Morgunblaðið - 09.01.2004, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku pabbi, elsku
besti pabbi í heimi, við
söknum þín svo sárt.
Tilhugsunin að þú
sért farinn er ólýsanleg. Orð geta ekki
lýst því hvernig okkur líður því þetta
er það skrýtnasta í heimi, að þurfa að
kveðja þig og lifa lífinu án þín.
Ef við ættum eina ósk þá myndum
við óska þess að þú værir hérna hjá
okkur, að þú gætir komið aftur og allt
orðið eins og það var.
Takk fyrir allt sem þú hefur gefið
okkur, elsku pabbi okkar, takk fyrir
að vera besti pabbi í heimi.
Þú veist hversu vænt okkur þykir
um þig, við elskum þig, að eilífu.
INGVAR ÞÓR
HALLDÓRSSON
✝ Ingvar Þór Hall-dórsson fæddist í
Reykjavík 6. desem-
ber 1956. Hann lést á
heimili sínu í Mið-
vangi 16 í Hafnar-
firði 26. desember
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fossvogskirkju 7.
janúar.
Þúsund kossar, þínar
prinsessur,
Tinna, Sunna og Sif.
Elsku bróðir.
Nú ertu farinn frá
okkur. Það er mikill
söknuður í hjarta mínu
þegar ég hugsa um allar
yndislegu stundirnar
sem við áttum saman,
allar þessar miklu hug-
leiðingar um lífið og til-
veruna yfir kaffibollan-
um, þú varst með fastar
skoðanir á flestöllum hlutum. Þó að
það hafi verið langt á milli okkar í
nokkur ár vorum við alltaf í góðu sam-
bandi. Það var svo gaman að heyra
þig tala um stelpurnar þínar, þú varst
mjög stoltur af þeim. Fyrir þremur
mánuðum keypti ég mér hús, og þú
varst mjög stoltur af Beggu systur og
sagðir við mig: „Mikið langar mig að
vera fyrsti gesturinn til þín.“ Í nóv-
ember komstu til mín og þið Ragn-
heiður voruð fyrstu næturgestirnir
mínir. Þrátt fyrir þín erfiðu veikindi
síðastliðið ár sýndir þú mér hvernig á
að taka örlögunum með reisn og ég er
þér þakklát fyrir það.
Ég kveð þig elsku bróðir, þín verð-
ur sárt saknað af okkur öllum. Þín
systir
Berglind.
Að morgni annars dags jóla kvaddi
fyrrverandi tengdasonur okkar þenn-
an jarðneska heim. Ingvari kynnt-
umst við þegar hann var ungur að ár-
um með dóttur okkar, bæði voru þau
barnung og áttu von á sínu fyrsta
barni.
Eftir að Tinna fæddist bjuggu þau
hjá okkur á heimilinu í tæpt ár, og
seinna í nokkur ár á neðri hæðinni í
Stafnaselinu, með allar dæturnar,
Tinnu, Sunnu og Sif. Þetta voru góð
ár og sambýlið var gott.
Það hagaði þannig til í Stafnaselinu
að ekki var innangengt milli íbúða og
þannig vildir þú hafa það, sagðir það á
mjög hæverskan hátt að það væri
betra fyrir okkur að barnabörnin
væru þá ekki alltaf að trufla. Seinna
meir ræddum við í glettni um að
kannski óttaðistu bara að ég yrði niðri
í tíma og ótíma.
Það var sérstaklega notalegt að
koma heim í lok vinnudags og finna
matarlyktina sem streymdi upp til
okkar, þá kallaðir þú „eruð þið nokk-
uð farin að borða, ég var að elda og
það er nægur matur“.
Ég dáðist að því hversu duglegur
þú varst að búa til góðan mat og hvað
þú taldir það ekki eftir þér að elda.
Margar minningar koma í huga
mér þar sem við unnum saman við að
útbúa veislur, þótt þú værir ekki
lærður á þessu sviði varstu svo „flink-
ur“ við að skera kjötið, setja á bakk-
ana og skreyta matarborðið.
Matarveislan sem þú hafðir fyrir
okkur Geira og vini okkar þar sem þú
brást þér í hlutverk kokksins og
þjónsins og barst m.a. fram humar
sem „flammeraður“ var með koníaki
er einnig minnisstæð.
Þið Laufey ásamt dætrunum flutt-
ust til Noregs og bjugguð þar í nokk-
ur ár. Margar heimsóknir fórum við
til ykkar og um jólin var farið með
skötu og hangikjöt í farteskinu. Þér
þótti skata nauðsynlegur þáttur í jóla-
haldinu og fannst hún betri eftir því
sem hún var kæstari. Þetta voru ynd-
islegar heimsóknir og ávallt tekið vel
á móti okkur.
