Morgunblaðið - 21.01.2004, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 47
ÞAÐ ætti að skýrast á morgun
hvort danska úrvalsdeildarliðið
Frem geri landsliðsmanninum Rík-
harði Daðasyni tilboð en hann hef-
ur verið til skoðunar hjá liðinu síð-
an á mánudag ásamt norskum
miðjumanni.
„Aðstæðurnar hérna eru ekkert
til að hrópa húrra fyrir. Það hefur
verið kalt og snjór og fyrir vikið
þurftum við að æfa á gervigrasi. Ég
verð hérna fram á fimmtudag og ég
reikna með að fá að vita eitthvað
fyrir þann tíma hvað þeir ætla sér
að gera,“ sagði Ríkharður við
Morgunblaðið. Spurður hvort hann
gæti hugsað sér að ganga í raðir
Frem sagði Ríkharður; „Það er erf-
itt að segja enda veit ég ekkert
hvað þeir eru að hugsa sér, bæði
hvað varðar laun og lengd samn-
ings. Ég er samt ekkert voða
spenntur og það þyrfti að koma
gott boð ef ég á að stökkva á það. “
Hefur rætt við Fram og KR
Ríkharður neitaði því í samtali
við Morgunblaðið að hann væri bú-
inn að gera munnlegt samkomulag
við KR-inga en orðrómur hefur ver-
ið í gangi þess efnis. „Ég hef ekki
gert samkomulag við einn eða
neinn. Ég hef spjallað við Fram og
KR. Ég veit hvað liggur á borðinu
hvað Fram varðar en ekki hjá KR
en ég reikna með að heyra frá KR-
ingum fyrir helgina,“ sagði Rík-
harður.
Ríkharður ekki mjög
spenntur fyrir Frem
DETROIT Pistons jöfnuðu fé-
lagsmet á mánudaginn er liðið lagði
meistaralið San Antonio Spurs í
NBA-deildinni en þetta var 13. sig-
urleikur Pistons í röð.
LEBRON James, aðalstjarna
Cleveland Cavaliers og nýliði er
meiddur á ökkla og verður líklega
ekki með í einhverjum leikjum liðs-
ins á næstunni. Hann sneri sig á
ökkla í leik gegn Utah Jazz en James
skorar flest stig að meðaltali í liði
Cavs.
FORRÁÐAMENN McDonald’s í
Bandaríkjunum hafa ákveðið að
semja ekki við körfuknattleiksmann-
inn Kobe Bryant á ný um að hann
auglýsi vörur fyrirtækisins líkt og
undanfarin þrjú ár. Samningur hans
við fyrirtækið rann út um áramót og
eru engar líkur á því að nýr samn-
ingur verði gerður.
ZYDRUNAS Ilgauskas miðherji
NBA-liðsins Cleveland og Greg Ost-
ertag miðherji Utah voru í gær úr-
skurðaðir í eins leiks bann vegna
slagsmála í leik liðanna á mánudag.
KVENNALANDSLIÐ Kína í
körfuknattleik tryggði sér sæti á Ól-
ympíuleikunum í Aþenu í sumar með
því að leggja Japan að velli, 92:80, í
úrslitaleik Asíumótsins á mánudag-
inn.
VÖLSUNGUR frá Húsavík, sem
tryggði sér sæti í 1. deild karla á
komandi leiktíð, hefur fengið í sínar
raðir 31 árs gamlan leikmann frá
Serbíu/Svartfjallandi, Borosliv Lal-
ic að nafni.
Á HEIMASÍÐU KKÍ er greint frá
því að Jakob Sigurðarson hafi skor-
að 19 stig í sigurleik háskólaliðsins
Birmingham Southern gegn Virg-
inia Military Institute, 82:49, en liðin
eru í Big South-deild í 1. deild. Jakob
skoraði fimm þriggja stiga körfur í
leiknum úr aðeins sjö tilraunum.
CATAWBA háskólinn sem Helgi
Már Magnússon leikur með tapaði
gegn Tusculum, 63:67 en þar skoraði
Helgi Már 16 stig í leiknum. Cat-
awba hefur nú unnið 5 leiki, en tapað
11 en liðið lék tvívegis hér á landi á
milli jóla og nýárs. Íslensku úrvals-
liðin höfðu betur í báðum leikjunum.
