Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 67
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 67 ✝ Katrín BryndísSigurjónsdóttir fæddist á Vindhæli í Vindhælishreppi 17. ágúst 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss mánudag- inn 8. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 15.4. 1892, d. 23.9. 1966 og Sigurjón Jó- hannsson, kennari og hreppstjóri, f. 9.3. 1889, d. 20.11. 1967. Einn bróðir átti hún, Harald, f. 23.1. 1914, d. 13.5. 1986. Katrín giftist 19. júní 1949 Jó- hanni Dalmann Jakobssyni sjó- manni og síðar verkamanni á Skagaströnd, f. 25.12. 1913, d. 24.3. 1987. Dóttir þeirra er Hrafn- hildur, gift Sigurjóni Guðbjarts- syni, skipstjóra. Börn þeirra eru: a) Katrín Bryndís hárgreiðslu- kona, f. 21.6. 1970, gift Guðbrandi Magnússyni skip- stjóra. Börn þeirra eru: Hildur Sigrún, f. 27.10. 1991, Magn- ús, f.5.1. 1996 og Hafrún Lind, f. 8.4. 2000. b) Jóhann Guð- bjartur vélfræði- nemi, f. 18.5. 1980. Katrín eða Stella eins hún var ávallt kölluð meðal vina og kunningja, ólst upp hjá foreldrum sínum á Vindhæli og víðar á Skagaströnd. Stella sinnti ýms- um störfum um ævina, svo sem sveitarstörfum, þjónustustörfum og við síldarsöltun, en lengst af öllu vann hún í frystihúsi eða vel yfir fjörutíu ár. Stella verður jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Í dag verður til moldar borin ein af hetjum hversdagsins, tengdamóðir mín Katrín Bryndís Sigurjónsdóttir, sem ætíð var kölluð Stella og þekkt- ist varla undir öðru nafni hér í bæ, fyrr en hún eignaðist alnöfnu er okk- ur hjónum fæddist stúlkubarn. Stella hafði alla tíð ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum, og lét þær óhikað í ljós við jafnt háa sem lága. Dugnaðurinn og ósérhlífnin var með ólíkindum, hjá þessari lág- vöxnu, grönnu konu. Rúmlega fjöru- tíu árum skilaði hún þjóðfélaginu við vinnslu á fiski í frystihúsi,við mis- jafnar aðstæður, tók hún þá margan byrjandann uppá sína arma og miðl- aði af reynslu sinni og þekkingu. Á áttræðisaldri varð hún nauðug að hætta vinnu á vinnumarkaði, þegar skatturinn fór að klípa af ellilaunun- um. Þá var tekið til við að prjóna peysur, sokka og afar vinsæla fingravettlinga, sem útbýtt var til fjölskyldunnar, vina og kunninga. Henni féll varla nokkurntíma verk úr hendi. Jóhann og Stella byggðu sér á stríðsárunum lítið tveggja hæða hús ásamt bróður Jóhanns, sem hlaut nafnið Bláland eftir æskuheimili þeirra bræðra, og bjuggu þau þar alla tíð. Undirritaður var svo lán- samur að giftast einkadótturinni á heimilinu og tengjast þannig þessu indæla fólki og njóta umhyggjusem- innar, sem manni fannst jafnvel ganga stundum of langt. Við Stella áttum saman margar góðar stundir við spjall yfir bolla af hennar indæla kaffi. Það var ekkert rafmagns- könnukaffi, en hellt uppá á gamla mátann. Tengdamóðir mín var greind kona, minnug og fróð, ljóðelsk og kunni mikið af lausavísum og ljóðum utanbókar. Á tónlistarsviðinu voru það Álftagerðisbræður sem voru númer eitt. Stella mín, nú ert þú búin að fá ósk þína uppfyllta. Þú sagðir oft við mig uppá síðkastið að þú værir tilbúin að fara og óskaðir hreinlega eftir því, fyrst heilsan kom ekki aftur eftir mjaðmargrindarbrotið. Sjö mánaða