Morgunblaðið - 09.01.2004, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Hvað veldur því að Ind-verjar og Pakistanarhafa nú ákveðið að setj-ast að samningaborði og
ræða öll ágreiningsmál þjóðanna,
þar á meðal hina langvinnu deilu
um Kasmír-hérað? Getur verið að
friður sé í augsýn milli þjóða sem
hafa háð þrjú stríð á 56 árum og
sem næstum hófu það fjórða fyrir
tveimur árum; stríð sem hefði getað
haft afar alvarlegar afleiðingar í
ljósi þess að bæði Indland og Pak-
istan ráða nú yfir kjarnorkuvopn-
um?
„Dömur mínar og herrar, sögu-
legur atburður hefur átt sér stað,“
sagði Pervez Musharraf, forseti
Pakistan, þegar hann skýrði frá
samkomulagi sem hann og Atal
Behari Vajpayee, forsætisráðherra
Indlands, gerðu á fundi í Islamabad
á þriðjudag. Er stefnt að því að
formlegar viðræður milli ríkjanna
hefjist þegar í næsta mánuði.
Athygli vekur að yfirlýsing þjóð-
anna frá því á þriðjudag felur í sér
loforð frá Musharraf um að koma í
veg fyrir að Pakistan verði griða-
staður fyrir hryðjuverkamenn í
Kasmír. Þá hverfa Pakistanar nú
frá fyrri stefnu sinni sem fólst í því
að allar deilur um Kasmír yrði að
setja niður áður en önnur ágrein-
ingsmál Indlands og Pakistan væru
rædd.
Á hinn bóginn viðurkennir
Vajpayee fyrir sitt leyti að Kasmír
er í reynd deilumál milli Indlands
og Pakistan, s.s. milliríkjamál, sem
þýðir að lausn á deilunni mun þurfa
að verða báðum þjóðum skapleg.
„Miðað við þetta getur Indland ekki
lengur staðið fast á þeirri skoðun að
Kasmír-málin séu aðeins og einung-
is innanríkismál Indverja,“ sagði
Riffat Hussain, yfirmaður rann-
sóknarstofnunar við Quid-e-Azam-
háskólann í Islamabad, í samtali við
AFP-fréttastofuna.
Engar óraunhæfar væntingar
Bæði Indland og Pakistan gera
tilkall til Kasmír; Pakistanar á
grundvelli þess að meirihluti íbú-
anna er íslamstrúar en Indverjar á
grundvelli þess að hindúaprinsinn
sem réð ríkjum í Kasmír 1947 kaus
að vera undir verndarvæng Ind-
lands.
Yfirlýsing leiðtoga ríkjanna
tveggja fyrr í vikunni þýðir þess
vegna að báðar þjóðir hafa látið
nokkuð af sínum ýtrustu kröfum í
aðdraganda formlegra viðræðna,
sem vekur vonir um að ná megi við-
unandi niðurstöðu. En slíkar vonir
hafa hins vegar vaknað áður. Í júlí
2001 ferðaðist Musharraf t.a.m. til
Agra í Indlandi til að hitta Vajpa-
yee en innan fárra klukkustunda
var orðið ljóst að fundur þeirra
hafði farið gjörsamlega út um þúf-
ur.
Staðan er hins vegar breytt að
því leyti núna að ljóst þykir að báðir
aðilar vilja frið. Mátti ráða þetta af
aðdraganda fundarins í Islamabad
en viðræður höfðu átt sér stað á
bakvið tjöldin, að sögn fréttaskýr-
enda, sem einkenndust af því að
gagnkvæm virðing ríkti milli deil-
enda og jafnframt, að báðir aðilar
væru staðráðnir í að ná árangri.
Engar sambærilegar þreifingar
höfðu átt sér stað fyrir fundinn í
Agra fyrir tæpum þremur
Þá voru menn varkárir
anda fundarins í Islamaba
ekki sömu mistök og í Agr
vekja óraunhæfar væntin
draganda fundarins.
