Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 69
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 69 ✝ Friðbjörg AmalíaEbenesersdóttir, eða Fríða eins og hún var alltaf kölluð, var fædd á Hellissandi 15. júní 1912. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Grund föstu- daginn 12. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ebeneser Berg- sveinsson úr Breiða- fjarðareyjum og Guðrún Hansdóttir frá Einarslóni. Fríða var tvíburi en tví- burabróðir hennar fæddist and- vana. Hún eignaðist ekki önnur systkini og ólst því upp sem einkabarn foreldra sinna. Eiginmaður Fríðu var Rósmundur Sig- fússon, jafnan nefnd- ur Rósi, fæddur á Arnarhóli í Fróðár- hreppi hinn 10. ágúst 1906. Hann var lengi togarasjó- maður en síðustu ár sín verkamaður hjá Reykjavíkurborg. Rósmundur lést 24. apríl 1984. Þeim varð ekki barna auð- ið. Útför Fríðu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Áhugafólk um gamla heimilis- muni kannast eflaust við verslunina Fríðu frænku á Vesturgötunni í Reykjavík, enda sennilega sú þekktasta sinnar tegundar á land- inu. Löngu áður en sú ágæta versl- un kom til sögunnar áttum við systkinin okkar eigin Fríðu frænku; Fríðu frænku á Seljaveginum og síðar á Rauðalæknum. Hún verður í okkar huga alltaf hin eina sanna Fríða frænka, enda einstök kona og eftirminnileg. Mig langar áður en lengra er haldið að rekja lífshlaup Fríðu og Rósa í mjög stuttu máli: Fríða fluttist ung að árum með foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó þar allar götur síðan. Fyrstu ár- in bjó hún í foreldrahúsum við mik- ið ástríki og vernd foreldra sinna. Hún var í vistum, sem kallað var í þá tíð og var aðalvinna ungra kvenna, og vann einnig við ræst- ingar. Árið 1947 kynntist Fríða Rósa sínum, sem þá var togarasjó- maður. Þau gengu í hjónaband hinn 3. maí sama ár. Þau bjuggu fyrstu árin á Seljavegi 11 í Reykjavík, ásamt foreldrum Fríðu, en síðar og lengst af á Rauðalæk 40. Við andlát tengdaforeldranna hætti Rósi til sjós og fékk sér vinnu í landi til þess að vera Fríðu sinni til halds og trausts. Eftir það og til dauðadags vann hann ýmsa verkamannavinnu hjá Reykjavíkurborg. Árið 1981 veiktist Rósmundur af krabbameini. Hann barðist við þann sjúkdóm í rúm þrjú ár en varð að láta í minni pokann vorið 1984 og var dauði hans Fríðu þungt áfall. Hún syrgði Rósa sinn öll þessi ár og barðist sjálf við ýmsan krank- leika en kvaddi þennan heim í lið- inni viku. Æviferill þeirra hjóna lætur kannski ekki mikið yfir sér en þar með er sagan alls ekki sögð. Þau Rósi og Fríða voru nefnilega bæði miklar perlur, hvort á sinn hátt. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Mikil vinátta og tengsl voru alla tíð á milli Erlu, mömmu minnar, og Fríðu frænku en þær voru systra- dætur. Jafnframt voru Vilhjálmur, pabbi minn, og Rósi miklir vinir. Í æskuminningunni skipa Fríða og Rósi verðugan sess. Þau voru heimilisvinir í Hlaðbrekkunni, komu yfirleitt í mat á sunnudögum og alltaf á stórhátíðum og öðrum hátíðarstundum. Þá var gjarnan glatt á hjalla, mikið hlegið og spjallað og oftar en ekki tekið í spil og sungið. Stundum fóru þau jafn- vel með okkur í bíltúr út fyrir bæ- inn, austur fyrir fjall, á Þingvelli eða í Borgarfjörðinn. Slíkar ferðir voru nánast þær einu sem Fríða og Rósi fóru í út fyrir borgarmörkin alla sína hjúskapartíð enda Fríða sérlega heimakær og lítið um það gefið að fara mikið út úr húsi. Ég minnist þess meðal annars að Rósi lagði mér lífsreglurnar áður en ég fór í fyrstu „alvöru“ sumarvinnuna sem unglingur út fyrir borgar- mörkin. Þegar við kvöddumst gaf hann mér forláta vinnugalla