Morgunblaðið - 09.01.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.01.2004, Qupperneq 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vantar herslumuninn | Hótel Aldan á Seyðisfirði hefur verið lokað um hríð vegna útrunninna bráðabirgðaleyfa eldvarnar- og heilbrigðiseftirlits. Hót- elið, sem er í tveimur gömlum húsum við Norðurgötu og Odda- götu á Seyðisfirði, var opnað í júlí í fyrra og er í eigu Sigurjóns Sighvatssonar, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Byggðastofn- unar. Framkvæmdum við húsin er ekki lok- ið að fullu og liggur því lokaúttekt bygging- arfulltrúa ekki fyrir. Þá er sett út á starfsmannaaðstöðu og að heimili hótelrek- enda og hóteleldhús sé í sama húsnæði. Þó er reiknað með að ný bráðabirgðaleyfi fyrir hótelið verði gefin út í vikunni svo unnt sé að halda starfsemi áfram.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Flestir búa á Vesturlandi | Vegagerðin hefur nú lokið gerð og birti í síðasta mánuði skýrslu um umferðarkönnun sem gerð var í Hvalfjarðargöngunum 24. og 26. október 2002. Á vef Akraness segir að athygli veki að 29% vegfarenda fari daglega um göngin og 41,4% vegfarenda séu bú- sett á Vesturlandi. Skýrsluna er að finna á vefslóð Vegagerðarinnar: http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/ Hvalfjordur_2002/$file/Skýrsla_Hval.pdf Almennur kynn-ingarfundurverður haldinn í félagsheimilinu Þórs- veri í dag vegna aðal- skipulags Þórshafn- arhrepps 2003–2023. Fundurinn hefst kl. 17.00 og eru allir íbúar hreppsins sem tök hafa á hvattir til að mæta. Þetta kemur fram á vef hreppsins og þar er jafnframt bent á að mik- ið hefur safnast af óskilamunum í íþrótta- miðstöðinni Veri. Sem dæmi um óskilamuni má nefna að á undanförnum vikum hafa orðið eftir í Verinu þrenn sjóngler- augu sem einhverjir ættu að sakna. Á vefnum kemur einnig að nýja árið heils- aði á Þórshöfn með hlý- indum með tilheyrandi flughálku á götum stað- arins. Aðalskipulag Þórshafnar Heimilismönnum á Dvalarheimilinu Silfurtúni íBúðardal var boðið upp á veislu á þrett-ándanum og var það sveitarfélagið Dalabyggð sem bauð. Máttu heimilismenn bjóða með sér gestum. Matráðskona heimilisins, Elín Melsted, sá um kræs- ingar sem voru hangikjöt og kakó og rjómaterta í eft- irrétt. Eftir matinn mætti söngfélagið Vorboðinn og söng fyrir veislugesti. Morgunblaðið/Helga H.Ágústdóttir Þrettándagleði Eitt sinn setti ÓlafurBriem nemendumsínum fyrir að skrifa ritgerð um Íslend- ingasögu. Einhver nemenda var orðinn seinn fyrir, steypti saman heimildum tveggja valinkunnra fræði- manna og skilaði svo rit- gerðinni undir sínu nafni. Þegar ritgerðunum var skil- að kom í ljós að allir höfðu fengið einkunn nema sam- steypumaðurinn. Hann hafði fengið svohljóðandi umsögn: „Smekklega valið.