Morgunblaðið - 21.01.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.01.2004, Qupperneq 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 21 Trygg›u stö›u flína Vi›skiptavinir í Stofni fá afslátt og endurgrei›slu flegar fleir eru tjónlausir Haf›u yfirhöndina Sjóvá-Almennar hlutu Íslensku gæ›aver›launin 2003 fieir sem sameina tryggingar sínar í Stofni fá 10% endurgrei›slu á i›gjöldum sínum flegar fleir eru tjónlausir og árlega fá flúsundir Íslendinga ávísun í pósti frá félaginu. Sjóvá-Almennar eru eina tryggingafélagi› á Íslandi sem umbunar tjónlausum vi›skiptavinum sínum me› flessum hætti. Nánari uppl‡singar fást hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, í síma 569 2500 e›a á www.sjova.is. Sjóvá-Almennar eru í eigu Íslandsbanka. Vestmannaeyjar | Á sunnudaginn var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við Safnaðarheimili Landakirkju. Um leið var undirrit- aður samningur við verktakafyr- irtækið Steina og Olla ehf. Um er að ræða tæplega 300 fermetra viðbygg- ingu vestan við Safnaðarheimilið og á framkvæmdum að vera lokið á næsta ári. Samningurinn við Steina og Olla hljóðar upp á 71,3 milljónir en heildarkostnaður er áætlaður um 90 milljónir. Það var að aflokinni messu og að- alsafnaðarfundi í Ofanleitissókn að Magnús Kristinsson, formaður sókn- arnefndar, og Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri Steina og Olla, skrifuðu undir verksamninginn. Magnús Kristinsson sagði við það tækifæri að verkinu ætti að ljúka á næsta ári. „Þá munum við vígja nýja húsið okkar og er það vel við hæfi því á árinu 2005 verða 225 ár frá því Landakirkja, sem er elsta stein- kirkja landsins, tekin í notkun og 15 ár frá því við vígðum núverandi safnaðarheimili,“ sagði Magnús. „Þetta eru miklir peningar, um 90 milljónir króna í heildina, sem við gerum ráð fyrir að verkið kosti í heild. En Ofanleitissókn er vel sett fjárhagslega þannig að ég reikna ekki með að við þurfum að taka stór lán til að ljúka verkinu.“ Um er að ræða tveggja hæða steinsteypta 260 fm viðbyggingu vestan við Safnaðarheimilið sem tekið var í notkun 1990 og 40 fm steinsteypta millibyggingu, neð- anjarðargeymslu og neyðarútgang, milli Landakirkju og Safnaðarheim- ilisins. Byggt við Safnaðar- heimilið í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Undirskrift: Magnús Kristinsson, Páll Zophaníasson, Magnús Sigurðsson, og Þorvaldur Víðisson við undirritun samningsins. Skóflustunga: Þórhallur Guðjónsson, Guðríður Haraldsdóttir og Þórarinn Ingi Valdimarsson tóku í sameiningu fyrstu skóflustunguna. Norðurland | Norðurlandsskóga- verkefnið hefur nú verið starfandi rúmlega þrjú ár. Á þeim tíma hafa verið gróðursettar rúmlega 2,5 milljónir plantna á vegum verkefn- isins á Norðurlandi. Skógræktar- samningar hafa verið gerðir fyrir rúmlega hundrað jarðir á starfs- svæði verkefnisins sem nær allt frá Langanesi vestur í Hrútafjörð. Síðastliðið sumar var einstaklega hagstætt trjágróðri og vöxtur mjög mikill í mörgum tegundum. Þó setti hretið síðast liðið vor strik í reikn- inginn sérstaklega hjá lerki og greni. Árið 2003 voru gróðursettar rúm- lega milljón plöntur á 85 jörðum. Hver skógarbóndi gróðursetti að meðaltali rúmlega 12.000 plöntur eða í um 5 hektara lands. Þetta þýð- ir að grundvöllur var lagður að um 420 ha skógi á Norðurlandi í fyrra. Þannig gróðursettu 47 bændur samtals um 46 kílómetra af skjól- beltum á vegum verkefnisins. Mjög mikill áhugi hefur verið á verkefninu á meðal landeigenda frá upphafi og hafa fjárveitingar ekki dugað til að hægt væri að taka inn í verkefnið alla þá sem óska inn- göngu. Um sextíu jarðir á Norður- landi eru nú á biðlista eftir að kom- ast inn í Norðurlandsskóga. Sex ára rússalerki í Skagafirði. Pálmi í Garðakoti ásamt Michelle Slaney skógfræðingi skoða árangur skógræktarinnar í Skagafirði. Rúmlega milljón plöntur gróðursettar Norðurlandsskógar stækka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.