Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 19

Morgunblaðið - 21.01.2004, Side 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 19 Útsala - Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Samvera eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudaginn 22. janúar, kl. 15.00 Gestir sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Ásta Garðars- dóttir ásamt nemendum úr Tónlistarskólanum. Almennur söngur, kaffiveitingar og spjall. Verið öll hjartanlega velkomin. Glerárkirkja GLERÁRKIRKJA Punkturinn 10 ára |Punkturinn verður 10 ára næsta sunnudag, 25. janúar og af því tilefni verða haldnar sýningar sem sýna þver- snið að því sem unnið hefur verið þar síðastliðinn áratug. Fyrsta sýningin verður opnuð á afmæl- isdaginn kl. 14. en þær verða 10 í allt og verður endað á sérstakri jólasýningu. Sýningunum fylgja fræðslufyrirlestrar eða/og nám- skeið. Gestir Punktsins og að- standendur ætla að gera sér glað- an dag á afmælinu með því að bjóða veitingar í húsnæðinu sem er við Kaupvangsstræti. UNICEF á Íslandi | Stefán Ingi Stefánsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri UNICEF Ísland, flyt- ur fyrirlestur um starfsemi Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna á Félagsvísindatorgi í dag, miðviku- daginn 21. janúar, kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. Þar mun hann m.a. fjalla um starf Barnahjálparinnar, og stofnun og markmið íslensku landsnefnd- arinnar. Að efla sjálfstraust | Námskeiðið „Að efla sjálfstraust og ná árangri“ verður haldið hjá Símenntun Há- skólans á Akureyri þriðjudaginn 27. janúar kl. 9–17. Á námskeiðinu er fjallað um mik- ilvægi sjálfstrausts í lífi og starfi. Unnið er með þátttakendum í að efla sjálfstraust og viðhalda því og rætt um aðferðir til að ná betri árangri. Kennari er Linda Bára Lýðsdótt- ir, MA í klínískri sálfræði, ráðgjafi hjá IMG Deloitte og stundakennari við sálfræðiskor Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er persónuleg hæfni, starfsþróun og einstaklingsmæl- ingar í starfsmannastjórnun.       Innan handar | Nýtt fyrirtæki, Innan handar, hefur verið stofnað á Akureyri, en það býður fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og þjónustu á sviði markaðs- og starfsmannamála. Innan handar tekur m.a. að sér gerð kynningar- og markaðsáætlana, markaðsrannsóknir, þjónustu- gæðakannanir, aðstoð við mótun starfsmannastefnu, auk skipulagn- ingar á þjálfun og fræðslu starfs- manna. Mikil áhersla er lögð á náið samstarf við viðskiptavini, vönduð vinnubrögð, persónulega og sveigj- anlega þjónustu og eftirfylgni verk- efna. Eigendur Innan handar eru Bryndís Dagbjartsdóttir viðskipta- fræðingur og Guðný Pálína Sæ- mundsdóttir viðskiptafræðingur. Fyrirtækið hefur aðsetur í Gler- árgötu 36, Akureyri.    Dalvík | Snjóruðningsmenn á Dal- vík hafa haft í nógu að snúast síð- ustu daga en í gærmorgun var búið að opna allar götur fyrir umferð, að sögn Þorsteins Björns- sonar veitustjóra. Mjög snjóþungt var á Dalvík eftir mikla snjókomu síðustu daga. Þorsteinn sagði að þegar mest var hafi 12–13 snjó- ruðningstæki verið á ferð um bæ- inn. Snjónum hafi verið mokað upp á bíla og ekið í burtu. „Við erum að rýma til fyrir meiri snjó, enda aðeins janúar,“ sagði Þor- steinn. Hann sagði bæjarbúar hefðu sýnt ástandinu skilning og lítið verið að kvarta, enda hefðu menn unnið langan vinnudag við snjóhreinsunina. Þorsteinn sagði að kostnaðurinn við snjómokst- urinn væri orðinn 3–5 milljónir króna. Þá sér sveitarfélagið um snjómokstur á móti Vegagerðinni í dalbotnunum, í Svarfaðardal og Skíðadal. Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýnandi veðri norðanlands og hitastigi yfir frostmarki, alla vega fram undir helgi en þá á aftur að snúast í norðlægar áttir með slyddu eða snjókomu. Fært um götur bæjarins Snjóþungt í Öldugötu: Mjög snjóþungt er á Dalvík eftir mikla úrkomu síðustu daga en í gærmorgun var búið að ryðja götur bæjarins. Það safnast jafnan mikill snjór í Öldugötu og þar náði snjórinn upp undir kúpulinn á lausastaur í götunni. Nágrann- arnir Ólöf Hafsteinsdóttir sem býr í Bárugötu og Sigurður Al- freðsson sem býr við Drafnarbraut sjást hér með hunda sína við ljósastaur í Öldugötu. Einn hvolpa Sigurðar fékk meira að segja að spóka sig upp á kúplinum. Morgunblaðið/Kristján Afslappaðar á klifurgrindinni: Börnin á Dal- vík kippa sér ekki upp við snjóskaflana í bæn- um og þessar ungu dömur voru afslappaðar í klifurgrindinni við skólann sinn. SMIÐIR á Akureyri, sem vinna úti við, hafa ekki farið varhluta af tíðarfarinu undanfarna daga. Pétur Kelley, verkstjóri hjá Hyrnu, var að slá frá í fjölbýlis- húsi sem fyrirtækið byggir fyrir Búmenn við Stallatún í Nausta- hverfi, þegar Morgunblaðið heimsótti vinnustaðinn í gær. Pétur sagði að þar væri allt meira og minna frosið eða á kafi í snjó og sjálfur þurfti hann að nota heitt vatn við að slá frá veggjum hússins. „Við erum mun lengur að gera hlutina þessa dagana en venjulega,“ sagði Pétur en þar voru menn þó að slá upp, slá frá og járna- binda af fullum krafti. Félagi hans, Árni Jónsson, sagði að starfsmennirnir hefðu þurft að leita skjóls þegar veðrið var sem verst í byrjun síðustu viku en það var í fyrsta skipti sem það kemur fyrir á þeim 5 árum sem hann hefur unnið hjá Hyrnu. „Hér eru alltaf einhverjir að moka snjó,“ sagði Sverrir Pálmason, smiður hjá SS Byggis, þegar Morgunblaðið heimsótti starfsmenn fyrir- tækisins í viðbygginguna við Brekkuskóla. „Það er hreint ótrúlegt hversu mikið hefur snjóað að undanförnu og mun meira en undanfarin ár. Ég ætla rétt að vona að þetta sé búið enda gerir snjórinn ekk- ert annað en að tefja alla vinnu á svæðinu. Og við eig- um eftir að moka töluverðu magni í burtu,“ sagði Sverrir. Starfsmenn fyrirtækisins leituðu skjóls í tvo daga í síð- ustu viku vegna veðurs. Snjórinn tefur byggingaframkvæmdir Pétur Kelley, verkstjóri hjá Hyrnu, notar heitt vatn á mótin. Starfsmenn Hyrnu við vinnu sína í fjölbýlishúsi í Naustahverfi. Morgunblaðið/Kristján Eiríkur Árni Oddsson, starfsmaður SS Byggis, mokar snjó í viðbyggingu við Brekkuskóla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.