Morgunblaðið - 07.01.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 07.01.2004, Síða 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÆNSKA knattspyrnufélagið Örgryte, með fyrrum KA-manninn Atla Svein Þór- arinsson innanborðs, tekur þátt í fjögurra liða móti í Reykjaneshöllinni um næstu mánaðamót. Örgryte leikur þar gegn KR og Keflavík mætir Skagamönnum hinn 30. janúar en daginn eftir spila sigurliðin til úrslita í mótinu og tapliðin um annað sætið. Atli Sveinn hefur leikið með Örgryte í fjögur ár og spilað með því 43 leiki í úr- valsdeildinni, þar af 14 á síðasta tímabili, og hann hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Ísland. Örgryte hefur oft verið með ís- lenska leikmenn í sínum röðum, svo sem Brynjar Björn Gunnarsson, Rúnar Krist- insson og Örn Óskarsson, og þá er Kefl- víkingurinn Jóhann B. Guðmundsson væntanlegur til reynslu hjá félaginu næsta mánudag. ÓVÍST er hvort Helgi Jónas Guðfinnsson leikur miklu meira með Grindvíkingum í vetur. Hann hefur átt við erfið meiðsl að stríða sem ekki sér fyrir endann á. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grind- víkinga, sagði í gær að ekki væri vitað hvað væri að, en Helgi Jónas hefði farið til lækna og héldi því áfram til að reyna að fá botn í þetta. „Hann hefur verið kvalinn vegna þessa og við vitum ekkert hvort og þá hvenær hann getur leikið með okkur,“ sagði Frið- rik Ingi um meiðsl eða veikindi Helga Jón- asar. Friðrik sagði að Helgi Jónas hefði lítið leikið með Grindvíkingum í vetur, en alltaf hefðu menn vonast til að hann færi að koma inn af fullum krafti. „Eftir að hann hætti í fótboltanum um mitt sumar gat hann ekkert tekið þátt í undirbúningi okk- ar. Hann lék einn leik á Valsmótinu og svo seint í september hélt hann að nú væri allt orðið eðlilegt og byrjaði að æfa en þetta hefur angrað hann allan tímann,“ sagði Friðrik Ingi og bætti við að meðal annars vegna fjarveru Helga Jónasar hefðu Grindvíkingar ákveðið að fá sér nýjan er- lendan leikmann, leikmann sem gæti skor- að og tekið fráköst. Helgi Jónas er með verk í kviðnum sem leiðir bæði upp og niður eins og Friðrik Ingi orðaði það. „Við erum að hugsa fram í tímann með því að skipta um erlendan leikmann. Helgi Jónas er búinn að vera í fríi frá því 14. desember en virðist því miður ekki á batavegi,“ sagði þjálfarinn sem benti einnig á að aðrir leimenn liðsins væru ekki alveg heilir og nendi sem dæmi að Steinar Arason væri rétt að skríða inn eftir liðþófameiðsl.  GERRY Taggart mun leika áfram með Stoke City í ensku 1. deildinni í knattspyrnu, næsta mánuðinn í það minnsta. Taggart hefur leikið undan- farna fimm leiki með Stoke sem láns- maður frá Leicester og með hann í vörninni hefur leikur liðsins tekið stakkaskiptum og það hefur styrkt verulega stöðu sína í deildinni.  TVÍSÝNT er hvort Dennis Berg- kamp getur leikið með Arsenal gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Bergkamp er meiddur á kálfa og fer í meiðslapróf fyrir leikinn. Ljóst er að Sylvain Wilt- ord verður ekki með Arsenal þar sem hann meiddist á ökkla á æfingu en Jeremie Aliadiere kemur væntan- lega inn í hópinn á ný. Hann missti af bikarleiknum gegn Leeds á sunnudag vegna veikinda.  