Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 47

Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 47
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 47 MARGT hefur verið talað og rit- að um kvótakerfið síðan það var tekið upp, í íslenskum sjávarútvegi, og sýnist sitt hverjum. Við getum gengið út frá því, að þeir sem, á sínum tíma fengu úthlutað leyfi til þess að nýta auðlind þjóðarinnar eins og þeir nánast vildu, eru þessu kerfi mjög hlynntir og segja það það besta sem völ er á, bæði til þess að vernda fiski- stofnana og að auka hagkvæmni í rekstri útgerðar. En aftur á móti þeir sem ekki njóta þeirra forrétt- inda að fá úthlutað á hverju ári nokkrum tugum milljóna, af sameiginlegri eign þjóðarinnar (skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar), hafa aðra skoðun og sýn til framkvæmdarinn- ar á kvótakerfinu. Menn geta gefið sér; að ekki verði hróflað við kvótakerfinu. Til þess eru hagsmunasamtökin allt of sterk og virðast, því miður, hafa það sterk ítök og ekkert bendir til að þar verði breyting á. Nú er svo komið að þessi þjóð- areign, sem er fiskurinn í sjónum, er komin í hendurnar á örfáum stórum aðilum og það er nánast ógerlegt fyrir nýja aðila að komast inn í útvegsgeirann. Útgerðaraðilar sem hafa fengið úthlutað veiðiheimildum (án endur- gjalds) að virði margra tuga millj- óna, hafa leigt þennan sama kvóta og sent skip sín til veiða á fjarlæg mið og þannig fjármagnað smíði á nýjum og afkastamiklum skipum. Aðrir hafa byggt upp stórútgerð- arveldi og ber í því sambandi að nefna að kvótaúthlutunin átti stærstan þátt í uppbyggingunni, en dæmi um þetta verður tekið síðar. Að margra áliti stöndum við á tímamótum. En á þessum tímamót- um verðum við að staldra við og ákveða hvernig lífskjörin í þessu landi eiga að vera. Á að verða hér forréttindastétt, sem verður leyft að athafna sig (næstum því að eigin vild), í auðlegð þjóðarinnar, eða ætl- um við að koma upp réttlátara fisk- veiðistjórnunarkerfi og þá um leið að gera mönnum mögulegt að horf- ast í augu við næsta mann og geta sagt: Ég hef komist áfram á eigin forsendum og ágætum en ekki af því að ég fæddist inn í vissan for- réttindahóp. En þannig er veruleik- inn í dag. Kvótakerfið og það sem það hefur gert Margir hafa velt fyrir sér hvert sé hið raunverulega markmið kvóta- kerfisins og hvort það þjóni í raun og veru hagsmunum allrar þjóð- arinnar eða hvort sé verið að þjóna hagsmunum örfárra aðila. Hér á eftir verða talin upp helstu mark- mið þessa umdeilda kerfis:  Upphaflegt markmið kvótakerf- isins var að sjálfsögðu að vernda fiskistofnana við landið og bæta sóknarstjórnunina.  Kvótakerfið átti að vernda byggð í landinu, þannig að smærri byggðarlög yrðu ekki afskipt. Kvótakerfið átti með öðrum orðum að verða eitt verkfæra hinnar svokölluðu byggðastefnu.  Kvótakerfið átti að auka mikið afrakstur fiskimiðanna, allur afli átti að koma að landi og menn áttu að auka sóknina í verðmætari og vannýttar fiskteg- undir. Með því að stýra sókninni átti að verða hagkvæmara að vinna aflann, það átti að auka út- flutningsverðmæti aflans og mikil hagkvæmni átti að nást við vinnslu hans. En hver varð raunin? Náðist að uppfylla þær væntingar, sem voru gerðar til fiskveiðistjórnunarinnar og hver varð svo fórnarkostnaður- inn? Að hluta til verður að viðurkenn- ast að það hefur tekist að vernda fiskistofnana gegn ofveiði (þótt ekki séu fiskifræðingar sammála um það), því tekist hefur að mestu leyti að koma í veg fyrir ofveiði á helstu fiskistofnum landsins. Þá er ekki beinlínis hægt að segja að kvóta- kerfið sjálft hafi brugðist, heldur er það útfærslan á því sem hefur verið hvað alvarlegust og meðal annars orðið til þess að heilu byggðarlögin eru að leggjast í auðn. En hefur tekist að bæta sókn- arstjórnunina og nýtingu aflans? Að hluta til hefur sóknarstjórnunin verið bætt, en á öllum málum eru tvær hliðar. Sem dæmi má nefna skip sem á lítinn kvóta eftir af einni fiskitegund, þar er reynt að forðast þau fiskimið, þar sem eru líkur á að sú fiskitegund haldi sig, en ef þann- ig vill til að umrædd tegund slæðist með í