Morgunblaðið - 09.01.2004, Side 52

Morgunblaðið - 09.01.2004, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Tittur framhald ... © GLENAT © DARGAUD EN ÞAÐ ER EKKERT SEM BANNAR OKKUR AÐ KÍKJA Á ÞÁ! ...EÐA JAFNVEL TAKA AFRIT! ...HMM ... HAHAHA! NÚ LÍST MÉR Á ÞIG! ÉG VAR ORÐINN HRÆDDUR UM AÐ ÞÚ VÆRIR AÐ VERÐA HEIÐAR- LEGUR! SVONA, DRÍFÐU ÞIG NÚ.! ... ÉG VIL EKKI MISSA AF HONUM AFTUR! Á SAMA TÍMA Í BRESKA SENDIRÁÐINU. GAKKTU INN SÖR HAR- ALDUR, HANS HÁGÖFGI BÝÐUR ÞÍN ... SLEIKJÓ, TVEGGJA KALIBERA, MEÐ KÚLUM SEM LAMA MANN! ... VIÐ MINNSTU HREYFINGU, HIKIÐ EKKI FRÆNDI MINN, SKJÓTIÐ STRAX! ... ER HONUM FRÆNDA MÍN- UM ALVARA? ... HELDUR HANN AÐ ÉG SÉ ALGER FÁVITI? ... KOMDU OFURSTI, KOMDU INN! ... SÆLL HAR- ALDUR! ... SJÖ, TVÖ! ÉG ER MEISTARI! KOMDU! GAMAN AÐ VERA HJÁ ÖMMU ÞINNI EKKI HAFA HÁTT HÚN ER AÐ LEGGJA SIG MA ... MANNÆTU- FISKUR Í KRUKKUNNI! AMMA HLYTUR AÐ HAFA VEITT HANN! SVONA SKEPNA ÉTUR AF MANNI HENDINA Á NOKKR- UM SEK- ÚNDUM ÍIII ... Í ALVÖRU PASSAÐU ÞIG ... ÉG ÆTLA AÐ GEFA HONUM TYGGJÓ. SJÁÐU BARA ... HANN SNERTIR ÞAÐ EKKI ... ÞETTA ER GILDRA PASSAÐU ÞIG! HANN GERIR MIG DAUÐ- HRÆDDAN ... VIÐ VERÐUM AÐ SLEPPA HONUM... HANN ER ALLTOF HÆTTULEGURGETUM VIÐ EKKI HENT HONUM Í KLÓSETTIÐ ERTU SNAR HANN GÆTI BITIÐ Í TIPPIÐ Á AFA ÞÍNUM UPPS! ÞETTA ER BETRA SVONA! SEM BETUR FER VARS ÞÚ HÉRNA VIÐ ERUM HETJUR! ÞAÐ VERÐUR EKKI BITIÐ Í TIPPIÐ Á AFA! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NOKKRIR framsæknir tónlistar- menn tóku sig til fyrir gamlárs- kvöld og ákváðu að halda tónleika á Zetunni. Var undirritaður einn af þeim. Kvöldið heppnaðist frábær- lega þrátt fyrir veikindi einhverra listamanna sem létu þau þó ekki buga sig. Mikið stress fylgir svona tón- leikahaldi og undirbúningur meiri en marga grunar. Klukkan eitt að- faranótt nýársdags ákvað ég að drífa mig á staðinn til að hefja kvöldið. Ég hafði ákveðið að fara á bílnum mínum niður eftir þar sem ég var með talsvert af búnaði sem átti eftir að koma fyrir. Ég lagði honum við Hafnargötuna fyrir utan staðinn hinum megin við götuna og hafði áform um að færa hann seinna. Kvöldið leið hratt og aldrei fann ég tíma til að færa bílinn. Þann 2. janúar þegar ég sótti bílinn og hóf að hlaða hann græjum, stoltur af kvöldinu og fullviss um að allir sem hefðu komið á kvöldið okkar hefðu skemmt sér best af öllum, varð ég súr á svip. Bílrúðan farþegamegin var mölbrötin og vörur sem ég hafði skilið eftir í bílnum horfnar. Þú sem gerist svo bíræfinn að brjóta þér leið inn í eigur annara einungis fyrir kippu af bjór skalt njóta hennar vel! Síð- an skaltu leita þér hjálpar. Vakt- sími hjá AA samtökunum er 895 1050 og hjá vinalínu Rauða kross- ins er síminn 800 6464. Það er aug- ljóst að önnur þessi samtök a.m.k. geta aðstoðað þig og óska ég þér allra heilla í baráttunni. Ég vil hins