SOUTHAMPTON hefur boðið norska varnarmanninum Öyvind Svenning til sín öðru sinni en hann þótti standa sig mjög vel þegar hann var til reynslu hjá félaginu fyrir ára- mót. Svenning er 23 ára og leikur með Sundsvall í Svíþjóð en norsku meistararnir Rosenborg eru einnig sagðir vilja fá hann í sínar raðir.  FORSVARSMENN Knattspyrnu- sambands Nígeríu eru ekki sáttir við ákvörðun framherjans Obafemi Martins þess efnis að gefa ekki kost á sér í úrslitakeppni Afríkukeppninnar sem fram fer í Túnis síðar í þessum mánuði. Hinn 19 ára gamli leikmaður sem er á mála hjá Inter frá Mílanó á Ítalíu var einn af fjörutíu leikmönnum sem valdir voru í landsliðshóp á dög- unum en Martins ákvað að verða frek- ar eftir á Ítalíu og berjast fyrir sæti sínu hjá Inter.  FYRIRLIÐI pólska landsliðsins í knattspyrnu, Tomasz Hajto, er þessa dagana hjá enska liðinu Everton en hann hefur verið á mála hjá Schalke 04 í Þýskalandi undanfarin ár. Hajto segir við Sky-fréttastofuna að hann hafi fengið tilboð frá þremur félagslið- um en leikmaðurinn er 31 árs gamall. „Það hefur ekki gengið vel hjá Ever- ton undanfarnar vikur og ég ætla að sjá hvernig liðinu vegnar gegn Arsen- al á miðvikudaginn áður en ég tek ákvörðun um framhaldið,“ segir Hajto.  ISIAH Thomas, framkvæmdastjóri bandaríska körfuknattleiksliðsins New York Knicks, er þegar byrjaður að taka til í herbúðum liðsins eftir að hafa tekið við starfinu á dögunum. Í gær sendi Thomas fjóra leikmenn frá liðinu til Phoenix Suns í skiptum fyrir Stephon Marbury, Penny Hardaway og Cezary Trybanski. Frá Knicks fara þeir Antonio McDyess, Howard Eisley, Charlie Ward og Maciej Lampe. Að auki fá Suns rétt til þess að taka Milos Vujanic í sínar raðir og liðið fær tvo valrétti frá Knicks. FÓLK Guðmundur Þórður Guðmundssonlandsliðsþjálfari velur eftir næstu helgi endanlega hóp manna sem hann hyggst tefla fram á EM og ljóst er að af þeim 22 handknattleiksmönn- um sem æfa undir hans stjórn núna eiga sex þeirra eftir að sitja heima. Gylfi, sem er 26 ára, hefur ekki ver- ið í hópi þekktari handknattleiks- manna Íslendinga en hann hefur látið verkin tala undanfarin ár og smátt og smátt unnið sig áfram með samvisku- semi og dugnaði. Gylfi leikur stöðu hægri horna- manns og hefur spilað með Wilhelms- havener frá Wilhelmshaven, hafn- arbæ í Neðra-Saxlandi, skammt norðan Brimar. Um 80.000 manns búa í bænum, sem er e.t.v. þekktastur fyrir að vera kafbátahöfn Þjóðverja við Norðursjóinn. Gylfi segist kunna vel við sig í Wilhelmshaven þar sem hann býr ásamt kærustu sinni, Hlín Drúsín Halldórsdóttur nema. Það hafi eigi að síður verið gríðarlega breyting að flytja frá Düsseldorf, en þar bjuggu þau í tvö ár áður en Gylfi tók tilboði Wilhelmshavener HV. Gylfi hélt til Þýskalands sumarið 2000 eftir að hafa leikið eitt keppn- istímabil með Haukum og orðið Ís- landsmeistari þá um vorið. Hann er hins vegar uppalinn í vesturbæ Reykjavíkur, er KR-ingur og hóf ung- ur handknattleiksæfingar hjá félag- inu og lék undir merkjum þess þar til handknattleiksdeildin var sameinuð Gróttu á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta áratug. Gylfi lék um skeið með Gróttu/KR áður en hann hélt í Hafn- arfjörð hvar hann átti þátt í fyrsta sigri Hauka á Íslandsmótinu í hand- knattleik í rúma hálfa öld. Eftir það hleypti hann heimdrag- anum og fór til Þýskalands. Stefndi ekki á atvinnumennsku „Mig langaði að breyta til. Ég hafði lokið því námi sem ég var í og kær- astan mín setti stefnuna á nám í Þýskalandi, mig