Morgunblaðið - 07.01.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.01.2004, Qupperneq 20
SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Keflavíkurflugvöllur | Farþegum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar fjölgaði um 12% á síðasta ári, og eru vísbendingar um frekari fjölgun farþega á nýju ári, einkum vegna aukins áætlunarflugs bæði hjá Icelandair og Iceland Express. Alls fjölgaði farþegum um flug- stöðina um tæplega 150 þúsund far- þega, úr tæplega 1.220 þúsund far- þegum árið 2002, í tæplega 1.370 farþega árið 2003, og er fjölgunin því 12,3% frá síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugstöðinni. Árið 2002 varð mikil fækkun far- þega, sem rakin er til hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum 11. september 2001. Fyrir árið 2001 hafði farþega- fjöldi aukist jafnt og þétt, en hrapaði niður 2001 og aftur 2002. Útreikn- ingar flugstöðvarinnar sýna nú fram á að fjöldi farþega í lok árs 2004 verði kominn í sama horf og þegar hann var sem mestur árið 2000, eða í um 1.460 þúsund farþega. Í desembermánuði fjölgaði farþeg- um sem fóru um Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar um 25% miðað við sama mánuð í fyrra, úr tæplega 62 þúsund farþegum árið 2002 í rúmlega 77 þús- und farþega í desember 2003. Mest vegur fjölgun farþega til og frá Íslandi sem er tæplega 26% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Atlantshafið fjölg- aði engu að síður um 19% frá sama tíma á árinu 2002. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem skiptif- arþegum, fólki sem millilendir hér á landi á leið sinni, fjölgar eftir fækkun mánuðina á undan. Erlendum ferðamönnum fjölgar Hagstofa Íslands reiknar með að á árinu 2003 hafi komið um 325 þúsund erlendir ferðamenn til landsins, og eru þær tölur byggðar á fjölda far- þega sem fara um Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Áður hélt Útlendingaeft- irlitið saman tölum um fjölda erlendra ferðamanna, en talningum var hætt í árslok 2000. Samkvæmt tölum frá flugstöðinni fjölgaði ferðamönnum sem komu til Íslands um Keflavíkurflugvöll árlega um 10 til 12% á árunum 1998 til 2000. Þetta var álíka mikil fjölgun og sú sem talning Útlendingaeftirlitsins sýndi yfir komur erlendra ferða- manna til landsins. Á árinu 2000 komu rúmlega 302 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Á árunum 2001 og 2002 fækkaði ferðamönnum, sem komu til landsins, um 4–5% hvort ár og fækkun erlendra ferða- manna virðist hafa verið svipuð. Þannig er fjöldi erlendra ferðamanna reiknaður sem nokkurs konar hlut- fall af ferðamönnum almennt, af fenginni reynslu frá þeim tíma sem Útlendingaeftirlitið taldi erlenda ferðamenn sem komu til landsins. Farþegum um Leifsstöð fjölgar um 12% /# /# /# /## / / !   "  !   %0 (  1 (    # (   6 8)   @@'A%&&'B)"C Samtals komu um 325 þúsund erlendir ferðamenn til landsins árið 2003 Reykjanesbær | Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga frá og undirrita stofnsamning og sam- þykktir fyrir Þróunarsjóð Reykja- nesbæjar hf. og leggja vinnureglur um starfsemi sjóðsins síðan fyrir bæjarráð. Var þetta samþykkt með atkvæðum Sjálfstæðisflokks- ins en fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. Þróunarsjóðurinn er nokkurs konar skipulagssjóður. Hann er stofnaður í þeim tilgangi að standa að og stýra eignarkaupum og end- ursölu á fasteignum sem hamla skipulagi og eðlilegri framvindu byggðar í Reykjanesbæ, að því er fram kemur í drögum að sam- þykktum fyrir hlutafélagið. Hlutafé verður í upphafi fjórar milljónir kr., í eigu Reykjanes- bæjar.    