Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 73
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 73 nægjusamur og ofbauð markaðs- væðing og gerviþarfir nútímans, þrjóskur og ósérhlífinn. Allt miklir kostir þó að þrjóskan geti verið jafn slæm eins og hún er góð. Sem dæmi um þrjósku og fastheldni afa neit- aði hann málslettum úr erlendum tungumálum inn í íslenskuna. Ef maður heilsaði honum með því að segja hæ, spurði hann mann ein- faldlega hvað maður væri að segja, maður ætti að segja sæll eða sæl en ekki hið enska hæ. En það sem stendur upp úr skapgerð afa er fyr- ir mér gamansemin og hversu létt hann var tilbúinn að taka lífinu. Við grínuðumst mikið alla mína tíð og engan mann hef ég heyrt hlæja jafn hátt, hann kallaði hreinlega af hlátri ef svo má að orði komast. Nokkrum dögum fyrir andlát hans þurfti ég ekki nema að grínast að- eins með honum og þá örlaði fyrir brosi þó að hann gæti ekki hlegið sökum lítillar heilsu. Margar eru minningarnar um afa og standa hesthúsaferðirnar þegar ég var yngri og bíltúrarnir upp úr. Í hesthúsferðunum fékk maður að fara á bak á einhverjum af hest- unum hans afa og hann teymdi mann áfram. Í bíltúrunum var oft- ast farið á Lödunni hans út fyrir bæinn og náttúrufegurð Langaness virt fyrir sér á meðan gott spjall stóð yfir. Ég man líka vel eftir því þegar að afi var að tjá sig um ráða- menn þessarar þjóðar. Hann vand- aði þeim yfirleitt ekki kveðjurnar og kallaði flest vitleysu sem þeir höfðu fram að bjóða og kvað þá aldrei hafa mokað skít né setið hest. Mikill söknuður ríkir í huga mín- um og eftirsjáin er mikil. Skemmti- legur maður er fallinn frá. Blessuð sé minning afa. Stefán Steingrímur Bergsson. Okkur systkinin í Reynihlíð lang- ar með fáum orðum til að þakka afa Dodda fyrir alla þá skemmtilegu samveru sem við höfum átt með honum í gegnum tíðina. Afi var okkur alltaf góður og vildi allt fyrir okkur gera. Hann fór með okkur í bíltúra um Þórshöfn og sveitirnar í kring, fór með okkur í hesthúsið sitt og leyfði okkur að fara á hest- bak. Margar eigum við ferðirnar á Sauðanes, en þar ólst hann upp. Þá var hann vanur að segja okkur frá ýmsu sem var gert í „gamla daga“ eins og hann sagði. Alltaf fann hann sér tíma til að leika við okkur og gaf sig að okkur alla tíð. Það hefur verið okkur mjög dýr- mætt að fá að kynnast honum og við munum alltaf minnast þess hve góður hann var við okkur. Við þökkum honum fyrir allt sem hann hefur gefið okkur. Við munum allt- af minnast hans með hlýjum hug. Sólveig Lóa og Sveinn Skorri. Afi var mín uppáhaldspersóna í minni barnæsku. Hann var númer 1. Þegar ég var ekki hjá þeim hjón- um á Þórshöfn þá hringdumst við á. Ég var ekki gamall í hlöðunni í bláa hesthúsinu hans þegar hann kenndi mér 8-11-44 og þá myndi hann svara eða amma, sem ekki var verra. Nokkurra daga gamlan sótti hann mig í slæmri snjókomu út á flugvöllinn við Sauðanes á vörubíln- um sínum. Inni í bílnum var hlýtt en okkar samband átti eftir að verða ennþá hlýrra. Ófáum stund- unum áttum við eftir að eyða saman í þessum sama vörubíl og ófáar áttu stundirnar eftir að verða sem við eyddum saman við margvíslega aðra iðju. Að gera sambandi okkar skil í grein sem þessari er ekki hægt. Til þess þyrfti bók. Ég þakka bara kærlega fyrir þær. Húmor spilaði stórt hlutverk í lífi afa míns og hann gerði mikið grín. Hann átti það til að segja eitthvað sem fólk eflaust skildi ekkert þar sem hann talaði stundum hratt en samt hló það með því hláturinn sem fylgdi hjá afa var hvellur og hár og það nægði. Hans húmor gat líka verið að gera eitthvað óvænt við að- stæður