langaði með og hafði í huga að fá mér vinnu úti. Um leið stóð hugur minn til þess að leika handknattleik eins og ég var vanur hér heima. Ég fór aldrei út til Þýska- lands með það í huga að verða at- vinnumaður í handknattleik, örlögin hafa hagað því þannig,“ sagði Gylfi um ástæðu þess að hann fór til Þýska- lands sumarið 2000. Viggó Sigurðs- son, þjálfari Hauka, átti stóran þátt í að Gylfi fór að vinna við það sem hann langaði helst. „Viggó tók við Haukum sumarið 2000 þegar ég var á leiðinni út. Hann spurði hvað ég ætlaði að gera og ég sagði honum það. Viggó leist ekkert á að ég færi að vinna á skyndibitastað og lét mig hafa upp- lýsingar um umboðsmann handknatt- leiksmanna sem hann þekkir, það væri aldrei að vita nema hann gæti hjálpað mér að komast að hjá hand- boltaliði. Ef ekki þá gæti ég alltaf komið heim og leikið með Haukum,“ segir Gylfi að Viggó hafi sagt léttur í bragði. Vinargreiði Viggós leiddi til þess að Gylfi komst á hálfatvinnu- mannssamning hjá þýska 2. deildar- liðinu Düsseldorf. „Vegna samnings- ins við Düsseldorf varð ekkert úr því að ég færi að vinna annað enda var þetta fullt starf þar sem stundum var æft tvisvar á dag. Launin voru hins vegar lág og það varð til þess að við lifðum afar spart, það voru sérstakar hrísgrjóna- og pastavikur hjá okkur fyrsta veturinn,“ segir Gylfi og hefur gaman af því að rifja upp þessa fyrstu mánuði sína í Þýskalandi. Vakti fljótlega athygli Gylfi vakti hins vegar fljótlega at- hygli fyrir framgöngu sína með Düss- eldorf. „Ég lærði mikið á árunum hjá Düsseldorf, var með góðan þjálfara og æfði meira og betur og það skilaði sér auk þess sem við lékum marga leiki í deildinni,“ segir Gylfi sem segir það hafa verið talsverða breytingu fyrir sig að fara til Þýskalands. „Það er meira æft auk þess sem hraðinn er meiri í handknattleiknum. Menn eru á launum við að leika handknattleik og þar af leiðandi er hægt að gera meiri kröfur til þeirra. Það var ágætt að byrja á botninum og vinna sig hægt og bítandi upp á við. Fyrst og fremst leit ég á utanför mína og kær- ustunnar á sínum tíma sem tækifæri fyrir okkur til þess að breyta til og búa í öðru landi, kynnast nýjum sið- um og venjum.“ Þegar ljóst var fyrir tæpum tveim- ur árum að Wilhelmshavener myndi vinna sér sæti í efstu deild var Gylfi einn þeirra leikmanna sem forráða- menn félagsins sóttust eftir að fá til liðs við sig. Þeir gerðu Gylfa tilboð um tveggja ára samning sem hann skrif- aði undir. Wilhelmshavener tókst að halda sæti sínu í harðri keppni 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og á þeirri sem nú stendur yfir hefur gengið á ýmsu, liðið er í 14. sæti af 18 í deildinni, hefur 10 stig að loknum 19 umferðum. Framundan er harður slagur fram á vor um að halda sætinu í deild þeirra bestu. „Við höfum sótt í okkur veðrið eftir því sem á hefur liðið veturinn. Við byrjuðum illa en eftir að við fengum annan þjálfara, Jürgen Carstens, í nóvember hefur okkur vegnað betur, enda er þar á ferð maður sem veit svo sannarlega hvað hann syngur. Carst- ens hefur náð að laða það besta fram hjá mönnum og um leið höfum við far- ið að vinna stig. Fyrstu árin í 1. deildinni eru erfið, það tekur sinn tíma fyrir ný félög að festa sig í sessi og öðlast ákveðna virðingu, nýliðum er ekki sýnd nein miskunn. Við ætlum að halda sæti okkar í deildinni og byggja ofan