Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 2

Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Vor í París 14. - 17. maí Yndisleg vorferð til Parísar þar sem gist verður á 3ja stjörnu hótelinu Home Plazza Bastille í þrjár nætur. Íslenskur fararstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur. Verð: 36.475 kr. á mann í tvíbýli auk 10 þús. ferðapunkta. Innifalið: Flugvallarskattar og þjónustugjöld. Nánari upplýsingar fyrir ofangreind tilboð hjá Icelandair í hópadeild, sími 505 0406 eða sendið tölvupóst á groups@icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 55 9 02 /2 00 4 AUKNAR EIGNIR Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 18,5% á síðasta ári. Sjóðirnir náðu næstbestu ávöxtun frá upp- hafi á árinu 2003, um 10% ávöxtun. Betri ávöxtun varð af innlendum eignum en erlendum að sögn fram- kvæmdastjóra Landssamtaka líf- eyrissjóða. Ekki er gert ráð fyrir að neinn sjóður skerði réttindi sjóðsfélaga á þessu ári líkt og nokkrir gerðu í fyrra. Hóta frekari átökum Uppreisnarmenn á Haíti segjast munu taka næst stærstu borg landsins á sitt vald nú um helgina. Krefjast þeir afsagnar forseta landsins, Jean Bertrand Aristide. 57 hafa látist frá því uppreisn- armenn létu til skarar skríða 5. febrúar. Erlendir stjórnarer- indrekar hafa lagt fram frið- artillögur og gefið Aristide frest til morguns til að samþykkja þær. Íhaldssinnar fagna Ráðandi íhaldssinnar í Íran fögnuðu í gær sigri í þingkosning- unum sem fram fóru í landinu á föstudaginn. Fyrstu tölur, sem enn voru óstaðfestar í gær, bentu til sigurs þeirra. Útlit var fyrir að kjörsókn hefði verið meiri en búist hafði verið við, og talið að það hefði komið íhaldssinnum vel. Síelti fyrrverandi maka Forsvarskona Fjölskylduvernd- ar gagnrýnir starfshætti barna- verndaryfirvalda harðlega í um- fjöllun Tímarits Morgunblaðsins um síelti fyrrverandi maka. Hún segir tvær konur hafa verið lýstar gjaldþrota vegna skulda við yf- irvöld sem eru til komnar vegna dagsekta sem falla á mæður sem ekki virða umgengisrétt föður við börn sín vegna áreitis eða ofbeldi af hans hálfu. Tónlistarnám t i l bóta Unglingar sem leggja stund á reglulegt tónlistarnám eru ólík- legri til að reykja og neyta vímu- efna, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að unglingar sem stunda slíkt nám hafi jákvæð- ara viðhorf til náms og skóla. Vegaskemmdir fyrir norðan Skemmdir urðu á vegum milli Akureyrar og Húsavíkur vegna vatnavaxta í Skjálfandafljóti sem hófust á fimmtudagsvköld. Talið er að allt að kílómetralangur veg- arkafli þarfnist lagfæringar. Skörð á veginum vegna vatnavaxtanna eru allt að 30 sentimetra djúp. Skemmdir urðu einnig á hitaveitu sem liggur meðfram veginum. Y f i r l i t Í dag Skissa 6 Hugvekja 63 Sigmund 8 Myndasögur 64 Listir 34/39 Bréf 64/65 Af listum 34 Dagbók 66/67 Forystugrein 40 Krossgáta 68 Reykjavíkurbréf 40 Auðlesið efni 69 Skoðun 42/49 Leikhús 70 Umræðan 49 Fólk 70/77 Minningar 50/57 Bíó 74/77 Kirkjustarf 61 Sjónvarp 78 Þjónusta 63 Veður 79 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is NEYTENDASAMTÖKIN telja þjónustugjöld íslenskra banka vera of há og segja tekjur íslenskra banka af slíkum gjöldum mun hærri en á öðrum Norðurlöndum. Að sögn Jó- hannesar Gunnarssonar fundaði stjórn samtakanna á föstudag og ræddi málið. Aftur hefur verið boðað til fundar vegna málsins nk. fimmtu- dag. Jóhannes segir yfirlýsingar að vænta frá samtökunum enda skuldi þau neytendum skýringar þar sem rannsókn samtakanna sé ekki í sam- ræmi við niðurstöður skýrslu sem GJ Fjármálaráðgjöf vann fyrir Sam- tök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) og birtar voru í síðustu viku. Sú skýrsla bendir til þess að þjón- ustugjöld íslenskra banka séu lægri en almennt gerist á hinum Norður- löndunum. Niðurstöður Neytendasamtak- anna þess efnis að þjónustugjöldin séu í raun hærri, en ekki lægri, en á öðrum Norðurlöndum eru byggðar á upplýsingum frá alþjóðlega matsfyr- irtækinu Moody’s. Jóhannes segir ekkert hafa komið fram sem bendi til þess að þjónustu- gjöld séu lægri hér á landi en annars staðar. „Skýrslan virðist langt frá því fullkomin. Við erum að skoða þetta mál þessa dagana og munum senda frá okkur yfirlýsingu á næst- unni enda skuldum við íslenskum neytendum skýringar þar sem okkar tölur og þær sem koma fram í þess- ari skýrslu fara engan veginn sam- an.