Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 14
fyrir nemendur og þar sem metnaður og skuldbinding er bæði mikil og almenn og inntökukröfur ákveðnari. „Það hefur margoft sýnt sig að nemendur geta veitt hver öðr- um mikilvæga örvun og hvatningu í náminu. Ef nemendasamfélagið er öflugt þá læra menn meira. Þar sem skuldbindingin er meiri og almenn- ari verður samfélag nemendanna einfaldlega akademískara.“ Nemendur sitja eftir Rúnar segir athyglisvert að Há- skóli Íslands hafi verið að styrkjast undanfarin ár að því er varðar hæfni og árangur kennaranna. Á sama tíma hafi ekki verið hugað að styrk- ingu nemendaþáttarins eins og ástæða væri til. „Til að mynda erum við jafn opin öllum stúdentum og áður, þótt for- sendurnar fyrir gamla opna þjóð- skólanum hafi breyst. Nú eru tíu ís- lenskir skólar að bjóða kennslu á háskólastigi. Mér sýnist það kalla á endurskoðun á þessari gömlu stefnu. Ýmiss konar annan sveigjanleika í námi nemenda Háskólans mætti nefna sem ástæða væri að huga nán- ar að. Almennt eru ekki ákvæði um lágmarks einingafjölda nemenda í námi á hverju misseri. Reglur um hámarkslengd náms eru almennt rúmar og hægt að fá undanþágur frá þeim. Þótt þessi sveigjanleiki hafi vissulega kosti gagnvart nemendum, sem ekki geta skuldbundið sig að fullu í námi vegna ýmissa aðstæðna, má á móti nefna faglega og rekstr- arlega ókosti. “ Háskólanum hefur gengið illa að fá greitt fyrir alla nemendur sem þreyta próf við skólann, að sögn Rúnars. Í kennslusamningi Háskól- ans og menntamálaráðuneytisins fyrir grunnnámið í skólanum er sett þak á greiðslur fyrir fjölda námsein- inga sem nemendur mega taka til prófs. Á sama tíma hafi Háskólinn ekki heimildir til að takmarka fjölda nemenda sem skrá sig og þreyta próf. „Háskólinn hefur reynt að fá þennan mismun greiddan sérstak- lega, en það hefur gengið erfiðlega. Kennslusamningurinn býður ekki upp á meira. Við bætist að sú launa- stika (föst meðallaun) sem miðað er við í reiknilíkani kennslusamnings- ins er lægri en föst meðallaun sem greidd eru í Háskólanum samkvæmt kjarasamningum. Þá er ekki tekið nægilegt tillit til þess aukakostnaðar sem Háskólinn hefur af rekstri ým- issa lítilla námsleiða með tiltölulega fáum nemendum. Það blasir við að þessa hluti verður að lagfæra til að styrkja rekstur grunnnámsins í Há- skólanum.“ Meira framhaldsnám Það er mat Rúnars að Háskóli Ís- lands verði að leggja aukna áherslu á framhaldsnám, þótt það kunni að verða á kostnað umfangs í grunn- námi. Sé opin leið inn í grunnnámið geti það dregið úr möguleikum til uppbyggingar kennslu á framhalds- stigi, vegna þess að námseiningar sem Háskólinn fær greitt fyrir eru fastar eins og málum er nú háttað. „Sérstaða Háskóla Íslands er fólg- in í hinu almenna framhaldsnámi, þótt við séum einnig með margar greinar í grunnnámi sem enginn annar kennir hér á landi. En það er auðvitað viðkvæmt mál að draga saman í grunnnáminu og pólitísk sjónarmið á kreiki sem styðja óbreytt ástand.