Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
V
íðtæk sátt ríkir á Ís-
landi um að mennta-
kerfi þjóðarinnar
þurfi jafnan að vera
nátengt framþróun
samfélagsins á hverjum tíma.
Um leið og horft til hins liðna og
einstakra afreka íslenskrar þjóð-
ar á öllum sviðum mannlegrar
tilveru og tjáningar þarf einatt
að búa svo um hnútana að ungir
Íslendingar séu búnir undir
virka, óhefta og skapandi þátt-
töku í samfélaginu.
Þetta er mikilvægt.
Þegar horft er yfir sviðið má
hins vegar spyrja hvort mennta-
kerfið, og hér einkum horft til
grunn- og framhaldsskólastigs-
ins, hafi lagað sig að þeim öru
breytingum og stórstígu fram-
förum sem orðið hafa á Íslandi á
allra síðustu
árum. Hér
ræðir einkum
um markaðs-
væðingu efna-
hagslífsins,
hagræðingu í
atvinnulífinu og þau nýju viðhorf
og tækifæri sem aukið frelsi á
sviði viðskipta og fjármála-
umsýslu hafa skapað. Verður
það sagt um þá ungu Íslendinga
sem nú stunda nám í grunn- og
framhaldsskólum landsins að
nægileg áhersla sé lögð á að
gera þá hæfa til virkrar, óheftr-
ar og skapandi þátttöku á mark-
aði? Er menntun þeirra í sam-
ræmi við kröfur nýja
þjóðmenningarhugtaksins? Er
sú kennsla sem fram fer í „lífs-
leikni“ í skólum landsins í sam-
ræmi við gildismat hins Nýja Ís-
lands?
Traust rök má færa fyrir því
að svörin við ofangreindum
spurningum séu heldur neikvæð.
Ljóst er að stórauka þarf
áherslu á grunnmenntun á sviði
viðskiptafræða og hér er því
hugtaki beitt í víðari skilningi en
almennt hefur tíðkast. Jafnframt
blasir við að endurskoða þarf
tungumálakennslu í grunn- og
framhaldsskólum til þess að
gera ungu fólki kleift að láta til
sín taka á markaði hér heima
sem erlendis í samvinnu við
helstu vina- og samstarfsþjóð Ís-
lendinga.
Á árum áður var t.a.m. svo-
nefnd viðskiptaenska talin
nægja og enn er það svo að nám
er varðar þennan mikilvæga
grunnþátt nútíma þjóðlífs fer al-
mennt og yfirleitt ekki fram á
öðrum tungumálum. Umskipti á
þessu sviði þola í raun enga bið.
Alkunna er að við þá fram-
farasókn sem átt hefur sér stað
á fjármála- og viðskiptasviðinu
hafa Íslendingar einkum leitað í
smiðju til annarrar mikillar
menningarþjóðar, Rússa. Mjög
áþekk viðhorf hafa verið uppi í
ríkjunum tveimur hvað þessi
grunnsvið samfélagsins varðar á
undanliðnum misserum. Á þetta
ekki síst við um markaðsvæð-
ingu og nýtingu náttúruauðlinda.
Enda er það svo að einstakt
trúnaðarsamband hefur myndast
milli íslenskra og rússneskra
ráðamanna. Þess er skemmst að
minnast að forseti lýðveldisins
fór í sérlega árangursríka og
mikilvæga heimsókn til Rúss-
lands og heimsathygli vakti er
hann hélt til fundar við rúss-
neska kaupsýslumanninn Roman
Abramovítsj, sem mikillar virð-
ingar nýtur í alþjóðlegu við-
skiptalífi. Þessi réttnefndi „Ís-
landsvinur“ hefur í krafti
frægðar sinnar vakið athygli á
íslenskri þjóð, sem ómetanleg
kann að reynast í framtíðinni.
Því er þetta rakið hér að við
sýnist blasa að hið nána sam-
starf við Rússa krefjist þess að
tekið verði upp skyldunám í
rússnesku þegar á grunnskóla-
stiginu og það aukið þegar fram-
haldsskólinn tekur við. Þegar
horft er yfir sviðið má færa rök
fyrir því að samskipti hins Nýja
Íslands og hins Nýja Rússlands
lýðræðissinnans Vladímírs Pút-
íns feli í raun í sér ánægjulegt
fráhvarf frá þeim einsleitu,
engilsaxnesku áhrifum sem sett
hafa óhóflegt mark á íslenska
menningu á undanliðnum árum.