sem enginn átti von á slíku. Uppbrot á fyrirframskrifuðum samskiptum fólks. Það er í mínum huga snilldarhúmor. Ekki er langt síðan hann gekk að stúlkunum í versluninni sem hýsti eitt sinn kaupfélagið og vildi vita hvort þær væru drukknar. Bað þær að blása í poka. Hann rétti síðan að þeim gamlan plastpoka. Og hló svo hátt. Skammt undan stóð lítil kona sem skamm- aðist sín á þessum uppátækjum bónda síns en brosti samt með. Samband ömmu og afa var einkar kærleiksríkt. Þó veikindi afa míns undir það síðasta hafi komið að einhverju leyti niður á sambandi þeirra þá eru ekki nema örfáar vik- ur síðan þau sátu hlið við hlið og hann hélt utan um konu sína líkt og þau væru nýbúin að kynnast. Styrkurinn í sambandinu og ást ömmu minnar á afa mínum kom vel í ljós undir það síðasta þegar amma mín sem reyndar er komin vel að áttræðu vildi ekki víkja frá rúmi bónda síns. Þau stóðu saman í gegnum lífið. „Við áttum saman nærri 58 ár, það var góður tími,“ sagði amma mín við mig með til- finningaþunga sem fékk mann til að vökna um augun. Skömmu síðar kvaddi þessi styrkasta stoð í lífi afa míns eiginmann sinn í síðasta skipt- ið. Tíminn er takmarkaður sem maður hefur í þessari jarðvist. Ég var svo heppinn að hafa átt góðan tíma með afa mínum. Tíma sem ég gleymi aldrei og mun segja mínum börnum sögur af. Ég er þakklátur fyrir stórkostlegan afa og yndis- lega eftirlifandi ömmu. Fólki sem ég á mikið að þakka. Minning mín um afa minn mun aldrei fölna. Vinurinn hans afa, Emil Þór. Kæri Doddi minn, hér koma nokkur fátækleg orð frá mér til þín. Ég átti því einstaka láni að fagna að eiga þig sem nágranna og trygg- an vin um margra ára skeið. Ég man að þú sagðir svo oft: ,,Eitt það besta sem maður á í þessum heimi, eru góðir vinir“. Og það vorum við svo sannarlega. Þú varst mér alltaf svo hjálplegur, komst stundum oft á dag til að aðgæta hvort mig van- hagaði um nokkurn hlut, eða vildir vita hvort þú gætir aðstoðað mig á einhvern hátt. Gaman var þegar þú komst frá hestunum þínum, þá barstu mér jafnan kveðju þeirra. Þú varst nátt- úruunnandi af Guðs náð, gast setið tímunum saman við gluggann hjá mér, starað út á hafið, fullur lotn- ingar yfir fegurð Þistilfjarðar og fjallanna í kring. Þarna við fjörðinn varstu alinn upp, þetta var þinn heimur. Þarna lærðirðu allar sögurnar sem þú sagðir mér. Og það má Guð vita, að fáir kunnu að meta sköpunarverkið á sama hátt og þú. Þegar ég hugsa um þig heyri þig lýsa fegurðinni. Hrifningin er ósvikin og einlægnin jafndjúpstæð og forðum daga. Núna, þegar komið er að kveðju- stund, vil ég þakka þér fyrir allt, fyrir að vera sannur og góður í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Á bláum hestum hugans um himin minn ég svíf. Ég sé í djúpum draumi að dauðinn skapar líf. Þar búa ótal andar og áfram streyma þeir. Þar er í lausu lofti eitt ljós sem aldrei deyr. Ég flýg í allar áttir og yfir skýjaborg. Þar inní þéttri þoku er þagnarinnar sorg. En djúpt í hugans hafi er heimsins minnsta ögn hún býr um alla eilífð í endalausri þögn. Á bláum hestum hugans um himin minn ég svíf. Ég sé í djúpum draumi að dauðinn skapar líf. (Kristján Hreinsson.) Með þessum orðum kveð ég þig minn kæri vinur. