Morgunblaðið - 08.01.2004, Síða 44

Morgunblaðið - 08.01.2004, Síða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og mágur, ÓLAFUR KETILL FROSTASON, Þverholti 15, Mofellsbæ, sem lést miðvikudaginn 24. desember síðast- liðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. janúar kl 13:30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Haukur Ólafsson, Hallfríður Gunnsteinsdóttir, Frosti Ólafsson, Hjörtur Ólafsson, Frosti Skagfjörð Bjarnason, Katla Kristín Ólafsdóttir, Sturla Skagfjörð Frostason, Ólöf Einarsdóttir, Svanborg Þórdís Frostadóttir, Ófeigur Gestsson, Bjarni Frostason, Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, NANNA TRYGGVADÓTTIR sjúkraliði, Heiðargerði 80, Reykjavík, sem lést laugardaginn 3. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 15.00. Guðmundur Jónsson, Lára Sigfúsdóttir, Sigfús Örn, Haukur Þór, Rúna Sirrý og Jón Valur, Tryggvi Jónsson, Ásta Ágústsdóttir, Nanna Kristín, Sandra Björk og Ágústa, Elí Leó Dýri Nönnuson. ✝ Hulda Agnars-dóttir fæddist í Súgandafirði 2. apríl 1921. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 30. des. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sturla Agnar Guðmundsson, f. 14. des. 1897, d. 2. okt. 1981, og Kristjana Margrét Sigmunds- dóttir, f. 2. mars 1897, d. 6. jan. 1983. Hulda var elst 14 systkina, hin eru, Guðrún Sigþrúður, f. 19. júní 1922, Kristján Jónatan, f. 11. maí 1924, d. 21. nóv. 1978, Höskuldur, f. 27. sept. 1925, d. 18. jan. 2000, Kristín Svava, f. 27. júlí 1927, lést ung, Kristín Svava, f. 14. okt. 1928, Agnes Sturlína, f. 18. júní 1930, Hjaltlína Sigríður, f. 17. júlí 1931, Guðmundur, f. 14. mars 1933, d. 2. júlí 2002, Guðbjörg Erna, f. 11. nóv. 1934, Margrét Sigmunda, f. 28. feb. 1937, Agnar, f. 22. júlí 1938, d. 19. des. 1977, Sigmundur, feb.1995. b) Benedikt, f. 8. maí 1970, d. 30.11. 2000, dóttir hans er Sesselja Erna, f. 11. júní 1996. 2) Agnes Margrét Henkel, f. 10. jan. 1947, maki I Dennis Stebbins, f. 4. mars 1948, maki II Thomas Hen- kel, f. 17. mars 1954. Börn þeirra eru: a) Hulda Björk Stebbins, f. 28. des.1970, maki John Joseph Cond- on, f. 27. ágúst 1970, börn þeirra, Hanna Magga, f. 26. jan. 1997, Mal- com Thomas, f. 5. júlí 1999, og Þóra Elisabet, f. 16. júní 2001. b) Dennis Robert Stebbins, f. 10. nóv. 1973. c) Orri Benjamín Henkel, f. 4. feb. 1987. 3) Gunnhildur, f. 17. ágúst 1951, maki Guðmundur Sig- urbergsson, f. 21. ágúst 1953. Börn þeirra eru: a) Sara Lind, f. 26. okt. 1977, sonur hennar Daníel Diego, f. 15 apríl 1997, b) Hildigunnur, f. 21 ágúst 1979, og c) Sunna Sigríð- ur, f. 3. júlí 1990. Hulda starfaði sem húsmóðir á meðan börn þeirra hjóna voru að komast á legg, en utan heimilis starfaði hún, m.a. í rækjuverk- smiðju, í fiskvinnslu og við versl- unarstörf fyrir vestan. Í Keflavík rak hún verslun ásamt Kristínu Svövu systur sinni. Síðustu starfs- árin vann hún í Mötuneyti Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. Útför Huldu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. f. 30. okt. 1941, og Eyjólfur, f. 22. júlí 1944. Hulda ólst upp í Súgandafirði til 8 ára aldurs en fluttist þá ásamt foreldrum sín- um til Ísafjarðar. Hulda giftist 25. desember 1942 