Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 29 Konudagsblómvöndurinn tilbúinn Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499 Alvöru blómabúð Pör í ástarleikjum á af-skekktum stöðum urðu íátta tilfellum fórnarlömbmorðingja í nágrenniFlórens á árunum 1968 til 1985. Fyrstu morðin voru framin 21. ágúst 1968 og í sex tilfellum af átta voru fórnarlömbin ástleitin ítölsk pör sem lagt höfðu bílum sínum á af- skekktum stað. Í tveimur tilfella er um að ræða frávik frá þessu og urðu tveir ungir, síðhærðir Þjóðverjar til að mynda fórnarlömb morðingjans, eða morðingjanna, 9. september 1983 sem og franskt par, síðustu fórnarlömbin, sem myrt voru í tjaldi sínu 9. september 1985. Í sex af átta tilfellum voru morðin framin á laugardegi sem ýtt hefur undir þær hugmyndir að morðin tengist djöflatrú með einhverjum hætti, enda dagurinn mikilvægur djöflatrúnni. Þá var morðvopnið í öllum tilfellum hið sama, Beretta byssa með hlaupvídd 22, sem aldrei hefur fundist. Í eitt skipti fannst þá sama gerð af hnífi og notaður hafði verið til að skera burt kynfæri einn- ar konunnar, en í sjö tilfellum voru kynfæri fjarlægð og eftir 1981 voru vinnubrögðin orðin svo fagmannleg að spurningar vöknuðu um hvort skurðlæknir gæti átt þar þátt að máli. Hnífurinn fannst á sjúkrahúsi í Suður-Flórens. Í dag er svo jafnvel talið að byssan hafi getað gengið milli manna, að fleiri en einn standi að baki morð- unum og læknir hafi jafnvel verið viðstaddur og séð um kynfæra- skurðin. Enn fremur hafi verið vel greitt fyrir morðin og líkamshlut- arnir notaðir við djöflamessur. Stefano Mele Nú eru liðin 36 ár frá fyrsta morð- inu og ein 19 ár frá því það síðasta var framið og fyrir skemmstu var opnað fyrir þriðju rannsóknina á þessu dularfulla máli. Á sínum tíma var hinn sardiníski Stefano Mele, eiginmaður fyrstu konunnar sem myrt var, handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Sonur þeirra, sem var í aftur- sæti bílsins, slapp hins vegar óskaddaður og var einfaldlega tek- inn úr bílnum og skilinn eftir þar rétt hjá. Að sögn sonarins var faðir hans á morðstaðnum um nóttina í fé- lagi við tvo aðra, hina sardinísku Vinci-bræður sem taldir eru hafa verið fyrrverandi elskhugar hinnar myrtu, en meint ástæða er talin af- brýðisemi. Árið 1993 var annar bræðranna síðan myrtur með því að kveikt var í bíl sem hann var í og sama ár var hjákona hans og sonur hennar myrt á sama hátt. Þessi þrjú morð eru enn óupplýst. Pietro Pacciani Í september 1985, þremur dögum eftir að síðasta morðið var framið, beindist rannsókn lögreglu að bónd- anum Pietro Pacciani, sterkbyggð- um og ofbeldisfullum manni sem hafði myrt kærustu sína og elskhuga hennar á 6. áratugnum eftir að hafa komið að þeim í ástarleik úti á túni. Að sögn Pacciani rann á hann morð- æði þegar hann sá glitta í bert brjóst unnustu sinnar. Pacciani hafði þá einnig hvað eftir annað gerst sekur um kynferðislega misnotkun á báð- um dætrum sínum. Hann eyddi enn fremur drjúgum tíma innan fangels- ismúranna, en hafði alltaf verið laus er morðin voru framin. Í kjölfarið, árið 1989, voru þre- menningarnir frá Sardiníu svo sýkn- aðir af öllum grun og fyrstu rann- sókn í málinu þar með lokið. Önnur rannsókn beindist svo gegn Pacciani sem árið 1994 var dæmdur í lífstíð- arfangelsi. Dómnum var áfrýjað til hæstaréttar, enda margt talið stang- ast á. Gat það virkilega verið að Pacciani bæri einn ábyrgð á öllum þessum morðum? Vanni og Lotti Í janúar 1996 beindist grunur svo einnig að Mario Vanni, póstburðar- manni í San Casciano. Vanni og Pacciani voru að sögn þess fyrr- nefnda kunningjar