Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 76

Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 76
76 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6, 8 OG 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.50, 3.50, 6, 8 og 10.10. FRUMSÝNING HJ. MBL  ÓHT. Rás2 Sýnd kl. 4, 6 og 8.Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Mögnuð mynd með Óskarsverðlaunahöfunum Ben Kingsley og Jennifer Connelly Sýnd kl. 5.50. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3, 5.30, 8, 9.15 og 10.30. Sýnd kl. 2.50 og 8.10. Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16.  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið Gamanmynd eins og þær gerast bestar ! Diane Keaton tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni FRUMSÝNING FRUMSÝNING Sýnd kl. 3. ísl. tal. Skjóni fer á fjall Kynnir Stórbrotin ogmargverðlaunað stórmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zellweger og Jude Law.  Kvikmyndir.com JOSH Homme söngvari og for- sprakki rokksveitarinnar Queens of the Stone Age hefur borið til baka sögusagnir um að sveitin væri hætt í viðtali við nme.com. Fóru sögusagnirnar af stað eftir að bassaleikarinn Nick Oliv- eri sagði skilið við sveitina með látum í síðustu viku. Lýsti Oliveri þá yfir að sveitin væri dauð enda hefði hún frá upphafi verið barn þeirra æskuvina, hans og Homme. Á Homme að hafa verið búinn að fá sig fullsaddan á partístandinu á Oliveri þar til sauð upp úr á milli þeirra. Þótt hann viðurkenni að þetta sé eitthvað það erfiðasta sem hann hefur gengið í gegnum þá fullyrðir Homme staðfastlega að Drottningarnar muni lifa áfram og muni hefja vinnu að fjórðu plötu sinni með vorinu, Oliveri- lausir. Drottn- ingin lifir! Reuters Hættur! Farinn! Nick Oliveri. „ÞETTA var erfiður morgunn,“ sagði Andri Snær Magnason rithöf- undur í stuttu viðtali á mbl.is fyrir tveimur dögum eftir að frétt birtist á fréttavef Morgunblaðsins, þess efnis að bandaríska fyrirtækið Cel- estis bjóði almenningi upp á að láta skjóta ösku þeirri sem eftir verður þegar líkamsleifar eru brenndar út í geiminn. En nýlundan hjá fyrir- tækinu er sú að með þessu getur fólk pantað sitt eigið stjörnuhrap, því askan brennur upp þegar hún hrapar aftur til jarðar. Andri Snær hafði semsagt nóg að gera við að meðtaka og lesa mikinn fjölda tölvuskeyta sem honum barst í framhaldi fréttarinnar, en þessi stjörnuhraps-bissness-aðferð kemur allmikið við sögu í bók hans LoveStar sem kom út 2002, en þar heitir aðferðin LoveDeath. Gömul hugmynd En starfsmönnum á mbl.is barst einnig fjöldi tölvuskeyta vegna fyrrnefnds viðtals og þar var m.a minnt á þá staðreynd að jarðnesk- um leifum dr. Timothy nokkurs Leary, var skotið út í geiminn árið 1996. Leary þessi var prófessor við Harvard og einn helsti talsmaður hippakynslóðarinnar. Eins var bent á að fyrrnefnt fyrirtæki, Celestis, hafi sent fyrstu sendinguna af öskusýnum einstaklinga út í geim- inn árið 1997. Heila búka þarf í stjörnuhrap Andri Snær segist vel vita að hugmyndir um að láta skjóta sér dánum eða ösku sinni út í geiminn, séu ekki nýjar af nálinni en að hug- myndir hans um geimútfarir í bók- inni LoveStar hafi verið töluvert stórtækari en hjá bandaríska fyr- irtækinu sem býður slík geimskot. „Þeir ætla aðeins að senda 1 til 8 grömm af ösku út í geiminn á tákn- rænan hátt, en ég hafði fallegra stjörnuhrap í huga og það þarf heil- an búk í það.“ Andri Snær benti þó á að í Love- Star valdi geimútfarir heimsendi og því sé þar um uggvænlega þróun að ræða. „Ég ætlaði því kannski aldrei að fara út í raunverulegan bissness með þetta. Ég var þó alltaf með það í huga að stofna fyrirtæki í kringum þessa hugmynd, taka á móti fyrstu pöntunum og komast í heimsfrétt- irnar í því skyni að auglýsa bókina,“ sagði Andri Snær. Þeir sem vilja kynna sér málin betur um hugmyndir og staðreynd- ir um útfarir í geimnum, geta skoð- að neðangreindar slóðir á Netinu. Saklaus frétt á mbl.is vekur mikil viðbrögð Útfarir í geimnum ekki nýjar af nálinni Andri Snær Magnason rithöfundur. www.twd.net/ird/for- ecast/1956funeral.html www.celestis.com www.leary.com/LastTrip/ index.html khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.