Morgunblaðið - 08.01.2004, Qupperneq 18
ERLENT
18 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Auglýsing um skila-
skyldu og skilafresti
Á ÁRINU 2004 FYRIR LAUNASKÝRSLUR O.FL.
skv. 92. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt
Ríkisskattstjóri hefur skv. 93. gr. laga nr. 90/2003 ákveðið að eftirtöldum gögnum
vegna ársins 2003 skuli skilað til skattstjóra eigi síðar en 26. janúar 2004. Sé gögn-
unum skilað á rafrænu formi framlengist fresturinn til 6. febrúar 2004.
1. Launamiðar og greiðslumiðar (RSK 2.01) vegna launa, lífeyris, tryggingabóta og at-
vinnuleysisbóta o.fl. Á launamiðum komi m.a. fram sundurliðaðar upplýsingar um
hvers konar greiðslur í formi launa og hlunninda, styrkja, bóta eða annarra tekna.
Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi endurgjald fyrir vinnu, bætur, styrki eða
aðrar greiðslur sem skattskyldar eru skv. 7. gr. laga nr. 90/2003.
2. Verktakamiðar (á eyðublaði RSK 2.01). Skilaskyldir eru félög, fyrirtæki, stofnanir og
einstaklingar, sem innt hafa af hendi greiðslur til verktaka fyrir þjónustu (efni og vinnu).
3. Bifreiðahlunnindamiðar (RSK 2.035). Skilaskyldir eru allir þeir sem í rekstri sínum eða
annarri starfsemi hafa haft kostnað af kaupum, leigu eða rekstri fólksbifreiðar og ekki
fylla út RSK 4.03 vegna hennar.
4. Hlutafjármiðar (RSK 2.045) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.04). Skilaskyld eru öll
hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnuhlutafélög og sparisjóðir.
5. Stofnsjóðsmiðar (RSK 2.065) ásamt samtalningsblaði (RSK 2.06). Skilaskyld eru öll
samvinnufélög þ.m.t. kaupfélög.
6. Launaframtal (RSK 1.05) einstaklinga, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi, og lögaðila, sem undanþegnir eru skattskyldu skv. I. kafla laga nr. 90/2003,
hafi þeir greitt laun eða viðbótarframlag í lífeyrissjóð á árinu 2003.
7. Upplýsingar um viðskipti með hlutabréf (RSK 2.08). Skilaskyldir eru bankar, verð-
bréfafyrirtæki og aðrir þeir aðilar sem annast kaup og sölu, umboðsviðskipti og aðra
umsýslu með hlutabréf.
8. Greiðsluyfirlit (RSK 2.025) yfir hvers konar greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem
bera takmarkaða skattskyldu hér á landi, og skattskyldar eru skv. 3. tölul. (þjónusta
eða starfsemi innt af hendi hér á landi) og 6. tölul. (leiga og greiðslur fyrir afnot eða
hagnýtingu einkaleyfa og hvers konar annarra leyfa, réttinda, sérþekkingar, o.fl.) 3. gr.
laga nr. 90/2003. Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa greiðslur sem þessar af hendi.
9. Greiðslumiðar (RSK 2.02) yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé,
fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölulið C-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003
og ekki er gerð grein fyrir á skilagreinum RSK, sem taldar eru upp hér að framan.
Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa greiðslur sem þessar af hendi.
Upplýsingum þessum skal ef unnt er, skilað á tölvutæku formi samkvæmt færslu-
lýsingu ríkisskattstjóra, sem finna má á vefsíðu ríkisskattstjóra www.rsk.is. Annars
skal þeim skilað á tilsvarandi eyðublöðum RSK.
Reykjavík 6. janúar 2004
Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri
KARLI Bretaprins var vel fagnað
í gær þegar hann sást opinberlega
í fyrsta sinn frá því að The Daily
Mirror birti orðsendingu sem
Díana prinsessa er sögð hafa ritað
bryta sínum, Paul Burrell, þar
sem hún lýsir því yfir að hún ótt-
ist að Karl reyni að ryðja sér úr
vegi. Um 100 manns voru við-
staddir þegar Karl, sem er 55 ára,
opnaði formlega nýja miðstöð fyr-
ir brjóstkrabbameinssjúklinga í
borginni Hereford. „Vel gert,
Karl, þjóðin stendur með þér,“
hrópaði einn viðstaddra. Karl hef-
ur enn ekkert látið hafa eftir sér
um orðsendinguna sem eignuð er
Díönu.
Reuters
Karli vel fagnað
samsæriskenningar byr undir
báða vængi í fyrradag þegar dag-
blaðið The Daily Mirror hélt því
fram að Díana hefði ritað bryta
sínum, Paul Burrell, orðsendingu
tíu mánuðum áður en hún dó þar
sem hún sagðist óttast að Karl
Bretaprins vildi ryðja henni úr
vegi – en skilnaður þeirra Karls
og Díönu var þá nýlega endan-
lega frágenginn.
