Morgunblaðið - 09.01.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 29
aðrar heimildir voru ekki tiltækar). Þetta er
eðlilegt og sjálfsagt og ekkert við það að at-
huga, enda fáir fræðimenn samviskusamari en
Hallberg.
Einkennilegt fréttamat
Svo sannarlega væri forvitnilegt að ræða
málefnalega vinnubrögð mín og annarra ævi-
söguritara. Eflaust er einhverju ábótavant hjá
okkur öllum. Við getum öll gert betur og lært
af gagnrýni. En góðu tilefni til fróðlegra rök-
ræðna var snúið upp í herferð gegn mér í fjöl-
miðlum. Ég fór af landi brott mánudagsmorg-
uninn 22. desember vegna trúnaðarstarfa fyrir
alþjóðasamtök. Ég var ekki fyrr horfinn á
braut en Gauti Kristmannsson flutti illskeytt-
an ritdóm um bók mína í Víðsjá Ríkisútvarps-
ins. Af einhverjum ástæðum var dómurinn sér-
staklega boðaður í fréttum hljóðvarpsins
næstu klukkutíma á undan. Hlýtur það að vera
einsdæmi. Sjónvarpsmenn komu líka í hljóð-
klefa og kvikmynduðu Gauta að flytja dóminn.
Síðan var sérstök frétt í Sjónvarpinu um
kvöldið um, að Gauti hefði í dómi sínum gagn-
rýnt mig harðlega. En er einn harður dómur
um bók stórfrétt fyrir sjónvarp? Sama kvöld
flutti Páll Baldvin Baldvinsson svipaðan dóm
með nánast sömu dæmum og Gauti á Stöð tvö,
en var sýnu stóryrtari, og laugardaginn 27.
desember birti Helga Kress grein í Lesbók
Morgunblaðsins með nánast sömu dæmum og
þeir Páll Baldvin og Gauti. Síðan gekk ekki á
öðru fram í janúar en fréttum um það, að ég
hefði verið staðinn að einhverjum stórglæp.
Ég var ekki til andsvara, enda hinum megin á
hnettinum.
Hér má rifja upp hin hörðu viðbrögð, þegar
það vitnaðist síðastliðið sumar, að ég væri að
skrifa ævisögu Halldórs Kiljans Laxness.
Margir töluðu þá um „boðflennu“ og sögðu, að
fyrir mér vekti bersýnilega að skrifa níðrit um
hið mikla Nóbelsskáld okkar. Svo var að sjá
sem fámennum, en harðskeyttum hópi, sem
talið hefur sig hafa einkarétt á íslenskri menn-
ingu, hefði verið stórlega misboðið með fyr-
irætlun minni. Þegar fyrsta bindið kom út
blasti við, að ég hafði reynt eftir megni að láta
Halldór njóta sannmælis. Ég hafði ekki stung-
ið undir stól neinu því, sem kunni að vera hon-
um óþægilegt, en ég hafði ekki heldur reynt að
koma á hann höggi. Ég hafði lagt mig fram um
að fækka villum og vanda verkið, enda vissi ég
vel, að það yrði lesið rækilega yfir. Það er líka
komið á daginn, að árásin á mig snýst ekki um,
að bók mín sé fjandsamleg Halldóri Kiljan
Laxness eða morandi í villum, heldur um hitt,
að ég hafi ekki nógu margar tilvísanir í verk
Halldórs (og Hallbergs), þótt ég tæki sérstak-
lega fram í eftirmála mínum, eins og þegar hef-
ur verið sagt, að ég styddist að sjálfsögðu við
þau, og vísi mjög oft í þau, 127 sinnum í æsku-
minningabækurnar, 84 sinnum í verk Hall-
bergs.
Þetta leiðir hugann að fréttamati fjölmiðla.
Hvers vegna er það stórfrétt, ef neikvæður rit-
dómur birtist um bók mína? Í hópi þeirra, sem
voru tilnefndir til bókmenntaverðlauna í flokki
fræðirita og verka almenns efnis, voru tveir
ágætir kunningjar mínir, báðir prýðilegir rit-
höfundar. Annar þeirra, Jakob F. Ásgeirsson,
hafði í bók sinni, sem var einmitt tilnefnd,
harðlega gagnrýnt hinn, Guðjón Friðriksson.