Friður ekki í höf
Tæplega ári eftir fundin
munaði minnstu að stríð b
milli Indlands og Pakis
hryðjuverkaárás á þing
Nýju-Delhí sem yfirvöld í
sögðu að öfgamenn er ny
ings stjórnvalda í Pakist
borið ábyrgð á. Á unda
mánuðum hefur hins veg
unnið að því að bæta sam
beint flug hefur m.a. verið
að nýju milli áfangastaða á
og í Pakistan og vopnah
sömuleiðis tekið gildi á la
unum sem aðskilja þan
Kasmír sem lýtur indversk
og þann sem lýtur pakista
þar höfðu hermenn skipst
nánast daglega.
„Menn voru að átta sig æ
því að koma þyrfti á friði,“
hid Malik, pakistanskur fr
Er friður milli In
og Pakistan í au
Indverskir hermenn, gráir fyrir járnum, standa vörð við landam
Nágrannaríkin Indland
og Pakistan hafa háð
þrjú stríð á síðustu 56
árum. Nú hafa þau tíð-
indi hins vegar gerst,
eins og fram kemur í
fréttaskýringu Davíðs
Loga Sigurðssonar, að
ákveðið hefur verið að
efna til viðræðna þar
sem öll ágreiningsmál
ríkjanna verða rædd.
’ Dömur mínarherrar, söguleg
atburður hefur
sér stað. ‘
Dagdeild blóð- og krabbameins-lækninga tók formlega til starfa ínýjum húsakynnum á LSH viðHringbraut í gær en deildin hef-
ur búið við afar þröngar aðstæður síðustu
ár, að sögn forsvarsmanna spítalans, eða
allt frá því sjúkrahúsin í Reykjavík voru
sameinuð. Í fyrra voru komur sjúklinga á
deildina alls 11.185 sem var u.þ.b. 12% aukn-
ing frá fyrra ári.
Meginviðfangsefni deildarinnar sem stað-
sett er í elsta húsnæði Landspítalans verður
sem fyrr að sinna sjúklingum með krabba-
mein og illkynja blóðsjúkdóma.
Að sögn Vilhelmínu Haraldsdóttur, sviðs-
stjóra lækninga á lyflækningasviði II, er að-
staðan öll hin glæsilegasta. Meðal þess sem
búið sé að bæta við séu meðferðarpláss,
skoðunar- og viðtalsaðstaða. „Það er búið að
bæta við þannig að við sjáum fram á það að
það muni fara mikið betur um bæði starfs-
fólkið og ekki síst sjúklingana í þessu nýja
Blóð- og krabbameinsd
Yfir 11 þúsund komur
á deildina á síðasta ári
Fjöldi starfsmanna hlýddi á ávörp þegar deildin tók til
var blessuð. Frá vinstri: Gunnhildur Magnúsdóttir, deil
ingadeildar, Kristín Sophusdóttir, sviðsstjóri hjúkruna
Skúlason sjúkrahúsprestur, Jón Kristjánsson heilbrigð
stjóri LSH, og Sigurður Björnsson, yfirlæknir deildarin
KYNFERÐISBROT GEGN
BÖRNUM FYRNIST EKKI
Kynferðisbrot gegn börnum erumeðal alvarlegustu glæpa semhugsast geta. Þau bera sjúku
hugarfari gerenda vitni og hafa varanleg
áhrif á líf og sálarheill þolenda.
Skýrt var frá því fyrr í vikunni að Hér-
aðsdómur Vestfjarða hefði sýknað karl-
mann af ákæru um kynferðisbrot gegn
barnungri stúlku, þrátt fyrir að sekt hans
teldist sönnuð, á þeirri forsendu að sök
mannsins væri fyrnd. Dómurinn hefur
endurvakið umræðu um það hvort eðli-
legt sé að kynferðisbrot gegn börnum
fyrnist.
Veigamikil rök hníga að því að aðrar
reglur skuli gilda um fyrningu kynferð-
isbrota gegn börnum en almenn brot.
