Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ INDRIÐI H. Þorláksson rík- isskattstjóri undrast í nýlegum leiðara í riti embættis síns Tíund, að fyrirtæki leiti allra leiða til að komast undan skatti og víkjast undan skyldum sínum við samfélagið. Það er von að hann undrist. – En þó aðeins ef hann horfir frá ríkis- valdinu út í samfélagið. Ef hann horfði frá sjón- arhóli okkar til ríkis- valdsins og fyrirtækj- anna sæi hann að ríkisvaldið sjálft gengur stórkallalega á undan í ótrúlega langsóttum út- úrsnúningi til að komast hjá því að efna skyldur sínar við samfélagið og þegna sína og grefur undan stofnunum sam- félagins sem gæta eiga að grundvallarreglu. Frá sjónarhóli þeirra sem horfa þaðan sem fólk á hvorki vald eða eignir og jafnvel ekki heilsu er ekki nema von að fyrirtækin telji sér heimilt allt sem er laga- tæknilega framkvæm- anlegt. Síðan ný lög og ný stjórn var sett yfir Lánasjóð íslenskra náms- manna hefur það virst vera helsta hlutverk stjórnar að finna í hverju máli ástæðu til að komast hjá að greiða námsmönnum námslán. Allur heili tilgangur námslána á Vesturlöndum er að tryggja að sam- félagið fái notið hæfileika efnilegra námsmanna sem þurfa fjárhagsaðstoð til náms. Upp- runalegu lögin okkar voru sett í kjölfar mannréttinda- yfirlýsinga Samein- uðu þjóðanna og sáttmála í hennar anda þar sem aðildarríki heita að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framhaldsnám og æðri menntun standi öllum jafnt til boða á grundvelli hæfni. Í upphaflegu lögunum 1961 var ekki minnst á ábyrgðarmenn. Fyrstu áratugi námslánakerfis hurfu námslán inn í verðbólgubálið og reyndust því að mestu styrkir í raun. Áföll hittu því ekki ábyrgðamenn fyrir. Ábyrgðar- maður gat hver orðið að námsláni ef aðeins tveir vottar staðfestu Gengur ríkið á undan? Helgi Jóhann Hauksson skrifar um lánamöguleika námsmanna Helgi Jóhann Hauksson ’Á Íslandi eruengir náms- styrkir hverjir sem hæfileikar námsmanns eru og námslán eru háð lánstrausti ábyrgðar- manna.‘ Í OKTÓBER komu fyrstu vetnisstrætisvagnarnir á götur Reykjavíkurborgar. Þeir aka fyrst um sinn á leið 2 innan leiðakerfis Strætó bs. Ætlunin er að þeir haldi uppi reglulegri þjónustu eins og hverjir aðrir strætis- vagnar, en ýmsar at- huganir verða einnig gerðar meðan á til- raunaakstrinum stendur, allt fram til vors árið 2005. Hér verður gerð stuttlega grein fyrir gagnasöfn- unum og hvað er ætl- unin að kanna og læra meðan á til- raunatímanum stendur. Vetnið er unnið úr vatni með rafgreiningu á vetnisstöð Skelj- ungs við Grjótháls. Vinnsla stöðv- arinnar er kynnt með textum og myndum á veggjum hennar og all- ar einingar stöðvarinnar sjást greinilega. Almenningur hefur ekki áður komist í tæri við vetni sem orkubera og því verður kann- að hvernig og nágrannar stöðv- arinnar taka því að vera í nábýli við vetni sem væntanlega er þekkt fyrir sprengikraft sinn. Það skal tekið fram að kröfur um öryggis- búnað við nýtingu vetnis eru afar strangar og fylgt er öllum reglum þar að lútandi sem gilda í Þýska- landi og Noregi. Einnig hefur ver- ið sýnt fram á að ekki fylgir meiri hætta nýtingu vetnis en annars eldsneytis ef rétt er með farið, rétt eins og við meðhöndlun bens- íns. Drifkerfið sem vetnisvagnarnir nýta er alveg nýtt af nál- inni. Vetniskútar á þaki bílsins eru fylltir að morgni og nýttir í akstri til að vinna raf- magn í efnarafala sem síðan knýr rafhreyfil aftast í vagninum. Efnarafalinn er hljóð- laus en talsvert heyr- ist í hreyflinum og gírskiptingunni. Há- vaðamælingar og álit almennings á mismun á hávaða vetnisvagnanna og dís- ilvagna verður eitt viðfangsefni at- hugana, bæði hávaði fyrir ná- granna strætisvagnaleiða og einnig hávaði á biðstöðvum og inni í vagninum. Ýmsar mælingar hafa farið fram á loftgæðum í Reykjavík undan- farin ár. Mælt er til dæmis magn brennisteinssambanda, nituroxíða og svifryks. Meðan á tilrauna- akstri vetnisvagnanna stendur er ekki að búast við mikilli heild- arbreytingu á loftgæðum í Reykjavík þar sem vagnarnir eru aðeins þrír. Hins vegar er hægt að bera saman nákvæmlega útblástursloft frá vögnum sem annars vegar kemur frá dísil- vögnum og hins vegar vetnisdrifnu vögnunum og fá þannig beinan samanburð. Þessar mælingar verða síðan teknar saman og kynntar almenningi. Einnig verður kannaður hugur almennings til ýmissa hliða þeirr- ar breytingar að nýta vetni sem eldsneyti. Kostnaðarmörk, hug- myndir um verðmætamat og elds- neytisöryggi, mikilvægi um- hverfisþátta sem og sjálfstæðs orkubúskapar. Því mega Reykvík- ingar eiga von á að ungmenni og sérfræðingar tefji þá stundarkorn á næstunni með spurningum um notkun vetnis hér á landi. Vagnstjórar vetnisvagnanna hafa með höndum bæklinga handa farþegum og nefnist hann: EC- TOS, tilraun um notkun vetnis. Rannsóknir samhliða vetnisprófunum María Hildur Maack skrifar um nýjung í rekstri strætisvagna ’Vetniskútar á þakibílsins eru fylltir að morgni og nýttir í akstri til að vinna rafmagn í efnarafala sem síðan knýr rafhreyfil aftast í vagninum.‘ María Hildur Maack Höfundur er umhverfisstjóri Ís- lenskrar NýOrku. Opnunartími: Mánudaga-föstudaga frá kl. 8:30-18:00 – Laugard. frá kl. 10:00-18:00 – Sunnud. frá kl. 12:00-18:00 Pilgrims kalkúnabringur á 2.299 kr/kgSkútuvogi 4 - www.gg.is Celebration á góðu verðiEkki má vanta Emmessís fyrir jólin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.