“ Sagan kom Kristjáni Eiríkssyni í hug þegar hann las umsögn Helgu Kress um hugverk Hannesar H. Gissurarsonar og mundi hann þá jafnframt eftir þessari limru eftir Val- þjóf vestan: Þótt hálærðir hafi það talið að Hannesarverkið sé galið þá ber þess að geta sem mest er að meta hvað margt er þar smekklega valið. Jón Ingvar Jónsson hefur annað sjónarhorn: Hannes, þig skal ekki iðra þess að endurnýta Laxness þar og hér, en að birta bull úr Helgu Kress er borin von að fyrirgefist þér. Smekklega valið Reykjavík | Þessir ungu ferðamenn létu kulda og skammdegi ekki stoppa sig í því að koma til Reykjavíkur og skoða sig um í skammdeg- inu, og ekki á þeim að sjá að þeim væri kalt. Ljósmyndari rakst á þau við Ingólfsgarð á dögunum og var sammála þeim um að þetta væri gott tækifæri til að smella af mynd. Morgunblaðið/Kristinn Skemmtiferð í skammdegi Myndasmiðir Laugarvatn | Stofa íslenskra fræða við bókasafnið á Laugarvatni hefur tekið til starfa. Hún er stofnuð á grundvelli gjafar frá afmælisárgöngum skólans árið 2003. Gjöfinni fylgdi skjal þar sem gefendur settu meðal annars fram óskir um að fræðastofa yrði tengd nöfnum og störfum þeirra unn- enda og merkisbera íslenskrar tungu sem starfað hafa og munu starfa við skólann. Voru þar einkum hafðir í huga lærdóms- mennirnir Ólafur Briem, Haraldur Matt- híasson, Jóhann S. Hannesson og Kristinn Kristmundsson. Stofan verður hluti af bókasafninu, en skal afmörkuð sérstaklega frá hinu almenna safni. Fyrst um sinn verður hún þó í sér- stöku húsnæði á efstu hæð skólans sem ver- ið er að innrétta, en þar munu íslensku- og sögukennarar einnig hafa vinnuaðstöðu og nemendur geta unnið við heimildaritgerðir og önnur stór verkefni. Að baki stofunni stendur sjóður, byggður á áðurnefndri gjöf, sem tekur við gjöfum og öðrum framlögum. Stofa íslenskra fræða við ML Nýkjörin stjórn og fólk úr undirbúningshópnum: Halldór Páll Halldórsson, Valgerður Sævars- dóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Guðmundur Sæmundsson, Páll Magnús Skúlason og Samúel Örn Erlingsson. Hornafjörður | Ísfell hf. hefur keypt allt hlutafé í Veiðarfæragerð Hornafjarðar. Ekki er stefnt að neinum starfsmanna- breytingum og Tryggvi Vilmundarson mun stýra starfseminni áfram. Haukur Þorvaldsson og Kristján Gústafs- son stofnuðu Veiðarfæragerð Hornafjarðar árið 1972 og ráku fyrirtækið allt til ársins 1988 þegar nýr hluthafahópur kom að félag- inu. Veltan hefur verið rúmar 50 milljónir króna árlega síðustu ár. Kaupin eru í sam- ræmi við stefnu sem mörkuð var við stofnun nýs Ísfells með samruna Ísfells-Netasöl- unnar og Icedan fyrir um ári. Veiðarfæra- gerðin bætist nú í hóp Ísnets-netaverk- stæða sem eru á Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, í Þorlákshöfn og Hafnarfirði. Veiðarfæragerð Hornafjarðar seld ♦♦♦ Veiðileyfi á markað | Veiðistjórnunar- svið Umhverfisstofnunar hefur auglýst til sölu hreindýraveiðileyfi á næsta veiði- tímabili, frá 1. ágúst til 15. september nk. Við fyrstu úthlutun geta veiðimenn sótt um tvö leyfi, en dregið verður úr innsendum umsóknum ef þær verða fleiri en leyfi. Laus veiðileyfi sem ekki ganga út strax verða seld eftir 1. mars. Leyfi á tarfa kostar nú frá 55 til 90 þús- und krónum eftir veiðisvæðum og leyfi á kýr frá 30 til 45 þúsund krónum. Í ár má á alls skjóta 368 tarfa og 432 kýr, alls 800 dýr. Umsóknum um hreindýraveiðileyfi þarf að skila inn fyrir 15. febrúar.    pebl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.