Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 50

Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 50
MINNINGAR 50 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR BERGMANN BENEDIKTSSON, Stekkjarholti 22, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðju- daginn 24. febrúar kl. 14.00. Ásta Guðjónsdóttir, Drífa Garðarsdóttir, Jóhannes Eyleifsson, Skúli Garðarsson, Lilja Kristófersdóttir, Halldóra Garðarsdóttir, Gunnlaugur Sölvason, Guðrún Garðarsdóttir, Karl Örn Karlsson, Friðgerður Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát föðursystur og frænku okkar, INGIBJARGAR SÖLVADÓTTUR frá Skíðastöðum, Eskihlíð 22a, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkr- unarheimilisins í Víðinesi fyrir umönnun síðustu árin. Ragnar, Gréta og frændsystkini. Faðir okkar og fósturfaðir, afi og langafi, LEÓ GUÐLAUGSSON húsasmíðameistari, Víghólastíg 20, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laug- ardaginn 14. febrúar, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Trausti Leósson, Þyri K. Árnadóttir, Guðlaugur Leósson, Þórir J. Axelsson, Lilja Eyjólfsdóttir, Silja Traustadóttir, Florian Zink, Lóa Floriansdóttir Zink, Tumi Traustason, Sindri Traustason Elskulegur faðir minn, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, EÐVARÐ P. ÓLAFSSON blikksmiður, Túnbraut 5, Skagaströnd, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju, Akureyri, mánudaginn 23. febrúar kl. 14.00. Anna Eðvarðsdóttir, Höskuldur Stefánsson, Ólöf Sæmundsdóttir, Sigurður Jón Björnsson, barnabörn og systkini hins látna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT B. GUÐMUNDSSON, Vesturhópshólum, Álagranda 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut þriðjudag- inn 17. febrúar. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 10.30. Jarðsett verður frá Vesturhópshólakirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00 Lára Hjaltadóttir, Kevin Cooke, Guðmundur Hjaltason, Elísabet Kristbergsdóttir, Bára Hjaltadóttir, Sigurgeir Tómasson, Ásta Hjaltadóttir, Halldór Teitsson, Úlfar Hjaltason, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hilmar Hjálmars-son fæddist í Keflavík 1. janúar 1955. Hann lést á Landspítalanum - há- skólasjúkrahúsi Foss- vogi 12. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Hjálmar Guðmundsson, f. í Ólafsvík 23. des. 1932 og Helga Erla Al- bertsdóttir, f. í Kefla- vík 19. apríl 1934. Systkini Hilmars eru Albert Bjarni, f. 30. mars 1953, maki Brynja Kjartansdóttir og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn; Lísbet, f. 28. des. 1956, maki Gunnar Krist- insson og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn og Guðmundur, f. 15. mars 1964, maki Sigurbjörg Þor- láksdóttir og eiga þau fjögur börn. Hilmar kvæntist 30. apríl 1977 Steinunni Karlsdóttur, f. 28. jan. 1955, d. 19. jan. 1999. Foreldrar hennar eru Karl Þ. Þorsteinsson og Þorbjörg Þorgrímsdóttir. Börn Hilmars og Steinunnar eru: Þóra Björg, f. 17. okt. 1974, Hildur Hlíf, f. 26. mars 1984 og Hilmar Davíð, f. 1. júní 1985. Sambýliskona Hilmars er Ástríður Sigþórsdóttir, f. 15. mars 1959. Foreldrar hennar eru Sigþór Sigurðsson og Sólveig Guð- mundsdóttir. Börn Ástríðar eru Sólveig Harpa, f. 15. feb. 1977, Skúli, f. 21. des. 1982, Ástþór, f. 14. okt. 1988, d. 18. feb. 1989 og Andri, f. 23. okt. 1991. Barnabarn hennar er Gabriel Snær, f. 18. jan. 2001. Hilmar ólst upp í Keflavík og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Keflavík. Hann lærði húsasmíði og starfaði mest alla sína ævi við þá grein. Hann stundaði einnig um hríð sjómennsku. Alla tíð áttu íþróttir hug hans allan og var hann mikill keppnismaður. Hilmar átti glæstan feril sem knattspyrnumaður, fyrst með KFK og síðar sem leikmaður meistara- flokks ÍBK. Hann varð m.a. bikar- meistari með ÍBK árið 1975. Hilm- ar lék með unglingalandsliði Íslands og síðar á ferlinum flutti hann og fjölskyldan til