sem hann hafði sjálfur notað á sjónum. Þeirri stund og þeirri gjöf gleymi ég aldrei. Ef Fríða frænka væri barn í dag myndi greiningin væntanlega vera á þá leið að hún væri skert á sum- um sviðum en fullkomlega eðlileg á öðrum. Fríða var einfaldlega ekki allra og þurfti margvíslega leiðsögn í gegnum lífið. Hún var góð kona, vammlaus og hrekklaus, og bjó alla tíð yfir svo barnslegri hreinskilni að eftir var tekið. Hún gat aldrei sagt annað en það sem henni bjó í hjarta, hvort sem það kom sér vel eða illa að tala hreint út. Það mættu margir taka hana sér til fyrirmynd- ar að því leyti. Hún var þrifin og smekkleg og vildi alltaf vera „fín í tauinu“ eins og það er stundum nefnt. Hún var hressileg og hló mikið og hátt og vildi ævinlega hafa mikla kátínu í kringum sig. En Fríða var ekki fullkomlega sjálf- bjarga á ýmsan hátt og þurfti á vissum stuðningi að halda frá degi til dags. Þann stuðning veittu for- eldrarnir henni fyrstu árin og síðan Rósi meðan hans naut við. Hann bar Fríðu á höndum sér meðan heilsan leyfði. Á dánarbeðinum bað Rósi foreldra mína að taka við því vandasama hlutverki að annast Fríðu. Þau lofuðu honum því og efndu það loforð af einstökum sóma og alúð. Þau gerðu henni kleift að sjá um sig og búa heima allt þar til hún veiktist fyrir þremur árum. Það gerðu þau með því að kaupa fyrir hana helstu nauðsynjar, líta eftir henni daglega og sitja yfir henni ef eitthvað bjátaði á. Fríða flutti meira að segja tímabundið heim til þeirra fyrir nokkrum árum þegar hún brenndist illa á hendi og þurfti tímabundið óvenjumikla að- stoð. Slík fádæma umhyggja er þakkarverð en jafnframt fágæt. Að leiðarlokum vil ég, fyrir hönd aðstandenda, þakka íbúunum á Rauðalæk 40 velvild og umhyggju- semi í garð Fríðu frænku, ekki síst Dagrúnu sem var Fríðu alltaf stoð og stytta. Valgerði, vinkoni Fríðu og fyrrum nágrannakonu af Selja- veginum, vil ég einnig þakka mikla ræktarsemi og hlýhug, sem og öllu frændfólki Fríðu sem hélt tryggð við hana. Þá þakka ég starfsfólki Grundar fyrir góða umönnun. Og þar með skilja leiðir. Bless- unin hún Fríða frænka er farin í þá ferð sem við förum öll einhvern tíma. Hún þurfti vissulega stuðning til að komast klakklaust í gegnum lífið en naut þeirrar blessunar alla tíð að hafa fólk í kringum sig sem verndaði hana og bar á höndum sér. Fríða var orðin södd lífdaga þegar hún kvaddi þennan heim. Fari hún í friði og blessuð sé minning hennar. Ég veit fyrir víst að Rósi hefur tek- ið henni opnum örmum. Bragi V. Bergmann og fjölskylda. Mig langar til að minnast þeirra heiðurshjóna Rósmundar Sigfús- sonar og Friðbjargar A. Ebeneser- dóttur, eða Rósa og Fríðu eins og þau voru ævinlega kölluð. Rósi og Fríða voru einn af föstu punktunum minnar barnæsku og vel fram á fullorðinsár. Þau voru ólík en samheldin og virðing þeirra hvors í annars garð var til eftir- breytni. Rósi var farmaður framan af ævi og hafði víða farið, var „sigldur“ eins og stundum er sagt, hann var mikill geðprýðismaður, hæglátur og traustur og stóð fast með sínum. Hann átti eitt ár um fertugt þegar hann kvæntist Fríðu en hún var sex árum yngri en hann. Reykjavík var hins vegar um- hverfi Fríðu alla tíð. Hún var í for- eldrahúsum framan af og síðan bjuggu foreldrar hennar hjá henni og Rósa meðan þeim entist aldur til. Fríða var hress og skemmtileg hafði háa og bjarta sópranrödd og var hláturmild með afbrigðum. Hún horfði mikið á sjónvarp og hafði þann sið að lesa textann sem á skjánum birtist upphátt bæði hátt og skýrt þannig að ekkert fór framhjá viðstöddum og þegar sá gállinn var á henni lagði hún út af lestrinum og oft í ólíklegustu áttir. Hún