Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 16

Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SUMAR barnavísur einkennast af algjöru ábyrgðarleysi og í þeim er hvorki tekið til- lit til heilsuverndar né eðlilegs öryggis. Hafa tveir læknar, Sarah Giles og Sarah Shea, við Dalhousie-háskólann í Halifax í Kanada komist að þessari niðurstöðu. Sem dæmi um þetta nefna þær vísuna um hann „Humpty Dumpty“, sem féll ofan af veggn- um. „Við efumst stórlega um, að „allir kóngsins hestar og allir kóngsins menn“ hafi verið færir um rétt viðbrögð eftir að að herra Dumpty hrapaði ofan af veggn- um,“ segja þær stöllur í grein, sem birtist í tímariti kanadísku læknasamtakanna. Leggja þær til, að gerð verði sú bragarbót á vísunni og í stað þess, að reynt er að skella hr. Dumpty saman á ný eftir fallið, verði honum strax komið undir lækn- ishendur. Horfast í augu ... RICH Gosse, sjálfmenntaður daðursér- fræðingur í Kaliforníu, er nú kominn til Ástralíu til að kenna einhleypu fólki að finna sinn draumaprins og sína drauma- drottningu. Segir hann, að fyrsta boð- orðið sé að horfast í augu, brosa og byrja samtalið með skemmtilegri setningu. Hann varar hins vegar karlmennina al- varlega við að spyrja konuna um aldur og kílóatölu. „Þegar kona talar við mann, er hún að hugsa um framtíðina; þegar karl- maður talar við konu, er hann að hugsa um næstu nótt,“ segir Gosse. „Þannig er það nú einu sinni. Karlinn vill unga konu, konan vill auðugan mann.“ Gosse, sem var einn af mörgum mótframbjóðendum Arnolds Schwarzeneggers í ríkisstjóra- kosningunum í Kaliforníu, segir, að það, sem standi einhleypu fólki fyrir þrifum, sé ótti, óttinn við að verða hafnað. Drjúgt dagsverk hjá Churchill BRESKA forsætisráðuneytið er með sinn vef eins og fleiri og þar kemur fram ým- islegt fróðlegt um fyrri ábúendur í Down- ingsstræti 10. Í desember mátti lesa þetta: „Á þessum degi árið 1953 fékk Sir Winston Churchill menntun sína í Harrow og í Sandhurst-herskólanum og að því búnu var hann við herþjónustu á Indlandi og í Súdan. Á milli vakta starfaði hann sem stríðsfréttaritari.“ Ólíklegur smellur „RÚSTUM hús og brjótum brýr,“ segir í söngnum, sem nú er kominn í efsta sæti á japanska vinsældalistanum Oricon og kemur mörgum á óvart. Heitir smellurinn „Nihon Break Kogyo C. Shaka“ og er enginn breiksöngur, heldur fyrirtækis- mars að japönskum sið. Er hann sunginn kvölds og morgna hjá Nihon Break, sem fæst við að brjóta niður mannvirki, og er ætlað að auka eldmóðinn hjá starfsfólk- inu. ÞETTA GERÐIST LÍKA Forkastanlegt ábyrgðarleysi Reuters ÞESSI api brá á leik í dýragarði í Gu- angzhou í Kína fyrir fáum dögum en Kínverjar eru um þessar mundir að fagna því, að nýtt ár, Ár apans, geng- ur í garð 22. janúar næstkomandi. Ár apans KARLMAÐUR hefur fundist á lífi í rústum húss sem hrundi í jarð- skjálftanum í írönsku borginni Bam, þrettán dögum eftir hamfar- irnar. Maðurinn, sem er 56 ára, var þungt haldinn og í dái á sjúkrahúsi í Bam í gær, að sögn íranskra lækna sem voru ekki bjartsýnir á að hann héldi lífi. „Við erum ekki viss um að hægt verði að bjarga honum. Heill hluti líkamans er kaldur,“ sagði einn læknanna. Fréttamaður AFP sá manninn anda með hjálp önd- unarvélar. Írönsk björgunarsveit fann manninn í fyrrakvöld. Talið er að hann hafi lifað af vegna þess að hann var undir húsgagni sem myndaði loftgat, þannig að hann gat andað. Íranskir ríkisfjölmiðlar hafa skýrt frá nokkrum „kraftaverka- sögum“ um fólk sem hefur verið bjargað úr rústunum, meðal annars 97 ára konu, löngu eftir að björg- unarmenn voru orðnir nær úrkula vonar um að fleiri fyndust á lífi. David Heymann, embættismað- ur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar (WHO), sem aðstoðar við skipulagningu björgunarstarfsins, kvaðst í gær efast um að fleiri fynd- ust á lífi í rústunum. „Það er mjög ólíklegt vegna kuldans á næturnar, þegar frostið er stundum fimm gráður, og hitans á daginn, sem verður allt að 15, 16 gráður.“ Heymann bætti við að björgunar- sveitirnar hefðu fundið fáa á lífi í rústunum vegna þess hvernig flest húsa borgarinnar voru hönnuð, en þau voru með þung þök sem hrundu þegar jarðskjálftinn hófst. „Langflestir þeirra sem lifðu af komust annaðhvort sjálfir út eða með hjálp skyldmenna skömmu eftir skjálftann,“ sagði Heymann. Mörg húsanna voru gerð úr leðjusteinum sem molnuðu í ham- förunum, þannig að lítið var um að loftgöt mynduðust. Talið er að þetta sé ein af meginástæðum þess hversu manntjónið var mikið, auk þess sem jarðskjálftinn varð þegar flestir borgarbúanna voru í fasta- svefni. Um 30.000 manns létu lífið í jarð- skjálftanum 26. desember og um 30.000 slösuðust. Áætlað er að 75.000 manns hafi misst heimili sín. Óttast nýjar hamfarir Yfirvöld í Íran hafa varað við því að öflugur jarðskjálfti geti orðið í olíu- og gasvinnsluhéraði í suðvest- urhluta landsins. Yfir 30 skjálftar hafa orðið þar síðustu tvo daga og sá snarpasti mældist 4,9 stig á Richterskvarða. Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða- ráð Rauða krossins óskuðu í gær eftir framlögum að andvirði 70 milljóna dollara, 4,9 milljarða króna, vegna hjálparstarfsins næstu þrjá mánuðina. Að þeim tíma liðnum hefst endurreisnarstarfið sem gert er ráð fyrir að stjórnvöld í Íran annist að mestu leyti, að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna. Ali Khameini erkiklerkur, æðsti leiðtogi Írans, sakaði í gær Banda- ríkjastjórn um að sýna enn Íran fjandskap þrátt fyrir aðstoð hennar við Írana eftir jarðskjálftann. Hann bætti þó við að sættir kæmu til greina ef Bandaríkjastjórn breytti afstöðu sinni til írönsku klerka- stjórnarinnar. Fannst á lífi í rústum 13 dögum eftir jarðskjálftann í Íran Ekki víst að hægt verði að bjarga lífi mannsins AP Úkraínskur læknir hlynnir að Írana sem fannst á lífi 13 dögum eftir jarðskjálftann í Bam. Um 30.000 manns fórust í hamförunum. Bam. AFP. KÍNVERSKIR embættismenn skýrðu frá því í gær að grunur léki á að tvítug fram- reiðslukona á veitingahúsi í Guangdong- héraði hefði smitast af HABL, heilkennum alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu. Óstað- festar fregnir hermdu að konan hefði starf- að á veitingahúsi þar sem matreidd væru villt dýr sem kynnu að geta borið HABL- veiruna í menn. Konan er nú í sóttkví á sjúkrahúsi. Fyrr um daginn útskrifaðist 32 ára karlmaður í Guangdong af sjúkrahúsi eftir að hafa smit- ast af HABL. Var það fyrsta staðfesta HABL-tilfellið í Kína í rúmt hálft ár. Kveðst aldrei hafa snert þefketti Maðurinn segist aldrei hafa borðað eða snert þefketti sem kínversk yfirvöld telja að breiði út sjúkdóminn. Hann kveðst ekki vita hvernig hann smitaðist af sjúkdómnum og segir að eina dýrið sem hann hafi snert sé lítil mús sem hann hafi kastað út um glugga. DNA-rannsókn benti til þess að HABL- veiran í Kínverjanum væri lík kór- ónaveirum í þefköttum. Yfirvöld í Guang- dong ákváðu því að láta slátra öllum þef- köttum í héraðinu ekki síðar en á laugardag. Alls eru um 10.000 þefkettir í héraðinu en þeir hafa verið ræktaðir til manneldis og þykja mikið hnossgæti í Kína. Þeir gefa einnig frá sér ilmvessa sem eru eftirsóttir til ilmvatnsgerðar. Margir sérfræðingar eru efins um þá ákvörðun yfirvalda í Guangdong að láta slátra öllum þefköttum og segja að ekki hafi enn verið sannað að þeir beri HABL- veiruna í menn. Yfirvöld í Guangdong ætla einnig að reyna að útrýma rottum sem að sögn kín- verskra embættismanna geta verið enn hættulegri en þefkettir. Um 800 manns dóu af völdum HABL í fyrra og um 8.000 sýktust. Grunur um nýtt HABL-tilfelli Deilt um slátrun þefkatta í Guang- dong í Kína Peking. AFP.     ! "!   #$ %&   " " '  '"" "! "( ' ")*  +", "            !  "   #   $   %     $    &  #     '  () - !.! ,",!     !/.""&0123 #$" 4 ))! " +  ( +*                         * #     +                         (  & ,-  $ .  0 1 ÍRÖSK kona í Bagdad grætur eftir að hafa án árangurs leitað að syni sínum við Abu Ghraib-fangelsið í gær. Bandaríkja- menn létu þá lausa 60 fanga en hyggjast leysa úr haldi um 500 Íraka sem margir voru grunaðir um að vera útsendarar Ba- ath-flokks Saddams Husseins, fyrrverandi forseta landsins. Reuters Týndur sonur Í SKÝRSLU sem Carnegie- stofnunin, ein virtasta hug- veita Bandaríkjanna, hefur birt er því haldið fram að stjórn George W. Bush for- seta hafi skipulega beitt blekkingum og ýkt hættuna af meintum gereyðingar- vopnum Íraka. Í skýrslunni segir m.a. að bandarísk stjórnvöld hafi rangtúlkað niðurstöður vopnaleitarsérfræðinga sem störfuðu í Írak áður en ráðist var inn í landið í fyrra. Þetta hafi verið gert til að mikla hættuna sem sögð var stafa af meintum gereyðingar- vopnum Saddams Husseins. Engin slík hafa fundist í landinu frá því að honum var steypt af stóli. „Embættismenn stjórnar- innar rangtúlkuðu með skipulögðum hætti þá ógn sem stafaði af gereyðing- avopnum Íraka og eldflaug- um,“ segir í skýrslunni. Skýrslan er 100 blaðsíður og sex mánuði tók að vinna hana. Í henni kemur enn- fremur fram að „engin mark- tæk sönnunargögn“ hafi fundist fyrir þeirri fullyrð- ingu Bandaríkjamanna að Saddam Hussein hafi átt samstarf við al-Qaeda- hryðjuverkasamtökin. Sagðir hafa ýkt ógnina Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.