajöfnuðinn við útlönd í nóvember. Samkvæmt spánni verður niðurstaðan á bilinu einn milljarður í halla til einn millj- arður í afgang. Verði niðurstaðan af- gangur, er það að sögn greiningar- deildarinnar í fyrsta sinn frá því í febrúar á þessu ári sem það gerist. Fari svo sé það merki um að útflutn- ingur sé að taka við sér á ný eftir samdrátt síðustu mánuði. Þar sé sér- staklega um að ræða sjávarafurðir, en útflutningur þeirra muni eflaust aukast nokkuð á næstu mánuðum í samræmi við auknar aflaheimildir. GREINING Íslandsbanka segir að neikvæð umskipti í vöruskiptum við útlönd skýrist einkum af samdrætti útflutnings, sérstaklega sjávaraf- urða, en ekki aukningu innflutnings. Í Morgunkorni Íslandsbanka seg- ir að ríflega 14 milljarða króna halli hafi verið af vöruskiptum við útlönd á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Þetta sé mikil breyting frá því í fyrra þegar 13 milljarða króna afgangur hafi verið af vöruskiptum á sama tímabili. Neikvæð umskipti séu því 27 milljarðar króna milli ára. Út- flutningur sjávarafurða hafi dregist saman um 15 milljarða króna sem skýri um 53% umskiptanna. Sam- dráttur í öðrum útflutningi skýri 23%, en aukinn innflutningur fjár- festingarvara og flutningatækja skýri einungis 22% umskiptanna. Aukin neysla og fjárfesting skýri því innan við fjórðung af sveiflunni í vöruskiptum við útlönd á síðustu mánuðum. Í Morgunkorninu segir Minni útflutningur, verri vöruskipti Aukinn innflutningur skýrir lítinn hluta umskiptanna VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um kvótaúthlutun fyr- ir næsta ár, en þriggja daga fundi ráðherranna lauk í gærmorgun í Brussel eftir næturfund. Þorskveið- ar verða ekki bannaðar í Norðursjó, Írlandshafi, og undan vesturströnd Skotlands eins og fiskifræðingar höfðu lagt til, en samþykkt var að draga úr veiði á þorski á þessum svæðum. Öll aðildarríki ESB, utan Belgía, greiddu atkvæði með samkomulag- inu um að byggja upp þorsk- og lýs- ingsstofna. Þá greiddu Þjóðverjar og Svíar atkvæði gegn úthlutun veiðikvóta fyrir næsta ár en þeir töldust samt samþykktir. Svíar og Þjóðverjar vildu fara að tilmælum fiskifræðinga um bann við þorsk- veiðum á tilteknum svæðum, en Spánverjar, Danir, Frakkar og Bretar sögðu að ekki væri hægt að ganga lengra í að skera niður þorsk- kvóta. Franz Fischler, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, sagði að gripið yrði til aðgerða til að styrkja lýsings- og þorskstofna sem eru í hvað mestri hættu. Veiði- kvótar verði áfram litlir, eftirlit verði hert og sóknardögum fækkað. „Við reyndum að finna raunhæfa lausn sem bætir fiskveiðistjórnunar- kerfið og sem gerir ráð fyrir því að hægt verði að byggja upp fiskistofna með hraða sem fiskimenn geta fylgt eftir og leiðir ekki til þess að þeir geri uppreisn,“ sagði Fischler. Samkomulag um fiskveiðar ESB Þorskveiðar verða ekki bannaðar í Norðursjó næsta ár „HEIMFERÐIN gekk að flestu leyti mjög vel. Við lentum þó í vondu veðri milli Noregs og Hjaltlandseyja og töfðumst um einn sólarhring,“ segir Stefán Sigurðsson, skipstjóri á Árbaki EA, ísfisktogara Útgerðarfélags Akureyrar, á heimasíðu ÚA, en skipið kom til heimahafnar á Ak- ureyri í vikunni frá Gdynia í Pól- landi þar sem töluverðar breyt- ingar voru gerðar á því. „Ég vil segja að breytingarnar á skipinu eru mjög vel heppnaðar og ég tel að margt hafi verið gert á stuttum tíma,“ segir Stefán. „Stærsta breytingin er hækkun brúarinnar um eina hæð, en við það myndast rými fyrir sjúkra- klefa, skipstjóraklefa og vel út- búna setustofu fyrir áhöfn. Einn- ig var kjölur skipsins endurnýjaður, sett nýtt peru- stefni, skipt um plötu í skutrennu, togblökk færð aftar o.fl. Einnig voru raflagnir í lest endurnýj- aðar, sett upp ný lýsing og lestin máluð.