Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 53 Málþing um lífupplýsingafræði Á morgun, föstudaginn 9. janúar verður haldið málþing um lífupplýsingafræði (e. bioinformatics). Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarstofu þriðju hæðar í Læknagarði kl. 13.15. Farið verður yfir, með reikniritum, tölfræðilíkönum, beitingum í sam- eindalíffræði, og óformlegum pæl- ingum um upplýsingamagn lífsins. Erindi halda: Daníel Guðbjartsson, Birgir Hrafnkelsson, Jón Jóhannes Jónsson, Hans Þormar, Bjarni V. Halldórsson og Einar Steingrímsson. Forsvarsaðili fundarins er rannsókn- arhópur innan tölvunarfræðisviðs Verkfræðistofnunar um reiknirit og lífupplýsingafræði. Í DAG Útsölur á löngum laugardegi Á morgun, laugardagurinn 10. janúar, er langur laugardagur á Laugaveg- inum. Verslanir verða opnar kl. 10– 17 og fjöldi tilboða í gangi. Flestar verslanirnar bjóða nýtt kortatímabil. Frítt er í bílastæðahúsin allan dag- inn og eftir kl. 13 í stöðumæla. Ókeypis skákskóli hjá Skákfélag- inu Hróknum Helgina 10.–11. jan- úar tekur Skákskóli Hróksins til starfa á fimm stöðum á höfuðborg- arsvæðinu. Boðið verður upp á ókeypis skákkennslu fyrir krakka í 1.–6. bekk og fer kennsla fram einu sinni í viku í vetur. Farið verður yfir undirstöðuatriðin í skák, komið til móts við þau sem lengra eru komin og slegið upp skákmótum o.fl. Krakkar úr öðrum skólum en taldir eru upp hér að neðan eru velkomnir í skákskólann. Ef nemendur í 7. bekk hafa áhuga er þeim frjálst að mæta. Róbert Harðarson skólastjóri er fyr- irliði félagsins. Laugardagar: Rimaskóla, Rósarima 11, Grafarvogi kl. 11–13, Seljaskóli, Kleifaseli 28, Breiðholti kl. 14–16 og Salaskóla Versölum 5, Kópavogi kl. 14–16. Sunnudagar: Vesturbæjarskóli, Sól- vallagötu 67, kl. 11–13 og Fé- lagsmiðstöðin Selið Suðurströnd 170 Seltjarnarnesi kl. 14–16. Á MORGUN Ljósmyndanámskeið Næstu 3 mán- uði verða haldin ljósmyndanámskeið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á vegum ljósmyndari.is og í boði eru bæði helgarnámskeið og 8 vikna námskeið í ljósmyndun. Námskeiðin eru annars vegar fyrir eigendur staf- rænna myndavéla og hins vegar fyrir þá sem eiga venjulegar filmuvélar. 19. janúar og 21. janúar hefjast kvöldnámskeið. Þau verða tvö og er annar hópurinn á mánudagskvöldum, en hinn á miðvikudagskvöldum kl. 20–22. Kennd verður m.a. mynda- taka, myndbygging, meðferð tækja o.fl. Helgarnámskeiðin eru fyrir eigendur stafrænna myndavéla og verður farið í stafrænu ljósmyndatæknina, s.s. pixlar, upplausn og þjöppun mynda o.fl. Námskeiðin eru haldin laug- ardaga og sunnudaga kl. 13–17. Leiðbeinandi námskeiðunum er Pálmi Guðmundsson. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á vef ljósmyndara.is: www.ljosmyndari.is Á NÆSTUNNI Rangt nafn Þau mistök urðu í gagnrýni Sæ- bjarnar Valdimarssonar um sjón- varpsmyndina Mynd fyrir afa (6.1.), að nafni kvikmyndatökumannsins, Guðmundar Bjartmarssonar, er snú- ið við og hann nefndur Bjartmar Guðmundsson, sem leiðréttist hér með. Röng tíðni Þau leiðu mistök áttu sér stað í gær að Útvarp Saga var sögð vera á tíðninni 94,3. Þetta var í grein um nýjan þátt Önnu Kristine Magnús- dóttur, sem hófst í gær. Rétta tíðnin er 99,4 og er hér með beðist velvirð- ingar á þessu. LEIÐRÉTT MIÐVIKUDAGINN 14. janúar hefjast fastir golftímar fyrir fatlaða í æfingarhúsakynnum Golfklúbbsins Keilis að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði. Í tilkynningu frá Golfsamtökum fatlaðra á Íslandi, GSFÍ, segir að samkomulag hafi náðst við GK um aðgang að æfingasal klúbbsins milli kl. 18 og 20 alla miðvikudaga í vetur. Er það von GSFÍ að samtökin séu með