Morgunblaðið - 27.02.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 27.02.2004, Síða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI Túrkmenistan, Túrkmenbasi hinn mikli, er sannur landsfaðir. Nú hyggst hann skrifa bók um góða hegðun. Henni verður bætt við námskrána í skólum lands- ins, sem þegar er þéttskipuð „heimspeki- legum“ ritum landsföðurins. Bókin mun bera þann lýsandi titil „Uppeldi“ og á að byggjast á hefðbundnum vísdómi og hefðum túrk- mensku þjóðarinnar, sem öld fram af öld hef- ur mótað afdráttarlausar reglur um rétta breytni og félagsmótun, sagði Túrkmenbasi í viðtali við túrkmenska ríkissjónvarpið. Þeg- ar hafa verið stofnaðar sérstakar há- skóladeildir til að kenna stúdentum að meta þau verk sem Túrkmenbasi hefur þegar skrifað, eins og til dæmis Rukhnama, sem á íslensku gæti heitið „Andlegur leiðarvísir“, og „Það böl sem ógnar samfélagi voru“, en síðarnefnda bókin hefur að geyma kveðskap um þá ógn sem landsfaðirinn telur stafa af agaleysi, hroka og ístöðuleysi. Viðkoman langa PALESTÍNSKUR hælisleitandi yfirgaf nú í vikunni viðkomusalinn á alþjóðaflugvell- inum í Prag, en þar hefur hann dvalið und- anfarið hálft ár. Nú hefur honum verið veitt húsaskjól í flóttamannamiðstöð. Sálrænt ástand mannsins var „merkilega gott“ eftir svona langa dvöl í einskismannslandi, sagði Martin Rozumek, talsmaður tékkneskra samtaka sem aðstoða flóttafólk. Palest- ínumaðurinn Ibrahim Zijad, sem er þrítug- ur, kom vegabréfslaus til Prag með flugi frá Istanbúl 2. ágúst sl. Tékknesk innflytj- endayfirvöld sendu manninn aftur til Tyrk- lands, og þarlend yfirvöld sendu hann á ný til Prag þar sem hann bjóst fyrir í viðkomu- salnum. Starfsfólk tékkneska flugfélagsins, CSA, sá honum fyrir mat og drykk. Manni getur leiðst ÓNAFNGREINDUR starfsmaður á al- þjóðaflugvellinum í Denver í Bandaríkjunum hefur hlotið tiltal fyrir að renna sjálfum sér í gegnum farangursgegnumlýsingartækið sem hann vann við. Atvikið mun hafa átt sér stað fyrir um þrem mánuðum, og er líkum að því leitt, að manninum hafi leiðst í vinnunni og verið að þessu sér til upplyftingar. En bandarískum samgönguöryggisyfirvöldum fannst þetta ekki par sniðugt, þótt þau við- urkenni að engum flugfarþegum hafi stafað hætta af leik mannsins. Ástsjúkur Ítali ÁSTSJÚKUR Ítali reyndi að drepa konuna sem ekki endurgalt tilfinningar hans með því að koma sniglaeitri fyrir víðs vegar í íbúðinni hennar, að því er lögregla í Tórínó greindi frá. „Ég hreifst af visku hennar, fremur en fegurð,“ sagði hinn ástsjúki Matteo Porzio, sem var samstarfsmaður konunnar. „En hún fyrirleit mig!“ Hann braust inn í íbúð hennar og setti eitrið út í jógúrt, sultu, salt og vatnskönnu. Konan og unnusti hennar fylltust grunsemdum þegar þau sáu litla, bláa bletti í matnum – og fót- spor á gólfinu – og höfðu samband við lög- regluna. Féll fram af svölum HÁSKÓLASTÚDENT í Ottawa í Kanada lét lífið um síðustu helgi þegar hann féll fram af svölum á elleftu hæð. Hann var að keppa við félaga sína um hver gæti spýtt hráka lengst, og tók gott tilhlaup að svalahandrið- inu en svo slysalega vildi til, að hann féll yfir handriðið og fram af svölunum. ÞETTA GERÐIST LÍKA Um rétta breytni Reuters ALAN