var mikill fjörkálfur, söngelsk og skemmtileg. Flestar helgar árið um kring sótti pabbi þau hjónin í sunnudags- steikina hennar mömmu og þá var brugðið á leik, gripið í spil og spjall- að um heima og geima. Og að fara í heimsókn til þeirra á Rauðalækinn var ævintýri líkast, alltaf boðið upp á gos og útlenskar kökur og nammi og lítill drengur átti auðvelt með að hverfa á vit ævintýranna þegar leikið var með líkön af skútum og skipum eða opnaðar spiladósir með dansandi ballerínum. Þessi heiðurshjón hafa nú sam- einast á ný og ég minnist þeirra með virðingu og hlýhug. Hafi þau þakkir fyrir allt. Heimir. Jólin nálgast, hátíð ljóss og frið- ar, þegar við fylgjum kærri frænku síðasta spölinn. Og þó ég sakni sér- stakrar konu, sem Fríða var, þá veit ég að hún var hvíldinni fegin eftir langa ævi og mikil veikindi síð- ustu tvö árin. Fríða og hennar maður, Rósi, voru oft gestir á æskuheimili mínu og varð ég þeirrar gæfu njótandi að dvelja hjá þeim tíma og tíma. Fríða og Rósi voru um margt ólík en sam- rýnd voru þau og einstaklega barn- góð. Fríða var létt í lund, hress og kát og alltaf syngjandi. Rósi var hæglætismaður og hafði yndi af því að spila á spil og þær voru ófáar stundirnar sem við sátum yfir spil- um. Fríða varð 91 árs og hraust alla tíð. Hennar létta lund og hvernig hún kunni að njóta augnabliksins, beið ekki eftir að það hyrfi inn í for- tíðina til að átta sig á því hversu gott það var, var hennar sérgáfa. Fríða var einlæg, og átti það líka til að vera óþarflega hreinskilin, en alltaf var hægt að treysta því að það sem hún sagði og gerði kom beint frá hjartanu. Minning um góða konu lifir í mínu hjarta. Guð geymi þig. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Guðrún. FRIÐBJÖRG EBENESERSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Frágangur afmælis- og minning- argreina Útför móður okkar, SIGRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR frá Laugum í Súgandafirði, er síðast var búsett á Nönnugötu 8 í Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. desember og hefst athöfnin kl. 10.30. Kjartan Ólafsson, Pétur Jónasson, Friðbert Jónasson, Sigríður Jónasdóttir, Kristmundur Jónasson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við útför systur okkar, mágkonu og frænku, ÞORBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR, Seljahlíð, áður Freyjugötu 1. Magnús S. Magnússon, Kristín Þ. Gunnsteinsdóttir, Ársæll Magnússon, Guðrún Óskarsdóttir, Ingveldur H. Húbertsdóttir og frændfólk. Móðir okkar, SIGRÚN ARTHURSDÓTTIR, Orrahólum 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 22. desember kl. 13.30. Katrín Rögnvaldsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Hrund Gautadóttir, Arthur Gautason, tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN G. STEPHENSEN, síðast til heimilis á Snorrabraut 56, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 17. desember. Útförin verður auglýst síðar. Stefán Pálsson, Þórunn Pálsdóttir, Sesselja Pálsdóttir, Sigþrúður Pálsdóttir, Páll Arnór Pálsson, Anna Heiða Pálsdóttir, Signý Pálsdóttir, Ívar Pálsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, HALLDÓR BJÖRNSSON, Engihlíð, Vopnafirði, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju mánu- daginn 22. desember kl. 13.00. Jarðsett verður á Hofi. Þorgeir Hauksson, Guðbjörg Leifsdóttir, Jóna Kristín Halldórsdóttir, Gunnar Smári Guðmundsson, Björn Halldórsson, Else Möller, Ólafía Sigríður Halldórsdóttir, Þorsteinn Kröyer, Gauti Halldórsson, Halldóra Andrésdóttir, Herdís Þorgrímsdóttir, afabörn, langafabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.