bardagi var of langur tími fyrir þig á þessum aldri. Ég þakka þér fyrir allt. Guð geymi sálu þína. Þinn tengdasonur, Sigurjón Guðbjartsson. Elsku besta amma. Margs er að minnast, stundirnar okkar, til dæmis þegar þú kenndir mér að prjóna, spiluðum marías, kas- ínu og svarta pétur og þegar ég fékk að prófa flottu handsnúnu saumavél- ina þína. Þegar ég byrjaði að vinna í frystihúsinu var ég svo heppin að lenda á borði með þér og njóta til- sagnar þinnar. Mig langar með þess- um orðum að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég vil að þú vitir að ég er þér mjög þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Guð geymi þig, elsku amma. Ég veit þú ert fegin hvíldinni og afi tek- ur vel á móti þér. Þú sofnað hefur síðsta blund í sælli von um endurfund, nú englar Drottins undurhljótt þér yfir vaki – sofðu rótt. (Aðalbjörg Magnúsdóttir.) Katrín Bryndís. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hildur Sigrún, Magnús og Hafrún Lind. Elsku Stella mín, þá er komið að því sem þú ert búin að bíða svo lengi eftir, að fá að fara yfir móðuna miklu, enda sagðir þú við mig síðast þegar ég hitti þig á Héraðshælinu á Blönduósi að þú værir svo tilbúin að fara. Þegar ég kom til Skagastrandar sumarið 1988 var mér ákaflega vel tekið á Blálandi og kom ég oft í kaffi til þín þangað. Ég er búinn að eiga margar góðar stundir með þér yfir kaffibolla þar sem öll heimsins mál hafa verið rædd og þú hefur einnig frætt mig mikið um Skagaströnd og nágrenni, sagt mér frá gamla tím- anum í sögum og ljóðum. Það eitt, þegar þú stóðst við eldavélina og helltir uppá kaffi með gamla laginu á heitri rafmagnshellu eða á sólóelda- vélinni, er minning sem ég geymi í huga mínum. Ósjaldan útbjóst þú fyrir mig nestið á sjóinn og ekki stóð á því að fá upplýsingar hjá þér um veðurspá. Það var mjög gott að fá þig í heim- sókn til okkar í Ásbúðina og hafa þig hjá okkur þann tíma. Ég vil þakka þér fyrir allar sam- verustundirnar og þá sérstaklega hvað þú varst góð við krakkana, þar sem þau komu aldrei að tómum kof- anum hjá þér. Þau sakna þín mikið. Megi guð vera með þér. Guðbrandur Magnússon. Elsku Stella langamma, ég á eftir að sakna þess að geta ekki farið á Bláland í heimsókn til þín þar sem við áttum góðar stundir saman og spiluðum og gerðum margt fleira. Guð geymi þig langamma mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hildur Sigrún. Horfin er á braut hún Stella á Blá- landi. Ég á margar góðar minningar frá heimili hennar á Blálandi síðan við Kata vinkona mín vorum litlar stelpur, en hún er dótturdóttir henn- ar. Alltaf voru móttökurnar hlýjar og góðar í eldhúsinu hennar, þar var alltaf hlýtt og gott að koma en þar hitaði hún upp með Solo-eldavél. Oft sagði Stella okkur sögur frá því í gamla daga eða við vorum í búaleik í búrinu eða sátum í eldhúsinu og prjónuðum með henni, Stella sat allt- af í sama sætinu í eldhúsinu við gluggann því þá gat hún fylgst með umferðinni. Þegar kom að því að fara heim frá henni fylgdi alltaf einhver glaðningur með annað hvort eitt- hvert góðgæti eða smáaur til að versla fyrir. Hún fylgdist alltaf vel með sjómönnunum sínum þeim Sig- urjóni og Guðbrandi, hvernig gengi og hvort sjóveðrið væri í lagi. Ég