Eðli málsins samkvæmt er staða barns
sem þolanda allt önnur en fullorðinnar
manneskju og á það sérstaklega við um
kynferðisbrotamál. Það er ekki hægt að
ganga út frá því að börn sem verða fyrir
kynferðisofbeldi skilji eðli glæpsins og
jafnvel ekki að um glæpsamlegt athæfi sé
að ræða. Þekkt er að börn sem verða fyrir
kynferðisbrotum kenna gjarnan sjálfum
sér um, finna til sektarkenndar og reyna
að bæla niður minningar um ofbeldið. Þar
að auki er þolandinn, barnið, iðulega í
þeirri aðstöðu gagnvart gerandanum að
það þorir ekki að ljóstra upp um hann, til
dæmis vegna hótana hans eða fjölskyldu-
tengsla og ótta um hugsanleg viðbrögð.
Það er augljóslega ekki hægt að gera þá
kröfu til barna sem verða fyrir kynferðis-
ofbeldi að þau séu fær um að skýra strax
frá glæpnum og leggja fram kæru.
Fram til ársins 1998 höfðu ekki gilt
sérstakar reglur um fyrningarfrest í kyn-
ferðisbrotamálum gegn börnum, en þá
var gerð bragarbót á. Reglum hegning-
arlaga um fyrningu sakar var breytt í þá
veru að fyrningarfrestur, sem er á bilinu
5 til 15 ár eftir eðli brots, byrjar ekki að
líða fyrr en barnið nær fjórtán ára aldri.
Sú lagabreyting var vissulega skref í
rétta átt. En það er skoðun margra að
ekki hafi verið nóg að gert. Meðal annars
hefur verið bent á að í Svíþjóð hefjist
fyrningarfrestur ekki fyrr en við fimmtán
ára aldur, en í Danmörku og Noregi við
átján ára aldur. Ljóst er að núgildandi
reglur geta sem fyrr hindrað að lögum
verði komið yfir brotamenn sem beitt
hafa börn kynferðisofbeldi.
Áður en fyrrnefndar breytingar voru
gerðar á ákvæðum hegningarlaga lagði
umboðsmaður barna fram tillögur um
ýmsar bætur á réttarstöðu barnungra
þolenda kynferðisofbeldis. Meðal annars
lagði umboðsmaður til að kynferðisbrot
gegn börnum fyrntust ekki, fremur en al-
varleg brot á borð við manndráp.
Í ljósi þess hve kynferðisbrot gegn
börnum eru alvarleg og að staða barna
sem þolenda er afar veik blasir við að
spyrja hvort ekki sé rétt að afnema regl-
ur um fyrningu kynferðisbrota gegn
börnum með öllu, eins og umboðsmaður
barna hefur lagt til. Að minnsta kosti
væri eðlilegt að fyrningarfrestur hæfist
ekki fyrr en við sjálfræðisaldur. Tryggja
verður að réttlætið geti náð fram að
ganga.