vegar vita hver þú ert og lýsi ég vegna þess eftir vitnum að verkn- aðinum sem voru á ferli sennilega seint á nýársdagsmorgun! Bíllinn er blár Daihatsu Feroza sem stóð við Hafnargötuna andspænis Zet- unni og Ránni. Farþegarúðan var mölvuð til að ná í veigar og fleira sem var í bílnum. Allir sem hafa einhverjar upplýsingar vinsamleg- ast hafi samband við mig í síma 692 8042 (eða við lögregluna). HALLBJÖRN VALGEIR RÚNARSSON (Halli Valli), Hólagötu 4, 245 Sandgerði. Heimsendir á gamlárskvöld Frá Hallbirni Valgeiri Rúnarssyni ÞESSI eðlisþáttur þ.e. „Geirræði“ í fari hæstvirts fjármálaráðherra kom sennilega fyrst berlega eða réttara sagt freklega í ljós á meðan svonefnd samráðsnefnd var starfandi, en hún var skipuð fulltrúum eldri borgara svo og Þórarni V. Þór- arinssyni, skóg- ræktarmannin- um útsjónarsama og var hann fulltrúi ríkisins og jafnframt nefnd- arformaður. Í beinu framhaldi af þessu ætla ég að leyfa mér að vitna í greinarkorn eftir mig, sem birtist í Morgunblaðinu um nefndarstörf- in: „Þarna var víst skrafað og skeggrætt um bjarta framtíð eldri borgara, en eina góða eða réttara sagt vonda fundarstund bárust fyr- irskipanir frá fjármálaráðherra þess efnis að nefndarmönnum væri með öllu óheimilt að ræða um skattamál“. Mörgum þótti þar heldur betur brydda á ráðríki hans, yfirgangi og því sem ég vil nú kalla „Geirræði“, sem er andstæða eða andhverfa lýðræðis. Nú hefur þessi lýðræðissinni í orði en langt frá því á borði gengið fram fyrir skjöldu og mælt fyrir frumvarpi um róttækar breytingar á lögum um réttindi og skyldur rík- isstarfsmanna. Samkvæmt því munu forstöðumennirnir ekki leng- ur þurfa að áminna starfsmann formlega þ.e. skriflega áður en honum er sagt upp störfum. Það er jafnframt ætlunin að svipta starfs- menn andmælarétti. Nú er æðimörgum spurn hverjar kynnu að verða afleiðingarnar af þessu frumvarpi ef það yrði sam- þykkt, sem vonandi verður ekki. Ef yfirmaður, sem er ekki endilega fullkominn, ber af einhverjum ástæðum óvildarhug til starfs- manns, er ekkert hefur af sér brot- ið og víkur honum úr starfi, þá virðist hann hafa fulla heimild til þess eftir anda og inntaki þessa frumvarps. Hann er með öðrum orðum algjörlega „stikkfrí“. Þá ætti ennfremur forstjóra með slag- síðu á heilanum að vera í lófa lagið að losa sig við starfsmann, sem hann telur vera andsnúinn ríkis- stjórninni og með vinstri slagsíðu. Þar skyldi þó aldrei hundurinn vera grafinn? Ég segi bara þetta að lokum að Guð hjálpi öllum sönnum Íslend- ingum ef „Geirræði“ af þessu tagi á að fá að grassera hér á landi og það alveg taumlaust. Það þýddi m.a. al- varlega skerðingu á sjálfsögðum mannréttindum. HALLDÓR ÞORSTEINSSON, Rauðalæk 7, Reykjavík. Er „Geirræði“ það sem koma skal? Frá Halldóri Þorsteinssyni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.