á eftir að sakna þess að hitta hana ekki á aðfangadagskvöld á Hólabrautinni, en þangað hef ég komið í aðfangadagskvöldkaffi síðan ég man eftir mér. Elsku Abbý, Sigurjón, Kata og fjölskylda og Jóhann, ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur okkar inni- legustu samúð og biðjum Guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Hvíl í friði. Áslaug Sif Gunnarsdóttir. Aðeins fáeins kveðjuorð við brott- för kunningjakonu frá fyrri tíð. Hún Katrín Bryndís var dóttir Sigurjóns Jóhannssonar og Jóhönnu Jóhanns- dóttur, konu hans. Með henni eru börn þeirra hjóna horfin sjónum okkar, en bróðir hennar, Haraldur, er látinn fyrir löngu. Sigurjón var kennari minn í barnaskóla í þrjá vet- ur, annan hvern mánuð, á Skaga- strönd og Ytri-Ey. Þetta var far- skóli, eins og títt var á landsbyggðinni langt fram eftir síð- ustu öld. Katrín Bryndís, eða Stella, eins og hún var nefnd af kunnugum, ólst upp á nokkrum stöðum á Skaga- strönd, en lengst í Eyjarkoti. Fædd var hún á Vindhæli 17. ágúst 1922. Katrín Bryndís var ljóðelsk og lag- vís, og mörg ljóð fór hún með í mín eyru, er við vorum unglingar á Ströndinni. Mér er einkar minnis- stætt, er hún fór með ljóð Valdimars Hólm Hallstaðs: „Ég kem til ykkar, vinir“. Það ljóð snart mig djúpt, enda er þar óspart leikið á strengi tilfinn- inganna, sem ungt fólk á jafnan gnægð af, ef svo má að orði kveða. Þegar ég var beðinn að sjá um safnritið „Faðir minn – kennarinn“, sem Skuggsjá gaf út 1983, leitaði ég vitanlega til ýmissa um efni. Og mér fannst ég ekki geta annað en fengið Katrínu Bryndísi til að minnast föð- ur síns, og þar með kennarans, sem veitti mér grundvallar veganesti menntunar. Hún varð vel við þessari málaleit- an. Gengum við sameiginlega frá þessum minningum. Um efnisöflun sá hún, en ég orðfærði að mestu leyti. Mikill hluti þessarar ritgerðar er frásögn af skólagöngu minni hjá Sigurjóni, mínum ágæta kennara. En vitanlega er Katrín Bryndís höf- undur ritgerðarinnar. Sé henni þökk fyrir það allt. Stella, þökk fyrir allt og allt. Afkomendum votta ég samúð við brottför hennar. Fari hún í friði, friður guðs hana blessi. Auðunn Bragi Sveinsson. KATRÍN BRYNDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR yfir mikið mun ég setja þig, gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ Ingibjörg Marteinsdóttir. Það er sunnudagur og fallegt veð- ur. Við sitjum saman við eldhúsborðið heima hjá mér, ég, pabbi, mamma og Ranka. Síminn hringir: Þóra er í sím- anum. „Hann Jón er dáinn.“ Við erum öll harmi slegin. Pabbi er ekki bara að missa bróður sinn heldur líka besta vin í gegnum allt lífið. Líf þeirra var samtvinnað frá fæðingu, þeir hafa alltaf verið saman. Rétt áður höfðu þeir setið saman og skipulagt daginn. Jón hefur verið svo stór hluti af lífi okkar, ekki hafa liðið margir dagar í lífi mínu að ég hafi ekki hitt Jón. Þetta er svo erfitt, það er eins og tíminn hafi stoppað, það er líka svo skrítið að lífið skuli halda áfram. Það hefur verið höggvið stórt skarð í okkar samheldnu fjölskyldu. Jón og Bjarni faðir minn hafa búið í Bakka- koti frá 1946. Jón átti sex börn en pabbi bara mig, samheldnin hefur alltaf verið mikil og við öll átt erfitt með að slíta okkur frá