Morgunblaðið - 08.01.2004, Síða 13

Morgunblaðið - 08.01.2004, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 13 10. janúar 2004 Hvað er hér að sjá? BÚIÐ er að taka í notkun sem- entssílóin fjögur sem BM Vallá hefur reist við steypustöð sína á Reyðarfirði. Hvert síló er 1.700 rúmmetrar að stærð og tekur 2.000 tonn af sementi. Þetta eru mikil mann- virki, á hæð við 12 hæða blokkir. Sílóin og afgreiðslustöðin eru byggð af NORCEM á Íslandi og Sementsverksmiðjunni hf. á Akra- nesi. Hlutverk stöðvarinnar er að þjóna eftirspurn eftir sementi á öllu Austurlandi og er afgreiðslu- geta stöðvarinnar um 140 tonn á klst. eða 3–4 tankbifreiðir á klst. Stöðin er sjálfvirk og sjá bif- reiðastjórar tankbifreiðanna um að lesta þær. Bifreiðirnar keyra undir sílóin, á vogarpall sem nemur þyngd þeirra, lestunarbarka er slakað á tank, óskgildi magns sleg- ið inn og síðan er beðið um lestun. Þegar umbeðinni þyngd er náð lokar kerfið sjálft fyrir flæði og prentar út afgreiðsluseðil. Starfs- maður er í hlutastarfi við eftirlit með stöðinni. 200 þúsund tonna markaður fyrir sement á Austfjörðum Áætlaður markaður fyrir sement á Austfjörðum á næstu árum er um 200.000 tonn og eru samningar um sölu á langstærstum hluta þess magns í höfn. Má þar nefna fram- kvæmdir við Fáskrúðsfjarðargöng sem BM Vallá selur steypu til og einnig sementssölu til verktaka á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. Sementið kemur með tankskip- um til Reyðarfjarðar, meirihluti frá sementsverksmiðjunni í Bre- vik, sem staðsett er suður af Ósló, en einnig kemur talsverður hluti þess frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Reiknað er með að skip- in sem koma með sementið til Reyðarfjarðar frá Noregi sigli eftir löndun til Akraness og lesti þar, komi síðan við að nýju á Reyð- arfirði, landi og haldi að því loknu til baka til Noregs. Farmar verða milli 2.500 og 4.000 tonn í hvert skipti. Sjálfvirk sementssíló í notkun á Reyðarfirði Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Sementið dælist út dag og nótt: Aðeins einn maður þarf að vinna í hluta- starfi við sjálfvirk sementssíló á Reyðarfirði. Reyðarfjörður. Morgunblaðið  RÚNAR Már Þorsteinsson varði doktorsritgerð við guð- fræðideild Lundarháskóla í Sví- þjóð þann 22. nóvember sl. And- mælandi var dr. Jonas Holmstr- and, lektor við guðfræðideild háskólans í Uppsala. Rit- gerðin ber tit- ilinn „Paul’s Interlocutor in Romans 2: Function and Identity in the Context of Ancient Epistolog- raphy.“ Leiðbeinandi var prófess- or Birger Olsson. Í ritgerðinni er leitast við að svara þeirri spurningu hver sú persóna er sem Páll postuli skap- ar í 2. kafla Rómverjabréfsins sem og hvaða hlutverki þessari ímynduðu persónu var ætlað að þjóna fyrir viðtakendur bréfsins í Róm um miðja 1. öld. Samkvæmt aldagamalli túlkunarhefð er þessi ímyndaði einstaklingur Gyðingur, en 2. kafli Rómverjabréfsins hef- ur löngum verið talinn innihalda helstu gagnrýni Páls á Gyðinga og Gyðingdóm. Höfundur ritgerð- arinnar kemst að þeirri nið- urstöðu að slíkri túlkun beri að hafna. Fyrri túlkanir á Rómverjabréfi Páls hafa markast mjög af „anak- rónistískum“ forsendum, hug- myndafræðilegum sem guð- fræðilegum. Slíkar forsendur hafa einnig sett mark sitt á þær að- ferðir sem notaðar hafa verið við lestur 2. kafla bréfsins. Með því að nálgast þennan hluta ritsins út frá bréfinu sem heild og sögulegu samhengi þess, þ.m.t. byggingu bréfsins, tilætluðum viðtakendum í Róm og beitingu Páls á ímynd- uðum viðræðuaðila samanborinni við hliðstæða notkun í öðrum bréfum frá fornöld, kemst höf- undur að þeirri niðurstöðu að sú persóna sem Páll ávarpar í Róm- verjabréfinu 2:1-5 sé af heiðnum uppruna og að ávarpi til þessarar sömu persónu sé haldið áfram í 2:17-29. M.ö.o., andstætt hefð- bundinni skoðun, er viðmæland- inn ekki Gyðingur heldur ein- staklingur af heiðnum uppruna sem vill kalla sig Gyðing. Viðtak- endum bréfsins er ætlað að sam- sama sig þessum ímyndaða við- mælanda Páls. Ritgerðin var gefin út í rit- röðinni Coniectanea Biblica New Testament Series (Almqvist & Wiksell, Stokkhólmi) og er hægt að nálgast hana á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Rúnar Már Þorsteinsson lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum að Laugarvatni vorið 1988 og kandídatsprófi frá guð- fræðideild Háskóla Íslands vorið 1998. Hann stundaði nám í klass- ískri grísku við Lundarháskóla veturinn 1998-99 og hóf dokt- orsnám í nýjatestamentisfræðum við guðfræðideild sama háskóla árið 1999.Hann starfar nú að víð- tæku rannsóknarverkefni um kristna sjálfsmynd á 1. og 2. öld, í samvinnu við fræðimenn m.a. í Lundi og Gautaborg. Foreldrar Rúnars eru Rut Mel- dal Valtýsdóttir, búsett í Laug- arási, Biskupstungum, og Þor- steinn Björgvinsson, skipasmíðameistari í Stykkishólmi (d. 1988). Eiginkona Rúnars er Sigurbjörg Rutardóttir og eiga þau tvö börn, Sigrúnu Rut og Dag Hrafn. Netfang hans er Runar.Thorsteinsson@teol.lu.se Doktor í guðfræði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.