Enginn fær í efa dregið að lyk-
illinn að skilningi á öðrum þjóð-
um, menningu þeirra og sögu,
liggur í gegnum tungumálið.
Samstarfið við Rússa krefst þess
að Íslendingar auki þekkingu
sína á rússneskri menningu,
tungu og merkri sögu þessar
dugmiklu þjóðar.
Með sama hætti liggur nú fyr-
ir eftir heimsókn forseta lýð-
veldisins að Rússar hafa gífur-
legan áhuga á því að dýpka
skilning sinn á einstakri sögu og
menningararfleifð íslenskrar
þjóðar. Ekki er að efa að þeir
Vladímír Pútín og Roman
Abramovítsj munu reynast
áhugasamir um að auka hlut Ís-
lendinga enn frekar en orðið
hefur í rússnesku viðskipta- og
menningarlífi. Vera kann að
bjóða mætti þeim til sumar-
dvalar og íslenskunáms hér á
landi.
Möguleikarnir eru í raun
óþrjótandi. Með stórauknum
menningarsamskiptum sem eðli-
legt er að hin nýja Útflutnings-
stofa ríkismenningar hafi með
höndum má enn treysta böndin
þjóðanna í millum. Jafnframt
ættu fulltrúar Íslendinga í slík-
um viðræðum að leggja ríka
áherslu á skipti á sjónvarpsefni.
Stórstígar framfarir á því sviði
gætu t.a.m. tryggt að Íslend-
ingar ættu jafnan greiðan að-
gang að Ríkissjónvarpi Rúss-
lands um gervihnött og Rússar
með sama hætti að því vandaða
menningar-, fræðslu- og afþrey-
ingarefni sem RÚV framleiðir.
Fátt hentar betur við kennslu
tungumála en áhugavert sjón-
varpsefni á viðkomandi tungu.
Í ljósi þess að hlutur rúss-
nesku mun án nokkurs vafa fara
ört vaxandi á Íslandi á allra
næstu árum er ljóst að koma
þarf á skyldunámi í þeirri
heillandi tungu strax á upphafs-
stigum grunnskólans. Með því
að þætta saman kennslu í rúss-
nesku og grunnþáttum viðskipta
og fjármálaumsýslu má leggja
grunn að lífsleikni nútímans á
Íslandi.
----------------------------------------
Eftirfarandi kosta Viðhorfsdálka
Ásgeirs Sverrissonar:
Stigaleigan.is – Alltaf á upp-
leið
Útflutningsstofa ríkismenn-
ingar – Ljós úr norðri.
Lífsleikni
nútímans
Með því að þætta saman kennslu í
rússnesku og grunnþáttum viðskipta
og fjármálaumsýslu má leggja grunn
að lífsleikni nútímans á Íslandi.
VIÐHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
asv@mbl.is
✝ Gunnar Þór Ís-leifsson var
fæddur á Akranesi
3. september 1938.
Hann varð bráð-
kvaddur þann 23.
desember 2003. For-
eldrar Gunnars voru
Ísleifur Kristberg
Magnússon, bif-
reiðastjóri á Akra-
nesi, síðar í Garða-
bæ, f. 19. júlí 1914 á
Heinabergi,
Skarðshr., Dal, d. 2.
okt. 1983, og Þorl-
fríður Þorláksdóttir,
húsmóðir í Grímsholti á Akra-
nesi, síðar á Skagaströnd, f. 9.
júní 1919 á Akranesi, d. 13. jan.
1987.
Gunnar var alinn upp að
Digranesvegi 10, Kópavogi,
ásamt systur sinni Kristjönu og
seinna syni hennar Þorláki
Rúnari Loftssyni, hjá móður-
ömmu sinni og afa, þeim Guð-
rúnu Þórarinsdóttur húsmóður,
f. 16. nóv. 1891, d. 10. sept. 1962,
og Þorláki Kristjánssyni, kenn-
ara og húsasmiði, f. 12. apríl
1893, d. 3. júní 1972.
Gunnar var þriðji elstur af
fjórtán systkinum, 7 stúlkur og 7
drengir, öll sammæðra og eru 12
á lífi í dag. Einnig átti hann 7
systkin samfeðra og eru 2 látin.