“ Niðurstöður Neytendasamtak- anna benda til þess að heildarþjón- ustutekjur sem hlutfall af eignum banka nemi 1,3% að meðaltali á Ís- landi en 0,4-0,6% á öðrum Norður- löndum. Í þeim tölum er tekið tillit til allra þjónustugjalda sem bankarnir innheimta. Í skýrslu SBV eru 27 algengir þjónustuliðir teknir út og bornir saman við sambærilega þjónustuliði á öðrum Norðurlöndum. Í tilkynn- ingu frá GJ Fjármálaráðgjöf, sem vann skýrsluna fyrir SBV, kemur m.a. fram að fyrirtækið telji villandi að sýna heildarþjónustutekjur sem hlutfall af eignum bankanna þar sem eignir banka geti verið mismunandi af ýmsum ástæðum. Aðferðin sem liggi til grundvallar skýrslu SBV sé einfaldur samanburður í líkingu við verðkannanir sem Neytendasamtök- in geri á ýmiss konar vörum og þjón- ustu. Þá sé ekki rétt að miða við upp- lýsingar frá Moody’s þar sem það sé lánshæfismatsfyrirtæki sem geri ekki skýrslur frá sjónarhóli neyt- enda heldur séu þeirra upplýsingar ætlaðar fjárfestum. Formaður Neytendasamtakanna um þjónustugjöld bankanna Skuldum neytendum skýringar á muninum HLJÓMSVEITIN Voices for peace spilaði í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í fyrrakvöld, en hljóm- sveitin kom hingað til lands til að taka þátt í Vetr- arhátíð í Reykjavík. Tónleikarnir þóttu heppnast vel, en hljómsveitin flytur tónlist sem á rætur sínar að rekja til tónlistararfs kristinna, gyðinga og múslima. Morgunblaðið/Sverrir Raddir friðarins í Hafnarhúsinu JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir umræðu um það hvort taka eigi upp fituskatt á óhollan mat hérlendis stutt á veg komna. Hug- myndin hafi komið upp en ekki hlotið hljómgrunn. Bresk stjórnvöld íhuga nú að taka upp slíkan skatt. „Þetta hefur nú ekki verið mikið rætt hér á landi en þó hefur mann- eldisráð velt upp hugmyndum í mín eyru um skatt á sykur eða gos- drykki. Þær hafa ekki hlotið miklar undirtektir, í það minnsta ekki hjá iðnaðinum. Umræðan hefur verið takmörkuð hér á landi en fer vaxandi á alþjóðavettvangi. Nú er í vinnslu álit hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni sem miðar að því að ná samstöðu um það til dæmis að þjóðir hugi að skattlagningu á vörur sem leiða til offitu. Í þessu fel- ast engin fyrirmæli um að ríki eigi að taka upp slíkar reglur enda hefur stofnunin ekki boðvald yfir ein- stökum ríkjum. Það er ástæða að mínu mati til að hafa áhyggjur af því heilbrigðis- vandamáli sem offitan er og hvetja fólk til að forðast hana eftir megni. Hvort á að grípa inn í það með skatt- lagningu er umræða sem á langt í land hér á landi. En vandamálið er fyrir hendi,“ segir Jón og bendir á að biðlistar séu í aðgerðir vegna offitu á Landspítala. „Offita getur leitt til annarra sjúkdóma, m.a. sykursýki, sem eru mjög erfiðir og kostnaðar- samir fyrir þjóðfélagið, fyrir utan þær hörmungar sem þeir valda sjúk- lingum og aðstandendum.“ Ráðherra um fituskatt á óhollan mat Umræðan skammt á veg komin hérlendis ÖKUMAÐUR og farþegi slösuðust þegar bíll þeirra valt á Suðurlands- vegi rétt við Litlu kaffistofuna um kl 2:30 aðfaranótt laugardags. Hinir slösuðu voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeildina í Fossvogi, en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg, að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins. Bíllinn var tals- vert skemmdur og var dreginn af vettvangi með kranabíl. Tveir slas- aðir í bílveltu MINNINGARATHÖFN um háhyrn- inginn Keikó fór fram í fyrrakvöld í sædýrasafninu í Newport í Oregon í Bandaríkjunum þar sem Keikó var um árabil áður en hann var fluttur til Íslands árið 1998. Um 700 manns, flestir eldra fólk, komu saman og kveiktu á kertum. Prest- ur flutti ávarp og ljóð voru lesin og síðan var sýndur hluti úr vænt- anlegri heimildarmynd sem Free Willy-Keiko stofnunin ætlar að gefa út í haust og sýnir m.a. Keikó á sundi í hafinu við Vestmannaeyjar. Steve Brown, dýralæknir, sem vann með Keikó í Newport og á Ís- landi, sagði að fólk hefði myndað óvenjuleg tengsl við Keikó og hann hefði að sama skapi hænst að fólki. Og presturinn Thomas Chatterton sagði, að Keikó hefði ekki verið mennskur „en hann var samt einn af okkur. Milljónum manna þótti vænt um hann“. Keikó naut mikilla vinsælda með- an hann var í Newport og eitt árið, sem hann var þar, komu 1,3 millj- ónir manna í sædýrasafnið. Sérstök laug var smíðuð fyrir Keikó en þar synda nú hákarlar og fleiri fiskar. Keikó synti frá Vestmannaeyjum til Noregs árið 2002 og drapst þar í desember á síðasta ári, líklega af völdum lungnabólgu. Hann var þá talinn vera 26 ára. Minningarat- höfn um Keikó í Oregon ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.