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til Lóu, barnanna, barna- barnanna, svo og systra hins látna, vina og vandamanna. Guðbjörg Guðmannsdóttir. Þegar aldur færist yfir hverfa æ fleiri kunningjar og vinir manns yf- ir móðuna miklu eins og sagt er. Í dag er til moldar borinn gamall, góður og traustur vinur, Þórður Þórðarson, bifreiðarstjóri, á Þórs- höfn á Langanesi. Aðrir munu ef- laust verða til þess að rekja lífs- hlaup hans en fundum okkar bar fyrst saman sumarið 1962 þegar ég var vegavinnustrákur í flokki Hjör- leifs Ólafssonar þar nyrðra. Þórður var þá einn af bílstjórunum sem við sögu komu þetta sumar. Það gekk á ýmsu og einlægt vorum við strák- arnir að finna upp á einhverjum hrekkjum og bellibrögðum til þess að lífga upp á tilveruna og skemmta okkur og öðrum í flokknum. Þórður tók þátt í þessari lífsgleði meðan allt var innan vissra marka. En þegar honum þótti úr hófi keyra var hann ekki lengur með. Hann vissi hvar mörkin voru. Einhvern veginn fór það svo að við Þórður kynntumst býsna vel þetta sumar þótt aldursmunur væri nokkur. Ég sá að hann var þéttur á velli og komst líka að því að hann var þéttur í lund, húmoristi, ein- lægur, hlýr og vandaður. Vinskap- ur okkar hefur reyndar haldist síð- an í rúm fjörutíu ár og í hvert sinn sem við hittumst urðu svo sannar- lega fagnaðarfundir. Síðast sáumst við í sumar og svo skemmtilega vildi til að það var á æskuheimili hans, í gamla prestshúsinu á Sauðanesi. Ég sakna nú vinar í stað þar nyrðra. Þórður Þórðarson er einn þeirra manna sem ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynn- ast á lífsleiðinni. Blessuð sé minn- ing hans. Ég sendi Lóu og börnunum svo og öðrum ættingjum og vinum inni- legar samúðarkveðjur. Óttar Einarsson. Hræddist ég, fákur, bleika brá, er beislislaus forðum gekkstu hjá. Hljóður spurði ég hófspor þín: Hvenær skyldi hann vitja mín? Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Jæja, gamli vinur. Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur í bili, hvað sem síðar verður. Ekki get ég sagt að það hafi komið mér á óvart að frétta af veikindum þínum og and- láti. Það leyndi sér ekki þegar ég heimsótti þig til Þórshafnar síðasta sumar að þú varst orðinn all móður á lífsins göngu. Þú varst ekki jafn áhugasamur og áður um menn og málefni líðandi stundar, minnið ekki eins gott og áður og fallega blikið og glettnin sem var alltaf í augunum þínum var næstum horf- ið. Þegar við kvöddumst þá töluð- um við um það að hittast aftur næsta sumar og fara út á Langanes en ég held að okkur hafi báða grun- að að sú ferð yrði ekki farin, alla- vega ekki í þessu lífi. Ég kynntist Dodda sumarið 1983 þegar ég kom til starfa við útgerð- arfélagið á Þórshöfn. Þá vann Doddi hjá Hraðfrystistöðinni og ók um götur Þórshafnar á Bens vöru- bíl og gekk oft mikið á þar sem hann var á ferð. Við tókum tal sam- an á bryggjunni og hann spurði mig hvaðan ég væri. Þegar ég sagði honum að ég væri úr Skagafirði spurði hann strax hvort ég væri ekki mikill hestamaður. Þegar ég sagði honum að ég hefði aldrei komið á hestbak og væri hræddur við hesta varð hann mjög hissa en spurði samt hvort ég þekkti þá nokkuð Friðrik frá Svaðastöðum. Ég sagðist þekkja hann mjög vel og hann væri meira að segja frændi minn. Doddi varð ennþá meira hissa á þessu, hann átti bágt með að skilja hvernig þetta gæti átt sér stað, sennilega hefur hann talið að um mjög gallað eintak af Skagfirð- ingi væri að ræða. En þrátt fyrir það tókust fljótt með okkur góð kynni og ekki leið á löngu þangað til að hann bauð mér að koma í kaffi og kleinur í Sólvelli. Eftir það má segja að ég hafi verið heimagangur á heimili þeirra Dodda og Lóu á meðan ég bjó á Þórshöfn. Það er margs að minnast frá þessum árum á þórshöfn. Það var gott að koma til Dodda og Lóu eftir erfiðan vinnudag því oft var nú þungt undir fæti í útgerðinni á þessum tíma og ekki allir á eitt sáttir hvernig leysa ætti málin. Þú hafðir einstaklega góða nærveru og mér leið alltaf