Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 9
Holtasmára 1 • 201 Kópavogur • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309
Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.langferdir.is
Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00
Velkomin í ævintýraheim
Fe
rð
ab
æk
lin
ga
Ku
on
i
er
að
fin
na
á m
ör
gu
m
be
ns
ín
st
öð
vu
m
ES
SO
Lj
ós
m
yn
d
K
U
O
N
I
Tæland er sannarlega eitt besta
sólarland í heimi þar sem sólin,
sjórinn, gestrisnir heimamenn,
hagstætt verðlag og stórfeng-
legur menningararfur eru ávísun
á einstaka upplifun. Aldrei fyrr
hafa Tælandsferðir verið jafn
hagstæðar.*
Eftirfarandi dagsetningar eru í boði:
28. apríl (2 sæti laus í 2 vikur) • 5. maí (uppselt)
• 26. maí (2 sæti laus í 3 vikur) • 2. júní (laus sæti)
NÚ MÖGULEIKI Á 3 VIKUM Á AÐEINS
107.990 KR.
** Verð miðast við tvíbýli á City Beach Resort og staðgreiðslu
ferðakostnaðar innan viku frá bókun.
Ekki er unnt að framlengja dvöl í Tælandi eða í Kaupmannahöfn.
Verðdæmi til Tælands (2 vikur)
Sólarvinin Hua Hin
Frá Íslandi: 89.990 kr. - 2. júní
110.200 kr. - 28. júlí
107.900 kr. - 4. ágúst
Frá Khöfn: 78.900 kr. - 3. júní
84.700 kr. - 29. júlí
82.400 kr. - 5. ágúst
Gleðibærinn Jomtien
Frá Khöfn: 69.600 kr. - 21. apríl
77.700 kr. - 2. júní
83.500 kr. - 28. júlí
Ferð til Phuket og Bangkok
Frá Khöfn: 85.900 kr. - 7. maí
88.200 kr. - 28. maí
89.400 kr. - 13. ágúst
Tvær vikur í sólarparadísinni
Hua Hin í Tælandi fyrir aðeins:
89.990 kr.
á mann** með öllum sköttum!
*Verðdæmi miðast við gengisskr.
12. febrúar 2004. Öll verðdæmi eru verð
á mann í tvíbýli og miðast við
upp gefnar brottfarir.
Íslenskur
fararstjóri
frá 1. apríl
SKÝRA stefnumörkun skortir af
hálfu ríkisins hvað íslenskukennslu
fyrir nýbúa á Íslandi varðar, að mati
Garðars Vilhjálmssonar, fræðslu-
stjóra hjá Eflingu – stéttarfélagi. Í
lögum um útlendinga, sem tóku gildi
í byrjun síðasta árs, var kveðið á um
að útlendingar þyrftu að sitja 150
tíma námskeið í íslensku eða taka
stöðupróf sem sýni þá kunnáttu sem
hljótist af slíku námi, til þess að hægt
sé að veita þeim búsetuleyfi. Til að fá
slíkt leyfi þarf fólk að hafa búið hér á
landi í þrjú ár.
Garðar segir að honum finnist rík-
ið ekki sinna þessu verkefni nógu
vel. „Það er engin stefna í þessu, þeir
samþykkja að setja lög og reglur um
150 stunda nám til að eiga kost á
þessu græna korti, eða óbundna at-
vinnuleyfi, en svo gera þeir ekki ráð
fyrir því hvernig eigi að fjármagna
slíkt, setja engar reglur eða hafa yf-
irleitt neina stefnu í því,“ segir hann.
Menntmálaráðuneytið hafi styrkt
íslenskunám lítillega, en það hafi
aldrei verið neitt markvisst. Starfs-
menntasjóðir stéttarfélaganna hafi
hins vegar stutt þetta nám að miklu
leyti. Erlendir ríkisborgarar sem
starfi hér á landi geti sóst eftir styrk,
eins og fyrir hvert annað starfsnám
til síns stéttarfélags. Þeir geti fengið
allt að 75% af kostnaði námskeiðsins
endurgreidd eða milli 35 og 44 þús-
und krónur á ári, mismunandi eftir
sjóðum.
„Í þeim fræðslusjóðum þar sem
við erum með mikið af opinberum
starfsmönnum í umönnun á spítöl-
unum, sem nota mikið tungumálið,
höfum við jafnvel farið upp í 90%
styrk. Þessu til viðbótar höfum við
verið með sér verkefni hjá Eflingu,
eins og Landnemaskólann, sem er
120 stunda menningartengt ís-
lenskunám þar sem er einnig farið í
réttindi, skyldur og þess háttar,“
segir Garðar. Þá hafi einstök fyrir-
tæki verið styrkt til að standa fyrir
íslenskukennslu innan fyrirtækisins.
„Það er ekki hægt að gefa sér það
að starfsmenntasjóðir stéttarfélaga
muni standa undir því til framtíðar
að kenna útlendingum íslensku, út-
lendingum sem eru fengnir hingað
til lands af atvinnurekendum. Það
þarf að móta þá stefnu hverju sinni,“
segir Garðar.
