Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SNÖRP umræða varð um fundar- sköp við lok síðari umræðu um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar eftir síðustu ræðu borgarstjóra, og töldu sjálfstæðismenn í borgarstjórn að samkomulag um lokaræður hefði verið brotið. Umræðunum var skipt í þrjár um- ferðir og í upphafi fundar tókst sam- komulag um að í þriðju umferð fengju Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, Ólafur F. Magnús- son, Frjálslyndum, og Þórólfur Árnason borgarstjóri einir að tala, og ekki mætti koma með andsvör við ræðum þeirra. Borgarstjóri átti síðustu ræðuna, og fjallaði hann þar um umræðuna sem myndast hafði um daginn og svaraði spurningum sem til hans var beint. Þegar borgarstjóri hafði flutt ræðuna kvaddi Hanna Birna Krist- jánsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sér hljóðs til að ræða fundarsköp, og ásakaði borgarstjóra um að brjóta gegn samkomulagi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þ. Þórð- arson, Sjálfstæðisflokki, kvöddu sér einnig hljóðs, og voru á sama máli. Sjálfstæðismenn töldu að sam- komulagið hefði falið það í sér að ekki ætti í lokaræðum að ræða eitt- hvað sem gæti kallað á andsvör, og þótti þeim borgarstjóri hafa brotið það samkomulag. Vilhjálmur sagði borgarstjóra hafa dylgjað í sinn garð og lýsti megnri óánægju með að fá ekki að svara fullyrðingum borgar- stjóra. Ekki hægt að semja við meirihlutann Guðlaugur sagði að ljóst væri af þessu að ekki væri hægt að gera samkomulag við meirihlutann um mál af þessu tagi og ræddi mögu- leika á að slíkt samkomulag þyrfti að vera skriflegt í framtíðinni. Þórólfur Árnason borgarstjóri svaraði með því að eðlilegt væri að borgarstjóri svaraði þeim spurning- um sem til hans væri beint, og sagð- ist einungis hafa svarað þeim spurn- ingum sem fram komu í máli borgarfulltrúa, sem hann hefði skrif- að niður á meðan á umræðum stóð. Hann hafnaði því alfarið að hafa dylgjað um Vilhjálm. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir og Helgi Hjörvar, R-lista, kvöddu sér einnig hljóðs og sögðu ekkert óeðlilegt við ræðu borgarstjóra, og að ekki væri hægt að gera samkomulag um að ritskoða fyrirfram það sem sagt yrði í ræð- um. Að lokum kvaddi Árni Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjórnar, sér hljóðs og skýrði sinn skilning á sam- komulaginu. Hann tók undir að ekki væri hægt að ritskoða það sem menn segðu í ræðustól, en sagði að sam- komulag hefði verið um að andsvör yrðu ekki leyfð, og menn reyndu að haga máli sínu svo að ekki yrði þörf á þeim. Umræður um fundarsköp í borgarstjórn Reykjavíkur Segja samkomulag um lokaræður ekki virt Ekki skjóta, ég er forseti Íraks. Heilunarguðsþjónusta í Fríkirkjunni Farvegur fyrir kærleiksorku Heldur óvenjulegguðsþjónustaverður í Fríkirkj- unni á morgun og hefst hún klukkan 17. Um er að ræða samvinnu Fríkirkj- unnar og Sálarrannsókn- arfélagsins, um heilunar- guðsþjónustu sem verður í sameiginlegri umsjón sr. Hjartar Magna Jóhanns- sonar fríkirkjuprests og Friðbjargar Óskarsdóttur hjá Sálarrannsóknarfélag- inu. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Friðbjörgu. – Hvert er tilefni þessa? „Tilefnið er 85 ára af- mæli Sálarrannsóknar- félagsins og jafnframt finnst okkur að þetta sé mjög góður tími til að bjóða fólki að koma inn úr stress- inu og fá andlega fyllingu.“ – 85 ára afmæli? „Já, Sálarrannsóknarfélagið var stofnað árið 1918 af séra Har- aldi Níelssyni. Hann var svo mik- ill ræðuskörungur að hann fyllti alltaf kirkjuna þegar hann flutti boðskap sinn. Það fór á þann veg að það þurfti að prenta aðgöngu- miða þegar séra Haraldur var væntanlegur. Heilun sem slík kom þó inn í starfsemi félagsins löngu seinna, en hefur verið stór hluti af starfseminni síðustu ára- tugina og það hefur einmitt verið hlutverk mitt að halda utanum það starf.