Gunn- ari Erni Helgasyni, f. 26. maí 1920, d. 4. jan. 1971. Foreldrar hans voru Helgi Jónson bóndi og útgerðar- maður, kenndur við Tungu í Reykjavík, f. 25. nóv. 1883, d. 3. apríl 1939, og Friðrikka Pétursdóttir, f. 19. feb. 1882, d. 31. jan. 1933. Hulda og Gunnar bjuggu á Ísafirði til ársins 1966, en þá fluttu þau til Keflavík- ur, á Kirkjuteig 7. Hulda og Gunn- ar eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Oddur, f. 1. des. 1942, maki Erna Bergmann, f. 18. nóv. 1940. Börn þeirra eru: a) Gunnar, f. 27. mars 1965, maki Kristín Bauer, f. 27. maí 1964, börn þeirra eru Oddur, f. 16. okt. 1990, og Eva Sif, f. 21. Elskuleg móðir mín hefur kvatt þessa jörð. Síðustu árin hefur hún verið að smáhverfa frá okkur inn í sinn hugarheim. Ég þakka fyrir síð- ustu brosin sem voru svo falleg og hlý. Guð veri með þér og góða ferð mamma mín, ég þakka þér fyrir allt, hugrakka kona. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég kveð þig mamma mín með ljóðinu sem kom þér alltaf til að tárast og okkur öllum þykir svo vænt um. Í faðmi fjalla blárra, þar freyðir aldan köld, í sölum hamra hárra á huldan góða völd, sem lætur blysin blika um bládimm kletta-skörð, er kvöldsins geislar kvika og kyssa Ísafjörð. (Guðmundur Guðmundsson.) Takk fyrir samveruna, þar til við hittumst á ný, blessuð sé minning þín mamma, þín dóttir. Gunnhildur. Elsku mamma mín, nú er komið að kveðjustund. Það er margs að minnast þegar litið er til baka. Það er ekki hægt að segja að það hafi alltaf verið sléttur sjór á þinni sigl- ingu í gegnum lífið. Þú varst elst í stórum systkina hópi og tókst á þig þá ábyrgð að vera elst og gerðir það með stakri prýði. Þú varst ung þegar hann pabbi dó og þar misstir þú mikið. Þú lentir í alvarlegu um- ferðarslysi þar sem þér var vart hugað líf en náðir þér á strik. Já mamma, í mínum huga varst þú sönn hetja, komst til dyranna eins og þú varst klædd og talaðir ekkert rósamál. Ég og þú vorum miklir vinir og það má segja að það hafi varla liðið sá dagur að við hefðum ekki sam- band. Yfirleitt kíkti ég við á Kirkju- teiginn þar sem alltaf var heitt á könnunni, málin rædd yfir kaffi og meðlæti. Það var gott að vera í ná- vist þinni mamma, enda var heimili þitt oft eins og lítið félagsheimili, fjölskyldu, ættingja og vina. Síðustu árin þín voru þér erfið. Þú glímdir við Alzheimer-sjúkdóm- inn, sem að lokum hafði yfirhönd- ina. Ég veit að þér líður betur núna mamma. Ég bið góðan Guð að geyma þig, elsku besta mamma mín. Oddur. Í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína og góða vinkonu, Huldu Agnarsdóttur. Það eru rúm- lega 40 ár síðan ég kom fyrst inn á heimili hennar og Gunnars. Mér er sérstaklega minnistætt hversu vel þau tóku á móti mér, létu mig finna það á fyrsta degi að ég væri ein af fjölskyldunni. Hulda var glæsileg kona, hafði hlýjan og kraftmikinn persónuleika, þegar ég varð tengdadóttir hennar fann ég fljótt fyrir þessum kraft- mikla og einlæga kærleika sem ætíð streymdi frá henni til okkar sem vorum návistum við hana. Hulda var greind kona, víðlesin og sjálfstæð, lá ekki á skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Við Oddur bjuggum í sama húsi og tengdaforeldrar mínir