Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 64

Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 64
64 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Risaeðlugrín Svínið mitt HLUSTAÐUR Á HLJÓÐIÐ SEM KÖRTUKARLINN GEFUR FRÁ SÉR ÞEGAR HANN ER Í MAKALEIT. ÞETTA ER EINS OG FALLEGT ÁSTARLJÓÐ, SÁLMUR FRJÓSEMINNAR, LOFSÖNGUR BARÁTTULÍFSINS... ELSKAN MÍN ÉG HELD AÐ BARNIÐ ÞURFI AÐ FÁ EITTHVAÐ AÐ BORÐA © DARGAUD © DARGAUD HLUSTAÐU BARA... KVENNDÝRIÐ ER KOMIÐ Ó ÞÚ HÉR?!... ÉG BJÓST EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ HITTA ÞIG HÉRNA ELSKU GUNNA MÍN! ÉG VISSI AÐ ÞÚ MYNDIR KOMA HINGAÐ JÚ ÞAÐ ER EITTHVAÐ SVO RÓMANTÍSKT OG UNAÐSLEGT Í LOFTINU AÐ ÉG... FALLEGUR DAGUR FINNST ÞÉR EKKI? ÞVÍLÍKUR DÓNI!! SKRAMBINN! ÉG VERÐ AÐ HÆTTA AÐ BORÐA HVÍTLAUK. ÉG FÆ ALLTAF Í MAGAN AF HONUM. HVAÐ ER AÐ RÚNAR? ERTU HÆTTUR Í LEIKNUM? VILTU VERA EITTHVAÐ ANNAÐ EN SMÁBARN? HVERNIG KOMUMST VIÐ AÐ ÞVÍ HVAÐ HANN VILL VERA? SÝNDU OKKUR HVAÐ ÞÚ VILT LEIKA RÚNAR! JÁ FRÁBÆRT! HANN VILL VERA PABBINN! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ ÞEGAR örfáir dagar eru þar til starfsfólk heimahjúkrunar hættir vegna samningsrofa stjórnar heima- hjúkrunar, ber hún sínu skilnings- vana höfði við steininn. Heilbrigðis- ráðherra virðist utangátta í mál- inu. Hann sér ekki þá gjá sem þessi vandræða- stjórn er búin að mynda milli hans og starfsliðs og skjólstæðinga þeirra. Stjórn heima- hjúkrunar, aðeins þrjár manneskjur, hefur tekist að verða eyðileggingar- afl í heilbrigðiskerfinu. Hvað eftir annað fær hún, í skjóli Framsókn- arflokksins, að setja heimahjúkrun- arferlið á annan endann. Stjórnin er með breytingaáráttu og sýndar- mennskan með ólíkindum. Fyrir hverjum hún er að sýnast veit sjálf- sagt enginn og síst hún sjálf og fram- leiðslan því endalaus vandræði. Skynsemi og rök eiga ekki upp á borðið hjá þessari ótrúlega neikvæðu stjórn og samstarfsörðugleikar við alla um allt, því skiljanlegir. Ætli Reykvíkingar viti að stjórn þessi læt- ur starfslið og skjólstæðinga vera í stöðugri óvissu um sína hagi? Aldrei vinnufriður né vissa um eitt eða neitt. Sífelldar kostnaðarsamar breyting- ar, breytinganna vegna og líðan starfsfólks og skjólstæðinga látin lönd og leið. Mikilvægi mannlega þáttarins er ofar skilningi stjórnar- innar og leggur hún áherslu á að hann skipti engu. Stjórnin er að hrekja vant fólk úr störfum og eyði- leggur starfsanda og reynir að etja starfsfólki móti hvert öðru. Ef farið er ofan í störf stjórnarinnar sést skaðinn sem hún veldur. Milli 50–60 bílar, sem stjórnin hugðist neyða starfsfólkið til að sætta sig við í stað eigin bíla, verðfalla í portum. Allt sem stjórnin leggur til við starfskon- ur heimahjúkrunar er af hinu verra fyrir þær og skjólstæðingana. Hún sér aldrei neitt gott hjá þessum frá- bæru konum. Sífelldur undirróður, ófriður og kauplækkunarkröfur þeim til handa eru stjórnarinnar ær og kýr. Heimahjúkrunarkonurnar eru allt of góðar til að eiga skilið óhæfa tillagnailla