Gunnar var tvíkvæntur, fyrri
kona hans var Guðmunda Lilja
Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Þau
slitu samvistum, Guðmunda lést
12. mars 1996. Börn þeirra eru:
Júlíana Sóley Gunnarsdóttir, f.
8. júní 1956, var gift Guðna
Svavari Kristjánssyni, sem lést
6. ágúst 1984. Börn þeirra eru
Davíð Aron, kona
hans er Ester Linda
Helgadóttir, og eiga
þau 2 börn, Aron
Inga og Lenu Dögg.
Rakel Rós í sambúð
með Björgvini Jóns-
syni. Eiginmaður
Sóleyjar er Friðrik
Már Bergsveinsson.
Guðmundur Össur
Gunnarsson, f. 6.
júní 1957. Óskírð
Gunnarsdóttir, f. 5.
des. 1958, d. í feb.
1959. Grímur Norð-
kvist Gunnarsson, f.
31. jan. 1960, d. 16. ágúst 1961.
Jón Halldór Gunnarsson, f. 22.
okt. 1962. Seinni kona Gunnars
var Rósamunda Helgadóttir. Þau
slitu samvistum. Börn þeirra
eru: Róbert Þór Gunnarsson, f.
20. maí 1973, samb.k. hans er
Sigríður Hafsteinsdóttir. Sonur
þeirra er Hlynur Þór. Fósturson-
ur Hafsteinn. Anton Rafn Gunn-
arsson, f. 11. júní 1976, sam-
býliskona hans er Helga
Hólmfríðardóttir, dóttir þeirra
er Birgitta Jóna og fyrir á hann
soninn Ágúst Þóri Ammendrup,
og fósturbörnin Hjört Mar og
Aðalheiði Diljá. Ríkharður Guð-
jón Gunnarsson f. 1. nóv. 1977,
sambýliskona hans er Vinni
Hougaard, dóttir þeirra er
Sandra Silja, og fyrir á hann
dótturina Hrafnhildi Maríu. Sæ-
mundur Maríel Gunnarsson f.
18. júní 1982. Fóstursonur Gunn-
ar Helgi Eysteinsson, f. 16. nóv.
1969.
Útför Gunnars verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.00.
Pabbi var bifvélavirkjameistari
að mennt og vann lengst af hjá
Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli,
við bifvélavirkjun og síðar hjá
Frumherja hf. Njarðvík við bif-
reiðaskoðun. Nú síðustu ár gerði
pabbi út smábátinn sinn Karlottu
og var virkur félagi í stéttarfélagi
smábátaeiganda á Suðurlandi og
sat um tíma í stjórn þess félags.
Á yngri árum stundaði pabbi
sjómennsku og vann hjá Álverinu í
Straumsvík, þar lenti hann í miklu
bifreiðarslysi og beið þess aldrei
bætur síðan, eftir það fór hann að
keyra leigubifreið hjá Bifreiðastöð
Hafnarfjarðar en það starf átti
engan veginn við hann því hann
var svo mikið snyrtimenni og þótti
svo vænt um bílana sína að hann
átti erfitt með að þola umgang
sumra kúnna sinna, og man ég að
það fór alllangur tími hjá honum í
að þrífa bílinn eftir hverja vakt á
stöðinni. Og eftir frekar stutt starf
þar fór hann aftur til Varnarliðsins
og síðan til Frumherja eins og fyrr
hefur komið fram.
Pabbi var mikill hagleiksmaður
á allt sem viðkom vélum og var
enginn sá hlutur til sem hann gat
ekki gert við eða smíðað, og þeir
eru ekki fáir sem nutu kunnáttu
hans í þeim efnum. Enda vissu
menn að þeir kæmu ekki að kof-
anum tómum hjá honum í þeim
efnum.
Síðustu árin var báturinn honum
allt, hann vakti og svaf yfir honum.
Það var aldrei svo að það væri
ekki eitthvað sem þyrfti að gera,
lengja hann og annað í þeim dúr.
Ég veit að þetta gerði hann oft við
erfiðar aðstæður og átti hann þá
góða vini að en ég held að ég halli
ekki á neinn þó ég nefni Möggu
frænku, því þar átti pabbi góðan
vin og systur, og verður henni
seint þakkað. Ekki má gleyma
hundinum hans, henni Perlu, sem
fylgdi honum hvert sem hann fór,
og ef hún var ekki með þá stillti
hann, liggur við, klukkuna sína eft-
ir hennar þörfum, svo tengd voru
þau.