Bakkakoti og þeim bræðrum. Jón bar afar sterkar taugar til Bakkakots og ávallt var áhuginn á öllu sem tengdist búskap mikill. Í sorginni yljum við okkur við að hann fékk að deyja í Bakkakoti sáttur við guð og menn. Hann fékk að hafa sína ástkæru dóttur sér við hlið hana, Sigríði Vöku. Hann elskaði öll börnin sín og barnabörnin mikið, konuna sína og systkini sín og bar hag þeirra fyrir brjósti. Jón og pabbi komu ásamt foreldr- um sínum að Bakkakoti frá Eystri- Tungu, byggingar voru engar en með dugnaði og vinnusemi byggðu þeir allt upp. Sem barn man ég varla eftir öðru en verið væri að byggja eða end- urbæta húsin í Bakkakoti. Við mót- umst af því fólki sem við umgöng- umst. Við, ég og börnin hans Jóns, erum alin upp við vinnusemi og stund- vísi. Hann skilur mikið eftir sig, sex yndisleg og góð börn. Það er mikið ríkidæmi, eins og hann sagði svo oft sjálfur: „Ég er svo stoltur af börn- unum mínum.“ Jón var góður maður og ég tel mig lánsama að hafa fengið að kynnast honum og fylgja öll þessi ár. Minn- inguna um ljúfan og góðan mann mun ég ætíð geyma. Jón var afar barngóð- ur maður. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, elsku frændi minn, allt þitt líf snerist um fjölskyldu þína og þér var svo umhugað um hennar hag. Í sorginni yljum við okk- ur við að þú sért kominn til hennar ömmu og allra ástvina þinna sem eru farnir. Elsku Jón, þín er sárt saknað. Elsku Þóra og fjölskylda, megi al- góður Guð styrkja ykkur og styðja í ykkar miklu sorg. Hvíl í friði. Þín frænka, Halla Bjarnadóttir. Með Jóni frænda mínum er horfinn á braut einn af mínum kærustu sam- ferðamönnum og ná þær tilfinningar svo langt aftur sem ég man. Minningar streyma gegnum hug- ann. Árið er 1952. Sjö ára strákputti er eitthvað leiður á hlaðinu í Bakkakoti, líklega leiður yfir því ranglæti heims- ins að mega ekki gera eitthvað það sem hann langaði til. Þetta er á tímum engjasláttar og hrífunnar. Jón frændi kemur hljóðlátur gangandi til stráks- ins tekur lófa hans í hönd sína og seg- ir biðjandi: „Valdi minn, geturðu komið með mér hérna vesturúr og hjálpað mér að snúa?“ Á samri stund var leiði stráksa horfinn og gleðin yfir því að fá að vera með Jóni hafði tekið völdin. Þessi minning kom upp í huga minn, ein af mörgum, enda er hún lýs- andi fyrir viðmót Jóns í minn garð er ég var barn og raunar alla tíð síðan. Þessi hlýja og jákvæðni hans var ekki bundin við mig einan heldur var þetta honum eðlislæg framkoma, enda átti hann auðvelt með að um- gangast bæði unga sem aldna. Jóni var einkar lagið að hrósa hæfilega fyrir það sem honum þótti vel gert, og ég hygg, að það ásamt hans daglegu framgöngu hafi valdið mestu um að börn hændust mjög að honum. Einkar eru mér kærar í minning- unni ferðirnar er við Jón fórum ríð- andi að líta eftir hrossum og fé fram á Tungumýri. Þetta var áður en skurðir voru grafnir um Landeyjamýrar. Oft var nokkuð erfitt að komast um og kom sér þá vel hve Jón var glöggur á fénaðinn og hafði skarpa sjón. Er þeir bræður Jón og Bjarni fluttu að Bakkakoti ásamt foreldrum sínum, líklega 1947, var hvorki um að ræða mikinn húsakost né landgæði á jörðinni. Af mikilli framsýni og dugn- aði varð Bakkakot að stórbýli á ótrú- lega skömmum