Morgunblaðið - 27.02.2004, Page 2

Morgunblaðið - 27.02.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KB KAUPIR Í NOREGI KB banki hefur keypt norska verðbréfafyrirtækið A. Sundvall ASA en tilgangurinn með kaupunum er að efla starfsemi KB banka í Nor- egi og komast í hóp leiðandi fjárfest- ingarbanka á Norðurlöndunum. Eft- ir kaupin á KB banki tvö fjármálafyrirtæki í Noregi en fyrir átti bankinn Kaupthing Norge A.S. Eftirlaunaaldur hækki Sagt er í nýrri skýrslu fyrir Efna- hags- og framfarastofnunina, OECD, að iðnríkin verði að grípa til þess ráðs að hækka eftirlaunaaldur til að fá fleiri aldraða út á vinnu- markaðinn. Ekki dugi að hvetja fólk til að vinna lengur með því að bjóða því undanþágur frá tekjuskatti. Fleiri í samfélagsþjónustu Á síðustu árum hefur þeim ein- staklingum sem veitt er leyfi til að afplána refsingu með samfélags- þjónustu fjölgað verulega. Í árslok 2001 voru þeir 26 en ári síðar þrefalt fleiri eða 78. Alls hófu 738 ein- staklingar samfélagsþjónustu á árinu 2002 í stað óskilorðsbundinnar refsingar eða vararefsingar fésekta. Samtöl Annans hleruð? Clare Short, fyrrverandi ráðherra í stjórn Tony Blairs í Bretlandi, seg- ist hafa séð leyniskýrslur um samtöl Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, er hún var ráðherra. Talsmaður Annans sagði að ef rétt reyndist væri um brot á al- þjóðalögum að ræða. Enginn samningafundur Allt útlit er fyrir að 40 af liðlega 80 starfsmönnum Heimahjúkrunar mæti ekki til vinnu eftir helgi en þá taka uppsagnir þeirra gildi. Samn- ingafundur sem vera átti í gær var afboðaður og segja starfsmenn stefna í neyðarástand í heima- hjúkrun á höfuðborgarsvæðinu. Wernersbörn með 8,4% Systkinin Karl, Steingrímur og Ingunn Wernersbörn hafa aukið hlut sinn í Íslandsbanka úr 5,4% í 8,4% eftir kaup á 3% hlut í bank- anum í gær og í fyrradag. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 35/40 Viðskipti 12/14 Staksteinar 46 Erlent 15/17 Bréf 44 Höfuðborgin 20 Skák 57 Akureyri 22 Dagbók 46/47 Suðurnes 23 Kirkjustarf 41 Landið 24 Leikhús 52 Listir 26/27 Fólk 52/57 Umræðan 28/34 Bíó 54/57 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58 Viðhorf 34 Veður 59 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á landsbyggðinni. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Á SUNNUDAGINN LÍTIL loðnuveiði var í gær og fyrri- nótt en um 30 loðnuveiðiskip, ís- lensk og færeysk, voru í gærkvöldi á veiðisvæðinu suður af Hornafirði. Erfitt er að eiga við loðnuna sem er dreifð og ekki nógu mikill kraft- ur í veiðinni að sögn Jóns Axels- sonar, skipstjóra á Júpiter ÞH, sem var á leiðinni á miðin eftir að hafa landað fullfermi, eða 1.300 tonnum á Þórshöfn. Skipin fóru að kasta síðdegis í gær og fram eftir kvöldi en fengu lítið í hverju kasti. „Þetta er frekar dreift. Það er ekki mikið af loðnu hérna,“ sagði Þorsteinn Sím- onarson, skipstjóri á Þorsteini EA, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, en hann var þá kominn með um það bil 500 tonn. Guðmundur Sveinbjörnsson, skipstjóri á Ásgrími Halldórssyni SF, sagði í gær að léleg veiði hefði verið í fyrrinótt og flest skipin látið reka. Hann sagði að mikið af loðnu væri að sjá á þessu svæði, en þó væri ekki