Pabbi var mikið ljúfmenni í alla
staði og mátti ekkert aumt sjá eða
vita um, án þess að koma til hjálp-
ar ef hann mögulega gat, þá skipti
ekki máli hvort það voru menn eða
málleysingjar, eins og allir vita
sem til hans þekktu.
Og svo er hér ánægjuleg minn-
ing um pabba frá því ég var lítil.
Það tók pabba ævinlega alllangan
tíma að hafa sig til ef eitthvað stóð
til hjá þeim mömmu, því hann gaf
sér góðan tíma. Hann t.d. þvoði
alltaf vaskinn og kranann (lá við
sótthreinsun) áður en hann þvoði
sjálfum sér og stóð lengi við speg-
ilinn og rakaði sig og greiddi (með
brilljantín) mömmu oft til mikillar
armæðu, en svona var pabbi, vildi
alltaf vera hreinn og fínn.
Mig langar að láta fylgja með
fallegt kvæði sem mér finnst segja
allt sem segja þarf um pabba og
finnst lýsa elsku pabba best.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Elsku pabbi.
Við andlátsfregn þína
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn
tjáð var í bænunum mínum,
en guð vildi fá þig
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því,
sem frelsarinn hefur að segja,
um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög, sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár
og erfitt sé við hana að una,
við verðum að skilja
og alltaf við verðum að muna,
að guð, hann er góður
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért
og horfin burt þessum heimi.
Ég minningu þína
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína ég bið síðan
guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Kæri pabbi og tengdapabbi,
hjartans þakkir fyrir hlýhug og
allar góðu samverustundirnar.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Sóley og Friðrik.
Annað skarð hefur nú myndast í
okkar stóra systkinahóp þegar
elskulegur bróðir er nú fallinn frá
langt fyrir aldur fram, og langar
mig að minnast hans í örfáum ljóð-
línum á kveðjustund um leið og ég
sendi elsku Sóley og bræðrunum
öllum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur á sorgarstund.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þín systir
Júlíana
Í örfáum orðum langar okkur að
minnast frænda okkar þegar kom-
in er kveðjustund, þó kveðjustund-
in komi náttúrulega alltof snemma
og við aldrei við því búin þá leitar
hugur okkar aftur í tímann og við
rifjum upp allar þær góðu minn-
ingar sem við systkinin eigum um
góðan frænda sem Gunnar var,
eða Gunni froskur eins og við allt-
af kölluðum hann og er af góðri
ástæðu, því aldrei kom hann í
heimsókn til okkar eða við til hans
öðruvísi en að hann hefði súkku-
laðifrosk í vasanum til að gauka að
okkur. En það var svo sem ekki
endilega að hann væri með súkku-
laðið, heldur var hann alltaf svo
hress og skemmtilegur og alltaf í
góðu skapi, tilbúinn að gantast og
leika við okkur.
Við gætum auðveldlega sett
heilmikið á blað en við viljum
geyma þær góðu minningar í huga
okkar og hjarta sem við eigum og
minnast með tregafullum tárum,
um leið og við sendum honum
þessar ljóðlínur Guðrúnar Jó-
hannsdóttur sem lýsa honum svo
vel.
Hann gekk hér um að góðra drengja sið,
gladdi mædda, veitti þreyttum lið.
Þeir fundu best sem voru á vegi hans
vinarþel hins drenglundaða manns.
Þó ævikjörin yrðu máski tvenn,
hann átti sættir jafnt við Guð og menn.
Elsku frændsystkinum okkar
sendum við okkur dýpstu samúðar
kveðjur og hugsum til ykkar á
þessum erfiðu tímum.
Sigþór, Guðrún, Baldur og
Sylvía Þórarinsbörn.
GUNNAR ÞÓR
ÍSLEIFSSON
Elsku afi.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Við biðjum þér guðs blessunar
og megir þú í friði hvíla og takk
fyrir samveruna, elsku afi.
Davíð Aron, Linda,
Aron Ingi, Lena Dögg,
Rakel Rós og Björgvin.
HINSTA KVEÐJA