þessu að festa sig í sessi með kennslu til frambúðar og að fatlaðir áhugamenn um golf nýti sér tæki- færið til að kynnast íþróttinni. Magnús Birgisson er áfram aðal- kennari GSFÍ og mun hann sjá um kennslu í ár ásamt Jakobi Magnús- syni þroskaþjálfa. Fatlaðir fá golfkennslu hjá Keili í Hafnarfirði Vestmannaeyjum. Sirrý lærði reyndar hjá Önnu Gunnu á Hárfínt fyrr á árum og er nú flutt búferlum á Hellu og tók við rekstrinum um áramótin. Anna Gunna mun starfa áfram í hlutastarfi hjá Hárfínt a.m.k. fyrst um sinn. Að auki er Eva Lind starfsmaður hjá Hárfínt en hún er nemi á fjórða ári. Hár- greiðslustofan Hárfínt er á Dyns- kálum 22 á Hellu og er opin virka daga frá kl. 9 til 18 og laugardaga frá 9 til 12. ANNA Guðrún Jónsdóttir (Anna Gunna) hefur selt hárgreiðslustof- una Hárfínt eftir 15 ára rekstur. Anna Gunna selur af heilsufars- ástæðum en hún lenti í bílslysi fyrir 2 árum og brotnaði á báðum fótum. Eftir það á hún erfitt með að standa við vinnu sína allan liðlangan dag- inn. Kaupandi hárgreiðslustofunnar er Sigríður Inga Rúnarsdóttir (Sirrý) sem hefur búið og starfað undanfarin ár við hárgreiðslu í Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Eva Lind, Anna Gunna og Sirrý. Eigendaskipti að Hárfínt á Hellu Hella. Morgunblaðið. Sjúkraþjálfun Styrkur býður upp á:  Hópþjálfun, s.s. hjartahópa, parkin- sonshóp, vefjagigtarhópa, þrek og teygjur, góða leikfimi fyrir konur og 12 vikna átaksnámskeið.  Tækjasal - einkaþjálfun og faglega ráðgjöf. Skráning stendur nú yfir Sjá heimasíðu www.sstyrkur.is Upplýsingar og skráning í síma 587 7750. Sjúkraþjálfun Styrkur ehf., Stangarhyl 7, 110 Reykjavík OKKAR STYRKUR YKKAR STYRKUR BÆTT FRÆTT RÆTT Góð fræðsla starfsfólks er hverju fyrir tæki mikilvæg. Hún skerpir kunnáttuna, sannreynir hæfnina og stillir mið fyrirtækis að árangri af meiri nákvæmni. GREINING Á FRÆÐSLUÞÖRFUM FYRIRTÆKIS ÁÆ LUN UM ÚRBÆTUR Í FRÆÐSLU STARFSMANNA SÉRSNIÐIN FRÆÐSLA OG NÁMSKEIÐ f r æ ð s l u r á ð g j ö f t i l f y r i r t æ k j a Endurmenntun Háskóla Íslands, í samstarfi við Áslaugu B. Guðmundardóttur hjá Consensus ehf. b jóða fyr i r tækjum upp á faglega og f jö lbreyt ta ráðgjöf um f ræðs lu s tarf s fó lks - í nýrri þjónustu sem kallast Rætt, frætt & bætt. &FRÆTT BÆTTRÆTT &RÆTT FRÆTT BÆTT h a f ð u s a m b a n d Fáðu nánari kynningu hjá Endurmenntun HÍ. Sími: 525-4444, Netfang: fraedsla@endurmenntun.is, www.endurmenntun.is s k i p t i s t í 3 s t i g m a r k v i s s f r æ ð s l a - h ag k v æ m f j á r f e s t i n g n ý þ j ó n u s t a h e n t a r ö l l u m f y r i r t æ k j u m ef l i ng f ræðs lu - ný tæk i fær i E N D U R M E N N T U N HÁSKÓLA ÍSLANDS EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Sjómannafélagi Ólafs- fjarðar þar sem mótmælt er áform- um um afnám skattaafsláttar sem sjómenn hafa notið: „Aðalfundur Sjómannafélags Ólafsfjarðar haldinn 29. des. 2003, mótmælir harðlega fyrirætlan ríkis- stjórnarinnar um afnám sjómanna- afsláttar og minnir á að afslátturinn er hluti af launum sjómanna, og var á sínum tíma settur á til að greiða fyrir samningum, og verður þess vegna ekki tekinn af sjómönnum óbættur. Fundinum finnst ámælisvert að leggja þetta frumvarp fram í aðdrag- anda þeirra samningaviðræðna sem nú eru hafnar, og telur að það sé ekki til þess fallið að greiða fyrir því að samningar náist milli útvegsmanna og sjómanna. Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins að standa með sjómönnum í þessu máli.“ Fjölmargar ályktanir í þessa veru hafa borist frá samtökum sjómanna á undanförnum dögum. Afnámi sjómanna- afsláttar mótmælt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.