Morgunblaðið - 08.01.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.01.2004, Qupperneq 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 23 opi› virka daga, kl. 08:00-18:00 laugardaga kl. 10:00-15:00 w w w .d es ig n. is © 20 04 ÚTSALAFLÍSA Útsalan heldur áfram til 15. janúar, fjöldi flísager›a me› allt a› 60% afslætti • inniflísar • útiflísar • ba›flísar • gólfflísar • eldhúsflísar • bílskúrsflísar • veggflísar • glermosaik • listmosaik • marmaramosaik • keramikmosaik • stálmosaik • náttúrusteinn • granítflísar • marmaraflísar • flögusteinn • hle›slugler • og margt fleira Bæjarlind 4 – Kópavogi og Njar›arnesi 9 – Akureyri B Y G G I N G A V Ö R U R N†TT KORTATÍMABIL í dag Reykjavík | Í drögum að verklags- reglum um úthlutun og notkun á farsímum á vegum Reykjavíkur- borgar kemur fram að settar verði hámarksupphæðir fyrir farsíma- notkunn starfsmanna, og umfram- kostnaður verði greiddur af starfs- mönnum geti þeir ekki gefið eðlilegar skýringar á kostnaðinum. Í drögunum kemur fram að há- marksupphæð á mánuði fyrir far- símanotkun verði 3.000 kr. hjá starfsmönnum sem gert er ráð fyr- ir að taki aðallega við símtölum, 4.500 kr. hjá starfsmönnum sem þurfa daglega að eiga stutt samtöl, og 7.500 kr. hjá stjórnendum. Hafi starfsmenn ekki fasta starfsstöð og stýri þeir verkefnum á mörgum stöðum verður samið sérstaklega við þá. Reglurnar eru unnar hjá kjara- þróunardeild borgarinnar, og hafa drögin þegar verið rædd á fundum starfsmannastjóra, sviðsfundum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fundum sviðsstjóra borgarinnar. Reglurnar eru nú til lokaskoðunar og umsagnar áður en þær verða gefnar út. Þetta var meðal þess sem fram kom í svörum Þórólfs Árnasonar borgarstjóra við fyrirspurn sjálf- stæðismanna í borgarráði um sím- kostnað borgarinnar. Í svörum borgarstjóra kom einnig fram að heildarsímkostnaður Reykjavíkur- borgar á síðasta ári nam um 180 milljónum króna. Áætla 88 milljónir 2004 Einnig kom fram að í útboði á hefðbundinni símaþjónustu var símkostnaður fyrir árið 2004 áætl- aður 88 milljónir króna, en þar hef- ur verið tekið tillit til fyrirætlana borgarinnar um að lækka sím- kostnað með endurskoðun á fyrir- komulagi símamála. Miðað við kostnað árið 2003 og áætlun ársins 2004 er því gert ráð fyrir að spara 92 milljónir króna. Meðal sparnaðarleiða, auk að- halds í farsímanotkun, er uppsögn símalína sem hægt er að komast af án, að frítt verði að hringja innan Reykjavíkurborgar og símgjöld, stofnkostnaður, mánaðargjöld og mínútugjöld lækki frá því sem ver- ið hefur, segir í svari borgarstjóra. Setja hámark á farsímareikn- inga borgar- starfsmanna Vilja spara 92 milljónir króna á ári Hafnarfjörður | Lúðvík Geirsson bæjarstjóri tók í gær fyrstu skóflustunguna að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu, á svæði fyrirtækisins við Óseyrarbraut. Skóflustungan var tekin með 45 tonna gröfu, og fórst bæjarstjóranum verkið vel úr hendi. Áætlað er að stöðin verði tilbúin um mánaðamótin mars-apríl. Morgunblaðið/Þorkell Bæjarstjóri tók fyrstu skóflustung- una að bensínstöð Atlantsolíu Seltjarnarnes | Leikskólinn Mána- brekka hefur fengið aðild að græn- fánaverkefninu svokallaða, en græn- fáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Leikskólar hér á landi hafa ekki haft möguleika á þátttöku fyrr en í september sl. og þurfa að líða sex mánuðir frá því að skóli fær sam- þykki fyrir þátttöku og þar til heim- ilt er að flagga grænfánanum. Því er útlit fyrir að hægt verði að flagga fánanum á umhverfisdeginum 25. apríl nk. Á vef Seltjarnarnesbæjar kemur fram að strax við stofnun leikskólans hafi verið mörkuð ákveðin umhverf- isstefna og markvisst unnið að um- hverfisfræðslu og umhverfisvernd með börnum og starfsfólki skólans. Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem ætlað er að efla vitund nem- enda, kennara og annarra starfs- manna skólans um umhverfismál. Mánabrekka hefur unnið samkvæmt ákveðinni umhverfisstefnu lengi, og þar með uppfyllt öll þau skilyrði sem sett eru um rétt til grænfánans. Mánabrekka fær grænfána
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.