AFSTAÐA TIL OFBELDISTÖLVULEIKJA
Morgunblaðið greindi frá því á þriðju-dag að faðir þrettán ára drengs
hefði kært verzlunina BT til lögreglu fyrir
að selja piltinum tölvuleik, sem merktur
var þannig að hann væri bannaður börn-
um innan sextán ára aldurs. Tölvuleikur-
inn, sem um ræðir, er fullur af hrottalegu
ofbeldi og orðbragði af verstu sort og al-
mennt alls ekki talinn við hæfi barna. Þeg-
ar leitað var svara BT við því hvers vegna
þrettán ára barni væri seldur slíkur leik-
ur, svaraði Halldór Benediktsson verzlun-
arstjóri því til að engin lög væru til, sem
segðu til um aldurstakmark vegna tölvu-
leikja og því erfitt að móta starfsreglur
vegna sölu þeirra til barna. Það væri fyrst
og fremst foreldranna að gæta að slíkum
hlutum. „Það er innflytjandinn sem merk-
ir leikina en það er enginn sem fer yfir þá
og engar opinberar leiðbeiningar um
hvernig skuli fara með þessi mál. Þeir eru
í raun ekki merktir nema í sérstökum til-
fellum,“ sagði Halldór. „Það myndi auðvit-
að auðvelda starf okkar til muna ef stjórn-
völd settu einhvers konar reglur. Við
höfum líka lent í því að foreldrar hringja
hingað bálreiðir yfir því að við höfum neit-
að að selja börnum þeirra leiki.“
Þetta er dæmi um þá afstöðu – eða
kannski öllu heldur afstöðuleysi – sem
Morgunblaðið hefur áður gagnrýnt og
kemur gjarnan fram hjá seljendum vöru
og þjónustu, sem beint er að börnum en er
augljóslega ekki við þeirra hæfi. Afstaðan
er sú að firra sig ábyrgð, af því að ekkert
yfirvald hefur ákveðið boð eða bönn, og
skjóta sér undan því að leggja sjálfir sið-
ferðilegt mat á réttmæti þess að ota við-
komandi vöru, hvort sem það eru ofbeld-
istölvuleikir eða barnaföt með
klámfengnum áletrunum, að börnunum.
Sama á auðvitað við um þá foreldra, sem
skeyta ekki um að börnin þeirra kaupi
slíkt dót.
Það er því óhætt að taka undir með Þor-
gerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra, sem segir í Morgunblaðinu
í gær: „Við megum ekki gleyma því að þó
að við höfum hér stjórnvöld þá hafa for-
eldrar og fyrirtæki ábyrgð gagnvart því
hvað þeir vilja selja eða kaupa. Hið op-
inbera á ekki að þurfa að skikka fyrirtæk-
in til að gera ákveðna hluti sem eru aug-
ljósir.“
Reyndar þarf ekki alltaf atbeina stjórn-
valda til að seljendur tölvuleikja sjái að
sér. Eftir að sala á ofbeldistölvuleikjum til
barna og unglinga sætti harðri gagnrýni
fyrir jólin 2002, breytti Skífan vinnu-
brögðum sínum við sölu slíkra leikja, tók
upp merkingar á íslenzku og ákvað að af-
henda engum leiki með slíkum merkingum
nema hann hefði náð tilskildum aldri.
En ef sumir eru ekki reiðubúnir að
leggja eigið siðferðilegt mat á það, hvað er
rétt og rangt að þessu leyti, er sjálfsagt að
settar séu reglur af hálfu hins opinbera.
Raunar hefur verið heimild í lögum allt frá
árinu 1995 til þess að setja sambærilegar
reglur um ofbeldistölvuleiki og um ofbeld-
iskvikmyndir, að slíka vöru megi ekki af-
henda börnum undir lögaldri.
Það er nokkur ráðgáta hvers vegna
þessar reglur hafa aldrei verið settar.
Fyrir rúmu ári sagði þáverandi mennta-
málaráðherra, Tómas Ingi Olrich, slíkt
nauðsynlegt, en ekki hefur neitt gerzt
enn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir seg-
ist í Morgunblaðinu í gær hafa sett í gang
vinnu í menntamálaráðuneytinu til að
skoða hvort setja megi reglur um sölu
tölvuleikja á grundvelli núgildandi laga,
eða hvort breyta þurfi lögum.
Ekki má gleyma þeim, sem megin-
ábyrgðina bera í þessum efnum, sem eru
foreldrarnir. Foreldrar, sem sinna þeirri
skyldu sinni að leiðbeina börnum sínum
um það hvað er rétt og rangt og setja þeim
skýr og eðlileg takmörk, ættu að geta
dregið verulega úr líkunum á því að börn-
um undir lögaldri detti yfirleitt í hug að
fara í búð og biðja um tölvuleik, sem er
fullur af hugsunarlausu ofbeldi. Nóg er til
af öðru og uppbyggilegra efni.