Hvers vegna var það ekki frétt? Fyrir nokkr-
um árum birti ég rækilegan ritdóm í Skírni um
bókina Orð í tíma töluð eftir Tryggva Gíslason,
sem hafði hlotið tilnefningu til íslensku bók-
menntaverðlaunanna í flokki fræðirita og
verka almenns efnis. Ég fann mjög margar
villur og sumar meinlegar í þeirri bók. Hvers
vegna var það þá ekki frétt? Fyrir aldarfjórð-
ungi birti ég grein í Morgunblaðinu, þar sem
ég sýndi fram á, að prófessor í Háskólanum
hefði í bók tekið upp heila kafla óbreytta úr er-
lendu verki án þess að geta heimilda. Hvers
vegna var það þá ekki frétt?
Í framhaldi af frétt hljóðvarps og sjónvarps
um hinn neikvæða ritdóm í Víðsjá var rætt við
fólk úr fjölskyldu Halldórs Kiljans Laxness, og
fór það stórum orðum um mig, verk mitt og
vinnubrögð. Af því tilefni hlýt ég að láta þess
getið, að Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri
Vöku-Helgafells, fór yfir próförk að bókinni að
beiðni fjölskyldunnar. Ég hafði ekkert á móti
því, enda vil ég hafa það, sem sannara reynist.
Ég kæri mig ekki um nein illindi við fjölskyldu
skáldsins, eins og ég hef margtekið fram í fjöl-
miðlum. Eftir yfirlesturinn gerði Pétur Már
nokkrar tillögur um breytingar, aðallega til að
stytta beinar tilvitnanir, og fór ég eftir þeim
nær öllum. Ég fékk enga athugasemd frá Pétri
Má um það, hvernig minningabækur Halldórs
og önnur verk hans höfðu verið notuð í bók
minni.
Viðbætur við minningabækur Halldórs
Í grein sinni í Lesbók Morgunblaðsins 27.
desember segir Helga Kress: „Fyrstu kaflarn-
ir í ritinu eru ýmist útdráttur úr minningabók-
um Halldórs eða bein endursögn á þeim.“
Þetta er auðvitað ekki rétt, þótt minningabæk-
urnar hljóti eðli málsins samkvæmt að vera ein
aðaluppistaðan í þessum köflum. Ég reyndi
hvarvetna að auka við fróðleik, eftir því sem
við átti, um menn og atvik. Hér skal ég nefna
nokkur dæmi, nánast af handahófi, úr fyrstu
köflunum:
fróðleikur um sérvitringinn Kristján Jóns-
son í Melkoti, sem Halldór gerði síðar að sögu-
hetju í Brekkukotsannál,
fróðleikur um Sæmund holdsveika, sem
smíðaði Halldóri kistil,
fróðleikur um Halldóru Álfsdóttur, vinnu-
konu í Laxnesi,
ummæli Þórbergs Þórðarsonar um Halldór
ungan og móður hans,
frásögn Tómasar Guðmundssonar, áður
óprentuð, um fyrstu kynni þeirra Halldórs,
margar sögur um Halldór og skólabræður
hans úr menntaskóla, aðallega frá þessum
skólabræðrum,
hvert „hið ljósa man“ var í lífi Halldórs,
fróðleikur um vini og velunnara Halldórs í
Danmörku 1919–1920, til dæmis hinn merka
Aage Meyer Benedictsen,
fróðleikur um dvöl Halldórs hjá Lars Lars-
son í Trusta 1920,
hver leyndist undir nafninu Björn Hann-
esson í minningabókum Halldórs (og Fjall-
kirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson),
hvaða kveikja var af æskuslóðum Halldórs
að smásögunni um Þórð í Kálfakoti,
hver var fyrirmyndin að Huldu í Barni nátt-
úrunnar,
hvernig Jóhann Jónsson og Halldór skiptust
á skoðunum um skáldskap í menntaskóla,
hvaða stúlku Halldór var trúlofaður árin
1920–1922,
hvers vegna slitnaði upp úr trúlofun þeirra,
hver maðurinn var (að öllum líkindum), sem
deildi harkalega undir dulnefni við Halldór í
blöðum 1920,
hvaða útgerðarmaður ætlaði að greiða götu
Halldórs til Grikklands 1920,
hvers vegna Halldóri var ekki hleypt inn í
Bandaríkin 1922,
hvernig stóð á tímabundnum vinslitum Hall-
dórs og Þórbergs Þórðarsonar í ársbyrjun
1922,
hvað Jóhann Jónsson orti um orðasennu
þeirra Halldórs vorið 1922,
hvaða stúlku Halldór var hrifinn af í Flatey
1921,
fróðleikur um Sel í Múlasveit, þar sem Hall-
dór dvaldist 1921 og notaði síðar í Sjálfstæðu
fólki.
