Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ felldi í gær úr gildi tímabundið bann við loðnuveiðum að tillögu Hafrannsóknastofnunar og héldu loðnuskipin þegar á miðin. Blíðuveður var á miðunum í gær og má því gera ráð fyrir kraft- veiði næstu daga, haldist veður skaplegt. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið við mælingar á loðnumiðum en leitarskip höfðu orðið vör við nýja göngu djúpt norðaust- ur af landinu. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu segir að þótt mælingum sé ekki að fullu lokið sé ljóst að ekki sé þörf á veiðistöðv- un. Hafrannsóknastofnun segir ljóst að for- sendur tillögu um veiðistöðvun, þ.e. að hætta stafaði af áframhaldandi veiðum, séu ekki leng- ur til staðar. Gert er ráð fyrir að endanlegt aflamark fyrir yfirstandandi loðnuvertíð verði ákvarðað eftir að mælingu er lokið nú á næst- unni. Mikið af sterkum torfum Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni RE, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að töluvert virtist af loðnu á nokkuð stóru svæði norðvestur úr Langanesi. „Þetta er nánast allt eftir bókinni, utan þess að loðnan er nokkuð seinna á ferðinni en venju- lega. Það er mikið af sterkum torfum norður úr Langanesi sem hægt væri að veiða bæði í nót og troll. Okkur mældist til að þar væru um 500 þúsund tonn. Fyrsta gangan sem kom upp að landinu er hinsvegar löngu komin austur fyrir land og heldur sig nú sennilega utan við lands- grunnskantinn út af norðanverðum Austfjörð- um. Auk þess virðist hluti þeirrar göngu hafa haldið enn lengra og vera komin langt út á haf. Þessi loðna sem við höfum séð síðustu daga er hrein viðbót við það sem við sáum í fyrri leið- angri. Heildin er þá yfir 600 þúsund tonn eða um 200 þúsund tonn umfram það sem viljum láta hrygna. Út á það var veiðibanninu aflétt.“ Hjálmar sagði að skoðuð yrðu fleiri svæði næstu daga en að því loknu væri hægt að meta stofninn og leggja fram endanlega tillögu um heildarkvóta á vertíðinni. Fjöldi loðnuskipa var á leið á miðin í gær- kvöldi, en veiði var góð hjá þeim skipum sem fyrir voru á miðunum. Guðmundur Ólafur ÓF landaði um 900 tonnum af loðnu í Neskaupstað í gær eða þeim afla sem skipinu var heimilt að veiða við loðnuleitina. Þar af voru um 150 tonn af frystri loðnu en áætlað var að frysta um 400 tonn af farminum hjá Síldarvinnslunni. Mjög gott veður var á loðnumiðunum í gær og gerðu þeir skipstjórnarmenn sem Morgun- blaðið ræddi við ráð fyrir kraftveiði ef veður héldist áfram skaplegt. Ekki hafði fengist afli í nót í gærkvöldi en skipstjórnarmenn sögðu þess ekki langt að bíða, enda hefði loðnan hald- ið sig ofarlega síðustu daga og því í nótafæri. Hver dagur dýrmætur Nokkur skip eru búin til frystingar á loðnu og hefur frystingin gengið vel, að sögn Árna V. Þórðarsonar, skipstjóra á Baldvini Þorsteins- syni EA. Hann sagði aflabrögðin góð en það væri þó ekki það sem máli skipti þar um borð, heldur að vinna aflann til manneldis. „Það er svona nuddveiði en við getum nú ekki beitt okkur af fullum krafti á veiðunum, heldur ein- beitum okkur að frystingunni. Við getum fryst um 150 tonn á sólarhring og það hefur gengið vel að halda uppi fullri vinnslu. Það er töluvert að sjá af loðnu á svæðinu en talsverð áta í loðnunni sem er komin austur fyrir Langanes. Við höfum því haldið okkur aðeins vestar, þar er átan minni. Við erum að frysta á Rússlands- markað og fáum ágæt verð fyrir loðnuna þar, sennilega fjórum sinnum hærra en ef hún færi til bræðslu. Það er því ágæt afkoma af þessum veiðum ef við náum að halda uppi fullum af- köstum í vinnslunni. Það er því hver dagur dýr- mætur, því loðnan safnar í sig átu eftir að hún fer austur fyrir Langanes. Loðnan sem við vor- um að frysta áður en veiðibannið var sett á var úrvals vara og það er ekki laust við að maður hafi verið hálfsvekktur yfir því að vera stopp- aður af þá. Þar fóru nokkrir góðir dagar í súg- inn,“ sagði Árni en sagðist engu að síður bjart- sýnn á góða vertíð. Loðnuveiðar leyfðar á ný í gær Búið að mæla 600 þúsund tonn Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kristján Maríasson, kokkur á Berki NK, rétti hásetunum Hjörvari Sigurjónssyni og Þórði Þórðarsyni vistir um borð, skömmu áður