“ Næstu daga verður unnið stíft hér heima við að ljúka því sem þarf að gera við Árbak áður en haldið verður á veiðar. Meðal annars er þegar byrjað að setja niður forsmíðaðan flokkara, sem stærðarflokkar fiskinn, og sömu- leiðis verður sett niður ískrapa- vél. Stefnt er að því að skipið verði klárt á veiðar um áramót. Vel heppnaðar breytingar KÍNVERSK stjórnvöld hafa ákveðið að leggja fé í úreldingu 30.000 fiski- báta og skipa, sem stunda veiðar á djúpsævi. Þessari úreldingu á að vera lokið árið 2010, en markmiðið er að vernda ofveidda fiskistofna. Ákveðið hefur verið að verja 2,4 milljörðum króna úr ríkiskassanum til úreldingarstyrja auk styrkja frá viðkomandi strandhéröðum. Að meðaltali verða 3.750 bátar úreltir á ári næstu sjö árin. Jafnframt hefur verið ákveðið að auka fiskeldi til að mæta eftirspurn eftir fiski og veita þeim sjómönnum, sem þurfa að fara í land aðra atvinnu, en þeir eru taldir verða um 300.000. „Við gerum ráð fyrir að skipum sem stunda veiðar á dýpra vatni fækki úr 222.000 bátum í lok síðasta árs í 192.000 í árslok 2010,“ segir að- stoðarfiskimálastjóri Kína. Fjöldi báta sem fá að veiða á Suður-Kína- hafi árið 2010 verður takmarkaður við 4.126, og er þá átt við báta frá Kína, Hong Kong og Macao. Úrelda 30.000 fiskibáta STJÓRNVÖLD á Nýja Sjálandi hafa viðurkennt að skulda sjávarút- veginum 24,6 milljónir nýsjálenzkra dollara, um 1,2 milljarða króna vegna oftekinna gjalda frá árinu 1994. Um er að ræða gjöld vegna veiði- stjórnunar og rannsókna. Pete Hodgson, sjávarútvegsráð- herra, hefur kynnt frumvarp til laga þar sem lagt er til að veiðileyfagjöld verði lækkuð í framtíðinni um það sem nemur hinum ofteknu gjöldum. Samkomulag varð um það milli tals- manna sjávarútvegsins og stjórn- valda í febrúar á þessu ári að sé þetta skyldi renna aftur til atvinnugrein- arinnar, en það er fyrst nú, sem frumvarpið kemur fram. Hægt hefur gengið að reikna bæturnar út, meðal annars vegna þess að í sumum til- fellum er um að ræða gjöld allt að átta ár aftur í tímann. Nú verður veittur afsláttur á veiðigjöldum til tveggja til sjö ára eftir því um hvern- ig veiðiskap er að ræða. Oftekin gjöld af útveginum SKOSKI athafnamarðurinn Tom Hunter kom hingað til lands í fyrra- dag til fundar við stjórnendur Baugs Group, að því er greint var frá á vefsíðu breska blaðsins Inde- pendent í gær. Þar segir að þetta gefi þeim orðrómi byr undir báða vængi að Hunter og Baugur séu að undirbúa að leggja fram yfirtöku- tilboð í verslanakeðjuna House of Fraiser, HoF. Jón Scheving Thorsteinsson, yf- irmaður erlendra fjárfestinga hjá Baugi, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann vildi ekkert tjá sig um frétt Independent, og hvorki játa því né neita hvort Hunter hefði komið hingað til lands. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu á sínum tíma reyndi Hunter, án árangurs, að gera yf- irtökutilboð í HoF í lok síðasta árs með stuðningi Baugs. Hunter á um 11% hlut í Hof og Baugur um 10%. Haft er eftir Hunter í Independ- ent að tilgangur ferðar hans hingað til lands hafi verið vegna fasteigna sem hann og Baugur eigi í samein- ingu, en ekki hafi verið rætt um HoF. Segir blaðið að almennt sé gert ráð fyrir því á markaðinum í Bret- landi að yfirtökutilboð í HoF muni koma fram á næstunni. Lokaverð hlutabréfa félagsins hafi í fyrradag verið 92,5 pens á hlut, vel yfir tilboði Hunters frá því á síðasta ári, sem var 85 pens á hlut. Þá segir að