fyrstu árin eftir að við fluttum til Keflavíkur. Gott var að búa í návist þeirra, ást- úð og umhyggja einkenndi þau, og var heimili þeirra griðastaður fjöl- skyldunnar, systkina hennar og vina, og oft gestkvæmt á heimili þeirra. Það var mikið áfall, þegar Gunn- ar lést árið 1971, þá aðeins fimm- tugur að aldri. Var hann okkur öll- um harmdauði. Eftir fráfall Gunnars helgaði Hulda líf sitt börn- um sínum, tengdabörnum, barna- börnum og langömmubörnum. Hún rak verslunina Elsu hér í bæ ásamt systur sinni Svövu um tíma, lengst af vann hún í mötu- neyti Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli og eignaðist hún þar marga góða vini úr röðum starfs- fólks. Síðustu árin átti Hulda við erf- iðan sjúkdóm að eiga, og vil ég þakka fyrir hönd okkar í fjölskyld- unni, starfsfólki Hjúkrunarheimilis- ins í Víðihlíð, fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Þú hvarfst þér sjálfum og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður sál þín er frjáls líkami þinn hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa þú horfðir framhjá mér tómum augum engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. (Þýð. Reynir Gunnlaugsson.) Elsku Hulda mín, ég kveð þig með þakklæti og virðingu fyrir samfylgdina, það voru forréttindi að eiga þig sem tengdamóður, og jafnframt góða vinkonu. Þú varst mér sem besta móðir, en mína móð- ur missti ég ung að árum. Ég vil þakka þér allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu, og bið góðan Guð að varðveita minningu þína. Þín tengdadóttir Erna. Ég var alltaf viss um að ég ætti bestu ömmu í heimi. Já amma, það voru orð að sönnu, þú varst strax stór hluti af mínu lífi, enda bjuggu mamma og pabbi fyrir ofan ykkur, á Kirkjuteig 7, fyrstu árin eftir að þið fluttuð frá Ísafirði, nánara gat það ekki verið. Kirkjuteigur 7 skip- aði ávallt stóran sess í mínu lífi, þangað var ég alltaf velkominn. Hvort sem það var til að fá plástur á sár, mjólk og köku, ræða létt eða alvarleg málefni, læra fyrir próf eða bara til að kíkja aðeins á hana ömmu. Þú varst hetjan mín, amma, allt fram til síðasta dags. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig það hefur verið hjá ykkur fyrir vestan í gamla daga, fimmtán manns í heimili og oft búið við þröngan kost. Þú varst stóra systirin í þrettán systkina- hópi. Ég man svo vel eftir að þau komu oft til þín á Kirkjuteiginn og greinilegt að með ykkur systkinun- um var mikil vinátta, dyrnar voru alltaf opnar. Þú kunnir best við þig innan um fjölskylduna og allra best á jól- unum, þau voru þinn tími. Það fengum við hin að finna ríkulega með öllum gjöfunum og góða matn- um. En fyrst og fremst fundum við það með kærleiknum sem þú áttir svo mikið af. Já amma, lífið hjá þér var ekki alltaf dans á rósum. Þú misstir hann afa langt fyrir aldur fram og þá misstum við mikið. Þú efldist við hverja þraut og kenndir mér margt sem ég hef tekið mér til fyrirmynd- ar. Þú veiktist af Alzheimersjúk- dómnum fyrir nokkrum árum og smám saman tók hann af þér völd- in. Hér skilja leiðir okkar að sinni amma, ég þakka fyrir allt það góða sem þú kenndir mér, ég mun aldrei gleyma þér. Gunnar. Þegar mér bárust þær fréttir að Hulda frænka hefði