Fáránlegar getgátur
um þungun
Burton segir allar getgátur um
þungun Díönu „fáránlegar“. „Hún
hafði aðeins hitt Dodi [Fayed,
elskhuga Díönu] sex vikum áður,“
segir Burton sem var annar af
aðeins tveimur mönnum sem sáu
um krufninguna. „Jafnvel ef hún
hefði orðið ólétt á þeirra fyrsta
fundi [...] ef hann hefði tekið í
hönd hennar og barnað hana um
leið, þá hefði fóstrið aðeins verið
sex vikna gamalt í mesta lagi.“
Sama dag og Daily Mirror birti
uppljóstranir sínar hófst form-
lega réttarrannsókn á dauða
Díönu – sú fyrsta í Bretlandi. Var
m.a. greint frá því við upphaf
hennar að Sir John Stevens, lög-
reglustjóri í London, hefði verið
beðinn um að rannsaka orðróm
um að slysið sem dró Díönu, Dodi
og Frakkann Henri Paul til
dauða hefði verið af manna völd-
um.
John Stalker, fyrrverandi yf-
irmaður lögreglunnar í Man-
chester, sagði í gær að hann teldi
að Stevens ætti að ræða við Karl
Bretaprins í tengslum við rann-
sókn sína. Frá ummælum Stal-
kers er sagt á fréttavef BBC.
„Fyrir slíku væru engin fordæmi
en við erum að tala um að kona
hans hafði haldið því fram að
hann hygðist láta drepa hana.
Það væri öllum fyrir bestu ef Sir
John spyrði Karl prins um þessar
staðhæfingar þannig að hann geti
formlega borið af sér allar sakir,“
sagði Stalker.
ÞRÁLÁTUR orðrómur um að
Díana prinsessa hafi verið með
barni þegar hún dó í bílslysi í
París 31. ágúst 1997 er úr lausu
lofti gripinn. Þetta fullyrðir rétt-
arskurðlæknir sem tók þátt í
krufningu
hennar.
„Ég var við-
staddur lík-
skoðunina.
Hún var ekki
ólétt. Ég veit
að hún var
ekki ólétt,“
segir John
Burton, fyrr-
verandi réttar-
skurðlæknir bresku konungsfjöl-
skyldunnar, í viðtali sem birtist í
The Times í gær.
Þeir sem aðhyllast samsæris-
kenningar hafa fært rök fyrir því
að meint þungun Díönu kynni að
hafa verið ástæða þess að ein-
hverjir hefðu viljað koma henni
fyrir kattarnef. Fengu slíkar
Segir Díönu ekki
hafa verið ólétta
London. AFP.
Díana prinsessa
FORSÆTISRÁÐHERRA Kambód-
íu, Hun Sen (til hægri), og fleiri
leiðtogar landsins á bæn við athöfn
í tilefni af því að í gær voru 25 ár
liðin frá falli stjórnar Rauðu
khmeranna. Talið er að ógn-
arstjórnin í valdatíð Pol Pots, sem
lést árið 1998, hafi kostað allt að
tvær milljónir manna lífið og for-
sætisráðherrann hvatti til þess að
réttarhöldum yfir þeim leiðtogum
Rauðu khmeranna, sem eru enn á
lífi, yrði flýtt.
Sameinuðu þjóðirnar og stjórn
Kambódíu náðu samkomulagi í júní
um stofnun alþjóðlegs dómstóls til
að sækja leiðtogana fyrrverandi til
saka. Kambódískir embættismenn
segja að réttarhöldin geti hafist í
apríl og staðið í þrjú ár.
Reuters
25 ár frá falli stjórnar
Rauðu khmeranna
LOFTSLAGSBREYTINGAR í
heiminum gætu orðið til þess að
hundruð dýra- og plöntutegunda
yrðu útdauð á næstu 50 árum að
því er fram kemur í grein nítján
vísindamanna sem tímaritið Nat-
ure birtir í dag.
Vísindamenn við fjórtán rann-
sóknarstofur víða um heim komust
að þeirri niðurstöðu að 15–37%
þeirra 1.103 plantna og dýra sem
þeir rannsökuðu myndu annað-
hvort hverfa eða verða nær útdauð
fyrir árið 2050 vegna loftslags-
breytinga og þar með breytinga á
vistkerfinu.
Rannsóknin náði til sex svæða,
meðal annars í Mexíkó, Ástralíu,
Brasilíu, Suður-Afríku og Evrópu.
Hún byggist á spám nefndar á veg-
um Sameinuðu þjóðanna um sí-
hækkandi hitastig í heiminum til
næstu aldamóta.
Vísindamennirnir viðurkenndu
að spárnar um loftslagsbreyting-
arnar og reiknilíkönin, sem þeir
notuðu, væru undirorpin mörgum
óvissuþáttum. Þeir sögðu þó að
niðurstaða þeirra um útrýmingar-
hættu dýra- og plöntutegundanna
gæti hæglega orðið að veruleika ef
iðnríkin drægju ekki úr losun loft-
tegunda sem valda gróðurhúsa-
áhrifunum.
„Við höfum þegar séð að vist-
kerfin bregðast mjög hratt við
loftslagsbreytingunum,“ sagði
Chris Thomas, aðalhöfundur grein-
arinnar og líffræðingur við Leeds-
háskóla.
Skógareyðing einn
mesti vandinn
Alastair Fitter, umhverfisfræð-
ingur við háskólann í Jórvík á Eng-
landi, sagði, að mesta hættan, sem
nú steðjaði að lífríkinu víða um
heim, væri skógareyðing og inn-
flutningur og innrás framandi teg-
unda. Sagði hann, að loftslags-
breytingarnar bættust síðan við og
flýttu fyrir afturförinni.
Mörg hundruð
tegunda í hættu
Indianapolis. AP.