Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 11
Ummæli vikunnar ’Hún er enn að minnka og rof-ferillinn, frá því að gosi lauk sumarið 1967, er mjög jafn.‘Sveinn P. Jakobsson jarðfræðingur um Surtsey, sem verður að líkindum aðeins 0,4 km² móbergskjarni eftir 120 ár. ’Menn hafa sagt að börnin verðiað fá frí eins og aðrir.‘Þorlákur Björnsson formaður leik- skólaráðs Reykjavíkur, um samfelld frí leikskólabarna. ’Er þarna uppi á reginfjöllumkannski að rísa eitthvert fríríki á Íslandi, fjallaríki?‘Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, í umræðum á þingi um skattgreiðslur starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun. ’[...]undanbrögð í þessu efniverða að sjálfsögðu ekki liðin.‘Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir skattskyldu erlendra starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun ótvíræða. ’Þunglyndi er alvarlegt heil-brigðisvandamál en það fær þrátt fyrir það ekki næga at- hygli, hvorki frá heilbrigðisyf- irvöldum né læknum.‘Dr. Norman Sartoriussegir að aðeins einn af hverjum sextán þunglyndissjúklingum fái rétta meðferð. ’Íslenskt lambakjöt og íslensk-ur fiskur eru frábært hráefni. Annað sem ég held mikið upp á er íslenskt skyr. Það er alveg magnað.‘Jeff Tunks , einn listakokkanna í dóm- nefnd Food & Fun keppninnar. ’Ég átta mig á því að í augummargra utan Bandaríkjanna virkar Bush forseti áreiðanlega oft sem frekar framandi vera.‘David Frum , fyrrverandi ræðuritari George W. Bush. ’Múrinn sviptir þúsundir Pal-estínumanna aðgangi að brýn- ustu nauðsynjum eins og vatni, heilsugæslu og menntun og kemur einnig í veg fyrir að þeir geti framfleytt sér með jarð- yrkju eða annarri atvinnu.‘Alþjóðanefnd Rauða krossins vék frá hlut- leysisreglu sinni í harðorðri yfirlýsingu. ’Hann er líka ótrúlega kaldurþví hann hringir alltaf beint í toppana en talar aldrei við nein- ar undirtyllur.‘Kristín Hálfdánardóttir , móðir tónleika- haldarans Gunnars Atla Gunnarssonar á Ísafirði. Hann er nemandi í 10. bekk og skipuleggur allt úr í hörgul, nema þá helst herbergið sitt. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 11 Hver drap Jesús? er yfirskrift greinareftir Jon Meacham um nýjustukvikmynd Mel Gibson, „The Passionof the Christ“, um síðustu 12klukkustundirnar í lífi Jesú í tíma- ritinu Newsweek. Titill greinarinnar vísar til gagnrýni á að ýtt sé undir að gyðingar séu ábyrg- ir fyrir krossfestingu Jesú í myndinni. Fyrir frumsýningu hefur stórmyndin Píslarsaga Krists því orðið ein umdeildra Kristsmynda í nútíman- um. Eins og kemur fram í grein undir yfirskriftinni „Vandamál raunsæisins“ á vef The Economist er þar engum miðlungsmyndum að líkjast. Skemmst er frá því að segja að greinarhöfundur heldur því fram að lengst af hafi Kristsmyndir ekki náð að skapa sannfærandi mynd af uppreisnarmannin- um Jesú. Hver átakalausa biblíumyndin hafi fylgt annarri frá kvikmynd Sidney Olcott „Frá jötunni á krossinn“ frá árinu 1912 fram á okkar daga. Að- eins fáar stórmyndir á borð við „Síðustu freist- ingu Jesú Krists“ eftir Martin Scorsese hafi náð að skapa trúverðuga mynd af frelsaranum. Allar hafi þessar Kristsmyndir verið umdeildar rétt eins og mynd Gibson. Píslarsagan var vart fullfrágengin þegar gyð- ingasamtök lýstu yfir áhyggjum sínum af því að ýtt væri undir gyðingahatur í myndinni. Eugene Korn frá Réttindasamtökum gyðinga í Banda- ríkjunum tók sérstaklega fram eftir að hafa séð kvikmyndina að ekki væri aðeins um ósamkomu- lag á milli gyðinga og Gibsons að ræða. „Margir guðfræðilega upplýstir kaþólikkar og mótmæl- endur hafa látið í ljós áhyggjur af gyðingahatri og því að þessi kvikmynd gæti eyðilagt áratuga góðan árangur í samskiptum á milli trúarstefna,“ er haft eftir honum á síðum Morgunblaðsins í nóvemberbyrjun 2003. Gagnrýnin magnaðist enn þegar haft var eftir Hutton Gibson, föður Gibsons, í útvarpsviðtali á útvarpsstöðinni WSNR að ólíklegt væri að jafn margir gyðingar hefðu látið lífið í