CHARLTON hafnaði í gær 7,5
milljóna punda tilboði frá Chelsea í
miðvallarleikmanninn Scott Parker.
Þetta er annað tilboðið sem Charlton
hafnar og nú vonast forráðamenn
liðsins að Chelsea hætti að bera ví-
urnar í leikmanninn.
HIN 23 ára gamla tenniskona frá
Bandaríkjunum Venus Williams lék
í dag fyrsta sinn í keppni eftir 6 mán-
aða fjarveru vegna meiðsla. Venus
komst í gegnum fyrstu umferð Opna
ástralska meistaramótsins en þetta
er fyrsta risamót ársins sem eru alls
fjögur. Venus lagði löndu sína Ashl-
ey Harkleroad, 6:2 og 6:1, en Venus
lék síðast í júlí í fyrra gegn systur
sinni Serenu á Wimbledon mótinu.
FÓLKSLÓVENAR segja að það sésanngjarnt verð á aðgöngu-miðum á leiki Evrópumótsins í
handknattleik, þeir hafi ákveð-
ið að taka þann pól í hæðina að
stilla miðaverðinu í hóf og
freista þess að koma sem mest í
veg fyrir að leikið verði í hálf-
tómum íþróttahöllum, eins og
stundum hefur verið á stórmót-
um í handknattleik. Verð miða
á leikina í riðlakeppninni er
4.000 tolarjev, um 1.600 krón-
ur, og þá er keyptur aðgangur
að tveimur leikjum í einu.
Í dag hefst miðasala á und-
anúrslitaleikina 31. janúar í
Ljubljana og kosta þeir um
6.000 tolarjev, um 2.400 krón-
ur. Miði á úrslitaleikinn og und-
anúrslitaleikinn í Ljubljana 1.
febrúar verður seldur á 8.400
tolarjev, um 3.400 krónur.
Sanngjarnt
miðaverð
Þriðjungur af farangri landsliðsinsskilaði sér ekki til Ljubljana,
hafði orðið eftir í Vínarborg þar sem
liðið millilenti frá
Kaupmannahöfn.
Einar sagði að sér
hefði verið lofað að
farangurinn kæmi
með vél sem væntan-
leg var frá Vínarborg um miðnættið
og farangurinn yrði fluttur um leið til
Lasko þar sem liðið býr. Alls vegur
farangur íslenska landsliðsins á milli
800 og 900 kg að sögn Einars. „Það er
tilhlökkun í brjóstum okkar að takast
á við verkefnið sem framundan er.
Andinn í hópnum er svipaður og á
undanförnum stórmótum. Menn ein-
beita sér að því sem framundan er.
Undirbúningur okkar að þessu sinni
er svipaður og fyrir HM í fyrra og
EM fyrir tveimur árum. Það hefur
reynst okkur vel að halda utan
snemma og eyða síðustu dögunum
saman við æfingar og keppni. Þetta
þjappar hópnum vel saman,“ segir
Einar og bætir við að það hafi reynd-
ar verið viss vandamál að þessu sinni
sem snerta meiðsli og fyrir vikið hef-
ur ekki verið hægt að stilla upp öllum
leikmönnum í leikjum.
„Þar af leiðandi hefur undirbúning-
urinn verið eilítið flóknari en við von-
uðum. Af þessu leiðir að við erum
með sautján leikmenn í þessari ferð, í
stað sextán eins og vant er. Við verð-
um að sjá til hvernig spilast úr
þessu,“ segir Einar sem er bjartsýnn
á að Dagur Sigurðsson leiki með þeg-
ar á hólminn verður komið. „Dagur
lék í 20 mínútur með okkur í Dan-
mörku í æfingaleik á mánudaginn.
