Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ M BA-nám er til af ýmsum gerð- um og sú gerð sem kennd er við Háskóla Íslands er svo- kallað „Executive MBA“. Þegar Snjólfur Ólafsson pró- fessor er spurður hvað felist í því segir hann að í MBA-námi sé oftast krafist stjórn- unarreynslu. „En hjá okkur er það ekki þannig,“ segir hann. „Við erum með MBA- námið fyrir fólk sem hefur háskólagráðu á einhverju sviði og að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu. Oft er þess krafist að fólk hafi þá starfað við stjórnun. Það er æskilegt en við gerum ekki þá kröfu.“ Við Háskóla Íslands stunda fjörutíu og fimm nemendur MBA-nám. Hópurinn sem er á seinna ári námsins útskrifast vorið 2004 en vorið 2002 útskrifaðist fyrsti MBA-hópurinn. Hvað er MBA-nám? „Þetta er ýmist 45 eða 60 eininga meist- aranám. Hér við Háskóla Íslands er þetta 45 eininga nám sem jafngildir einum og hálfum vetri í mastersnámi. Hópurinn tekur þetta nám á tveimur löngum vetrum.“ Hvers vegna er það ekki 60 einingar? „Flestum sem fara í þetta nám finnst það nógu erfitt eins og það er. Það eru flestir í fullri vinnu, eru með fjölskyldu og eiga lítinn frítíma þegar námið bæt- ist við.“ Hvað felst í náminu? „Það má kalla þetta viðskiptafræðinám með áherlu á stjórnun. Fólk lærir öll helstu fögin sem kennd eru í viðskiptafræði.“ Hvernig er kennslu háttað? „Kennslan fer fram síðdegis á mánudögum og fimmtudögum og byggist síðan á verk- efnum. Þau vega oft mjög þungt í einkunn.“ Eru þá engin próf? „Jú, það eru próf í um það bil helmingi námskeiðanna. Síðan skiptir þátttaka í tím- um líka máli og það má segja að námsmat sé nokkuð breytilegt.“ Veitir námið einhver réttindi? „Þetta er ekki réttindanám en opnar þeim sem ljúka því meiri möguleika á vinnumark- aði. Meginmarkmiðið er að gera fólk að hæfari stjórn- endum og það hefur sýnt sig með fyrsta hópinn, sem út- skrifaðist í fyrra, að mjög vel tókst til.“ Eru mikil afföll í náminu? „Það er alltaf eitthvað alveg í upphafi. Meginreglan virðist hins vegar vera sú að þeir sem fara í gegnum fyrstu námskeiðin ljúka náminu.“ Er þetta ekki dýrt? „Fyrir þessa tvo vetur greiða nemendur eina og hálfa milljón – sem er ódýrt miðað við hvað MBA- námskeið kosta almennt. En fyrir þá sem eru á námskeið- inu er þetta alltaf miklu frem- ur spurning hvort þeir hafi tíma en hvort þeir geti borgað þau.“ Taka fyrirtækin sem nem- endurnir vinna hjá þátt í kostnaðinum? „Það er afar sjaldgæft. Það er að vísu til í dæminu en ég held að það sé alger und- antekning. Nemendur í MBA-námi koma úr öllum mögulegum starfsgreinum. Þarna eru starfsmenn Símans, Slökkviliðsins, bílaum- boða og svo eru kynningarstjórar, læknar, lögfræðingar, hjúkrunarfræðingar, tölvufræð- ingar, skrifstofustjórar, forstöðumenn, tölv- unarfræðingar, starfsmenn banka og trygg- ingafélaga og þannig mætti lengi telja og aldursdreifingin er frá þrítugu upp í sex- tugt.