veiðarfærin er þessari fisk- tegund bara hent í hafið aftur til þess að hún komi ekki til frádráttar þeim litla kvóta sem eftir er. Und- irritaður var mörg ár til sjós og aldrei upplifði ég það að aðeins ein fisktegund kæmi í trollið eða þá að fiskurinn bærist eftir fyrirfram gerðri pöntun. Það er á margra vit- orði að vegna þess hvernig verðlag- ið er á fiski, koma netaveiðibátar aðeins með fisk að landi, sem er lif- andi þegar hann kemur inn fyrir borðstokkinn, að öðrum kosti er hann of verðlítill. Það verður að ná hámarksverði fyrir hvert kíló af kvótanum og þar af leiðandi er dauðum fiski bara hent aftur í sjó- inn. Hvernig sem á því stendur þá er ekki lengur landað tveggja nátta fiski. Hefur kvótakerfið orðið til þess að þjappa saman byggð í landinu og vernda þau þau byggðarlög, sem hafa staðið höllum fæti gagnvart stærri byggðarlögum? Ekki er nokkur vafi á því að kvótinn hefur beint og óbeint orðið til þess að margar byggðir þessa lands eru að leggjast í auðn og aðr- ar að stækka og eflast eins og t.d Akureyri. En þar á bæ (Akureyri) hafa t.d Samherjamenn verið mjög duglegir að kaupa upp kvóta á minni stöðum og flutt hann eftir hæfilegan tíma, til Akureyrar. Þar með er það byggðarlag, sem kvót- inn var keyptur frá, skilið eftir í sárum, þannig að fólkið sem þar býr hefur engin úrræði önnur en að fara frá verðlausum eignum sínum og byrja lífið frá grunni, á stöðum sem enn hafa kvóta, t.d Akureyri. Fyrst er verið að skrifa um Sam- herja er ekki úr vegi að rifja aðeins upp hvert var upphafið að því stór- veldi. Eins og kunnugt er, þá keyptu þeir frændur, Þorsteinn Már Baldvinsson, Þorsteinn Vil- helmsson og Kristján Vilhelmsson, skuttogarann Guðstein GK, sem hafði verið lagt í höfninni í Hafn- arfirði. Þessum skuttogara breyttu þeir síðan í Slippstöðinni á Ak- ureyri í frystitogara. Þegar þessum breytingum var að verða lokið var kvótkerfinu skellt á. Þorsteinn Vil- helmsson, einn Samherjamannanna, hafði áður en þetta ævintýri hófst verið mjög fengsæll skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Á þeirri forsendu fóru þeir frændur fram á þann kvóta sem fylgdi skip- inu, sem Þorsteinn Vilhelmsson hafði verið skipstjóri á og vissulega átt þátt í að afla þessu skipi. Regl- urnar varðandi úthlutun kvóta voru þannig að veiðireynsla síðustu þriggja ára var höfð til grundvallar við útreikning kvótans fyrir árið, en færi skipstjóri til annarrar útgerðar var heimild til þess að kvótinn af fyrra skipi fylgdi honum yfir á næsta skip. Gengið var að þessu en ekki veit ég hvort Útgerðarfélagi Akureyringa var bættur kvótamiss- irinn. Í dag er Samherji hf. eitt- hvert stærsta og öflugasta útgerð- arfyrirtæki landsins. Ekki er hægt að segja að framganga þeirra frænda stafi eingöngu af úthlutun aflaheimilda, því þeir hafa rekið fyr- irtæki sitt mjög vel. En það skemm- ir ekki fyrir að utanaðkomandi að- stæður hafa verið þeim afskaplega hagstæðar, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. Einnig er það umhugs- unarefni hvernig einn þeirra frænda gat gengið út úr fyrirtækinu með þrjá milljarða eftir innan við tuttugu ára veru í fyrirtækinu. Góð ávöxtun það. Annan útgerðarmann veit ég um sem fékk úthlutað nokkuð stórum „kvóta“ af rækju. Þessi úthlutun kom sem himnasending fyrir hann því hann var að láta smíða fyrir sig stórt og fullkomið skip. Í stað þess að láta skipið sitt veiða úthlutaðan „kvóta“ var skipið sent til veiða á Flæmska hattinn og kvótinn leigður út, til þess að fjármagna smíðina á nýja skipinu. Sjálfsagt eru dæmin um svona ráðstöfun á úthlutuðum veiðiheimildum mörg, að gera svona er örugglega fullkomlega löglegt, en okkur, sauðsvörtum almúganum, þykir þetta siðlaust. En hefur sóknin í verðmætari teg- undir aukist? Svarið við þessari spurningu er JÁ, en ekki tel ég að hægt sé að þakka það kvótakerfinu, heldur hafa aðstæður breyst. Sérstaklega hafa orðið miklar breytingar á flutninga- tækninni, en þessi framþróun hefur fært alla markaði nær okkur, þannig að við höfum getað gefið meiri gaum að sjávarfangi, sem selst fyrir hátt verð á erlendum mörkuðum, t.d er Asíumarkaður