Eftir að leiðir ykkar Laufeyjar
skildu höfðum við alltaf samband
öðru hverju, ekki samt eins mikið og
ég hefði viljað.
Það sýndi sig eins og svo oft áður
hversu greiðvikinn þú varst þegar þú
fyrir tilviljun hringdir í mig í fyrra-
sumar og ég var í miklu uppnámi,
hafði verið að slá garðinn og velti við
steini í blómabeðinu og undir því var
vespubú og vespur sem flögruðu út
um allan garðinn. Ég var ein heima
því Þorgeir var staddur í Englandi.
Ég spurði þig hvað væri best að gera
og þú svaraðir á þinn rólega hátt, lok-
aðu bara hurðinni og láttu þetta eiga
sig. Eftir ca 10 mínútur varstu mætt-
ur til mín, pakkaðir öllu draslinu í
kassa og fórst með þetta í burt.
Ingvar var ekki allra, hann var
fastur fyrir og hafði ákveðnar skoð-
anir, glettinn og spaugsamur í góðra
manna hópi. Hann var einstaklega
góður heimilisfaðir, oft dálítið strang-
ur við dæturnar, sem bera þess gott
vitni að þær hafa hlotið gott uppeldi.
Við áttum langt samtal áður en þú
fórst í aðgerðina, þú vonaðist eftir því
besta en tjáðir mér að horfurnar
væru ekki eins góðar og þú hefðir
óskað. Þú sagðir mér einnig að sein-
ustu mánuðir hefðu verið mjög erf-
iðir, en sem betur fer ættir þú góða
samferðakonu sem styddi þig eins og
hennar væri kostur og varst henni
mjög þakklátur fyrir það. Tinna,
Sunna og Sif hafa sýnt mikinn kjark
og dugnað í veikindum þínum og
dvöldu eins mikið og þær gátu heima
hjá ykkur Ragnheiði.
Við kveðjum þig, kæri vinur, góður
Guð veri með þér og öllu þínu fólki.
Birna og Þorgeir.
MINNINGAR
Glæsilegir antiksófar, sófasett,
ljósakrónur, lampar, handhnýtt
teppi og mottur, gjafavörur,
gjafabréf. Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara. Victoría Antik,
Síðumúla 34, s. 568 6076.
„Prúttbókamarkaður“að Lauga-
vegi 105, 8.-15. jan. Höldum
prúttmarkað á þúsundum bóka.
Komdu og prúttaðu. Opið kl. 13-18
alla dagana. Stóri fornbóka-
markaðurinn, Laugavegi 105.
Andleg leiðsögn, miðlun, tarot,
spilaspá, draumaráðningar og
huglækningar. Er við frá hádegi
til kl. 2.00 eftir miðnætti.
Hanna, s. 908 6040.
Hundaræktunin Dalsmynni aug-
lýsir: Erum með hreinræktaða
boxerhvolpa til sölu, heilsufar-
skoðaða og ættbókaferða.
Upplýsingar í síma 566 8417.
Lítil íbúð með húsgögnum og
líni til leigu í einn dag eða fleiri
fyrir 2-4. Upplýsingar í síma 555
2712 eða 822 1941.
Janúartilboð. Tveggja manna
herbergi með morgunverði kr
2.900 á mann.
Hótel Vík, Síðumúla 19,
S. 588 5588, www.hotelvik.is
vitamin.is - vefur og verslun fyrir
líkamann í Ármúla 32.
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18.
Sími 544 8000.
Perurnar skipta máli. Við notum
eingöngu Philips hágæðaperur.
Smart sólbaðstofa,
MÖMMUR athugið, ef barnið
pissar undir. Undraverður ár-
angur með óhefðbundnum að-
ferðum. Sigurður Guð-
leifss.svæðanuddk. netf. sigurð-
urg@fjoltengi.
Símar 587 1164 GSM. 895 8972.
Mömmur athugið ef barnið
pissar undir! Undraverður ár-
angur m. óhefðbundnum aðferð-
um. Sigurður Guðleifsson svæða-
nuddkennari. sigurdurg@fjol-
tengi.is, s. 587 1164, 895 8972.
Fótaðu þig í hálkunni! YAKTRAX
fótabúnaðurinn er léttur og þægi-
legur og veitir örugga fótfestu!
Nánar á http://www.simnet.is/
yaktrax
Lazy boy svefnsófi frá Banda-
ríkjunum. Er í mjög góðu standi
- eins árs gamall. Verð 120 þús.