helförinni og látið hefði verið í veðri vaka. „Þetta er kannski ekki allt uppspuni en mestallt,“ sagði Hutton í viðtalinu og bætti við að ekki hefði verið hægt að brenna jafn marga í Auschwitz og öðrum útrým- ingarbúðum og haldið hafi verið fram. Gibson ásakaði fjölmiðla fyrir að misnota föður sinn í sjónvarpsviðtali á sjónvarpsstöðinni ABC um miðjan febrúar. Við sama tækifæri sagðist hann trúa því að til hefðu verið útrýmingarbúðir þar sem varnarlausir og saklausir gyðingar hefðu hlotið grimmilegan dauðdaga á valdatíma nasista. Óhugnanleg grimmdarverk hefðu verið framin á gyðingum á valdatíma Hitlers í Þýskalandi. Orð páfa dregin til baka Fjölmargir hafa lofað kvikmyndina fyrir feg- urð og nákvæma framsetningu. Fréttir um að Jó- hannes Páll páfi II hefði lokið lofsorði um mynd- ina gengu eins og eldur í sinu um allan hinn vestræna heim í byrjun desember. The New York Times segir að fulltrúi frá framleiðandanum hafi afhent Stanislaw Dziwisz, erkibiskupi og rit- ara páfa, eintak af myndinni föstudaginn 5. des- ember sl. Páfinn og Dziwisz hefðu horft á mynd- ina í einkaíbúð páfa einhvern tíma um helgina. Dziwisz hefði í framhaldi af því haft eftir páfa um framsetningu Píslarsögunnar í myndinni: „Þetta er eins og þetta var“ og um myndina að hún væri „ótrúleg“ í jákvæðri merkingu þess orðs. Fréttirnar um ummæli páfa voru formlega dregnar til baka af Vatíkaninu um mánuði síðar. „Páfinn hefur séð myndina en hann leggur ekki í vana sinn að tjá sig opinberlega um listaverk,“ sagði einfaldlega í fréttatilkynningu frá Vatík- aninu. Háttsettur embættismaður í Vatíkaninu lét í því sambandi þau orð falla að hann hefði ástæðu til að ætla að rétt hefði verið haft eftir páfanum. Hins vegar hafi Vatíkaninu ekki líkað hvernig ummælunum var slegið upp í fjölmiðlum. Á sérstakri sýningu í Vatíkaninu í desember var hins vegar gerður góður rómur að myndinni. Eins og áður segir er framsetning Gibsons gagnrýnd í nýjasta tölublaði Newsweek. Grein- arhöfundur gagnrýnir m.a. Gibson fyrir að líta svo á að með gyðingum eigi Jesús alltaf við alla gyðinga. Óttuðust byltingu á versta tíma Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur tekur undir með Jon Meacham, greinarhöfundi Newsweek, um að með gyðingum eigi Jesús að- eins við vissa guðfræðistefnu innan gyðingdóms- ins – tengdri gyðinga-elítunni í musterinu. „Við megum ekki gleyma því að á tímum Jesú til- heyrðu gyðingdómnum margir hópar. Jesús á ekki við alla gyðinga þegar hann í Jóhannesar- guðspjalli segir andstæðinga sína úr hópi gyðinga eiga djöfulinn að föður. Ef hann ætti við alla gyð- inga væru hans eigin lærisveinar m.a. meðtaldir. Þeir voru náttúrlega allir gyðingar. Þvert á móti átti hann aðeins við fylgismenn vissrar guðfræði- stefnu í musterinu,“ segir Sigurjón Árni. Hann minnir á að nútíma gyðingdómur hafi ekki byrjað að þróast fyrr en eftir uppreisn gyð- inga gegn Rómverjum sem barin var niður 70 eft- ir Krist. „Ólíkir hópar tókust á um hverjir væru sannir fulltrúar gyðingdómsins. Kristindómurinn varð undir í þeirri baráttu. Sú stefna sem farísear eru fulltrúar fyrir fór með sigur af hólmi. Með þeim tók gyðingdómurinn að þróast að vissu leyti í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag, þ.e.a.s. um 135 til 200 eftir Krist. Það er ekki far- ið að tala um gyðinga sem sérstakan kynstofn fyrr en á 19. öld. Fram að þeim tíma er gyð- ingdómurinn ætíð skilinn sem trúarsamfélag.