Þannig mætti lengi telja. Er þá ótalið, hvað
ég sæki í ýmsar bækur um þetta tímabil: Ölf-
usingar, Saga Þorlákshafnar, Líf í skáldskap,
Borgfirskar æviskrár, Lífsgleði, Mánasilfur,
Saga Íslendinga í Vesturheimi, Í áföngum,
Kennaratal, Hrævareldar, Stóð ég úti í tungls-
ljósi, Frá Rauðasandi til Rússíá, Svo kvað
Tómas, Kjósarmenn, Af lífi og sál, Eins og
gengur, og svo framvegis og svo framvegis.
Ekki má heldur gleyma fróðleik úr skjalasafni
Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn,
Menntaskólans í Reykjavík, húsvitjunarbók-
um ýmissa sókna og manntali og íbúaskrám í
Danmörku og mörgu, mörgu fleira. Hver ein-
asti lesandi bókar minnar, sem þekkir líka til
minningabóka Halldórs, veit, hversu miklu ég
bæti við þær, hversu margt ég leiðrétti í þeim
og hversu ósanngjarn sleggjudómur Helgu er.
Viðbætur við rannsóknir Hallbergs
Helga Kress segir líka í grein sinni í Lesbók
Morgunblaðsins: „Rit Hannesar byggist alfar-
ið á rannsóknum Hallbergs og bætir þar engu
við sem máli skiptir.“ Þessi ummæli eru auð-
vitað fráleit. Á meðal þess, sem ég dreg fram í
bók minni, er þetta:
fróðleikur um húsakynni og lífshætti í
klaustrinu í Clervaux,
hvað er rétt og hvað rangt í frásögn Hall-
dórs um ýmsa munka í Clervaux,
hvaða skýring var raunverulega á fráfalli
eins góðvinar Halldórs í klaustrinu,
hvað Halldór sagði Jóhannesi Jörgensen um
Íslendinga,
hvaða áhrif Konrad Simonsen hafði á Vef-
arann mikla frá Kasmír,
hvaða hneyksli varð í klaustrinu, eftir að
Halldór fór þaðan,
með hvaða giftri konu Halldór átti ástaræv-
intýri á Þingvöllum 1924,
lýsing á trúskiptum Stefáns frá Hvítadal
1924,
hvernig Þórbergur Þórðarson undirbjó rit-
deilu við Halldór 1925, meðal annars með bréf-
um til Uptons Sinclairs,
hvað er rétt og rangt í frásögn Halldórs af
skipi, sem hann missti af og fórst í desember
1926,
hvernig Halldóri tókst félausum að tala sig
frá Róm til Sikileyjar vorið 1925,
hverjir voru hinir úrkynjuðu vinir Halldórs í
Taormina sumarið 1925,
með hvaða stúlku Halldór var í Kaliforníu
1928,
fróðleikur um Brynka, sem drepinn var á
Laugavegi og Halldór þekkti og vitnaði til,
hvers vegna samskiptum Halldórs og Morg-
unblaðsins lauk snögglega í ársbyrjun 1927,
vísa um Björn Jónsson ráðherra, sem ekki
hefur birst áður (svo að ég viti), eftir Hannes
Hafstein,
hvernig ruglast hefur verið í skrifum um
Halldór á handritasamkeppni hjá Paramount
og samskiptum Halldórs við Metro-Goldwyn-
Mayer-kvikmyndafyrirtækið,
hvaða smásaga birtist 1930, þar sem Hall-
dór Kiljan Laxness er söguhetjan,
gamanvísur frá 1930 eftir Sigurð Grímsson
um ævi Halldórs,
hvaðan Halldór hefur haft söguna um hrein-
dýrstarfinn í Sjálfstæðu fólki,