“ – Heilun í Sálarrannsóknar- félaginu? „Heilun eða huglækningar. Í mínum huga getur það vel verið það sama. Ég hef aldrei viljað fella neitt sem ég geri inn í ákveðna ramma og hef þvert á móti verið mikið fyrir að breyta til og skoða eitthvað nýtt. Ég hef far- ið fyrir hópastarfi innan Sálar- rannsóknarfélagsins hin seinni ár, lengi ein, en starfið hefur getið af sér nokkra mjög hæfa leiðbein- endur að undanförnu, sem er kannski eðli hópastarfs á borð við það sem verið hefur.“ – Segðu okkur aðeins frá þessu hópastarfi … „Í haust og vetur hafa allt að 60 manns tekið þátt í því og leiðbein- endurnir eru orðnir fimm. Þetta er nokkurs konar sjálfsræktar- og þróunarstarf. Við höfum fjar- lægst aðeins hið dulræna og vinnum meira með mannlega eig- inleika mannssálarinnar. Þannig er mál vexti að sjálf erum við af- skaplega sjálfmiðuð, en mennirnir eru samt sem áður ein heild og það sem þú gerir á hlut eins, gerir þú á hlut annarra og þín sjálfs af því að öll erum við hluti af þessari heild. Af þessari hugsun er sprottin hugmyndin að hópheil- un.“ – Þetta er sem sagt ný hugsun? „Nýtt og ekki nýtt. Fyrir tíu ár- um vorum við með „Dulræna daga“ í Gerðubergi og þá fór m.a. fram heilun samhliða messu sem Cesil Haraldsson hélt. Það var þó ekki hópheilun, heldur settist fólk í stóla í kórnum og fram fóru handayfirlagningar. Það var um haust og nú eru jól, þannig að við rennum blint í sjóinn með þátt- töku. En það var troðfull kirkja í Gerðuberginu fyrir áratug og við vonum að það verði aftur svo nú.“ – Hvernig verður þetta sett upp? „Guðsþjónustan verður í hönd- um sr. Hjartar Magna Jóhanns- sonar og um tónlistina sjá Anna Sigríður Helgadóttir og Karl Möller. Í lokin verður heilunin sem ég hef umsjón með, en einnig verða til taks leiðbeinendurnir og nemendur. Það verður sungið og spilað undir, „taize“-músík sem á uppruna í frönsku klaustri. Það er hljóðlát og falleg tónlist. Fremst verða 30 manns, miðlar, lækna- miðlar og fleiri. Nemendurnir verða síðan vítt or breitt um kirkjusalinn og ætlum við að tengjast þeim og ná þannig öllum með. Við þessar kringumstæður getur náðst geysilega sterk og góð nærandi orka. Þetta snýst mikið til um að gefa og þiggja. Ef hjartað vill gefa af sér verður þarna farvegur fyrir kærleik- sorku Guðs.“ – Er ekki viðbúið að margir nái ekki nauðsynlegri einbeitingu? „Jú, það getur gerst. Við erum að leita kyrrðar og hluti af þjálf- uninni er að finna innri kyrrðina. Það er alltaf hætta á því að ut- anaðkomandi hljóð, bílar fyrir ut- an, flugvélar, geti truflað og haft þannig áhrif, en vonandi verður þarna nógu mikil orka til þess að vinna gegn slíku. Það eru góðar líkur til þess að það takist. Margir eru að stíga örþreyttir inn til okk- ar úr stressinu og inn í þessa miklu næringu.“ – Hvað stendur svona heilunar- stund lengi … og hver ákveður hvenær nóg er komið? „Þetta er góð spurning. Ég hef sagt Hirti að þetta muni standa í um það bil 20 til 25 mínútur. Í gegnum árin lærist svona lagað. Ég tala við fólkið á meðan á þessu stendur og inni í mér finn ég að það er eins og tíminn sé skammt- aður. Þegar allt er búið, þá bara fjarar kraftur minn út og ég fer þá í að ná fólki til baka. Það lærist að hlusta á innri boð og engin ástæða til að efast eða óttast. Síðan, þegar stundin er komin, mun ég leggja áherslu á að taka fólk mjög rólega til baka og ganga hljóðlega með orkuna út úr kirkjunni. Við sem þekkjum þessa orku vitum að það er eins og við svífum á henni í nokkra daga og finnum fyrir henni jafnvel í allt að viku. En ef það verður áfall eða yfirstress þá étur það orkuna upp á auga- bragði.“ Friðbjörg Óskarsdóttir  Friðbjörg Óskarsdóttir er fædd í Reykjavík 1941. Hún hef- ur starfað sem saumakona, verið verkstjóri á saumastofum og verkstjóri á vinnustöðum fatl- aðra. Seinni árin hefur hún ásamt öðru farið fyrir hópastarfi tengdu huglækningum og heilun á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands. Eiginmaður Friðbjargar er Þorsteinn Arnar Andrésson og eiga þau þrjár uppkomnar dætur. Engin ástæða til að efast eða óttast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.