Greenspan, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, fægði gleraugun sín er hann kom fyrir fjárlaganefnd þingsins á miðvikudaginn. Þörf á skarpri sjón BRESKA leyniþjón- ustan njósnaði um Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, í að- draganda Íraks- stríðsins, að því er fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Tonys Blairs fullyrti í gær. Ásakanir ráðherrans fyrrverandi, Clare Short, hafa vakið mik- inn úlfaþyt í Bretlandi og auka þrýsting á Blair forsætisráðherra sem sett hefur ámæli fyrir að hafa tekið þátt í herförinni gegn Írak. Clare Short var ráðherra þróunarmála í stjórn Blairs en sagði af sér í kjölfar árásarinnar á Írak í fyrra. Hún var spurð að því í viðtali í breska útvarpinu, BBC, hvort breskir erindrekar hefðu hlerað samtöl sem Annan átti við ýmsa ráð- gjafa sína og fyrirmenni. „Já, svo sannarlega,“ svaraði hún. „Svo- leiðis lagað er stundað og að því er varðar skrifstofu Kofis þá hef- ur það verið stundað um langa hríð.“ Las útprent af samtölum Sagðist Short jafnvel hafa lesið útprent af samtölum sem Annan átti. „Raunar man ég til þess að hafa verið að ræða við Kofi fyrir stríð og hugsað með mér „ónei, þetta samtal verður tekið upp og prentað upp og fólk mun heyra væru augljóst brot á lög- um. Hætt við lögsókn vegna leka Ummæli Short koma degi eftir að málarekstri var hætt gegn Katharine Gun, fyrrverandi þýð- anda hjá bresku leyni- þjónustunni, en hún hafði verið sökuð um að leka leynilegum tölvubréfum frá bandarískum leyni- þjónustumönnum til breska blaðsins The Ob- server þar sem svo virt- ist sem beðið væri um aðstoð breskra við að hlera sendinefndir ým- issa þjóða hjá SÞ. Bresk stjórnvöld neita því að pólitískar ástæður liggi að baki því að ákveðið var að hætta við málsókn gegn Gun. Ýmsir hafa hins vegar velt því fyrir sér hvort ráðherrar í stjórn Blairs hafi óttast að ýmislegt kæmi fram við réttarhöld yfir Gun sem valda myndi breskum stjórnvöldum vanda. Hafa verj- endur Gun m.a. velt því upp að hugsanlega hafi málarekstrinum verið hætt vegna þess að þeir höfðu farið fram á að gert yrði opinbert lögfræðiálit sem dóms- málaráðherrann, Goldsmith lá- varður, veitti ríkisstjórninni um lagalegt réttmæti árásar gegn Írak. Breska stjórnin hefur ítrekað neitað öllum óskum um að álit Goldsmith lávarðar verði gert op- inbert. þær væru sannar. „Mér finnast ummæli Clare Short í morgun al- gerlega óábyrg, en hins vegar fyllilega í samræmi við fyrri hegðun hennar,“ sagði hann. Þegar Blair var spurður að því hvort Short yrði hugsanlega sótt til saka eða hvort hún myndi sæta refsingu af hálfu Verka- mannaflokksins sem þingmaður flokksins tók Blair því ekki ólík- lega en sagði að hann myndi þurfa að hugleiða betur ummæli hennar. Talsmaður Kofis Annan, Fred Eckhard, sagðist ekki hafa hug- mynd um það hvort staðhæfingar Short ættu við rök að styðjast. Ljóst væri hins vegar að hleranir eins og þær sem hún hefði lýst hvað hann og ég sögðum“,“ sagði Short síðan. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vildi lítið ræða um fullyrðingar Short á mánaðarleg- um blaðamannafundi sínum í gær en sagði þær „afar óábyrgar“. „Hvorki við né fyrri ríkisstjórnir höfum viljað tjá okkur um mál- efni er tengjast leyniþjónustunni, nema til að leggja áherslu á að bresk stjórnvöld hegða sér alltaf í samræmi við bæði bresk lög og alþjóðalög,“ sagði hann. Hleranir ólöglegar Blair neitaði semsé ekki ásök- unum Short en sagði blaðamönn- um hins vegar að ekki væri hægt að taka það sem merki um að Fullyrðir að njósnað hafi verið um Annan Tony Blair segir fullyrðingar Clare Short „afar óábyrgar“ London. AFP, AP. Clare Short bandar frá sér fréttamönnum, sem ólmir vildu spyrja hana frekar um fullyrð- ingar hennar, í miðborg London í gær. Fast var líka sótt að Blair á fréttamannafundi. UPPREISNARMENNIRNIR sem hafa náð á sitt vald norður- hluta Haítí og hóta að ráðast til atlögu í höfuðborginni, Port-au- Prince, eru úr ýmsum áttum. Það sem sameinar þá er hatrið á Jean Bertrand Aristide forseta, sem þeir vilja að láti af völdum. Sumir helstu leiðtogar uppreisn- armannanna voru áður fyrr svarn- ir óvinir, en nú hafa þeir snúið bökum saman í baráttunni gegn Aristide. Uppreisnin hófst í byrj- un febrúar í borginni Gonaives í norðurhluta landsins. Þegar upp- reisnin breiddist út gengu útlægir hermenn í lið með uppreisn- armönnum. Leiðtogi þeirra sem hófu upp- reisnina í Gonaives er Butteur Metayer, 33 ára fyrrverandi framámaður í „Mannætuhernum“, alræmdu gengi í borginni, sem þar til nýverið fylgdi Aristide að mál- um. Í september sakaði Metayer forsetann um að hafa látið drepa bróður sinn, tók völdin í genginu, gaf því nafnið Andspyrnufylkingin, og „frelsaði“ Gonaives 5. febrúar. Dagana á eftir féllu margir bæir og þorp í norðurhlutanum í hend- ur manna Metayers, og þeim barst liðsauki hvaðanæva að, m.a. frá mönnum sem þjónað höfðu í haítíska hernum í tíð Raouls Cedras, sem sat að völdum á Haítí 1991–94, eftir að hafa hrakið Ar- istide, sem hafði verið kjörinn for- seti, frá völdum. Hermennirnir fyrrverandi komu til Haítí frá Dóminíska lýðveldinu, þar sem þeir höfðu dvalið í útlegð frá því að haítíski herinn var leystur upp 1995. Leiðtogi þessara útlaga er Louis Jodel Chamblain, sem fór í útlegð 1994. Chamblain þessi er grunaður um aðild að fjöl- mörgum voðaverkum, m.a. fjölda- morðum 1987. Engin hugmyndafræði Annar leiðtogi uppreisnarinnar nú er Guy Philippe, sem verður 36 ára á morgun og langar umfram annað til að halda upp á afmælið sitt með því að hertaka höfuðborg- ina, en hann var háttsettur í ör- yggissveitum Renes Prevals, sem var kosinn forseti Haítí 1995. Stjórn Prevals skar upp herör gegn fyrrverandi hermönnum Cedras og reyndi að hafa uppi á þeim – þ.á m. Chamblain. Philippe og Chamblain voru því svarnir óvinir, en nú hafa þeir tek- ið höndum saman gegn Aristide. Fréttaskýrandi breska ríkis- útvarpsins, BBC, segir erfitt að koma auga á að einhver pólitísk hugmyndafræði reki uppreisn- armennina áfram. Þeir virðist fyrst og fremst þrá að taka völdin. Svarnir óvin- ir snúa bök- um saman GUY Philippe, einn leiðtoga uppreisnarmannanna á Haítí, lætur fægja skóna sína á bílastæðinu fyrir utan hótelið sem hann býr á í Cap Haitien, næststærstu borg Haítí, sem uppreisnarmenn undir forystu Philippes tóku á sitt vald á sunnudaginn. Reuters Skórnir fægðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.