Ríkisvaldið heldur
að sér höndum
Spurður hvort atvinnuveitendur
eigi að styðja íslenskunám starfs-
manna sinna í auknum mæli, segir
Garðar að þeir komi að fræðslusjóð-
unum með stéttarfélaginu, „en þetta
þarf að vera meira samspil ríkis-
valdsins og þá vinnumarkaðarins.
Það er enginn að segja að við viljum
ekki koma að þessu, enda höfum við
gert það, bæði með beinum peninga-
styrkjum, skipulagt námskeið sjálf
eða í samvinnu við fyrirtækin. En
ríkisvaldið hefur alveg haldið að sér
höndum í þessu, fyrir utan þá smá-
styrki sem þeir veittu í menntmála-
ráðuneyti sem voru nokkrar milljón-
ir hvert ár, en það bara segir ekkert.
Við höfum kallað eftir stefnu stjórn-
valda í þessu en hún hefur a.m.k. að
okkar mati ekki legið alveg skýrt
fyrir,“ segir Garðar.
Þá segist hann telja að stjórnvöld
hafi lítið eftirlit með þessum mála-
flokki, t.d. hafi þau viðurkennt stöðu-
próf sem útlendingar geta tekið hjá
fyrirtækinu Fjölmenningu í stað
þess að taka 150 tíma námskeið í ís-
lensku. Garðar segir að sumir, sem
þó hafi náð stöðuprófinu sé algjör-
lega ófærir um að tjá sig á íslensku
og því hafi Efling ákveðið að hætta
um síðustu áramót að styrkja fólk
fjárhagslega í að taka þessi stöðu-
próf. „Það eru öll einkenni þess að
það hafi lítið verið hugsað til stefnu-
mótunar í þessum málum. Við höfum
síðan verið að reyna að bera okkur
að því að bjarga því sem bjargað
verður og setja undir lekann hér og
þar,“ segir hann.
Skýra stefnu skortir
af hálfu ríkisvaldsins
Starfsmenntasjóðir stéttarfélaganna hafa að stórum
hluta fjármagnað íslenskunám útlendinga
ÞAÐ var þorramatur á boðstólum
hjá Samhjálp á föstudag en þá var
haldið upp á það að stuðningsheim-
ili þeirra á Miklubraut 20 var
tveggja ára og heimilið að Miklu-
braut 18 hálfs árs.
Þorramaturinn, sem boðið var
upp á í samvinnu við Sláturfélag
Suðurlands rann ljúflega niður og
mátti sjá rófustöppu, lifrarpylsu og
aðra þjóðlega rétti á diskum þeirra
sem komu til að fagna afmælinu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þorramatur hjá Samhjálp
UMSÓKN Atlantsolíu um undan-
þágu til dísilolíusölu í Hafnarfirði
verður tekin fyrir á fundi heilbrigð-
isnefndar Hafnarfjarðar- og Kópa-
vogssvæðis á mánudag. Atlantsolía
hefur ekki starfsleyfi til sölu á dísil-
olíu til almennings en óskar eftir
undanþágu til að geta haldið sölunni
áfram í fimm vikur, eða þar til fram-
kvæmdum við bensínstöð fyrirtæk-
isins lýkur.
Umhverfisráðuneytið hafnaði í
desember sl. ósk fyrirtækisins um
undanþágu frá ákvæðum um starfs-
leyfi. Með umsókninni nú vill Atl-
antsolía ítreka nauðsyn þess að und-
anþágan sé veitt.
Ósk Atlants-
olíu tekin fyrir
á mánudag
LANDLÆKNIR hefur gefið út til-
mæli til sjúkrahúsa, heilbrigðis-
stofnana, heilsugæslustöðva og
læknastofa þar sem ítrekað er að
ekki skuli nota tölvupóst við send-
ingu á sjúkraskrám eða öðrum við-
kvæmum upplýsingum þar til komið
hafi verið á sérstökum öruggum
flutningsleiðum fyrir rafræn skila-
boð. Von er á íslensku heilbrigðis-
neti innan fárra ára þar sem heil-
brigðisstofnanir verða tengdar sín á
milli með mun meira öryggi en er í
dag.
Í tilmælum landlæknis segir að
eftir sem áður sé ekkert því til fyrir-
stöðu að tímapantanir eða almennar
upplýsingar frá lækni til sjúklings
eða tímapantanir sjúklings fari fram
um tölvupóst, svo fremi sem sjúk-
lingi sé ljóst að ekki sé hægt að
tryggja öryggi slíkra boðskipta full-
komlega.
Að sögn Matthíasar Halldórs-
sonar aðstoðarlandlæknis er ekki
vitað til þess að viðkvæmar upplýs-
ingar um sjúklinga hafi lekið út eða
hvort eða hversu mikið er um að fólk
sendi upplýsingar á borð við sjúkra-
skrár með tölvupósti.
Landlæknir um notkun tölvupósts
Má ekki innihalda við-
kvæm heilsufarsgögn