en skipið lagði úr höfn á loðnumiðin í gær. SAMKVÆMT nýjum skattmats- reglum fjármálaráðherra sem gilda fyrir tekjuárið 2004 munu skattskyld bifreiðahlunnindi hækka verulega frá því sem verið hefur undanfarin ár. Hlunnindamat vegna afnota af bifreið sem vinnuveitandi á og rekur að öllu leyti hækkar úr 20% í 26% af verði bifreiðarinnar. Friðgeir Sigurðsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Pricewater- houseCoopers, segir að breytt skatt- mat kunni að snerta verulegan fjölda skattþegna landsins sem hafa fengið bifreið launagreiðanda til umráða. Rekstrarkostnaður metinn sem hlunnindi Að sögn Friðgeirs hafa reglur um skattmat bifreiðahlunninda í fjölda- mörg ár verið þannig að láti launa- greiðandi starfsmanni sínum í té bif- reið til fullra umráða skal meta umráðin starfsmanni til tekna án til- lits til notkunar hans á bifreiðinni. Ársumráð þriggja ára bifreiðar og yngri hafa verið metin til tekna sem 20% af nývirði bifreiðar sömu tegund- ar. Umráð eldri bifreiða hafa verið metin til tekna sem 15% af verði bif- reiðarinnar. Hafi starfsmaður greitt vinnuveitanda fyrir afnot af bifreið- inni skyldi hin greidda fjárhæð koma til frádráttar hlunnindamatinu. Sama átti við ef starfsmaður greiddi rekstr- arkostnað bifreiðar annan en elds- neytiskostnað og kostnað við eðlilega umhirðu á bifreiðinni, svo sem þvotta og bón, enda afhenti starfsmaður launagreiðanda sínum kvittanir frá þriðja aðila fyrir slíkum kostnaði og fékk hann ekki endurgreiddan. Greiddi starfsmaðurinn einnig allan eldsneytiskostnað og eftir atvikum þungaskatt vegna bifreiðarinnar skyldi matið lækkað um 4 prósentu- stig, þ.e í 16% eða 11% af metnu verði bifreiðarinnar, að sögn Friðgeirs. „Í nýju skattmati fjármálaráðherra fyrir staðgreiðsluárið 2004 er að finna verulega breytingu hvað þetta varð- ar. Líkt og áður eru ársumráð bifreið- ar sem er þriggja ára eða yngri metin til tekna sem 20% af nývirði bifreið- arinnar. Umráð eldri bifreiða skulu metin til tekna sem 15% af verði hennar. Nýbreytnin er hins vegar fólgin í því að ekki er lengur kveðið á um lækkun ef starfsmaður greiðir eldsneytiskostnað (og eftir atvikum þungaskatt) bifreiðar heldur er þvert á móti kveðið á um það að ef launa- greiðandi greiðir rekstrarkostnað bif- reiðar sem starfsmaður hans hefur umráð yfir skulu þau hlunnindi metin til verðs sem 6% af verði bifreiðarinn- ar. Hins vegar gildir eins og áður að greiði launamaður launagreiðanda sínum fyrir afnot og/eða rekstur bif- reiðarinnar koma slíkar greiðslur til frádráttar tekjumatinu. Þetta þýðir að í þeim tilvikum þar sem starfsmaður hefur bifreið til fullra umráða og launagreiðandi greiðir rekstrarkostnað bifreiðar þá hækka hin skattskyldu hlunnindi úr 20% eða 15% í 26% eða 21%. Hlut- fallslega er þetta því hækkun upp á 30-40%,“ að sögn Friðgeirs. Hver á bifreiðina? Einar Hafliði Einarsson, endur- skoðandi hjá Deloitte, segir að í nýja skattmatinu felist umtalsverðar auknar álögur á ákveðinn hóp skatt- þegna, þeirra sem hafa bifreiðahlunn- indi vegna starfa sinna. Inn í kaflann um skattmat vegna bifreiðahlunninda sé búið að bæta einni málsgrein: „Greiði launagreiðandi rekstrar- kostnað bifreiðar sem starfsmaður hans hefur umráð yfir skulu þau hlunnindi metin til verðs sem 6% af verði bifreiðarinnar.“ Einar Hafliði segist spyrja sjálfan sig að því hvort hér sé átt við einka- bifreið starfsmannsins og/eða bifreið í eigu launagreiðanda. Að sögn Einars Hafliða er annar texti óbreyttur, orðrétt og efnislega, frá skattmati fyrri ára. „Þessa máls- grein má skilja sjálfstætt þannig að nú skuli reikna launþegum sem leggja til sína eigin bifreið í þágu launagreið- anda 6% hlunninda mat ef launagreið- andinn greiðir starfsmanninum rekstrarkostnað af bifreiðinni sem hann hefur umráð yfir. Slíkt væri í sjálfu sér eðlilegt, en RSK túlkar þetta sem viðbót við það hlunninda- mat sem áður var 20% og fram að þessu hefur í framkvæmd og túlkun verið talið innifela öll hlunnindi starfs- mannsins af að hafa bifreið til umráða frá launagreiðanda, hvort sem er stofnkostnað eða rekstrarkostnað – bifreið sem jafnan er nýtt í þágu launagreiðandans á vinnutíma en launþeginn hefur einnig full umráð utan vinnutíma,“ að sögn