Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 32
AKUREYRI 32 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sjómannafélag Eyjafjarðar Fundarboð Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður haldinn á Skipagötu 14, 4. hæð (Alþýðuhúsinu) föstudaginn 29. desember 2003 og hefst kl. 11.00 f.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundastörf. 2. Önnur mál. Valtýr Hreiðarsson, forstjóri Verðlagsstofu skiptaverðs, verður gestur fundarins. Akureyri 16.12.2003. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar. „Þetta varð til að hnykkja á að málið fór í gang,“ sagði Ragnar. Hann nefndi að ekki væri sjálfgefið að sveitarfélag sem berst í bökkum réð- ist í slík kaup. Bifreiðin kostar 7 milljónir króna og hefur tekist að fjármagna um helming kaupverðs með styrkjum. „Þetta er gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Hrísey- inga að hafa þessa bifreið á staðn- um,“ sagði Ragnar. Erling Júlínusson slökkviliðsstjóri sagði við afhendinguna að hann von- aðist til þess að aldrei þyrfti að nota HRÍSEYJARHREPPUR hefur keypt slökkvibifreið af Slökkviliði Akureyrar og var hún afhent á slökkvistöðinni í gær. Bifreiðin er af gerðinni Man, árgerð 1987, dælubíll sérútbúin fyrir dreifbýli og upphaf- lega keyptur fyrir Brunavarnir Eyjafjarðar. Slökkvilið Akureyrar tók svo við bílnum þegar Brunavarn- ir Eyjafjarðar sameinuðust Slökkvi- lið Akureyrar. Nú hefur fengist heimild til að kaupa nýja slökkvibifreið fyrir liðið á Akureyri og verður væntanlega efnt til útboðs fljótlega. Nýi bíllinn mun leysa af hólmi tvo bíla slökkvi- liðsins. Unnið er að því að fá bifreið að láni þar til sú nýja verður tekin í notkun. Ragnar Jörundsson sveitarstjóri í Hrísey sagði að nokkuð stór bruni sem varð í eynni síðastliðið sumar hefði ýtt við mönnum, en þá hafi mönnum orðið ljóst að slökkvibíll sá er til var væri ekki til stórræðanna. bifreiðina. Gerði hann ráð fyrir að íbúar myndu sofa rólegir nú um jólin vitandi af svo öflugri slökkvibifreið í eynni, en segja mætti að þeir ættu nú eitt öflugasta slökkvilið landsins miðað við höfðatölu. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri sagði að vonandi væri þetta aðeins eitt verkefni af mörgum sem Akureyringar og Hrís- eyingar ynnu sameiginlega að næstu mánuði og þegar komið yrði fram á haustið 2004 væri það sín ósk að sveitarfélögin tvö hefðu sameinast. Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júlíusson og Ragnar Jörundsson undirrita kaupsamninginn. Við hlið þeirra sitja Þorgeir Jónsson, slökkviliðsstjóri í Hrísey t.v., og Er- ling Þór Júlínusson slökkviliðsstjóri á Akureyri t.h. Að baki þeim er bíllinn. Sofa von- andi vært um jólin Hríseyingar kaupa öfluga slökkvibifreið frá Akureyri ALLIR iðkendur í Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar taka þátt í jólasýningu deildarinnar í dag, laugardaginn 20. desember. Þar sýna þessir ungu og efnilegu listhlauparar Hnotubrjótinn. Sýn- ingin hefst kl. 17 og eru allir vel- komnir að koma og horfa á en miðaverði er stillt í hóf, segir í til- kynningu. Sýnt verður í Skautahöllinni á Akureyri. Fríður hópur: Krakkarnir sýna Hnotubrjótinn í dag. Hnotubrjóturinn í Skautahöllinni STJÓRN knattspyrnudeildar Þórs samþykkti í síðasta mánuði aga- reglur fyrir leikmenn, stjórnar- menn, þjálfara og aðra sem koma að málum hjá deildinni. Þar kemur m.a. fram að öll notkun tókbaks er bönnuð hjá þessum aðilum á æfing- um, í leikjum og í ferðum á vegum deildarinnar. Töluvert hefur verið fjallað um munntóbaksnotkun knattspyrnumanna í Morgun- blaðinu í vikunni. Þar kom m.a. fram að KSÍ hefur engar reglur um notkun munntóbaks en að sam- bandið væri reiðubúið að taka á vandamálinu af fullum krafti. Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs sagði að reglurnar væru settar til þess að laga umgjörðina í kringum fótbolt- ann. „Þarna er á ferðinni fólk sem er fyrirmynd unga fólksins og sem horft er upp til og þarf því að haga sér í samræmi við það.“ Unnsteinn sagði að eitthvað hefði verið um munntóbaksnotkun hjá knatt- spyrnumönnum félagsins, „en það er það sem við viljum stöðva á með- an menn eru á okkar vegum.“ Unnsteinn sagði að þessi umræða væri alveg tímabær. „Munntóbaks- notkun hefur aukist á undanförnum árum en maður skilur bara ekki af hverju. Það er ekki fögur sjón að sjá unga og hrausta menn afmynd- aða í framan með útroðna vör af tóbaki.“ Unnsteinn sagði að kynning á agareglunum væri komin í gang og ætti eftir að verða meiri, auk þess sem þær verða aðgengilegar í Hamri, félagsheimili Þórs. Hann sagði að aðrar deildir félagsins hefðu sýnt málinu áhuga og gerir ráð fyrir að þær fylgi í kjölfarið sem slíkar reglur. Agareglur knattspyrnudeildar Þórs Banna tóbaksnotkun Norðlenskar jólabækur | Bóka- vaka verður í Deiglunni á Akureyri í dag, laugardaginn 20. desember, kl. 16. Þar munu nokkrir höfundar lesa úr verkum sínum, en þeir eru Sverrir Pálsson sem les úr ljóðabókinni Lauf- vindar, Þórarinn Guðmundsson, úr ljóðabókinni Næturauga, Ragnar Hólm Ragnarsson les úr greinasafn- inu Fiskar og menn, Björn Þorláks- son, úr skáldsögunni Rottuholan, Jó- hann Árelíuz les úr skáldsögunni Eyrarpúkinn og Björg Bjarnadóttir úr ritinu Draumalandinu. Frumkvöðlanám | Kennsla í 45 eininga diplomanámi í frumkvöðla- fræði hefst við Háskólann á Akur- eyri á vorönn 2004. Námið tekur 3 annir og er það skipulagt í samstarfi við IMPRU, Nýsköpunarmiðstöð og Frumkvöðlasetur Norðurlands. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni að frumkvöðlaverkefni, annaðhvort sjálfstætt og á grundvelli eigin hug- myndar eða í samtarfi við annan frumkvöðul eða fyrirtæki. Inntöku- skilyrði miðast við almennar reglur HA. Teknir verða inn 10 nemendur og valið á grundvelli viðmiðana Frumkvöðlaseturs Norðurlands. Lánið er námshæft. Umsókn- arfrestur er til 31. desember nk. Áramótaskák | Áramótanámskeið Skákskóla Íslands fer fram á Ak- ureyri helgina 3. og 4. janúar nk. Er það í beinu samhengi við þá stefnu Skákskóla Íslands að leita eftir sam- vinnu við taflfélögin í landinu og miðast námskeiðshald við þarfir drengja og stúlkna á Norðurlandi. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Skákfélag Akureyrar í húsakynnum félagsins. Aðalkennari er Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, en stórmeist- arinn Þröstur Þórhallsson er honum til halds og trausts.      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.