“ Hvað varðar hlutfall lítilla bekkja í HÍ, samanborið við erlendu rann- sóknaháskólana, segir Rúnar að það sé ekki auðvelt að nálgast upplýsing- ar um samsetningu og stærð bekkja í HÍ. Þó eru vísbendingar um að stórir bekkir séu hlutfallslega fleiri í HÍ en í erlendu rannsóknaháskólunum. Rúnar segir það viðbrögð deildanna við versnandi fjárhag undanfarin misseri að stækka fyrirlestrahópana og fella niður eða fresta fámennari valnámskeiðum, sem sé miður. Skilvirkni nemenda í námi er einn- ig töluvert lægri í Háskóla Íslands en í alþjóðlegu samanburðarskólun- um. Skilvirknin er mæld með því að athuga hve stór hluti nemenda er í sem svarar fullu námi. Í alþjóðlegu einkareknu rannsóknaháskólunum er hlutfallið 90–95%, í opinberu al- þjóðlegu rannsóknaháskólunum 85– 90%, en 65,4% í Háskóla Íslands. Stefnt að rannsóknaháskóla Hlutfall kennara, það er prófess- ora, dósenta og lektora, með dokt- orspróf er 66% í Háskóla Íslands, sem er mun lægra en í virtum alþjóð- legum rannsóknaháskólum. Rúnar athugaði einnig hlutfall þeirra kenn- ara sem hafa fengið birtar fræðileg- ar ritsmíðar á alþjóðlega viður- kenndum vettvangi. Hann vann meðal annars upp úr gögnum ISI (Institute for Scientific Information) og fékk út að 69% kennara HÍ hafi birt fræðilegar ritsmíðar á viður- kenndum alþjóðlegum vettvangi. Rúnar segir þetta hlutfall hafa hækkað verulega á undanförnum ár- um. „Þróunin er öll í rétta átt varðandi kennarana,“ segir Rúnar. „En það þarf einnig að huga að námsþætti háskólastarfsins á komandi misser- um og árum, ekki einasta inntöku- kröfum, heldur einnig námsfram- vindu nemenda, smækkun námshópa og meira návígi nemenda og kennara. En til þess þarf meðal annars að fjölga fastráðnum kenn- urum.“ Rúnar segir að töluvert vanti upp á að Háskóli Íslands uppfylli kjör- mynd um alþjóðlegan rannsóknahá- skóla. „Hann hefur samt mikla sér- stöðu meðal skóla á háskólastigi hérlendis. Rannsóknaháskóli er fjöl- sviða og býður bæði upp á ýmiss konar fræðilegt og „praktískt“ nám. Það er enginn annar skóli hérlendis sem nálgast HÍ að umfangi. Í Há- skóla Íslands eru 11 deildir og 206 námsleiðir, 399 fastráðnir kennarar, auk aðjúnkta og stundakennara. Í fyrra haust voru við skólann 9.012 nemendur, þar af 570 erlendir stúd- entar frá 60 þjóðum. Það er mun al- gengara að kennarar HÍ fari utan í rannsóknaleyfi við kennslu- eða rannsóknastofnanir en kennarar annarra íslenskra skóla á háskóla- stigi. HÍ hefur einnig sérstöðu hvað varðar hlutfall kennara með doktors- menntun og birtingu rannsóknarit- verka. Eins og áður hefur komið fram setur Háskólinn sér það mark- mið að vera rannsóknaháskóli þjóð- arinnar er standist alþjóðlegan sam- anburð og er það skýrt tekið fram í þróunaráætlun skólans.“ Íslenskir háskólar Rúnar segir að meðal íslenskra skóla á háskólastigi komi HÍ ekki sérlega vel út þegar horft er til nem- endatengdra gæðavísa. Þó séu til- tölulega fáir virkir nemendur í HÍ á hvert stöðugildi fastra kennara (lektora, dósenta og prófessora). Raunar sé einungis Kennaraháskól- inn með færri virka nemendur á stöðugildi kennara. Einkaháskólarn- ir raða sér í efstu þrjú sætin, með flesta nemendur á stöðugildi kenn- ara. Rúnar bendir á að Háskólinn í Reykjavík og Viðskiptaháskólinn á Bifröst hafi einkum einbeitt sér að viðskiptatengdu námi sem sé líklegt til vinsælda meðal nemenda. Nám af því tagi krefjist ekki lítilla nemenda- hópa í sama mæli og verklegt nám og rannsóknatengt nám. Það geti því verið rekstrarlega hagkvæmara en nám sem krefst lítilla námshópa. Þegar litið er til skilvirkni nemenda í íslensku skólunum er staðan áber- andi best í Listaháskólanum, sem Rúnar segir að megi skýra með mun strangari inntökuskilyrðum þar en annars staðar. Nemendur í Háskóla Íslands eru hins vegar með næst lægstu skilvirknina í