tilmæli Nonna, séra Jóns Sveinssonar, frá
1930 um, að þeir Halldór kæmu hvergi fram
saman opinberlega,
hvernig meiðyrðamálum Halldórs, Morg-
unblaðsins og ýmissa lækna 1930 lauk,
tilefnið til kvæðis Davíðs Stefánssonar um
loddarann,
hvers vegna skýring Halldórs á því, að hann
komst ekki áfram í kvikmyndaheiminum vest-
an hafs, stenst ekki,
hvers vegna Kristófer Torfdal í Sölku Völku
heitir þessu nafni,
hver er rótin (í verkum Jóns Trausta og
Þórbergs) að frægri fyndni Magnúsar Kjart-
anssonar um Vilhjálm Þór,
hvað Halldóri fannst úr klaustrinu um ýmsa
samtíðarmenn sína, til dæmis Þórberg Þórð-
arson og Kjarval,
hvað ábótinn í klaustrinu sagði við Jón
Sveinsson um Halldór,
hvaða Íslendingur var um skeið í klaustrinu
með Halldóri og gat sér miðlungi gott orð,
hvað Halldóri fannst um frægan ritdóm
Kristjáns Albertssonar um Vefarann mikla frá
Kasmír,
hvað Jóhanni Jónssyni fannst um ritverk
Halldórs, Undir Helgahnúk og Vefarann
mikla frá Kasmír,
hverjir voru helstu andstæðingar Halldórs í
Íslendingabyggðum í Kanada,
hver voru tildrögin að smásögunni „Og lót-
usblómið ángar …“,
hvert var hið skoplega tilefni til greinar
Halldórs um tannhirðu Íslendinga,
hvernig samskiptum Halldórs og Uptons
Sinclairs var háttað og hvers vegna slettist um
skeið upp á vinskap þeirra,
hvernig því vék við, að Halldór sótti um þul-
arstarf í Ríkisútvarpinu,
hvernig háttað var samskiptum Halldórs og
Menningarsjóðs,
hvað Þórður Sigtryggsson sagði í óprentaðri
(og óprenthæfri) sjálfsævisögu sinni um ýmsa
fastagesti í Unuhúsi.
Þá er hér ótalið, hvað ég sæki í ýmis rit, þar
sem minnst er á Nóbelsskáldið eða samtíð-
arfólk hans, blöð og tímarit og skjöl. Þar má
nefna bækur Marie Dinesens og Konrads Sim-
onsens, Francis Russells, Pauls Johnsons og
Mortens Things, Einars Olgeirssonar, Guð-
brands Jónssonar, Jónasar Jónssonar, Guð-
jóns Friðrikssonar, Páls Ísólfssonar, Matt-
híasar Johannessens, Thors Vilhjálmssonar,
Magnúsar Á. Árnasonar, Rannveigar Schmidt,
Sigfúsar Halldórssonar, Guðmundar G. Haga-
líns og margra annarra, skjöl kaþólsku kirkj-
unnar hér og klaustursins í Clervaux, bréfa-
söfn Uptons Sinclairs, Konrads Simonsens og
Jóhannesar Jörgensens, bréfasöfn Ragnars í
Smára, Kristins E. Andréssonar og Þórbergs
Þórðarsonar, skjöl sýslumannsembætta,
Menningarsjóðs, Ríkisútvarpsins og dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins.
Hér er alls ekki allt nefnt. En það segir ef til
vill sína sögu um Laxness-rannsóknir hér að
Hallberg gengnum, að bók á Þjóðarbókhlöð-
unni um rithöfundaþing 1936 í Buenos Aires,
sem Halldór sótti og talaði á, var enn óupp-
skorin, þegar ég fékk hana í hendur fyrir ári!