kvatt þennan heim fylltist hugurinn af minning- um frá liðinni tíð, einkum þó úr barnæsku, en sá minningabrunnur er yfirfullur af mjög ljúfum og góð- um minningum. Hulda frænka bjó þá á Ísafirði, nánar tiltekið í Fjarð- arstræti 9 ásamt manni sínum Gunnari Helgasyni og börnum þeirra, þeim Oddi, Agnesi Margréti, og Gunnhildi. Það var þannig í þá daga að tölvuöld var ekki gengin í garð en ungdómurinn hafði ofan af fyrir sér utandyra flesta daga nema veður væru svo slæm að engum væri út treystandi, veðurs vegna. Það kom gjarna í hlut Odds og þeirra er eldri voru að vera í for- ingjahlutverki okkar yngri púk- anna, en leikvangurinn var gjarnan fyrir utan blokkina í Fjarðarstræt- inu, sérstaklega á þessum tíma árs sem er sá tími sem elsku Hulda frænka kveður okkur að sinni. Ástæðan var sú að ljósin í glugg- unum í blokkinni gáfu birtu í skammdeginu svo hægt væri að stunda leiki þótt dimmt væri. Á þessum tíma stunduðu þeir rækju- veiðar á litla Ver, Gunnar maður Huldu og Agnar afi minn, faðir Huldu, og í skammdeginu komu þeir aðallega að landi svona um eða undir kvöldmatarleytið, þetta lærði ég fljótt þar sem ég veitti því eft- irtekt að Hulda frænka blikkaði gjarnan ljósinu í eldhúsglugganum og fékk blikk til baka frá toppljós- inu á Ver. Þá gerði maður sér er- indi upp til Huldu svo sem til að þykjast þurfa á salerni, en raun- veruleg ástæða var að komast að hvað væri í matinn í það og það skiptið, og margar voru þær uppá- haldsmáltíðirnar sem maður neytti. Það sem mestu réð var að þyrfti ég að fara heim til að borða var búið með útiveru þann daginn, því úti- vistarreglur voru haldnar í þá daga svo fremi að maður fyndist ef að manni var leitað, og oftar en ekki kom frænka manni til bjargar og staðfesti að maður væri búinn að vera inni hjá henni svo og svo lengi. Þessar miningar ásamt svo mörg- um öðrum munu lifa svo lengi sem ég lifað fæ. Það er svo skrítið að þegar manni berast fregnir af and- láti elskaðs ættingja eins og Huldu frænku, þá fyllist hugurinn harmi um stundar bil, þrátt fyrir að um eins eðlilegan hlut sé að ræða og lífið sjálft er, en Hulda frænka hafði gengið með hinn alræmda Alzheimer-sjúkdóm um nokkurra ára bil, en við fráfall ástkærs son- arsonar hennar Benedikts Odds- sonar, sem fórst í hörmulegu um- ferðarslysi á Reykjanesbraut síðla árs árið 2000 ágerðist sjúkdómur- inn til mikilla muna sem eðlilegt er. Mér finnst að eitt getum við sem eftir stöndum verið alveg viss um og það er að ekki verður tekið á móti henni Huldu minni með nein- um veifiskatahætti þegar fleyið ber hana að nýrri strönd, já að nýju lífi sem tekur við að þessu loknu, og af því tilefni koma mér í hug eftirfar- andi ljóðlínur Guðrúnar Jóhanns- dóttur frá Brautarholti. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. Að lokum bið ég Guð almáttugan að blessa og styrkja eftirlifandi fjöl- skyldu frænku minnar, og elsku Ossi, Agga Magga og Gunnhildur, ásamt mökum, þið gleymið ekki að segja börnunum hver voru ljósin hennar ömmu, Guð geymi ykkur og blessi. Hallgrímur Jóhannesson (Haddi frændi.) HULDA AGNARSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Huldu Agnarsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.