Þróunarsjóður skipulags stofnaður Safna jólatrjám | Bæjarstarfs- menn í Reykjanesbæ hefja hirðingu jólatrjáa í dag og safna fram eftir vikunni eftir þörfum. Mikilvægt er að setja trén út fyrir lóðamörkin, á stað þar sem þau fjúka ekki. Í Garð- inum, Grindavík og Sandgerði sjá íbúar sjálfir um að koma trjánum í eyðingu, og í Vogunum enda trén ævi sína á þrettándabrennu lions- manna. Suðurnes | Framkvæmdastjóra Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja hefur verið falið að semja við lægst- bjóðanda um sorphirðu á Suður- nesjum, en það er Gáma- og tækja- leigan í Fjarðabyggð sem átti lægsta tilboðið þegar verkið var boðið út í árslok 2003. Tilboð hennar hljóðaði upp á 84% af kostnaðaráætlun, 794.040 kr. fyr- ir hverja sorphreinsun, en kostn- aðaráætlun Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja hljóðaði upp á 950.000 kr. fyrir hverja hreinsun. Sorp- hreinsun mun fara fram á tíu daga fresti hjá íbúum á Suðurnesjum, um 36 til 37 sinnum á ári, og því kostn- aður miðað við tilboð Gáma- og tækjaleigunnar um 29,4 milljónir á ári. Reiknað er með að Gáma- og tækjaleigan taki við verkinu í byrj- un febrúar, ef samningar takast. Nýr aðili tekur við sorphirðu Sorp hirt: Nýr aðili mun taka við sorphirðingu í byrjun febrúar. Morgunblaðið/Þorkell Grindavík | Guðbjörg Hlíf Páls- dóttir mun opna sýningu á verkum sínum, unnum úr krossvið og járni, í Listsýningasal Saltfiskset- urs Íslands í Grindavík næstkom- andi laugardag kl. 15. Verkin minna á tákn hafsins með straum- laga línur og form. Sýningin stendur til 12. febrúar nk. og er opin alla daga vikunnar frá kl. 11– 18. Þetta er fjórða einkasýning Guðbjargar en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Sýnir í Saltfisksetrinu Minna á hafið: Verk Guðbjargar Hlífar minna á tákn tengd hafinu. Njarðvík | Litlu munaði að illa færi þegar stór vörubíll, svokölluð búkolla, rann út í sjó þar sem verið er að gera nýjan varnargarð á Fitjum í Njarðvík á ellefta tímanum í gærmorgun. Atvikið varð með þeim hætti að bílstjórinn bakkaði að brúninni með fulllestaðan pall og hugðist sturta farminum. Hann fór of utarlega og bakkinn gaf sig undan bílnum með þeim afleið- ingum að hann rann út í sjó, segir Ágúst Ólafsson, verkstjóri Íslenskra aðalverktaka á staðnum. „Það er alltaf hætta á ferðum þegar menn fara svona tæpt út á kant, en á meðan enginn meiðir sig er þetta í lagi. En það hefði geta farið verr,“ segir Ágúst. Stýrishúsið fór ekki út í sjóinn, en pallurinn snerist á hliðina í hálfu kafi. Ekki er djúpt á þess- um slóðum, og lágfjara þegar óhappið varð, en Ágúst segir að bíllinn hefði eflaust farið á kaf ef þetta hefði gerst á flóði. Pallurinn var réttur við með gröfu og að því loknu keyrði búkollan upp aftur, með aðstoð annarrar búkollu uppi á bakk- anum. „Það eina sem skemmdist var stoltið hjá bíl- stjóranum,“ segir Ágúst. „Þegar hann kemur nið- ur í sjóinn er liður á þessum búkollum svo það er bara pallurinn sem veltur og bíllinn skemmist ekkert.“ Ágúst segir þetta alltaf koma fyrir af og til í ófærð og öðru, og ekkert annað að gera en að rétta bílinn við. Einu skemmdirnar voru á púst- kerfinu og einnig þarf að athuga hvort sjór hafi komist í drifin á bílnum áður en hann verður tek- inn í notkun á ný. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Rann í sjóinn: Búkollan komst upp fyrir eigin vélarafli, með smáaðstoð frá annarri búkollu á bakkanum og stæðilegri beltagröfu sem rétti pallinn af. „Eina sem skemmdist var stoltið hjá bílstjóranum“ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.