Ónákvæmni Helgu Kress
Grein Helgu Kress í Lesbók Morgunblaðs-
ins er hvorki skrifuð af sanngirni né ná-
kvæmni. Hún gagnrýnir mig fyrir að semja
skáldlega lýsingu á gönguferð Halldórs og
unnustu hans upp á Esju sumarið 1920. Hún
bendir á, að ég nýti mér þar lýsingu Halldórs á
gönguferð þeirra Sölku Völku og Arnalds í 20.
kafla Fuglsins í fjörunni, seinni hluta Sölku
Völku (Helga segir að vísu 20. kafla Sölku
Völku, sem er ónákvæmni). En ég get þessa
samviskusamlega. Í neðanmálsgrein minni
segir: „Hér er skáldað í eyðurnar, því að heim-
ildir eru af skornum skammti. En auðvitað
hafa þau Halldór og Helga farið í gönguferðir
út frá Brautarholti, um fjörur og upp á fjall.
Stuðst er við Sölku Völku, Fuglinn í fjörunni,
20. k.“ Ég fékk síðan aðstoð Egils Stardals til
að lýsa sennilegri gönguleið. En hvað er at-
hugavert við þetta? Þetta er til þess gert að
lífga upp á frásögnina. Þetta er stílbragð, til
þess ætlað að skapa hugblæ. Því má enn ekki
gleyma, að bók mín er ævisaga, ekki dokt-
orsritgerð um þröngt og afmarkað efni.
Helga Kress segir líka í grein sinni: „Þar
sem hann t.a.m. fjallar um kvikmyndahand-
ritin endursegir hann svo til orðrétt kafla Hall-
bergs í Vefarinn mikli I, án þess að annað komi
fram en hann hafi farið í frumheimildir og
rannsóknin sé eftir hann sjálfan.“ Þetta er ekki
rétt og raunar óskiljanlegt, að Helga skuli
segja þetta. Í fyrsta lagi sagði Hallberg frá
þessu í Húsi skáldsins, 1. bindi, en ekki í Vef-
aranum mikla, 1. bindi. Í öðru lagi vísa ég ein-
mitt í þetta rit Hallbergs, Hús skáldsins, og að-
eins í það, þegar ég segi efnislega frá
kvikmyndahandritum Halldórs, sjá 7. nmgr. á
416. bls. bókar minnar og síðan 594. bls. Ég lét
eina tilvísun nægja, af því að öllum mátti ljóst
vera, að ég sótti þennan fróðleik í bók Hall-
bergs. Enn minni ég á, að ég tók sérstaklega
fram í eftirmálanum, að ég styddist við verk
Hallbergs, í því skyni að spara mér tilvísanir í
þau.
Helga nefnir tvö dæmi um það, hvernig ég
flétta lýsingar Halldórs í minningabókinni Í
túninu heima á komu sinni þriggja ára í Lax-
nes inn í frásögn mína. Hún hefði mátt minnast
á það, að í þeim rúmlega þriggja blaðsíðna
kafla mínum hafði ég tvær tilvísanir í þessa
minningabók Halldórs. Ég taldi tvær nægja,
þar sem augljóst væri, hvaðan ég tæki efnið.
Helga segir líka, að ég hafi ekki lesið smásög-
una Júdit Lvoff, þar sem ég geri sömu villu í
frásögn af henni og Hallberg. Ég segi, að
sveitamaðurinn í sögunni sé af Rangárvöllum,
en hann sé úr Borgarfirði. En hér hefur Helga
ekki rétt fyrir sér. Í fyrstu útgáfu smásög-
unnar (1923) lætur Halldór sveitamanninn ein-
mitt vera af Rangárvöllum, en breytti því í síð-
ari útgáfum. Þetta hefði Laxness-fræðingur
eins og Helga átt að vita. Ef til vill hefði ég átt
að vitna í síðari útgáfur sögunnar til að gæta
samræmis, en aðalatriðið er, að ég gerði enga
villu. Síðan leyfir Helga sér að fullyrða, að ég
hafi ekki lesið smásöguna, þótt ég ræði um ein-
stakar söguhetjur í henni og varpi fram þeirri
tilgátu, að hún eigi sér hliðstæðu eða jafnvel
kveikju í smásögunni „Vonir“ eftir Einar H.
Kvaran. Helga hefur bersýnilega ekki kynnt
sér fyrstu útgáfu smásögu Laxness, og hún
treystir því líka, að fólk hafi ekki lesið bók
mína.