tíma, fyrst sem fé- lagsbú en mörg síðari ár hafa þeir bræður búið ásamt fjölskyldum sín- um aðskildum búum á jörðinni. Jón var einn þeirra manna sem sjaldan féll verk úr hendi. Ásamt bú- rekstrinum stundaði hann vörubíla- rekstur frá ungum aldri en ekki minn- ist ég þess að hafa heyrt hann kvarta þótt vinnudagurinn væri oft ansi lang- ur. Jón fékk í vöggugjöf góðar gáfur og var töluglöggur og minnugur og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi enda valdist hann til forystu og var t.d. formaður Vörubifreiðastjóra- félagsins Fylkis til fjölda ára. Ég vil þakka Jóni frænda mínum fyrir samfylgdina og vinskapinn sem aldrei bar skugga á, þótt samveru- stundirnar hin síðari ár hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Í mínum huga eru það forréttindi mín að hafa átt Jón að vini. Ég bið þann sem lífi ræður að styrkja Þóru, börnin þeirra, tengda- börnin og barnabörnin í þeirra mikla missi. Guð blessi minningu Jóns Ársæls- sonar. Þorvaldur Þorvaldsson. Okkur fjölskylduna í Þverholtum langar til að minnast Jóns í Bakkakoti og þakka honum samfylgdina nú þeg- ar við kveðjum hann. Við eigum öll mjög góðar minning- ar um Jón en hann var góður og traustur maður sem hafði góðan húm- or en gat líka látið í sér heyra ef þann- ig bar undir. Það var engin lognmolla í kringum hann Jón í Bakkakoti og alltaf eitthvað um að vera. Jón hafði sérstakt lag á að upphefja börn, hrósa þeim, og börn vildu allt fyrir hann gera enda fannst honum þau mikils virði. Nú síðastliðið vor komu Jón og fjölskylda til okkar í fermingu. Hafði fermingarbarnið, sem skemmt hafði gestum með söng og píanóleik, orð á því eftir á hvað hann Jón hafði sagt sér mjög innilega hvað þetta hefði verið fallegt hjá henni. Þegar við hófum búskap hér að Þverholtum haustið 1982 stóð ekki á því að Jón kæmi með folöld handa okkur að gjöf sem er upphaf að blóm- legri hrossarækt hér sem veitt hefur okkur ómælda gleði og ánægju í gegnum árin og lýsir þetta vel rausn- arskap hans og gjafmildi. Gestrisni Bakkakotsheimilisins er einstök og maður finnur alltaf hvað maður er innilega velkominn. Jón átti til að fara með okkur í bíltúr um land- areiginina og fór það þá eftir því hver var á ferð og hvert áhugasvið hvers og eins var hvort litið var á hrossarækt, nautgriparækt eða jarðrækt. Jón var mikill bóndi og vildi gjarnan miðla fróðleik sínum og reynslu með mikilli ánægju. Nú í október áttum við ánægjulega dagstund í Bakkakoti. Þann dag var hversdagsleikinn eins og hann gerist bestur hjá heimilisfólkinu þó svo að veitingarnar hafi verið með hátíð- arsniði eins og alltaf á þeim bænum. Við höfðum hugsað okkur að halda heim um kvöldið en þá kom gamla við- kvæðið hjá Jóni: Þið verðið í nótt. Ykkur liggur ekkert á. Ein hugsun leitar í huga okkar nú og gleður okkur í sorginni. Það er þegar Guðni bróðir Jóns og okkar fjölskyldufaðir hittir Jón bróður sinn. Við sjáum vel fyrir okkur tilstandið þegar Guðni tekur á móti Jóni bróður sínum. Þökkum við Jóni innilega sam- fylgdina í gegnum árin um leið og við vottum elsku Þóru og allri hans stór fjölskyldu sem var honum allt, okkar dýpstu samúð. Kveðja frá fjölskyldunni Þverholtum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.