námi, aðeins í Kennaraháskólanum er hún lægri. „Þessari stöðu Háskólans er hægt að breyta á tiltölulega skömmum tíma ef það er vilji til þess. Meðan Háskóli Íslands er jafn opinn og býð- ur nemendum jafn mikinn sveigjan- leika í námsframvindu og nú koma niðurstöður af þessu tagi ekki á óvart,“ segir Rúnar. Hann segir að skýra megi útkomu Kennaraháskól- ans að hluta með því að hann sé mesti fjarnámsskóli landsins. Það verði seint hægt að búast við fullum námsafköstum í fjarnámi, enda sé það oft skilgreint sem hlutanám. Skortur á aðhaldi og stefnu Rúnar segir mikilvægt að hver há- skóli setji sér raunhæf markmið og hugi vandlega að faglegum forsend- um varðandi námsleiðir og námsstig sem boðið er upp á (grunnnám eða framhaldsnám), svo og rannsóknir. „Skóla má flokka eftir því hvort þeir hafa grunnám að uppistöðu, eða hafa grunnám og framhaldsnám auk almenns rannsóknastarfs í öllum deildum. Í alþjóðlegri háskólaum- ræðu kallast fyrri tegundin „college“ eða grunnháskóli og sú síðari „uni- versity“ eða rannsóknaháskóli. Þá má einnig flokka skóla eftir því hvort þeir eru sérhæfðir (fagháskólar) eða fjölfaglegir. Þegar litið er til alls heimsins er meðal stærð á alþjóðleg- um fjölfaglegum rannsóknaháskóla um 20.000 stúdentar og þjónustu- svæði slíks skóla telur frá 500.000 til einnar milljónar manna. Íslendingar eru innan við 300.000 og það gefur augaleið að ekki er svigrúm fyrir meira en í mesta lagi einn fjölfagleg- an rannsóknaháskóla í landinu ef standa á vel að málum. Nú eru í gildi rúm rammalög um háskóla á Íslandi og skólarnir hafa mikið sjálfstæði um uppbyggingu og þróun náms og rannsókna. Stefna ráðuneytisins hefur verið að leyfa háskólunum að þróast faglega hverj- um með sínum hætti, en bjóða upp á almennt mat á starfsemi háskólanna eftirá. Þrátt fyrir þetta meðvitaða hlutleysi um faglega uppbyggingu háskólanna hafa menntamálaráð- herrar undanfarinna ára aðhyllst einkavæðingu þessa skólastigs með meintri aukinni samkeppni, auk byggðastefnu. Mikið hefur borið á byggðastefnu í háskólaumræðunni hérlendis síðustu misseri, sem bygg- ist á því að háskólar skapa störf, bæði beint og óbeint og því má nota þá til atvinnuuppbyggingar. Hættan sem fólgin er í byggðaum- ræðunni um háskóla er sú að farið verði að líta á háskólastarfsemi sem tæki til að ná markmiðum óskyldum eiginlegu háskólastarfi og þar með gleymist hvers eðlis háskólastarfið er og hvaða forsendur verða að vera fyrir hendi til að rétt sé staðið að því. Einkavæðingar- og samkeppnis- áherslan, sem einnig hefur borið mikið á, gengur útfrá því að nem- endur velji „gott“ nám og hafni „lé- legu“ og veiti þannig aðhald og auki gæði háskólastarfsins. Vandi þessa sjónarhorns er að nemendur hafa í reynd takmarkaðar upplýsingar þegar þeir velja nám. Þannig hafa nemendur litlar sem engar upplýs- ingar um rannsóknaþátt skólastarfs- ins. Þeir hafa líka takmarkaðar upp- lýsingar um lykil gæðaþætti í kennslunni, svo sem um fræðilega þekkingu kennarans á sínu fræða- sviði. Faglegu forsendurnar sem nemendur byggja á við val á námi eru því oft óljósar eða almenns eðlis. Við þetta bætist svo að ýmsar sér- hæfðar námsleiðir eru og verða að- eins í boði í Háskóla Íslands. Til að tryggja gæði kennslustarfs, að ég tali ekki um rannsóknir, þurfa því aðrir þættir að koma til.