Morgunblaðið - 22.02.2004, Side 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 35
SPÆNSKI listamaðurinn Antonio
Hervás Amezcua er staddur hér á
landi í tilefni af opnun myndlist-
arsýningar hans á Kjarvalsstöðum
– en hún er liður í barselónskri
menningarhelgi sem stendur 20.
til 22. febrúar.
Antonio er sérfræðingur í múr-
og veggmyndagerð, auk þess að
hafa sérhæft sig í málaralist og
freskugerð. Á síðustu árum hefur
gætt áhrifa frá Íslandi í verkum
hans, þar sem hann gæðir íslensk
mótíf suðrænum litum og setur
þau í súrrealískan búning.
Tengsl Antonios við Ísland eiga
sér nokkuð sérstæða sögu. Hann
kom hingað til lands vegna
draums sem hann dreymdi aftur
og aftur: Hann var staddur í landi
þar sem reykur steig upp af jörð-
inni. Antonio gerði sér enga grein
fyrir því hvaða land þetta gæti
verið – en hann dreymdi sífellt
sama landslagið.
„Ég fór að teikna og mála þetta
landslag og fólk fór að spyrja mig
hvort ég hefði komið til Íslands,
því þetta væri landslag þaðan. Ég
hafði aldrei komið til Íslands og
vissi nánast ekkert um landið,“
segir Antonio.
Ekki dugðu þó draumarnir til
þess að hann legðist í víking norð-
ur í átt að íshafinu, heldur hélt
hann sínu striki og sýndi í heima-
landi sínu, Bandaríkjunum, Bras-
ilíu, Lúxemborg, Þýskalandi, Finn-
landi og Ísrael.
Bíltúr sem endaði á Íslandi
Það var eftir sýninguna í síðast-
nefnda landinu, árið 1992, sem
hann ákvað að fara til Íslands.
„Það var svo heitt í Ísreal og það
var svo mikill hiti í menningunni
þar,“ segir hann, „að ég ákvað að
fara til lands sem hefði þveröfug
skilyrði.
Það næsta sem ég gerði var að
fara til ræðismanns Íslands í
Barselóna til þess að fá uplýsingar
og hingað kom ég árið 1993 til
þess að ferðast um landið. Ég
dvaldi meðal annars um tíma á
Akureyri, þar sem ég fékk hús-
næði til að vinna og kynntist fjöl-
mörgum listamönnum þar.“
Næsta ferð Antonios til Íslands
var stuttu seinna þegar Hafn-
arfjarðarbær bauð honum að
dvelja í listamannaíbúðinni í
Straumi um nokkurra mánaða
skeið til að vinna og í kjölfarið
hélt hann sýningu í Portinu í
Hafnarfirði.
Þegar svo Sigurður Gísli Pálma-
son tók við stöðu aðalræðismanns
Spánar á Íslandi bauð hann Anton-
io að koma með stóra og glæsilega
sýningu til landsins. Hún var hald-
in í Listhúsinu í Laugardal. En
hvað rekur hann til Íslands núna?
„Ég kynntist tveimur konum,
Guðrúnu Tulinius og móður henn-
ar, þegar þær dvöldu í Barselóna
um tíma. Einn daginn bauð ég
þeim í bíltúr og hafði ákveðinn
áfangastað í huga til að sýna þeim,
en tilviljun réð því að við enduðum
hjá vini mínum, ljóðskáldinu Carl-
es Duarte I Montserrat. Hann
hafði verið að gefa út ljóðabók og
ég sagði við Guðrúnu að hún yrði
bara að þýða hana. Og það gerði
hún. Bókin kemur hér út í tilefni
af barselónsku helginni. Í henni
eru ljóðin á fjórum tungumálum,
katalónsku, íslensku, spænsku og
frönsku, og ég myndskreyti hana.“
Vil upplifa eitthvað sem
ég hef ekki upplifað áður
„Hverju ljóði fylgir tilvitnun og
þú ræður hvort þú lest tilvitnunina
eða ekki – en ef þú gerir það fær
ljóðið aðra merkingu. Það er hægt
að túlka listaverk frá ýmsum sjón-
arhornum. Sýningin mín á Kjar-
valsstöðum er hengd upp á sama
hátt. Við myndirnar hafa ljóðin
verið sett upp og það má segja að
þarna sé verið að sýna samruna
tveggja listforma, myndlistar og
ljóðlistar.“
Fyrir nokkrum árum stofnaði
Antonio listamiðstöðina Fundacion
í Gava í Barselóna. Meiningin er
að hún verði eins konar sam-
skiptamiðstöð íslenskra og
spænskra listamanna og er nú
unnið í því að fá Ríkharð Valt-
ingojer þangað til þess að kenna
stáltintu, nýja tækni sem hann hef-
ur verið að þróa. „Ég vil gjarnan
koma á sambandi við íslenska
listamenn til þess að fá þá til
Barselóna til að vinna um tíma,“
segir hann og ólíklegt að það
verði miklum vandkvæðum bund-
ið. En, svona í lokin, hvert er
þema sýningarinnar?
„Þema sýningarinnar er það
sama og ljóðabókarinnar: Þögnin
– túlkun frá ýmsum sjón-
arhornum. Ég kom ekkert nálægt
því sjálfur að hengja upp sýn-
inguna og skipti mér ekkert af því
hvernig það er gert.
Ég er hins vegar mjög hrifinn af
þeirri leið sem hefur verið valin,
að hengja upp myndirnar og ljóðin
saman.“
Hvers vegna vildirðu ekki
skipta þér af því?
„Ég kom hingað til að upplifa
eitthvað sem ég hef aldrei upp-
lifað áður – og ef það er eitthvað
sem ég hef ekki upplifað áður, þá
er það samruni tveggja list-
greina.“
Dreymdi Ísland ítrekað og málaði það
Antonio Hervás Amezcua, listamaður frá Spáni, sýnir verk sín á Kjarvalsstöðum þessa dagana. Súsanna Svavars-
dóttir ræddi við hann um tengsl hans við Ísland og samruna myndlistar og ljóðlistar á sýningunni á Kjarvalsstöðum.