Morgunblaðið - 22.02.2004, Side 67

Morgunblaðið - 22.02.2004, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 67 DAGBÓK Hef flutt lækningastofu mína í Augnlæknastöðina, Kringlunni 4-12, Reykjavík. Tímapantanir alla virka daga frá kl. 8:30-16:30 í síma 570 0905. Ingimundur Gíslason, sérgrein: augnlækningar og augnskurðlækningar. Hann? Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskylduráðgjafi Skemmtilegt námskeið fyrir konur á öllum aldri af öllum stærðum og gerðum verður haldið í Brautarholti 4a, laugardaginn 6. mars frá kl. 13-17. Efni námskeiðsins er m.a: Eigi vil ek hornkerling vera BE- ástandið „Þóknast þér“ skeiðið Seinkunartæknin Hverjir voru heimsmeistarar í sektarkennd 2003 Skráning í símum 588 2092 og 862 7916 Stuttir fyrirlestrar með léttu ívafi og meðlæti      Námskeið 1: „Persónuleikinn og tjáskipti“. Námskeiðið byggir á grunnþáttum NLP og fjallar meðal annars um það hvernig við upplifum heiminn á mismunandi hátt og hvern- ig við getum bætt samskipti okkar enn frekar. 11.-14. mars kl. 9.00-17.00 (32 tímar). Námskeið 2: „Persónuleikinn, hvatning og markmið“ Námskeiðið er framhald af námskeiði 1. Það færir þér innsýn í verðgildi og sannfæringar – og sýnir þér hvernig þú getur nýtt þér þinn innri styrk ennþá betur til að ná markmiðum þínum. Þeir sem áður hafa tekið Praktitioner-nám fá helmingsafslátt á þessi námskeið. Hægt er að taka þessi námskeið sem sjálfstæða einingu eða sem hluta Prac- titioner-náms (samt. 120 tímar). Seinni hluti þess náms verður vor/sumar 2004. Innra ferðalag: Námskeið fyrir alla sem vilja leita inn á við og auka enn frekar skilning á viðbrögðum sínum. Á þessu námskeiði er hægt að uppgötva óvænta þætti og nýjar hliðar í lífi þínu. Námskeiðið er kvöldnámskeið og verður haldið 8.–10. mars nk. Allar nánari upplýsingar gefur Guðrún Harðardóttir í síma 863 0800. Kennari er Hrefna Birgitta B. Sekkesæter. Kennari er Hrefna Birgitta Bjarnadóttir NLP kennari/ meðhöndlari/þjálfari. NLP-Practitioner-nám og námskeið (Nevro Lingvistisk Programmering) 4.-7. mars kl. 9.00-17.00 (32 tímar) Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík. www.joga.is Námskeið í hugrækt og slökun Fyrir þá sem vilja ná betri stjórn á streitu og álagi. Viðhorf og lífsgæði, léttar steitulosandi æfingar, öndunartækni, líkamsbeiting og mataræði Námskeiðið hefst 26. febrúar kl. 19:30. Skráning á joga@joga.is og í síma 544 2104 Jafnvægi og Vellíðan h u g r æ k t o g s l ö k u n Halldóra & Svala Rún Flughræðslunámskeið Undirritaður heldur í samvinnu við Flugfélag Íslands námskeið til að takast á við flug- hræðslu. Námskeiðið verður haldið laugar- daginn 28. febrúar kl. 8:30 til 17 á Hótel Loft- leiðum. Dagana á eftir fer ég með þátttakend- ur í flug með Flugfélaginu. Nánari upplýsingar og skráning í síma 849 6480. Rúnar Guðbjartsson, sálfræðingur og fyrrver- andi flugstjóri. STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert skyldurækin/n og hjálpleg/ur, laus við eigingirni og gerir miklar kröfur til sjálfrar/sjálfs þín. Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun á árinu. Veldu vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu ekki athugasemdir for- eldra þinna eða annarra í fjöl- skyldunni slá þig út af laginu. Reyndu að sætta þig við það að fólk skilji ekki alltaf orkuna þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt sennilega hafa minni- háttar áhyggjur af einhverju í dag. Reyndu að láta þær ekki fara úr böndunum. Þú munt sjá hlutina í öðru ljósi á morgun. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver þér eldri mun senni- lega gefa þér ráð varðandi fjár- málin í dag. Þú getur hlustað án þess að fara endilega eftir því sem sagt er. Reyndu að sýna öðrum virðingu á sama tíma og þú ferð þínar eigin leiðir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér finnst athugasemdir eða kröfur annarra hefta þig. Reyndu að hugsa ekki of mikið um þetta. Þetta eru smámunir sem skipta litlu máli þegar frá líður. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Áætlanir varðandi ferðalög og framhaldsmenntun líta ekki sem best út. Reyndu að halda í bjartsýnina. Hlutirnir munu líta betur út eftir nokkra daga. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur til sterkrar vernd- artilfinningar gagnvart ein- hverjum eða einhverju í dag. Þú vilt gæta eigna þinna og hags- muna. Gerðu ekkert sem þú ert ekki handviss um. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú reynir yfirleitt að gera fólki til geðs en í dag er það allt að því ómögulegt. Þannig að þú getur eins gert það sem þér sýnist. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er vænlegast til árangurs að gera hlutina á hefðbundinn hátt í dag. Það borgar sig ekki að vera of frumleg/ur í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ástarsamband þitt gengur eitt- hvað stirðlega í dag og það ger- ir þig óörugga/n og einmana. Hafðu ekki of miklar áhyggjur. Þetta mun líða hjá á næstu dög- um. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér finnst þú ekki vera í nógu góðum tengslum við annað fólk í dag. Þetta á sérstaklega við um þá sem eru yfirleitt nánir þér. Reyndu að gera eitthvað skemmtilegt upp á eigin spýtur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er mikil hætta á að nei- kvæðni nái tökum á þér í dag. Hreyfing og útivera geta hjálp- að þér við að berjast gegn þessu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er einhver varkárni í loft- inu og því ertu óvenju fastheld- in/n á peningana þína í dag. Þetta mun ganga yfir á næstu dögum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HÁR ÞITT Einu sinni var hár þitt net til þess að veiða í augu mín. Og ennþá geymir það blóðbergsilminn frá liðnum dögum. Nú eru hendur þínar hreiður fyrir tvö dröfnótt egg, hjörtu okkar brothætt að vaka yfir til langrar elli. Jón úr Vör LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA BRÚÐKAUP. Hinn 30. des- ember sl. voru gefin saman í hjónaband í Lahore Pak- istan af Gulam Hussain þau Tassadaq Saleem (Bunty) og Birna Kristjánsdóttir (Mrs Bunty). Þau eru búsett í Reykjavík. 40 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 22. febrúar, verður fertug Anna Sólrún Jóhannesdóttir (Rúna), Starengi 118e. Í til- efni dagsins gleðst hún með ættingjum og vinum á Grand hóteli milli kl. 15–17. „FESTIÐ nú sætisbeltin, krakkar mínir, því það er ókyrrð í lofti framundan,“ skrifar Eric Kokish í móts- blað NEC-hátíðarinnar og niðurbældur hláturinn smit- ar í gegnum orðin. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠Á10983 ♥– ♦G98754 ♣K5 Vestur Austur ♠42 ♠– ♥1097643 ♥ÁKDG852 ♦K32 ♦Á ♣98 ♣Á10742 Suður ♠KDG765 ♥– ♦D106 ♣DG63 Spilið er frá 8 liða úrslit- um og á öllum borðum fórn- uðu NS í sex spaða yfir sex hjörtum AV. Fórnin er góð, þrátt fyrir „öfugar“ hættur, því sex spaðar fara aðeins tvo niður (500) en slemman gefur 980. Á einu borði reyndist „fórnin“ óvenju vel, en það var í leik Englands og Kanada: Vestur Norður Austur Suður Senior Silver Lambardi Carrut- hers – – 2 lauf * 2 spaðar Pass 3 spaðar 4 hjörtu Pass Pass 4 spaðar 5 hjörtu Pass 6 hjörtu 6 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Bretinn Brian Senior er góður kunningi Kokish, enda báðir mikilvirkir brids- blaðamenn og vinsælir skýr- endur á stórmótum. Þeir hafa oft setið hlið við hlið við hljóðnemann á al- þjóðamótum og deilt í bróð- erni um menn og málefni. Senior er meinhæðinn og hefur stundum beint bauna- byssunni að Kokish. Svo það er von að Kokish hafi notið þess að skýra frá þettu spili. Eru ólarnar vel festar? Allt í lagi, þá skulum við leggja í hann. Senior íhugaði útspilið gegn sex spöðum vel og lengi. Hann sá að útspil í hjarta gat ekki gefið vörn- inni neitt og var auk þess hættulegt ef NS voru með eyðu á báðum höndum. En hvort átti hann að spila út laufi eða tígli? Það gat verið nauðsynlegt að spila öðrum litnum í gegnum blindan og til að halda „öllu opnu“ og innkomunni þegar blindur kæmi upp, þá valdi Senior tígulkónginn! En Senior fékk ekki að eiga slaginn. Lambardi drap þvingað á ásinn og honum datt ekki í hug að leggja nið- ur laufásinn næst og gefa þannig frá sér hugsanlegan viðbótarslag á lauf. Hann spilaði sér því „hlutlaust“ út á hjarta! Carruthers trúði ekki sínum eigin augum. Hann henti laufi heima og trompaði í blindum. Og síðar meir fóru hin þrjú laufin nið- ur í frítígul. Tólf slagir, 1660 í NS og 19 IMPar til Kan- adamanna. Þetta spil gleymist ekki í bráð. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær kr. 2.725. Þær eru Dagný Haraldsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir og Selma Ramdani. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 g6 6. h3 Bg7 7. Rc3 e5 8. Rxe5 Rxe4 9. Rxe4 Bxe5 10. 0–0 c4 11. He1 Be6 12. Bg5 Dd4 13. Df3 h6 14. c3 Dxd3 15. He3 Dc2 16. Rf6+ Kd8 17. Bh4 g5 18. Hxe5 gxh4 19. Re4 Kc7 20. Df4 Kb6 21. De3+ Kc7 22. Df4 Kb6 23. a4 a5 24. De3+ Kc7 25. Df4 Kb6 Staðan kom upp í þýska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu. Ro- bert Rabiega (2.527) hafði hvítt gegn Gerhard Schebler (2.480). 26. Hb5+! cxb5 26. … Ka7 hefði einnig leitt til ósig- urs eftir 27. Dc7 cxb5 28. axb5 a4 29. Rc5. 27. Dd6+ Ka7 28. axb5 a4 29. Dc5+ Kb8 30. Dd6+ Ka7 31. Dc5+ Kb8 32. b6 og svart- ur gafst upp enda fokið í flest skjól eftir 32. … Ha6 33. De5+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA          Ást og umhyggja Barnavörur www.chicco.com Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Hveitigraspressa verð kr. 4.300 Hægt að nota sem ávaxtapressu líka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.