Einars. Hann segir að engin kostnaðarleg rök séu fyrir þessari hækkun nú. „Verðlag bifreiðakostnaðar hefur ekki hækkað um 30%, heldur lækkað ef eitthvað er, og einnig það að með hlunnindamati sem hefur í gegn um árin miðast við hlutfall af verðmæti nýrrar bifreiðar hverju sinni þá hefur matið verið gengistryggt ár frá ári,“ að sögn Einars Hafliða. Vald ráðherra dregið í efa Árni Harðarson, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, segir eðli- legt að maður sem er með sömu laun/ hlunnindi 19. jan 2004 og hann var með 19. des s.l. eða fyrir mánuði síðan og ekur um á nákvæmlega sama bíln- um (að vísu aðeins slitnari nú en þá) hljóti að spyrja sig af hverju hann þurfi núna að greiða 30-40% meiri skatt án þess að sá sem breytti skatt- inum hans sjái einu sinni ástæðu til að rökstyðja það sérstaklega eða a.m.k. vekja athygli á því. Í grein eftir Bernhard Bogason, forstöðumann skatta- og lögfræði- sviðs KPMG sem birtist á vef fyrir- tækisins í gær,dregur hann í efa hvort stjórnvöld hafi stjórnskipulegt vald til að taka ákvarðanir um breytingar á skattmati sem eru íþyngjandi fyrir borgaranna. „Samkvæmt stjórnar- skránni skal skattamálum skipað með lögum og engan skatt má leggja á nema samkvæmt lögum. Í þessu til- viki eru um það að ræða að fjármála- ráðherra, að fengnum tillögum ríkis- skattstjóra ákveður að hækka það hlutfall sem ræður útreikningi hlunn- inda. Deila má um hvort um sé að ræða hækkun á skattstofni eða breyt- ingu á matsaðferð,“ að því er fram kemur í grein Bernhards. Fellur ekki undir ákvæði stjórnarskrár Geir segir að ef menn telji vafa leika á um stjórnskipulegt vald hans þá telji þeir einnig að ráðherra megi ekki gefa út þessar reglur yfirleitt. Áður hafi útgáfa skattreglna verið í höndum ríkisskattstjóra en fyrir tveimur árum var hún tekin frá rík- isskattstjóra og færð til fjármálaráð- herra. „En það hefur ekki verið talið, að minnsta kosti hingað til, og er ekki okkar skoðun að þetta falli undir ákvæði stjórnarskrárinnar um skatt- lagningu. Annars værum við ekki að gefa út þessar reglur á hverju ári,“ að sögn fjármálaráðherra. Bernhard bendir á að árið 2002, þeg- ar útgáfa skattmats var að öllu leyti í höndum ríkisskattstjóra, komu sömu hækkanir fram í skattmati en það skattmat var afturkallað vegna tilmæla fjármálaráðuneytisins. Töldust hækk- anirnar og aðrar breytingar sem þá var verið að gera á skattmati ekki í sam- ræmi við vilja ríkisstjórnarinnar. Mat á því hvað séu eðlileg hlunnindi Geir segir að breytingarnar árið 2002 hafi verið miklu víðtækari. „Sem ég taldi þá ekki eðlilegt að ráðast í án frekari athugunar af okkar hálfu í ráðuneytinu. Það er að segja þeirra sem bera pólitíska ábyrgð á svona hlutum. Við höfum síðan skoðað betur bæði bifreiðahlunnindaþáttinn og húsnæðishlunnindaþáttinn og ákveð- ið í ljósi þeirra athugana að gera þar breytingar. Hins vegar að gera ekki breytingar á öðrum atriðum sem voru með fyrir tveimur árum eins og tölv- ur, farsímar ofl. sem þá var tekið með. Auðvitað er það þannig með hlunn- indamat, eins og orðið ber með sér, þá þarf að meta það í hvert skipti hvað er eðlilegt. Þá er eðlilegt að reyna að tryggja það að hlunnindamat endur- spegli þau fjárhagslegu verðmæti og hagræði sem menn hafa af viðkom- andi hlunnindum. Þeir sem hafa bif- reið til afnota sem vinnuveitandi þeirra á hafa af því verulegt hagræði. Spara sér kostnað. Það er því spurn- ing hvernig á að meta það. Það hefur nú verið gert í grundvelli útreikninga og í samanburði við önnur lönd,“ að sögn Geirs H. Haarde. Geir vill ekki slá á það hvað breyt- ingin muni skila miklu í ríkissjóð, enda sé það ekki aðalatriðið í þessum breytingum. Skattskylda á bifreiðahlunn- indi hækkar verulega í ár                                             !          ! " #  $%&' (  !         #   # ) #    !    *                                                              ! "  # $ % ! " & "## '!  ( ) *+# +++, "##  " !  !,! #  -.!!#+&$$,'- *" !  !,! #  -.!!#+./$,'-  " ! "# *" ! "#  /  +0                                                 12 ! "  # $ 1 ! " & "## '!  ( ) *+# +++, "##  " !  !,! #  -.!!#+&$$,'- *" !  !,! #  -.!!#+./$,'-  " ! "# *" ! "#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.