“  MENNTUN|MBA-nám við Háskóla Íslands Við Háskóla Íslands leggja 45 nem- endur stund á MBA-nám. Nemendur eru á öllum aldri og koma úr ólíkustu starfsgreinum. Súsanna Svavarsdóttir skrapp í tíma hjá þeim. Morgunblaðið/Golli Snjólfur Ólafsson Hristir upp í gráu sellunum EVA Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi Símans, segist trúa á sí- menntun og því hafi hún skellt sér í MBA-námið. „Ég trúi því að maður verði alltaf öðru hverju að hrista duglega upp í sjálf- um sér,“ segir hún. Eva er þjóðhátta- og fjölmiðlafræðingur og segir að sig hafi í mörg ár langað til að fara í framhaldsnám. „Ég var á sínum tíma mest að spá í að fara til Bandaríkjanna,“ segir hún, „en þegar farið var að bjóða upp á þetta nám hér í Háskóla Íslands, greip ég tækifærið. Mér fannst betra að þurfa ekki að rífa fjöl- skylduna upp, auk þess sem ég gat haldið áfram í mínu starfi.“ Aðspurð hvers vegna hún hafi viljað breyta til segir Eva að henni hafi fundist hún vera farin að stefna á of þrönga braut. „Mig lang- aði til að eiga kost á fleiri möguleikum, því auðvitað felst í þessu öllu ákveðinn metnaður og vilji til að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir hún og bætir við að námið hafi skilað jafnvel meiru en hún sóttist eftir. „Það eru margir þættir sem koma á óvart. Eitt af því sem er skemmtilegt við námið, auk námsefnisins, er að mitt í öllum hraðanum hefur það í för með sér ákveðinn þroska hvað varðar samvinnu við aðra. Við vinnum mikið saman í hópum og það er dýrmætt fyrir okkur að læra hvert af öðru þar sem ólík reynsla okkar og bakgrunnur kemur sér vel. Námið býður líka upp á ekkert nema möguleika og ég hlakka bara til að sjá hvað verður þegar tími til að nýta námið til fullnustu rennur upp.“  Eva Magnúsdóttir Námið býður bara upp á möguleika Eva Magnúsdóttir EINN nemandinn í hópnum er Geir Thorsteinsson, framkvæmda- stjóri kjararannsóknanefndar opinberra starfsmanna. Hann segist lengi hafa ætlað sér í MBA-námið. „Ég ætlaði í fyrsta hópinn en var að fara utan þegar námið hófst, svo ég ákvað að sjá til hvernig þetta plumaði sig í fyrstu keyrslu. Svo stóðst ég ekki mátið,“ segir Geir og kveður tvennt hafa komið til. „Annars vegar endurvinnsla á sjálf- um mér, hins vegar markaðslegar forsendur. Það er aldrei að vita nema maður sjái einhver tækifæri í þessu námi. Aðallega var þetta þó til þess að rækta mig sjálf- an vegna þess að þetta nám hristir heldur betur upp í gráu sellunum.“ Geir er fyrir með cand. oecon. gráðu í við- skiptafræði frá Háskóla Íslands, sem og próf frá Verslunarskóla Íslands. Hann segir það engu að síður góða hug- mynd að bæta við sig frekara námi. „Það eru komin svo mörg ár síðan ég útskrifaðist að þjóðfélagið er gerbreytt. Það eru komin ný svið í fjármálum og utanrík- isviðskiptum – og nýjar atvinnugreinar hér á Íslandi. Það hefur orð- ið til þess að mig langaði til að læra meira um það sem er að gerast í kringum mig.“ Þótt hann sé með eldri nemendum er Geir alls ekki einn á báti. „Aldur er afstæður. Þetta er spurning um ástand. Við erum hér tveir skólabræður úr Versló og höfum báðir mikla ánægju af nám- inu. Það sem gefur náminu líka gildi, er að það er stöðugt verið að skipta okkur upp í nýja hópa þannig að við kynnumst mjög vel inn- byrðis og það myndast góð og skemmtileg samstaða í hópnum. Mér finnst ég líka fá enn meira út úr náminu en ég reiknaði með í fyrstu og þótt ég sé viðskiptamenntaður er ég alltaf að læra eitt- hvað nýtt, læri stöðugt meira í dag en í gær.