Morgunblaðið - 27.02.2004, Qupperneq 23
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 23
ERUM AÐ FRAMLEIÐA
STÓRGLÆSILEG OG VÖNDUÐ
SUMARHÚS - ORLOFSHÚS
Í ÝMSUM STÆRÐUM.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR HEIMIR GUÐMUNDSSON, byggingameistari,
í símum: 892 3742 og 483 3693 eða á www.tresmidjan.is
TRÉSMIÐJA HEIMIS GUÐMUNDSSONAR - ÞORLÁKSHÖFN
HÖFUM TIL SÝNIS Á STAÐNUM HÚS Á ÝMSUM
BYGGINGARSTIGUM-HÖFUM EINNIG FULLBÚIN
SUMARHÚS TIL SÝNINGAR.
HEF TIL SÖLU SUMARHÚSASLÓÐIR, EF ÓSKAÐ
ER, Á FRÁBÆRUM STAÐ ÞAR SEM ER
HITAVEITA, RAFMAGN, STUTT Í ALLA
ÞJÓNUSTU, SUND OG GOLFVÖLL.
TÖKUM EINNIG AÐ OKKUR VIÐHALD OG
BREYTINGAR Á ELDRI HÚSUM, SETJUM NIÐUR
HEITA POTTA OG SMÍÐUM PALLA OG SKJÓLVEGGI.
BRUNAVARNIR Suðurnesja og
Öryggismiðstöð Íslands hafa gert
með sér þjónustusamning og skipt
með sér verkum. Öryggismiðstöðin
tekur yfir vöktun og tækniþjónustu
vegna þeirra öryggiskerfa sem
Brunavarnir Suðurnesja hafa séð
um en Brunavarnir Suðurnesja
taka að sér útkalls- og viðbragðs-
þjónustu fyrir Öryggisþjónustuna á
Suðurnesjum.
Sigmundur Eyþórsson, slökkvi-
liðsstjóri Brunavarna Suðurnesja,
segir að stofnunin hafi rekið vakt-
miðstöð öryggiskerfa frá því um
1990. Reksturinn hafi verið farsæll
og öryggiskerfin margoft sannað
gildi sitt. Hann segir að á þessum
tíma hafi orðið mikil breyting á
þessum markaði, öryggisfyrirtækin
hafi eflst og tækninni fleygt fram
og hafi samkeppnisstaða Bruna-
varna Suðurnesja sem opinberrar
stofnunar veikst á síðustu árum.
Hann fagnar því að nú hafi náðst
samkomulag við Öryggismiðstöð
Íslands um verkaskipti. Markmiðið
með þeim sé að veita samfélaginu
sem besta öryggisþjónustu.
Vöktun þeirra 170 öryggiskerfa
sem Brunavarnir Suðurnesja önn-
uðust er að flytjast til vaktmið-
stöðvar Öryggismiðstöðvarinnar.
Starfsmenn Brunavarna taka í
staðinn að sér alla útkalls- og við-
bragðsþjónustu fyrir Öryggismið-
stöðina á Suðurnesjum, það er að
segja viðbragð við öllum boðum,
vaktgæslu fyrirtækja og svæðis-
gæslu. Sigmundur segir að þetta
séu eðlileg verkefni slökkviliðsins
og að það eflist um leið. Nefnir
hann sem dæmi að útkallsstyrkur
liðsins aukist á vissum tímum sól-
arhringsins því ekki þurfi lengur að
hafa menn bundna á stöðinni.
Á fjórða hundrað kerfi
Með þeirri viðbót sem Öryggis-
miðstöð Íslands fær með samn-
ingnum við Brunavarnir Suður-
nesja annast vaktmiðstöð
fyrirtækisins á fjórða hundrað ör-
yggiskerfi á Suðurnesjum. „Við
höfum sinnt þessum markaði af
áhuga og höfum verið langstærsta
öryggisfyrirtækið á Suðurnesjum,“
segir Reynir S. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri öryggissviðs Örygg-
isgæslu Íslands. Starfsemi fyrir-
tækisins hefur aukist jafnt og þétt
á svæðinu en í vetur hefur inn-
brotakerfum í heimahúsum fjölgað
mjög. Tengir Reynir það þeim inn-
brotafaraldri sem geisað hefur síð-
ustu mánuði.
Öryggismiðstöð Íslands tekur við vöktun öryggiskerfa
Brunavarna Suðurnesja samkvæmt þjónustusamningi
Slökkviliðið ann-
ast útkallsþjónustu
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Sérhæfing: Reynir S. Ólafsson og Sigmundur Eyþórsson hafa náð sam-
komulagi um þjónustusamning Öryggismiðstöðvar Íslands og Brunavarna.
Garður | „Þetta er fólkið sem held-
ur uppi fiskvinnslunni, hvort sem
mönnum líkar það betur eða verr,“
segir Sigurður Jónsson, bæjar-
stjóri í Garði, en tæplega 10% íbúa
sveitarfélagsins eru með erlent rík-
isfang. Í Garði búa 128 erlendir
ríkisborgarar, þar af 90 Pólverjar.
Í sveitarfélögunum fimm á Suð-
urnesjum bjuggu liðlega 760 er-
lendir ríkisborgarar um síðustu
áramót, samkvæmt upplýsingum
Hagstofu Íslands. Eru það 4,5%
íbúanna en meðaltalið yfir landið
er 3,5%. Flestir bjuggu í Reykja-
nesbæ, 354, en það er aðeins 3,2%
íbúafjöldans þar. Í Grindavík voru
120 erlendir ríkisborgarar, sem er
4,9% íbúanna, 128 í Garði, sem er
9,9% íbúa þar, 105 í Sandgerði,
sem er 7,6% íbúafjöldans og 54 í
Vatnsleysustrandarhreppi en það
er 5,8% íbúa sveitarfélagsins.
Þessir erlendu íbúar Suðurnesja
koma frá 49 þjóðlöndum. Flestir
eru frá Póllandi, alls 309. Liðlega
sextíu Bandaríkjamenn búa í sveit-
arfélögunum fimm og tæplega sex-
tíu Taílendingar og Danir og 46
Filippseyingar.
Sumir ílendast
Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í
Garði, segir að það sé ekki nýtt að
fjöldi erlendra ríkisborgara búi á
staðnum. Fyrir fáeinum árum hafi
hlutfallið verið rúm 8%. Hann segir
að margir hafi komið til að vinna í
fiski og í raun haldi þetta fólk uppi
fiskvinnslunni á staðnum. Þá þyki
það gott starfsfólk. Vekur Sigurður
athygli á því að á sama tíma og
fengið sé fólk frá útlöndum í þessa
vinnu séu yfir þrjátíu manns á at-
vinnuleysisskrá í Garðinum.
Sigurður telur að margir Pól-
verjanna komi til tímabundinnar
dvalar hér og snúi heim aftur. Aðr-
ir ílendist. Nokkur dæmi er um að
þeir hafi keypt sér hús í Garðinum
og farið í aðra vinnu. „Þetta er
traust fólk og mjög góðir íbúar,“
segir Sigurður.
Hann segir að helsti gallinn sé
hvað útlendingarnir taki lítinn þátt
í samfélaginu. Þeir hafi mest fé-
lagsskap hver af öðrum. Þá hamli
tungumálaerfiðleikar samskiptum.
Þó sé nokkuð um að þeir séu
komnir með börn í skóla og þeim
gangi vel.
10% íbúa í Garði með erlent ríkisfang
„Heldur uppi
fiskvinnslunni“
+
" 57"!
(!
!$!
(.#6./(
!
!
!
3*
" %&
!'
'
'
3
(
*