“ Sigurjón Árni tekur ekki undir gagnrýni Newsweek á að Mel Gibson taki guðspjöllin of trúanleg í kvikmyndinni. „Að halda því fram að sannleikurinn sé allt annar heldur en kemur fram í guðspjöllunum hefur verið í tísku allt frá því að Reimarus skrifaði bók sína einhvern tíma á 17. öld. Þar er því m.a. haldið fram að lærisveinarnir hafi rænt líki Jesú og falið þar til ekki var lengur hægt að þekkja hann. Þá fyrst hafi þeir byrjað að boða Jesúm upprisinn og stofna kirkju sem hafði lítið að gera með boðskap Jesú. Reimarus hélt því fram að guðspjöllin kenndu allt annað en Jesús hafði sjálfur boðað. Þessar fullyrðingar hafa ekki reynst haldbærar,“ segir hann. „Að sjálfsögðu hafa höfundar og ritunartími einhver áhrif á útkomu guðspjallanna eins og annarra texta,“ viðurkennir Sigurjón Árni. „Hins vegar er ekki þar með sagt að þó einhver blæ- brigðamunur sé á lýsingu fjögurra fréttamanna af fréttnæmum atburði eins og árekstri hafi at- burðurinn ekki orðið og grundvallarstaðreynd- irnar séu ekki réttar. Í frásögum af sögulegum atburðum eigum við í fæstum tilfellum jafn mikið af texta jafn nálægt atburðunum og um kross- festinguna og upprisuna. Því virðist flest benda til þess að óhætt sé að taka grundvallaratriði guðspjallanna trúanleg eins og m.a. hefur verið staðfest í sagnfræðilegum samanburði á réttar- höldunum yfir Jesú eins og þeim er lýst í guð- spjöllunum og réttarkerfinu eins og því er lýst í rómverskum heimildum.“ Sigurjón Árni segist búast við að soðið hafi uppúr þegar Jesús hreinsaði til í musterinu og hótaði að rífa það niður. „Við skulum ekki gleyma því að musterið var miðstöð gyðingdómsins og efnahagslega mjög sterkt. Það var næstum því eins og Seðlabanki þess tíma. Þangað komu píla- grímar alls staðar að úr heiminum og skapaði það mikla veltu fyrir musterið. Pílagrímarnir þurftu m.a. að skipta rómverskum peningum í gildandi mynt musterisins. Auk þess borguðu margir gyð- ingar hálfgerða tíund til musterisins o.s.frv. Þarna var gríðarlegt peningakerfi í gangi og fórnir færðar í svo stríðum straumum að sér- stakar rennur þurfti til að blóðið úr fórnardýr- unum gæti runnið í burtu. Jesús gerði alvarlega atlögu að musterinu með boðskap sínum, t.d. um fyrirgefningu syndanna. Ef guð veitti fyrirgefn- ingu væru allar fórnir ónauðsynlegar. Musterið væri heldur ekki nauðsynlegt því fólk gæti til- beðið guð alls staðar. Boðskapur Jesú olli því miklum titringi og kom á versta tíma fyrir Róm- verja – á meðan borgin var full af pílagrímum rétt fyrir páskana, þ.e. þegar gyðingar minntust frelsunarinnar frá Egyptalandi. Þeir töldu sig því knúna til að grípa til sinna ráða til að forðast byltingu.“ Allt mannkynið sekt Sigurjón Árni segir misskilning felast í því að gyðingar beri ábyrgð á dauða Jesú. „Sagnfræði- lega báru stjórnvöld í landinu ábyrgð á dauða Jesú. Þar sem gyðingleg stjórnvöld máttu ekki kveða upp dauðadóm féll það í hlut rómverskra yfirvalda sem Ponteus Pílatus var fulltrúi fyrir að kveða upp dóminn. Guðfræðilega túlkunin er að allir menn séu ábyrgir á dauða Jesú. Það kemur skýrt fram í boðun Nýja testamentisins að Jesús lét lífið fyrir alla menn. Þannig erum við öll ábyrg en ekki einhver einn afmarkaður hópur,“ segir Sigurjón Árni. Spurningunni er svarað með ít- arlegri hætti í nýútkomnu rit eftir hann „Kristin siðfræði í sögu og samtíð“ (bls. 241). Kvikmyndin „The Passion of the Christ“ verð- ur frumsýnd í Bandaríkjunum 25. febrúar og á Íslandi um páskana. James Caviezel (Thin Red Line, Count of Monte Christo) fer með hlutverk Jesú í myndinni. Alls koma um 1.000 manns fram í myndinni. Guð og Gibson Nýjasta kvikmynd Mel Gibsons hefur ekki aðeins vakið óskipta athygli kvik- myndaáhugafólks vestra. Píslarsaga Gibsons hefur kallað fram á varir nú- tímamanna 2000 ára gamla spurn- ingu um hver raunverulega beri ábyrgð á dauða Jesú Krists. Anna G. Ólafsdóttir velti myndinni og spurn- ingunni fyrir sér. Píslarsagan verður frumsýnd um páskana á Íslandi. Píslarsagan lýsir ótrúlegum þjáningum Jesú Krists síðustu 12 stundirnar. ago@mbl.is ÍSRAELSKUR hermaður opnar hér hlið á aðskilnaðarmúrnum fyrir palestínskum börnum á leið úr skóla sínum á Vesturbakkanum til heimabæjar sín sem nú fellur innan marka Ísraelsríkis. Múrinn var reistur til að skilja Ísrael frá Vest- urbakkanum og tekur Alþjóðadóm- stólinn í Haag á þriðjudag afstöðu til þess hvort hann teljist brot á al- þjóðalögum. Reuters Á leið úr skólanum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.