Svíþjóðar, þar sem hann lék knattspyrnu um tveggja ára skeið. Fyrir utan knattspyrnuna voru stangveiði og útivist hans helstu áhugamál og var hann oft langdvölum ásamt fé- lögum sínum í Veiðivötnum og víð- ar. Í þeim ferðum átti hann margar góðar stundir. Útför Hilmars fór fram frá Keflavíkurkirkju 20. febrúar, í kyrrþey að hans eigin ósk. Elsku pabbi minn. Ég trúi ekki ennþá að þú sért far- inn. Þetta var svo snöggt, en í raun og veru gerðir þú þetta eins og þér var líkt, þú dreifst þetta bara af. Mér finnst ég vera alveg tóm, það er stutt síðan að mamma fór og núna missi ég þig. Ég finn samt svo mikla ró yfir mér og veit að þið eruð að hjálpa mér. Fyrir ykkur ætla ég að reyna að halda áfram og reyna að finna haminguna þó að það sé óhugsandi núna en þið kennduð mér að vera sjálfstæð og sterk og það kemur mér til góða. Ég elska þig svo mikið, elsku fallegi og sterki pabbi minn, og er svo stolt af því að hafa átt þig sem pabba. Ég á eftir að sakna þín svo mikið en ég lofa þér að ég muni standa mig. Bless á meðan, pabbi minn, við hittumst aftur þegar minn tími kemur. Þín elskandi dóttir, Þóra Björg Hilmarsdóttir Elsku besti pabbi minn. Ég trúi því varla að þú sért farinn. Mér finnst eins og það hafi verið í gær að þú fórst með okkur í veiðtúr og sagðir okkur draugasögurnar þínar. Á svona tímum hugsar maður svo mikið um hvað maður hafi verið hepp- inn að eiga svo margar fallegar og skemmtilegar minningar sem eigin- lega fylla tómarúmið inni í mér. Ég er svo yfirfull af stolti og að hafa átt þig sem föður og finnst ég vera ein heppnasta manneskja í heiminum að hafa fengið allar þessar stundir. Mér finnst það svolítið ósanngjarnt að hafa ekki fengið fleiri ár til að deila með þér en það hlýtur að vera einhver góð ástæða fyrir þessu. Ég veit það að við hittumst aftur og þangað til verð ég að gera mitt besta til að gera gott úr lífi mínu. Ég verð alltaf litla prinsessan þín. Þín ástkæra dóttir, Hildur Hlíf. Elsku Hilmar. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Við fengum ekki nægan tíma með þér. En þær stundir sem við áttum saman voru dýrmætar. Við systkinin eigum þér margt að þakka. Þú varst okkur alltaf góður og vildir allt fyrir okkur gera. Sérstaklega Andra sem þú hvattir í fótboltann og spjölluðuð þið mikið saman um þetta sameiginlega áhugamál. Þið fóruð saman bara tveir í einhverjar ævin- týraferðir til Reykjavíkur og margt skemmtilegt. Og auðvitað ólst þú hann upp síðastliðin ár. Þið Skúli átt- uð tónlistina sameiginlega, þú leið- beindir honum í gítarnám og hjálp- aðir honum með margt eftir þinni bestu getu. Síðast þegar ég var hjá ykkur léstu mig taka í hendina á þér og lofa að fara að læra arkitektinn eins og ég ætlaði mér. Og átti ég svo að hjálpa ykkur með húsið. Þú varst líka alltaf góður við litla strákinn minn sem ákvað að kalla þig afa og auðvitað áttir þú það skilið, búinn að fylgjast með honum síðan hann fædd- ist. Þú varst nú ekkert mikið fyrir að kyssast og knúsast en það gerðirðu við Gabríel í laumi þegar enginn sá til ... gafst honum nammi eins og sannir afar gera. En mest af öllu þótti okkur vænt um allt sem þú gerðir fyrir mömmu. Ég hef aldrei séð mömmu eins ástfangna og hamingjusama eins og eftir að þú komst inn í líf hennar. Oft voru þið líkt og unglingar, hlæj- andi, kitlandi hvort annað og höfðuð það gaman. Fóruð saman í ferðalög hérlendis sem erlendis. Og svo ætl- uðuð þið að gifta ykkur næsta sumar. Það er svo margt ósagt og ógert að það er erfitt að sætta sig við svona óréttlæti. Ég trú því að þú fylgist með okkur og veitir mömmu, Þóru, Hildi og Hilmari Davíð styrk á þessum erfiðu tímum. Harpa. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Ég trúi því varla ennþá að þú sért farinn frá okkur, það er svo afskap- lega erfitt að sætta sig við það. Þegar þú komst fyrst í heimsókn með henni Ástu fannst mér þú vera stór og hrjúfur. Þú varst að vísu stór og þrek- inn en ekki hrjúfur. Mér fannst ég orðið þekkja þig æði vel á þessum tveim árum sem þið Ásta bjugguð saman. Mér fannst þú ljúfur og góður drengur, duglegur og afar hjálpsam- ur. Þú fórst ekki sérlega vel með þig, vinnan hafði forgang. Þú máttir ekki vera að því að slappa af og hvíla þig. Þú varst reyndar oft að smíða út um allt, jafnt um helgar sem aðra daga. Það er svo sárt að hugsa til þess hvað þið Ásta áttuð eftir að gera margt saman. Vinna í húsinu, gifta ykkur, fara inn á fjöll, fara í veiðitúra, til Kanarí og koma í heimsóknir í Mýrdalinn. Ykkur leið mjög vel sam- an. Þið voruð einmitt búin að ráðgera að koma í heimsókn um helgina og ég var farin að hlakka til. Við vorum svo ánægð að þið skylduð finna hvort ann- að, Hilmar minn. Ég þakka þér fyrir allt sem þú varst minni fjölskyldu, alltaf hress og glaður, alltaf boðinn og búinn ef einhvern vantaði aðstoð. Ég þakka þér fyrir það allt. Ég þakka þér fyrir að vera einn af okkur. Eftir dimma nóttina kemur dagur, en það verður kannski nokkuð lengi að birta almennilega. Helgu og Hjálmari, foreldrum Hilmars, Albert, Lísbet og Guðmundi og þeirra fjöl- skyldum færum við hjónin okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ásta mín, Harpa, Andri Páll, Gabríel, Skúli og Andri, Þóra, Hilmar Davíð og Hildur, Guð gefi ykkur öll- um styrk til að standast það sem á ykkur er lagt. Guð blessi ykkur alltaf. Sólveig Guðmundsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Hilli bróðir, fyrirvaralaust varst þú kallaður burt frá okkur. Það er erfitt að sætta sig við að þú skulir ekki vera á meðal okkar. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Við þökkum þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Minningin um elskulegan bróður lifir í hjörtum okkar. Elsku Hilli bróðir, við kveðjum þig með söknuði og biðj- um góðan Guð að geyma þig. Elsku Þóra Björg, Hildur Hlíf, Hilmar Dav- íð, Ásta og börn, ykkar missir er mik- ill. Megi Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Albert, Lísbet og Guðmundur Komið er að leiðarlokum hjá Hilm- ari sem við höfðum svo allt of stuttan tíma til að kynnast og brottför hans var svo skjót að við höfðum ekki einu sinni tækifæri til að kveðjast. Hilmar, þessi stóri maður með stóra hjartað, tók svo skyndilega og fyrirvaralaust upp á því að fara í sína hinstu ferð. Aðrar ferðir sem búið var að skipuleggja svo sem páskaferðin margumrædda og ferðin sem fara átti um næstu áramót verða ekki farnar. Svo áttum við líka eftir að skemmta okkur við að rifja saman upp eftir- minnileg atvik, t.d. þeirra sem sögðu til um tvær síðustu Ljósanætur í Reykjanesbæ sem voru svo frábærar vegna matarveislnanna á Íshússtígn- um þar sem Hilmar var yfirkokkur- inn, sjálfskiptu þvottavélina í Vík sem Hilmar hló svo mikið að, að gleraug- unum hennar Öllu sem Hilmar lýsti svo fjálglega, þakskiptum í Litla- Hvammi síðastliðið sumar þar sem Hilmar var yfirsmiðurinn, lokakvöld Idol keppninnar þegar Hilmar hringdi í Andrés til að ræða úrslitin og svo ótalmargt fleira. Maðurinn með ljáinn kom í heim- sókn fyrr en nokkurn grunaði og því verður svo margt ósagt og ógert. Viljum við að leiðarlokum þakka Hilmari fyrir liðnar samverustundir og kveðja hann með orðum Stefáns Hannessonar frá Litla-Hvammi: Ef ég verð á undan þér inn í friðarbláinn, horfðu ekki á eftir mér ofan á moldarnáinn Andinn lifir. Efnið fer eins og bliknuð stráin. En þroskavorið eilíft er. Aldrei verð ég dáinn. Elsku Ásta, Helga, Þóra, Hildur og Hilmar Davíð og ykkar börn og barnabörn, Guð veri með ykkur og gefi að minningin um Hilmar verði ykkur að gleðigjafa um alla framtíð. Aðalheiður Sigþórsdóttir og Andrés Viðarsson. Kæri vinur. Það er einkennilegt að sitja hér í húminu og hugsa til þess að þú sért búinn að kveðja þennan heim. Skrýtið að geta ekki gert grín að kjagandi göngulaginu þínu aftur, geta ekki framkvæmt þá hluti sem okkur lang- HILMAR HJÁLMARSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.