“  Geir Thorsteinsson Aldur er afstæður Geir Thorsteinsson NÍU AF hverjum tíu stelpum á aldrinum 10–19 ára í Bretlandi eru óánægðar með líkama sinn, sam- kvæmt könnun unglingatímaritsins Bliss þar sem úrtakið var 2.000 stúlkur. Opinberar rannsóknir benda hins vegar til þess að þriðjungur stúlkna á aldrinum 11–15 ára sé of þungur. Greint er frá þessu á vef Guardian. Samkvæmt könnun Bliss fannst tveimur þriðju þær þurfa að léttast og 64% þeirra sem voru undir 13 ára aldri höfðu farið í megrun. Átta af hverjum tíu vildu missa meira en 3 kg og 46% vildu missa meira en 6 kg. Meira en fjórðungur fjórtán ára stelpnanna sagðist hafa íhugað fegrunaraðgerð. Tvær af hverjum tíu sögðust eiga við átröskun að stríða. Helen Johnston, ritstjóri Bliss, segir það sorglegt að venjulegar stelpur vilji vera horaðar. „Þær eru að missa vitið við að reyna að ná óraunhæfu vaxt- arlagi sem ofurfyrirsætur hafa ekki einu sinni.“  UNGLINGSSTELPUR Vilja vera horaðar Fyrirmynd: Unglingsstúlkunum þótti Britney Spears hafa fallegasta líkamann af frægu fyr- irmyndunum. Reuters BJÖRG Árnadóttir er kynningar- fulltrúi Sjálfsbjargar og hjúkrunar- fræðingur að mennt. Eftir að hafa ver- ið með sjálfstæðan rekstur í níu ár segist hún hafa ákveðið að drífa sig í MBA-námið. En hvers vegna? „Eins og margir sem verða fertugir fór ég að reyna að ákveða hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór,“ segir hún. „Fyrir val- inu varð þetta nám vegna þess að ég vildi byggja upp sam- keppnismöguleika mína á vinnumark- aði.“ Björg hætti fyrirtækjarekstrinum síðastliðið haust og var heima um tíma að reyna að átta sig á því hvað hún vildi gera við námið. „Hins vegar leidd- ist mér að vera bara í náminu og þegar mér bauðst vinna hjá Sjálfsbjörg, sló ég til,“ segir Björg og telur námið hafa skilað sér miklu. „Við höfum verið að fara í fyr- irtækjaheimsóknir þar sem ég hef átt- að mig á því hvað vinkillinn er mikið stærri en ég ímyndaði mér áður en ég hóf námið. Ég get alveg séð mig fyrir mér á mun fleiri stöðum en ég gerði upphaflega. Mér finnst líka hæfni mín sem stjórnandi hafa aukist alveg gríð- arlega á þessum tíma. Hún hefur margfaldast.“ – Hefur þetta þá verið tímans og peninganna virði? „Já, og þar fyrir utan er þetta ótrú- lega skemmtilegt nám. Það er auðvitað mikið álag vegna þess að það er undir hverjum og einum komið hverju námið skilar – og ég ætla að láta það skila mér.“  Björg Árnadóttir Vil byggja upp sam- keppnismögu- leika mína Björg Árnadóttir JÓHANN Halldórsson er lögfræðingur og framkvæmdastjóri Vörðufangs. Eftir að hafa starfað í lögmennsku í átta ár, segir hann að sig hafi langað til að breyta til. „Ég ákvað að nota þetta nám sem skref út úr því ferli sem ég var í, bæði til að bæta við mig í námi og tengslum í atvinnulífinu,“ segir Jóhann. Hann er svo til nýbyrjaður í fram- kvæmdastjórastarfinu og segir starfið í raun að hluta til ávöxt þeirra breytinga sem orðið hafi á sínum högum vegna náms- ins. – En hafðir þú ekki allt í það sem lög- fræðingur? „Nei, það vantaði upp á ýmislegt úr fjármálahlutanum sem er mjög mik- ilvægur. Þannig er ákveðinn kjarni í náminu sem mér finnst mjög gagnlegur. Á seinustu tveimur önnunum, sem hefj- ast eftir áramót, eru til dæmis valnám- skeið þar sem nemendur geta lagt áherslu á það sem þá langar til að kynna sér betur.“ Hann bætir við að námið hafi vissu- lega borgað sig. „Það er fyrsta skrefið í að snúa við ferli sem verður stöðugt erf- iðara eftir því sem menn eldast sjálfir og eldast í starfi.“  Jóhann Halldórsson Ákveðinn kjarni sem mér finnst mikilvægur Jóhann Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.