“ Rúnar telur að menntamálaráðu- neytið þurfi að gegna betur eftirlits- og aðhaldshlutverki sínu í háskóla- málum. Eftirlit ráðuneytisins hafi verið fremur almenns eðlis, stundum nánast formsatriði. Úttektir þess á háskólum og háskóladeildum fram að þessu séu fremur lýsandi, veiti ekki skýra forskrift að lágmarks- kröfum í grunnámi, framhaldsnámi og rannsóknum. Viðmiðanir í úttekt- um séu ekki nægilega samræmdar milli úttektarskýrslna og faglegum frávikum í háskólastarfi ekki fylgt eftir með skýrum viðurlögum af hálfu ráðuneytisins. Rúnar bendir á að ráðuneytið hafi fjögur megin stjórntæki til að gegna faglegu eftirlitshlutverki og aðhaldi: Með rekstrarsamningum við skólana, með birtingu auglýsingar um viðurkenndar námsgráður hvers skóla, með úttektum, sem leggja fag- legt mat á skólastarfið og forsendur þess, og með svonefndum gátlistum gagnvart einkaskólunum. „Ég kalla eftir skýrum viðmiðun- um um gæði háskólastarfs, ákveðnum skilgreiningum á ólíkum háskólum og eðlilegri verkaskipt- ingu á milli þeirra. Í þeirri stefnu- mótunarvinnu ráðuneytisins þarf að viðurkenna Háskóla Íslands sem rannsóknaháskóla allrar þjóðarinnar og sérstaða hans að þessu leyti þarf að vera tryggð,“ segir Rúnar. Breyttar áherslur Háskólans Ástæða er til, að mati Rúnars, að Háskóli Íslands hugi að endurskoð- un þeirrar stefnu að taka nær alla umsækjendur um nám inn í skólann. Hann segist binda vonir við að sam- ræmt stúdentspróf geti fengið sess sem inntökupróf fyrir skóla á há- skólastigi í framtíðinni. „Ég tel líka mikilvægt að Háskóli Íslands auki enn frekar akademískar kröfur til kennara til að efla rann- sóknastarf og rannsóknatengt fram- haldsnám. Styrkur skólans og sér- staða felst í því. Auknar kröfur til kennara þurfa að endurspeglast í framgangi innan skólans. Háskólinn þarf að gera almennar kröfur um doktorsmenntun við ráðningu í störf. Með því væri skólinn að samræma kröfur sínar þeim sem gerðar eru meðal annars í háskólum í Skandin- avíu. Háskólinn þarf einnig að leggja aukna áherslu á fræðastörf á alþjóð- legum vettvangi, að þeir sem birti fræðilegar ritsmíðar á íslensku komi einnig rannsóknum sínum á fram- færi á ritrýndum alþjóðlegum vett- vangi. Ef þetta gengur eftir er bjart framundan í starfsemi Háskóla Ís- lands.“             !"   #$  %# & '"  ()*" !  +  %     ,  #  -.     /0 1  1/  1  10  0      $   3 4 5  3 4 3 4 3 4 3 4 6' 6' 3 4                !!   "     #$    %  $  #$   &  %   ' (&)   &  %           *+  , ( $    ' ( &  &    - ) ' &  %      7'' ) -4  8)9"  . % /     /     *)  ")   &  "* 4  ") #"   :;   < %    :") %    0)* <   #)" )    ="=')    " + ''      "#  >  %  %""% 4 0 0  >   )   )   )  %  @ A"= BC- 0?  7D( 7EB = 7B  = 10 20 10 0  >   )   )   ) (3? (2 2: . < (1? 1(  (1? FG)=     $ ! *  &)    4   5 4 4 6  4 7 8 4 4 9 4 , 4 4 4 9 8 4  4 7 , 4 4 6 5 4 5 4 8 4  4 7 4 9 4 6 4 , 4 5 4 4 4 9  4 7 , 4 4 6 4 4 9 , 4 4 6  4 7 5 4 8 4 4 , 4 4 6 4 4 9  4 7 , 4 5 4 8 4 2(        !    $ &  ( -          !"   #$  %# & '"  ()*" -.  ; $    %     $   %  /     < /   =   $ $> 4    %  $  ?  $   %  4  !    $ 4    $   !  4  $     )  $   - 33 ,  $   $  &)   % $% %  (: (: (: (: (1:1 2 1(2? 2 2 1(1: 1(2: 21( 32(1: 3(1: 3 1(2: 2( 1 3 3 (3: 2( (1:  3(1: (1:  (3: 3( 2( (2:  33( 23( 3   (2: 2( ’ Sérstaða HáskólaÍslands er fólgin í hinu almenna fram- haldsnámi, þótt við séum einnig með margar greinar í grunnnámi sem enginn annar kennir hér á landi. ‘ gudni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.