Miðað við það sem ég sá til hans í
þeim leik þá er ég bjartsýnni á þátt-
töku hans en fyrir síðustu helgi.“
Fyrsti leikur íslenska liðsins verður
við heimamenn annað kvöld, en þeir
hafa lagt mikið undir við undirbúning
liðs síns að þessu sinni svo það megi
standa sig best. Einar segir engum
vafa undirorpið að það verði mikil
spenna ríkjandi þegar flautað verður
til leiks þjóðanna. „Það verður mjög
erfitt að byrja gegn heimamönnum
og mikil spenna í lofti, ekki síst hjá
Slóvenum. Til þess að vinna þá verð-
um við að leika virkilega góðan leik,
vera skrefi á undan þeim í öllu. Í heild
má segja að þessi riðill sé geysilega
jafn og vandasamt að spá um hvernig
keppnin í honum endar. Við höfum
skoðað vel upptökur af leikjum Ung-
verja og Tékka og þar kemur skýrt
fram að þau lið eru síst veikari en
Slóvenar. Ungverjar urðu í fimmta
sæti á HM í fyrra og Tékkum hefur
farið gríðarlega mikið fram. Við erum
í galopnum riðli. Riðillinn sem við
vorum í á EM fyrir tveimur árum var
öðruvísi þar sem Sviss var m.a. með
okkur og þá vissum við að með eðli-
legum leik ættum við að vinna þá. Nú
getum við ekki bókað sigur gegn
neinum þeirra þriggja andstæðinga
sem við leikum við á næstu dögum,“
sagði Einar Þorvarðarson.
Rúnar og Dagur
verða klárir í bátana
Íslenska landsliðið æfir árdegis í
dag í nýju íþróttahöllinni í Celje þar
sem það leikur í riðlakeppni mótsins.
Reiknað er með að allir 17 leikmenn
hópsins geti tekið þátt í tæplega
hálfrar annarrar klukkustundar æf-
ingu. Elís Þór Rafnsson, sjúkraþjálf-
ari íslenska liðsins, sagði í gær að
klárt mál væri að Rúnar Sigtryggs-
son yrði með á æfingu og í fyrsta leik
Íslands, a.m.k. ættu meiðsli í lær-
vöðva sem hann varð fyrir í leik við
Egypta á dögunum ekki að koma í
veg fyrir það. „Rúnar verður klár í
slaginn,“ sagði Elís. Þá sagðist hann
vera bjartsýnn á að Dagur yrði einnig
með, þótt það væri e.t.v. of snemmt
að fullyrða að hann tæki þátt í fyrsta
leiknum. Dagur hefði náð sér á strik
gegn æfingaleik við Dani á mánudag
og ekkert hefði gerst hjá honum í
þeim leik sem gæfi annað til kynna en
hann gæti stigið fram á sviðið óskaði
þjálfarinn þess. Vatni hefði verið
tappað af öðru hné Patreks Jóhann-
essonar, en það væri ekki alvarlegt og
alls ekki óeðlilegt að slíkt væri gert í
framhaldi af aðgerð þeirri sem Pat-
rekur gekkst undir í haust á Spáni.
Það var sem sagt létt yfir íslenska
hópnum við komuna til Lasko í gær-
kvöldi og ekki annað að heyra en
menn klæjaði í lófana að takast á við
Slóvena, Ungverja og Tékka.
„Hér er fyrsta flokks aðstaða, fínt
hótel, góður matur, úrvals vinnuað-
staða og gott umhverfi til þess að ein-
beita sér í,“ sagði Guðmundur Þórður
Guðmundsson landsliðsþjálfari að
loknum síðbúnum kvöldverði á Hotel
Vrelec þar sem íslenska liðið dvelst
næstu daga í félagsskap ungverska
og tékkneska landsliðsins.
Morgunblaðið/Sverrir
Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður klár í slaginn á Evrópumótinu sem hefst í
Slóveníu á morgun. Hér gluggar Dagur í upplýsingabækling um EM við komuna á hótelið í Celje.
Bjartsýnn á að Dagur
verði tilbúinn í slaginn
„ÞAÐ er alltaf ákveðinn léttir að vera kominn á leiðarenda og geta
þar með einhent sér í það sem skiptir máli, átökin sem framundan
eru á Evrópumeistaramótinu,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ og aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í handknatt-
leik við komuna til Slóveníu í gærkvöldi, en liðið var komið inn á
hótel í Lasko, 10 km sunnan við Celje, á níunda tímanum í gær.
Flautað verður til fyrsta leiks Íslands á EM í handknattleik annað
kvöld kl. 19.30 og verður þá leikið við heimamenn.
Ívar
Benediktsson
skrifar frá
Celje
ÍÞRÓTTIR
Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari bjartsýnn við komuna til Slóveníu