Helga hefur hins vegar rétt fyrir sér um það,
að smávægileg ónákvæmni hefur slæðst inn í
frásögn mína af skáldsögunni Undir Helga-
hnúk. Hún er, að kona hafi verið íslensk-
bandarísk, þegar hún var íslensk-kanadísk. En
er það stórmál? Auðvitað eru einhverjar villur
í bók minni. Það eru villur í öllum bókum. Til
dæmis ruglast Helga sjálf á nöfnum þeirra
Daníels Halldórssonar og Halldórs Daníels-
sonar í ritgerð í Ritmennt 2002. Ég leiðrétti
þessa villu Helgu í neðanmálsgrein í bók minni
og býst ekki við, að neinn geri það að stórfrétt.
Það getur komið fyrir alla. En vegna þessarar
smávægilegu ónákvæmni leyfir Helga sér að
fullyrða, að ég hafi ekki lesið skáldsöguna
Undir Helgahnúk, þótt ég ræði um hana í
löngu máli og leiti ýmissa fyrirmynda að ein-
staklingum og atvikum sögunnar. Þessi vinnu-
brögð Helgu eru ekki frambærileg.
Rangfærslur Páls
Baldvins Baldvinssonar
Ritdómur Gauta Kristmannssonar bætti
nánast engu við grein Helgu Kress, svo að ég
fjölyrði ekki um hann. En ég hlýt að staldra við
ritdóm Páls Baldvins Baldvinssonar á Stöð tvö
22. desember. Hann var mjög illa unninn. Páll
Baldvin sagði, að í bók minni væri aðeins ein
myndörk. En í bókinni eru þrjár myndaraðir,
hver átta blaðsíður, eins og allir geta séð, sem
bókina hafa lesið. Raunar hafa birst svo marg-
ar myndabækur um Halldór Kiljan Laxness,
að ekki var þörf á einni í viðbót. Páll Baldvin
sagði: „Hér er prentuð einu sinni enn sagan af
því að Einar Benediktsson hafi verið dauða-
drukkinn á Alþingishátíðinni 1930, sem að
Guðjón Friðriksson hrakti fyrir tveimur eða
þremur árum í sinni bók.“ Þetta er rangt, eins
og sjá má á 514. bls. bókar minnar. Ég segi
ekkert um það, að Einar Benediktsson hafi
verið drukkinn á Þingvöllum.
Það er auðvitað aukaatriði, að Páll Baldvin
sagði, að eftirmáli minn væri dagsettur 12.
nóvember, en hann var í raun dagsettur 10.
nóvember. Hitt er líka aukaatriði, að Páll Bald-
vin sagði, að bók mín hefði komið út 10. desem-
ber (en þá hélt ég útgáfuhóf í tilefni útkom-
unnar): Henni var dreift í bókabúðir 29.
nóvember. Það er þó furðulegt, að Páll Baldvin
skuli gera svo margar smávillur í stuttum dómi
á nokkrum mínútum í sjónvarpi. Hann sagði
líka, að ég hefði aðeins unnið að þessu verki frá
því í apríl 2002. En í eftirmála mínum sagði ég
berum orðum: „Verk þetta ákvað ég að skrifa
23. apríl 2002, þegar Halldór Kiljan Laxness
hefði orðið aldar gamall, en áður hafði ég unnið
í nokkur ár að rannsókn á ævi, verkum og hug-
myndum Halldórs.“ Ég tók það með öðrum
orðum sérstaklega fram, að margra ára vinna
lægi að baki bókinni. En óneitanlega bera allar
þessar villur Páls Baldvins vitni um hroðvirkn-
isleg vinnubrögð hans.
Dæmin af hroðvirkni og ónákvæmni ritdóm-
ara minna sýna, að enginn er óskeikull. Ég er
það ekki fremur en þessir ritdómarar. En
ásakanir á hendur mér um ritstuld og óheið-
arleg vinnubrögð standast ekki. Endalaust má
deila um það, hvort ég hefði átt að hafa ein-
hverjum tilvísunum fleira í þessu fyrsta bindi
mínu af ævisögu Halldórs Kiljans Laxness,
þótt þær séu raunar 1.627 talsins. En það rétt-
lætir ekki þá herferð, sem rekin hefur verið
gegn mér í fjölmiðlum. Hún stjórnast af öðrum
og annarlegri hvötum en sannleiksást.