kominn neinn alvöru- kraftur í veiðarnar. Á Hornafirði er verið að frysta loðnu, bæði á Rússlands- og Jap- ansmarkað. Loðnuaflinn frá ára- mótum er nú kominn í um 200 þús- und tonn. Loðnuskipin suðaustur af Stokksnesi í fyrradag. Fremst er Vilhelm Þorsteinsson EA að draga nótina. Treg veiði á loðnumiðunum  Gunnlaugur Guðmundsson í viðtali Árna Þórarinssonar  Þrjár Maríur  Dagur í lífi flugfreyju  Hlutir sem skipta máli  Árshátíðartíska  Farðaðir karlmenn  Stjörnuspáin  Krossgátan AÐGENGI nemenda að Verslunar- skóla Íslands var þrengt í gær eftir klukkan þrjú á daginn. Þurfa nem- endur að ganga fram hjá vaktmanni og gefa skýringar á ferðum sínum sé þess óskað. Gripið var til þessa ráðs eftir að vaktmaður stóð þjóf að verki á þriðjudaginn var þar sem hann reyndi að stela skjávarpa. Þegar hann ætlaði að stöðva mann- inn kom til átaka sem enduðu með því að vaktmaðurinn rifbeinsbrotn- aði. Málið upplýstist í fyrradag og skilaði þjófurinn öðrum skjávarpa, sem hann hafði áður stolið úr Versl- unarskólanum, í gær. Eftirlit í skól- anum hefur verið aukið og hafa margir skólar og stofnanir einnig reynt að festa verðmætan búnað tryggilegar. Það hefur þó ekki alltaf dugað því þjófarnir eru búnir tólum til að klippa eða skera á festingar. Drengurinn sem reyndi að stela skjávarpanum á þriðjudag var með stóra klippitöng í fórum sínum. Stolnar vörur á lágu verði Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, varar fólk við að kaupa fartölvur, skjávarpa eða flatskjái sem því býðst á óeðli- lega lágu verði. Líklegt sé að um stolna muni sé að ræða. Mikið hefur borið á því undan- farnar vikur að reynt sé að stela þessum raftækjum úr fyrirtækjum, stofnunum og skólum. Hörður segir nýja muni eftirsóknarverðasta hjá þjófunum og nú sé algengt að reynt sé að stela flötum tölvuskjám. Ítrek- að sé farið inn í sum fyrirtækin og undanfarna daga hafi innbrot í skóla verið algeng. Þetta sé þó ekki alltaf framkvæmt í skjóli myrkurs því sumir reyna að fela sig í skjóli fjöldans og valsa um stofnanir og fyrirtæki í leit að fjármunum til að hafa á brott með sér. Mörg þessara mála hafa hins vegar verið upplýst fljótt. Vaktmaðurinn stóð þjófinn að verki í skólanum Aðgengi að Verslun- arskólanum þrengt ÁRNI Steinsson, vaktmaður í Versl- unarskóla Íslands, kom að ungum manni þar sem hann ætlaði að stela skjávarpa úr skólanum á þriðjudag. Var hann með töng til að losa tækið frá festingunum. Árni segist hafa staðið í dyrunum þar sem dreng- urinn var inni og varnað honum út- göngu. „Hann reyndi sitt ýtrasta til að koma mér frá,“ segir Árni og kom til átaka á milli þeirra. Það end- aði með því að Árni féll á borð og rif- beinsbrotnaði. Hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala til aðhlynningar og greindist rifbeinsbrotinn. Lög- reglan hafði síðan uppi á þjófinum eftir hádegi í gær. Kom í ljós að sami drengur hafði stolið öðrum skjá- varpa áður úr skólanum. Árni heldur að drengurinn hafi ekki ætlað að meiða sig, honum hafi frekar brugðið þegar hann var stað- inn að verki. Ásetningur hans í að stela skjávarpanum hafi hins vegar verið einlægur enda búinn til þess. Hafði stolið áð- ur úr skólanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.