og glámskyggna stjórn. Hvaða afl er svo sterkt að það þoli að vera svo heimskt að geta fórnað tug- um frábærra starfskvenna fyrir þriggja manneskna vanhæfa stjórn? Stjórn sem gerir ferlið dýrara og ómannúðlegra. Framsóknarráðherr- anum sem setur þessa stjórn til höf- uðs konunum í heimahjúkrun getur ekki verið sjálfrátt. Það er ekki á allra færi að vera svona glámskyggn og ranglátur. Ef hann legði það á sig að hugsa málið, þá ræki hann stjórn- ina, en það er, ef að líkum lætur, til of mikils mælst. Það er mikið í húfi fyrir aldraða, sjúka og aðstandendur þeirra að í heimahjúkrun sé gott fólk. Vita Reykvíkingar að þessar konur eru á fullu allan sólarhringinn? Allar næt- ur eru þær á þeytingi um borgina í hvaða veðri og ófærð sem er til að hátta ósjálfbjarga fólk í rúm og sinna margvíslegum þörfum þess. Á vökt- unum er svo neyðarútköll sem þær verða að sinna. Það sér hver heilvita maður, að þessar konur eru ómiss- andi, öndvert við stjórnina. Örugg- lega mundu starfskonur og skjól- stæðingar telja starfshreinsun ef skipt væri alveg um í stjórn heima- hjúkrunar. Reykvíkingar, komum í veg fyrir að ráðuneyti Framsóknar- flokksins rústi heimahjúkrunarstarf- ið. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, 104 Reykjavík. Stjórn heimahjúkr- unar í stríði við sjúk- linga og starfsfólk Frá Albert Jensen: Albert Jensen ÞAÐ er eflaust æði breytilegt hvaða lesefni hver og einn velur sér og kann að vera að áróður ráði þar helst til mikið för. En hvað sem um það er langar mig að fara nokkrum orðum um bók Erlu Stefánsdóttur, píanóleikara og sjáanda, „Lífssýn mín“. Ég hef á langri ævi reynt að kynna mér og fylgjast með flórunni í bókmenntum um andleg mál, og ég verð að segja það, að þessi bók Erlu finnst mér ein hin besta í þeim efn- um. Það er stórfenglegur og undra- verður heimur sem opnast manni í þessari bók. Áður hef ég ekki skyggnst um fegurri og ævintýra- legri heima, þótt ég hafi gert mér far um það, að sjá nokkru lengra nefi mínu. Það hlýtur hver fagurkeri og myndlistarmaður að hrífast af allri þeirri fegurð sem hún dregur upp af þessum dásamlega heimi, sem er allflestum hulinn. Boðskap- urinn sem hún flytur okkur, vitandi og óafvitandi, er líka ferskur og hreinn, já, hágöfugur og ofar allri þröngsýni og kreddum. Í hennar hugarheimi er allt þrungið af lífi og ljósi og jarðlífið stórkostlegur reynsluskóli. Þeir sem eru leitandi og hvarflandi í efasemdum myndu eflaust hafa gott af að lesa þessa bók. Og þeir sem vilja skyggnast eitthvað um og horfa forvitnum huga á lífið og tilveruna hitta eflaust þarna fyrir eitt og annað, sem glæð- ir athyglina og gefur lífinu gildi. Mér skilst að von sé á fleiri bókum frá þessum ágæta höfundi. Við skulum hlakka til þess og vona að svo megi verða. Ég óska Erlu innilega til hamingju með þessa ágætu bók. GUNNÞÓR GUÐMUNDSSON, Spítalastíg 3, Hvammstanga. Lífssýn mín eftir Erlu Stefánsdóttur Frá Gunnþóri Guðmundssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.