og snæddu oft saman. Hann var handtekinn mán- uði áður en Pacciani var látinn laus, en til hans hafði sést á barnum þar sem Pia Rontini, eitt fórnarlamb- anna, vann, daginn áður en hún var myrt. Hinn 20. maí 1997 voru Vanni og Giancarlo Lotti, vinur Vannis og Paccianis, síðan ákærðir fyrir að bera ábyrgð á morðum fimm hinna átta para og 24. mars 1998 var Vanni dæmdur í lífstíðarfangelsi en Lotti til 30 ára fangelsisvistar. Í réttar- höldunum var m.a. stuðst við vitn- isburð vændiskonu nokkurrar, en fé- lagarnir þrír höfðu allir nýtt sér þjónustu hennar, og sagði hún sam- töl þeirra hafa skýrlega bent til að þeir tengdust morðunum. Lotti lést úr lifrarkrabba um páskana 2002. Hinn 22. febrúar 1998 fannst Pacciani síðan látinn á heimili sínu og virtist dánarorsök vera hjarta- áfall. Lögfræðingur Paccianis er þó á öðru máli og telur skjólstæðing sinn hafa verið myrtan. Þeir hafi hist tveimur dögum fyrir andlát Paccian- is sem hafi þá verið við góða heilsu. Pacciani hafi þá enn fremur látið þau orð falla að hann ætlaði að greina frá vissum atriðum. Orðrómur hefur síðan verið á kreiki um að degi síðar hafi ókunnug kona heimsótt Pacci- ani og á hún að hafa eitrað fyrir hon- um. Lyf fundust þá á heimili Pacci- anis sem hann var ekki vanur að taka og eftir andlát hans kom í ljós að eigur hans voru að andvirði 900 milljóna líra, um 45 milljónir ís- lenskra króna. Hvernig gat smá- bóndi eignast slíka fjármuni? Pacciani og vinir hans eiga hins vegar að hafa tekið þátt í djöfla- messum á San Casciano-svæðinu. Getur verið að honum hafi verið borgað svo ríkulega fyrir að fremja morðin eða að þegja yfir einhverju sem að hann hafði séð eða jafnvel heyrt? Francesco Narducci Einn anginn á málinu til viðbótar tengist svo lækninum Francesco Narducci sem fannst 9. október 1985, þá 38 ára gamall, látinn í Trasi- meno-vatninu í nágrenni Perugia. Meint dánarorsök var sjálfsmorð, en raddir voru engu að síður uppi um að Narducci hefði vitað of mikið um morðin. Fer nú fram rannsókn á hvort Narducci hafi verið myrtur. Orðrómur var einnig uppi um að líkið hefði verið af öðrum manni og var það m.a. tíu sentimetrum lægra en Narducci. Einnig hefur þótt ein- kennilegt að dánarvottorð Narducc- is gefur 13. október en ekki þann ní- unda sem dánardægur hans. Líkið sem fannst í vatninu var þá aldrei krufið á sínum tíma, Narducci var hins vegar krufinn í júní 2002 og reyndist dánarorsök þá vera af völd- um kyrkingar, auk þess sem lyfja- leifar fundust í líkinu. Enn í dag er fjölskylda Narduccis ekki viss um hvort um slys eða sjálfsmorð hafi verið að ræða. En hvaða sambönd hafði Nard- ucci, sem var frá Perugia, í Toskana? Hann var í sambandi við fyrirtæki í San Casciano, auk þess að hafa átt að hafa verið með læknastofu við hlið apóteksins, læknastofu sem hann leigði af þáverandi apótekara, Francesco Calamandrei. Narducci á þá að hafa stundað djöflamessur í Toskana og kann þannig að hafa þekkt Pacciani. Messurnar eiga að hafa verið haldnar í villu í nágrenni San Casciano og á Narducci að hafa haft hin afskornu kynfæri kvenkyns fórnarlambanna í fórum sínum. Francesco Calamandrei Í janúar 2004 var Francesco Cal- amandrei, apótekseigandinn fyrr- verandi, svo handtekinn, grunaður um aðild að morðunum. Þar með hófst þriðja rannsóknin á morðun- um. Húsleit hafði áður verið gerð hjá honum 1998, en það var ekki fyrr en eftir 13 tíma húsleit nú í janúar að hann var ákærður grunaður um að hafa staðið að baki þeim morðum sem þeir Pacciani, Vanni og Lotti eiga að hafa framið. Fyrrverandi eiginkona Cala- mandrei, sem nú er á geðveikrahæli, ásakaði