á það sem gert hefur verið undanfarin ár,“ segir Gylfi, en samningur hans við Wilhelmshaverner rennur út í sumar. „Það eru farnar af stað þreifingar um nýjan samning og ég vænti þess að í næstu viku fái ég í hendur boð um nýjan samning sem ég tek væntan- lega afstöðu til þegar keppni hefst að nýju í deildinni eftir EM í Slóveníu. Ég kann vel við mig í Wilhelmshaven og get vel hugsað mér að vera þar áfram, að minnsta kosti erum við ekk- ert á leiðinni heim alveg á næstunni, okkur langar til að vera áfram úti í einhver ár til viðbótar,“ segir Gylfi sem leikið hefur vel með liðinu á leik- tíðinni. Hann er þriðji markahæsti leikmaður liðsins, með 68 mörk, og er ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni, leik- manni Essen, markahæstur íslensku leikmannanna í þýsku 1. deildinni. Ljóst er að líf Gylfa hefur tekið aðra stefnu en hann hugði fyrir tæp- um fjórum árum. Svo má einnig segja um kærustuna, Hlín, hún er hætt í náminu sem hún stefndi að í Þýska- landi og er núna í fjarnámi frá Kenn- araháskóla Íslands. Gylfi segir það ekki hafa verið mikla breytingu að skipta úr 2. deild- inni yfir í þá fyrstu. „Helst var að flestir leikmenn eru talsvert hærri en ég, ég hélt að ég ætti ekki möguleika gegn þeim, en það hefur sloppið vegna þess að ég leik í horninu,“ segir Gylfi, sem 177 sentímetrar á hæð sem ekki þykir hátt í þýska handknatt- leiknum þar sem flestir leikmenn, þar með taldir hornamenn, eru um eða yf- ir tveir metrar. „Ég sá fljótlega að þetta var í lagi og þá hvarf hræðslan.“ Gylfi á að baki sjö landsleiki fyrir Ísland. Þá fyrstu lék hann á fjögurra landa móti í Danmörku í mars 2002. Síðan hefur hann verið viðloðandi landsliðið en ekki tekist að komast í endanlegan hóp fyrir stórmót og enn stendur hann í þeim sporum. „Ég reyni að nýta þau tækifæri sem ég fæ, en það verður síðan að koma í ljós hvort ég verð með á EM eða ekki,“ segir Gylfi sem sér einn æskudraum sinn rætast með atvinnumennskunni í handknattleik. „Þegar ég var barn átti ég mér nokkra drauma, meðal annars að verða atvinnumaður í handknattleik. Sá draumur hefur ræst en svo sann- arlega er líf atvinnumanns öðruvísi en ég reiknaði með sem barn. Þetta er ekki það rólegheitalíf sem ég hélt sem barn að það væri. Atvinnumennska í íþróttum er þvert á móti miklu meira vinna en ég hélt, þetta er hörkuvinna sem tekur virkilega á mann eins og önnur vinna ætli maður að standa í stykkinu, annars er sparkað í rassinn á manni og annar leikmaður tekinn inn í staðinn,“ sagði Gylfi Gylfason, handknattleiksmaður hjá Wilhelms- havener í Þýskalandi. Ætlaði bara að fá einhverja vinnu „AUÐVITAÐ langar mig til þess að vera í EM-hópnum og leika í Slóv- eníu, takist það ekki þá verður bara svo að vera, það verður enginn heimsendir komist ég ekki með,“ segir Gylfi Gylfason, handknatt- leiksmaður hjá þýska 1. deildarliðinu Wilhelmshavener, sem um þessar mundir æfir með íslenska landsliðinu sem býr sig undir Evr- ópumeistaramótið sem hefst í Slóveníu síðar í þessum mánuði. Ívar Benediktsson skrifar Líf landsliðsmannsins Gylfa Gylfasonar tók óvænta stefnu í Þýskalandi & 2 # 5 2 6 7   8 99  8 4 4  %&&%5E   :  :   ;<= > 7? > %&&&5%&&%   /4  / & 2 Óvíst að Helgi Jónas Guðfinnsson verði meira með Grindvíkingum Helgi Jónas Guðfinnsson Örgryte á leið til Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.