alltaf að stækka. Leiðir til úrbóta En er þá kvótakerfið alvont og er þá ekkert annað með það að gera en að kasta því og veðja á eitthvað annað fiskveiðistjórnunarkerfi? Ekki tel ég að svo sé og sú skoðun mín hefur komið fram áður að kvótakerfið sem slíkt hafi ekki brugðist heldur fram- kvæmdin á því. Ég hef engan hitt sem ekki er á því að við þurfum á sóknarstýringu að halda. Hér á eftir fara hugmyndir mínar um hvernig eigi að nýta fiskinn í sjónum til hagsbóta fyrir þegna þessa lands og þá meina ég alla þegna þessa lands, ekki suma. Fyrst og fremst tel ég að deila eigi kvótanum á milli byggðarlaga. Segjum sem svo að Þorlákshöfn væri úthlutað 5000 tonna þorsk- kvóta. Í Þorlákshöfn landaði síðan bátur 20 tonnum af þorski, þessi 20 tonn myndu dragast frá heild- arþorskkvóta Þorlákshafnar, þannig að þar væru eftir 4980 tonn af þorski. En nú á útgerð þessa báts eftir að greiða fyrir að veiða þessi 20 tonn af þorski og væri gjaldið eitt- hvert hlutfall af aflaverðmætinu, t.d 10%. Nú kunna ýmsir að reka upp ramakvein, en ég minni á það að það þurfa allar greinar iðnaðar að greiða gjald fyrir það hráefni sem er notað og því skyldi ekki útgerð gera það líka? Þessi tekjustofn yrði síðan not- aður til þess að fjármagna hafrann- sóknir, veiðieftirlit og landhelg- isgæslu. Með ráðstöfun af þessu tagi væri komið í veg fyrir að kvóti safnist til örfárra aðila og einnig myndi byggð lítið sem ekkert raskast en gæti styrkst aftur. Með því að nota þessa aðferð við veiðistjórnunina væri komið í veg fyrir svokallað kvóta- brask og fiskvinnslan í landi gæti sérhæft vinnslu sína. Í þessari grein minni hef ég reynt að draga fram helstu kosti og galla kvótakerfisins eins og það er í dag. Ekki tókst mér nú að finna marga kosti við það en ekki var erfitt að koma auga á gallana. Það er ekki hægt að gera tæm- andi úttekt á fiskveiðikerfinu okkar í einni grein en ég vona að mér hafi tekist að koma skoðunum mínum þokkalega á framfæri. Jóhann Elíasson skrifar um fiskveiðistefnuna ’Fyrst og fremst tel égað deila eigi kvótanum á milli byggðarlaga.‘ Jóhann Elíasson Höfundur er fyrrverandi stýrimaður. Fiskveiðistefnan – fiskveiðistjórn- unartæki eða hagsmunaverndun? Heimilisfang: VAÐLASEL Stærð eignar: 229 fm Stærð bílskúrs: 40 fm Byggingarár: 1977 Brunabótamat: 29 millj. Verð: 28,9 millj. Sérlega falleg sérhæð í tvíbýlishúsi á góðum stað í Seljahverfi. Hæðin hefur öll verið endurnýjuð á mjög smekklegan hátt. Gólfefni eru Jaddish-náttúruflísar og iberero- stafaparket. Stórar stofur með arni og útgangi á svalir. Mikið útsýni. Eldhúsið er opið inn í stofu með fallegri sérsmíðaðri innréttingu og gaseldavél. Fimm rúmgóð herb. Stórt baðherb. Tvöfaldur bílskúr. SÉRHÆÐ M. BÍLSKÚR - 109 RVÍK Hrafnhildur Bridde - s. 899 1806 Netfang: hrafnhildur@remax.is Fasteignasala: RE/MAX Suðurlandsbraut Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast., s. 588 4477 - valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Undirrituðum hefur verið falið að leita eftir góðu 250-400 fm einbýlishúsi eða lóð á Seltjarnarnesi. Einnig kæmi til greina að skoða aðra góða staði á stór- Reykjavíkursvæðinu. Má kosta allt að 50-55 millj. Hafið samband við Bráð Tryggvason í síma 896 5221 eða sendið tölvupóst í bardur@val- holl.is. Einbýlishús eða lóð á Seltjarnarnesi Glæsilegt 274 fm einbýlishús á 2 hæðum ásamt 100 fm kjallararými. Á 1. hæð er möguleiki á aukaíbúð. Mjög fallegur garður teiknaður af landslagsarkitekt, timburverönd með heitum potti og stórt steypt bílaplan. Aðalhæð skiptist í stóra stofu, borðstofu, eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi, gestasalerni og 5 svefnherbergi, en á neðri hæð eru m.a. tvö stór unglingaherbergi, baðherbergi og billjardherbergi. Húsið hefur verið mikið endurnýjað á sl. ári. Verð 37,0 millj. Húsið er til sýnis í dag á milli kl. 14.00 og 16.00 Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll Kjærnested í síma 899 5159 Þverholti 2 • 270 Mosfellsbæ • Sími 586 8080 • Fax 586 8081• www.fastmos.is OPIÐ HÚS - BUGÐUTANGI 11 - MOSFELLSBÆ Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.