hann fyrir nokkrum árum um að vera fjöldamorðinginn. Hann neitar hins vegar að þekkja nokkra sem morðunum tengjast utan Mario Vanni, sem bar út póstinn hans. Hann hafi einungis leigt út lækna- stofurnar við hliðina á apótekinu sínu. Auk Calamandrei eru þrír aðr- ir grunaðir um aðild að morðunum í þessari þriðju rannsókn. Áhyggjur yfirvalda í San Casciano Yfirvöld í San Casciano eru mjög óánægð með að bærinn sé nú aftur í umræðunni vegna morðanna. Árið 1996 var blásið til auglýsingaher- ferðar til að auka ferðamanna- straum í San Casciano, en þá komu um 4.000 manns þangað á ári. 2003 hafði sú tala hækkað upp í 100.000 ferðamenn. Óttast bæjaryfirvöld að ímynd bæjarins eigi eftir að bera skaða af ef engar sannanir finnast um aðild fjórmenninganna sem nú tengjast rannsókninni. Faðir Piu Rontini Hin danskættaða Pia Rontini var myrt 29. júlí 1984. Móðir Piu er dönsk og fylgdist fjölskyldan með öllum réttarhöldum í morðmálunum, auk þess að eyða aleigunni í lög- fræðikostnað. Þegar íbúð Rontini- hjónanna var sett á nauðungarupp- boð kom lögreglan þeim til hjálpar og studdi þau fjárhagslega mánaðar- lega eftir það. Rontini, faðir Piu, fékk hjartaáfall fyrir nokkrum árum og lést skammt frá aðalstöðvum lög- reglunnar í Flórens, þangað sem hann hafði verið að sækja fjárhags- aðstoð. Einn lögregluþjónninn sagði við hann sama dag: „Gefðu þig aldr- ei.“ Kvikmyndir tengdar morðunum Morðmálin hafa tvisvar verið hluti af efni í kvikmynd. Thomas Harris, handritshöfundur Hannibal, fylgdist með réttarhöldunum gegn Pietro Pacciani fyrir 7 árum og talið er að hann hafi rætt við Pacciani. Hluti myndarinnar Hannibal var þá tek- inn í Flórens, en þar er samnefnd sögupersóna og fjöldamorðingi lát- inn leita hælis á bókasafni. Einnig fylgdist Dario Argento, ítalskur handritahöfundur og hryllings- myndaleikstjóri með áðurnefndum réttarhöldum og hefur sagst vera að hugleiða að gera kvikmynd um fjöldamorðingjann í Flórens. Haft hefur verið eftir Argento að hann hafi hitt Harris í Róm fyrir 7 árum og sagt við hann að hann teldi að Pacciani ekki hafa verið einn að verki. Að þessu á Harris að hafa hlegið og sagt: „Þið Ítalir hafið alltaf þörf fyrir að einhverjir fleiri séu að baki morðum.“ Enn í dag segist Arg- ento hræddur um að hann hafi á réttu að standa. Að lokum má svo nefna að Roberto Benigni notaði fjöldamorðingjann í Flórens sem hugmynd að aðalhlutverki myndar- innar „Jonny Stecchino“ sem sýnd var í Regnboganum á sínum tíma. Fjöldamorðin í nágrenni Flórens Dularfull og ofbeldisfull morð voru framin í Flórens á Ítalíu á árunum 1968–1985, sem jafnvel hafa verið talin tengjast djöfladýrkun. Morðin hafa aldrei verið fyllilega skýrð en ítalska lög- reglan telur sig nú hafa nýjar vísbendingar í málinu. Bergljót Leifsdóttir rifjar upp málsatvik. Mario Vanni fékk lífstíðardóm. Giancarlo Lotti fékk 30 ára dóm. Morðin 1. morðið var framið miðvikudaginn 21. ágúst 1968. 2. morðið var framið laugardaginn 14. september 1974. 3. morðið var framið laugardaginn 6. júní 1981. 4. morðið var framið fimmtudaginn 22. október 1981. 5. morðið var framið laugardaginn 19. júní 1982. 6. morðið var framið laugardaginn 9. september 1983. 7. morðið var framið laugardaginn 29. júlí 1984. 8. og síðasta morðið var framið laugardaginn 9. september 1985. Lögregla á vett- vangi eftir að skrímslið í Flór- ens hefur látið til skarar skríða. Bóndinn Pietro Pacciani í réttarsalnum árið 1994. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins á Ítalíu. Pasquale Gentilcore, eitt fórnar- lambanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.