Upplýsingar í síma 849 6264 og
557 1023.
Hvítur skápur. Hvítur skápur til
sölu, góður í barnaherbergi.
176x95x50 cm. Verð kr. 4.000.
Upplýsingar í síma 824 5382 e. kl.
16:30 í dag.
Átthagar - NÝTT. 2ja og 3ja her-
bergja íbúðir í Hafnarfirði. Stór-
glæsilegar, nýjar, vandaðar íbúðir
með öllum heimilistækjum, lýs-
ingu, gardínum o.fl. Eigum einnig
lausar íbúðir í Reykjavík. Kíkið á
vef okkar www.atthagar.is
Vel staðsett íbúð, laus strax. 70
fm, 2ja herb. vel staðsett íbúð.
Leigist aðeins reyklausum og
reglusömum. Laus strax til loka
maí. Kjörin fyrir námsmenn. Leiga
70.000. Uppl. í síma 867 2715.
Til leigu hergbergi. Góð að-
staða. Eldh., borðsalur, setu-
stofa, þvottah., Stöð 2, Sýn, fjöl-
varp.
Gistiheimilið Berg.
S. 565 2220 frá kl. 13 til kl. 18
www.gestberg.is
Til leigu falleg 119 fm 4 herb.
íbúð m. húsg. og öllu tilh. Laus 1.
mars. Leig. í 18 mán. eða lengur.
Nýl. bíll getur leigst með. Trygg-
ing. Tilb. berist augld. Mbl. merkt:
„Grafarvogur - útsýni“.
Skrifstofuherbergi. Til leigu
snyrtileg skrifstofuherb. í Ármúl-
anum. Salerni og kaffistofa í mjög
góðri sameign. Góður staður.
Uppl. gefur Þór í s. 899 3760.
Kaupmannahöfn - Hótelíbúð Nú
er hægt að leigja frábærar ný-
uppgerðar ferðamannaíbúðir á
frábærum kjörum. Dagleg þrif og
morgunverður. Sendið fyrirspurn
á netinu og við sendum okkar
besta tilboð þá daga sem þið
óskið gistingar. Þriðjudagstilboð:
Vika 3.500 d.kr. fyrir 1-2 persónur
í stúdíóíbúð.
hotel@valberg.dk -
www.valberg.dk
2ja herb. íbúð til leigu í Vestur-
bænum. Íbúðin er 65 fm, í frá-
bæru standi og í göngufæri við
Háskólasvæðið. Laus strax.
Íbúðin er reyklaus.
Áhugasamir hafi samband við
Þorvald í síma 660 1980.
Húsnæði óskast 200-300 fm upp-
hitað geymsluhúsnæði óskast til
leigu sem fyrst á höfuðborgar-
svæðinu. Lofthæð 3,50 m, inn-
keyrsluhurð en má vera glugga-
laust. Uppl. veitir
hronn.sveinsdottir@toyota.is
45 fm sumarhús í smíðum
með 20 fm svefnlofti til sölu. Gott
verð ef samið er strax. Afhentist
í apríl. Uppl. í símum 897 1712 og
893 4180, fax 552 5815.
Til sölu málverk eftir Kristínu
Jónsdóttur. Stærð 132x102 cm í
ramma. Eigendasaga.
Upplýsingar í síma 894 2061.
Taktu stefnuna á Microsoft
prófgráðu. Nám til undirbúnings
MCP, MCDST, MCSA og MCSE
prófgráðunum. Vandað nám -
hagstætt verð. Nánari upplýsing-
ar á vefnum www.raf.is/msnam.
Fjarnám - Einkakennsla - tolvu-
skoli.is Tölvunámskeið í fjarnámi
fyrir þig, þegar þér hentar, hvar
sem þú ert. Einnig Bókhaldsnám-
skeið. Kannaðu málið www.tolvu-
skoli.is . Sími 562 6212 frá kl. 10-
22 virka daga.
Skolphreinsun
Ásgeirs sf.
s. 892 7260 og 567 0530
Losa stíflur úr salernum, vöskum,
baðkörum og niðurföllum.
Röramyndavél til að staðsetja
skemmdir í lögnum.
FJARLÆGJUM STÍFLUR
VALUR HELGASON ehf.
Sími 896 1100 - 568 8806
Röramyndavél til að skoða og
staðsetja skemmdir í frárennslislögnum
DÆLUBÍLL
úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og
niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki
Til sölu rúm 140 cm á breidd
ásamt gafli. Upplýsingar í síma
864 1281.