vel í návist þinni. Við gátum setið saman og spjallað um heima og geima, hvað væri nú efst á baugi í þjóðmálunum og hvað þeir Denni og Dabbi væru að bralla þá stundina. Þú komst mér oft á óvart með skoðunum þínum og mér fannst oft sem enginn aldursmunur væri á okkur, þú hafðir sýn ungs manns á svo marga hluti í lífinu. Stundum sátum við bara saman og þögðum, við þurftum ekki að segja neitt því að allt hafði verið sagt sem skipti máli og engu við það að bæta. Þú varst einstaklega gestrisinn og veitull. Oft var glatt á hjalla þeg- ar við Árni komum í heimsókn um helgar. Þá var stundum kíkt í skáp- inn góða sem hafði að geyma ýmsar guðaveigar sem þú hafði einstak- lega gaman af að láta aðra njóta með þér. Stundum fórum víð líka upp í hesthús og það var ótrúlegt hvað gat leynst í myrkrinu innan um baggana í hlöðunni. Stundum fórum við á böll og er ferð á þorra- blót til Bakkafjarðar ógleymanleg þar sem þér var tekið sem þjóð- höfðingja og greinilegt var að þú hafðir gert þar ýmsum mönnum góða greiða. Skemmtilegast var nú samt að fara með þér út á Langa- nes. Þar þekktir þú hverja þúfu og lýsingar þínar á mannlífi og búskap voru leiftrandi og skemmtilegar. Við fórum margar ferðir saman á þennan stórkostlega stað, sem er ein mesta perla íslenskrar náttúru og alltaf hafðir þú frá einhverju nýju og fróðlegu að segja. Góður vinur okkar sagði einu sinni: „Ef að allir væru eins og hann Doddi, þá væri hvergi stríð.“ Ég held að þetta segi allt sem segja þarf um þig, góði vinur. En nú ertu lagður af stað í þína hinstu för. Ekki óttast ég að þú lendir í neinum vandræðum með dyravörðinn í hinu gullna hliði, hann verður sennilega tekinn út undir vegg eins og dyra- vörðurinn á ballinu góða á Bakka- firði og eftir það verður leiðin greið inn. Ég ætla að kveðja þig, vinur minn, á erindi úr ljóði eftir skáldið góða, Ólaf Jóhann Sigurðsson. Það segir vel hvað mér býr í brjósti nú á þessari kveðjustund okkar. Góða ferð, gamli vinur, við hittumst síðar og tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið. Beri mig í eftirleit að upprunans lindum og reyni þar að lesa af lifandi vatninu lögmál þolgæðis og lögmál drengskapar, hvað niðar þá í hlustum nema nafn þess vinar, sem lögmál þau bæði borið hefur ófölskvuð dýpra flestum mönnum í dulu brjósti Og hvenær fáum við þakkað sem þessa höfum notið. (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Elsku Lóa. Ég sendi þér innileg- ar samúðarkveðjur. Þú varst hon- um góð eiginkona og bjóst honum fallegt og gott heimili. Í mínum augum ert þú mikil hetja. Öllum öðrum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur, minning- in um góðan mann lifir í hugum okkar allra. Grétar Friðriksson. Þú varst ljúfur, góður og hógvær, áhugasamur um færðina – ekki bara á veginum – líka færðina fólksins þíns. Við erum þakklát fyrir samfylgdina. Ragnheiður og Bergur. HINSTA KVEÐJA Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, RAGNARS MARTEINSSONAR, Meiri-Tungu. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Guðmar Ragnarsson, Þórunn Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem færðu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför EGILS EINARSSONAR frá Hafranesi. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Inga Ingvarsdóttir, Þorgerður Egilsdóttir, Einar Jónsson, Einar Egilsson, Halla Svanþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og vinarhug við fráfall AUÐUNS EYÞÓRSSONAR, Borgarnesi. Ennfremur til starfsfólks Landspítalans og allra, sem önnuðust hann í veikindum hans. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.