Hunter myndi vel hafa efni á því að standa einn að tilboði í HoF en að hann hafi sagt að hann vildi gjarnan gera það í samstarfi með öðrum. Al- mennt sé gert ráð fyrir því að Hun- ter vilji bíða og sjá hvernig jólasalan hjá HoF verður áður en hann gerir tilboð í keðjuna. Hunter fundar með Baugi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Tom Hunter á um 11% hlut í bresku verslanakeðjunni House of Fraser og Baugur Group um 10%. IBM og Nýherji hf. hafa undirritað samning um kaup Nýherja á öllu hlutafé í ráðgjafarfyrirtækinu IBM Business Consulting Services á Ís- landi ehf. Ráðgjafarfyrirtækið mun starfa undir heitinu Business Con- sulting ehf. og mun vera sjálfstæð- ur IBM Business Partner. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Nýherja. Þar kemur jafnframt fram að kaupverðið sé trúnaðar- mál. Í tilkynningunni segir að Ný- herji vilji bjóða upp á fjölþætta þjónustu á sviði viðskiptaráðgjaf- ar, til viðbótar þeirri hugbúnaðar- og tækniráðgjöf sem félagið veitir. Samningurinn geri Nýherja kleift að styðja enn betur viðskiptavini sína í að hámarka ávinninginn af fjárfestingum sínum með því að samþætta viðskiptaráðgjöf við tæknilega framkvæmd lausna. Nýherji hefur verið það sem nefnt er IBM Business Partner frá árinu 1992. Nýherji kaupir IBM Business Consulting VOGUN hf., sem er stærsti hluthaf- inn í Granda hf., hefur aukið hlut sinn í félaginu um 3,0% og á nú 32,66% af heildarhlutafénu. Tilkynnt var í gær um kaup Vogunar á 44.373.500 hlutum í Granda á geng- inu 6,75. Kaupverðið var því um 300 milljónir. Árni Vilhjálmsson og Kristján Loftsson eru í stjórnum beggja félaganna. Vogun með 33% í Granda MATSFYRIRTÆKIÐ Standard & Poor’s hefur uppfært horfur um lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar í erlendri mynt frá stöðugum í já- kvæðar. Kemur þetta í framhaldi af sams konar uppfærslu á lánshæfis- einkunn Íslands í erlendri mynt, sem greint var frá í Morgun- blaðinu fyrr í þessari viku. Fyr- irtækið hefur jafnframt staðfest allar lánshæfiseinkunnir Lands- virkjunar. Í tilkynningu frá matsfyrirtæk- inu segir að lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar endurspegli m.a. efnahagslegt mikilvægi fyrirtæk- isins og yfirburðastöðu þess á orkumarkaðinum á Íslandi. Horfur um lánshæfi jákvæðar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt.% Úrvalsvísitala aðallista .......................................... 2.059,36 -0,01 FTSE 100 ................................................................ 4.412,30 0,34 DAX í Frankfurt ....................................................... 3.898,42 0,71 CAC 40 í París ........................................................ 3.502,04 -0,03 KFX Kaupmannahöfn ............................................. 244,57 2,24 OMX í Stokkhólmi .................................................. 618,55 0,78 Bandaríkin Dow Jones .............................................................. 10.278,22 0,25 Nasdaq ................................................................... 1.951,02 -0,26 S&P 500 ................................................................. 1.088,66 -0,05 Asía Nikkei 225 í Tókýó ................................................. 10.284,54 1,79 Hang Seng í Hong Kong ......................................... 12.371,75 1,07 Viðskipti með hlutabréf deCODE á Nasdaq ................................................. 7,94 -0,63 Big Food Group í Kauphöllinni í London ............... 156,75 -1,57 House of Fraser í Kauphöllinni í London .............. 92,50 0,0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.