Morgunblaðið - 27.02.2004, Síða 38

Morgunblaðið - 27.02.2004, Síða 38
Ástkær eiginkona mín, ELLEN MARIE STEINDÓRS, lést á heimili okkar, Herjólfsgötu 24, Hafnar- firði, miðvikudaginn 25. febrúar. Útförin auglýst síðar. Óskar Steindórs. MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Stefán Jasonar-son fæddist í Vorsabæ í Gaulverja- bæjarhreppi, Flóa, 19. september 1914. Hann lést á Kumb- aravogi á Stokkseyri 19. febrúar 2004. Foreldrar hans voru hjónin Jason Stein- þórsson frá Arnar- hóli, f. 12. febrúar 1872, d. 27. mars 1952, og Helga Ívars- dóttir frá Vorsabæj- arhjáleigu, f. 20. maí 1871, d. 7. júní 1917, þau bjuggu í Vorsabæ frá 1903, en þegar Helga lést kom frænka henn- ar Kristín Helgadóttir, f. 29. nóv- ember 1884, d. 2. júlí 1977, og gekk Stefáni og systkinum hans í móður stað. Jason og Kristín giftust og bjuggu í Vorsabæ frá 1918 til 1943. Alsystkini Stefáns voru: 1) Þórður, byggingatæknifræðingur í Reykja- vík, f. 11. maí 1907, d. 1. september 1980, 2) Sigríður, húsfreyja á Sel- fossi, f. 15. nóvember 1908, d. 6. mars 1988, 3) Ívar Kristinn, bóndi í Vorsabæjarhóli í Flóa, f. 5. júlí 1910, d. 28. júlí 1963, og 4) Stein- þór, framkvæmdastjóri á Stokks- eyri, f. 5. ágúst 1911, d. 24. ágúst 1955. Hálfsystkini Stefáns, börn Jasonar og Kristínar, eru: 1) Helga, húsfreyja í Reykjavík, f. 20. janúar 1920, d. 23. apríl 1994, 2) Helgi pípulagningameistari í Reykjavík, f. 9. desember 1921, og 3) Guð- mundur, rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 10. október 1925. Hinn 29. maí 1943 gekk Stefán að eiga Guðfinnu Guðmundsdóttur frá Túni í Hraungerðishreppi, f. 3. september 1912, d. 8. júlí 2000, þau hófu búskap í Vorsabæ árið 1943 en brugðu búi árið 1988. Þar áttu þau heima til ársins 2000 er Guðfinna lést. Börn Guðfinnu og Stefáns eru: 1) Helgi, bóndi og vörubílstjóri í Vorsabæ, f. 26. apríl 1945. Fyrri maki Ólafía Ingólfsdóttir, f. 30. maí 1952, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Kristín Þóra leikskólakennari, f. 1969, maki Sveinn Ragnarsson við- nemi, f. 1993. 5) Sveinbjörg banka- starfsmaður í Borgarnesi, f. 17. ágúst 1956, maki Hans Lind Egils- son vélfræðingur, f. 20. júlí 1957. Börn þeirra eru: a) Heiðar Lind nemi, f. 1986. b) Gunnhildur Lind nemi, f. 1990. c) Egill nemi, f. 1994. Stefán stundaði nám í Íþrótta- skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal 1937–1938; nám í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1938– 1939; nám í Námsflokkum Reykja- víkur 1940–1941. Stefán tók mik- inn þátt í félagsmálum sveitar sinnar og héraðs. Hann var for- maður Ungmennafélagsins Sam- hygðar frá 1936–1964, að einu ári undanskildu. Formaður kirkjukórs Gaulverjabæjarkirkju var hann frá 1955–1985 og formaður áfengis- varnanefndar frá 1956–1984. Stef- án var hreppsstjóri í Gaulverjabæj- arhreppi frá 1963–1984. Hann sat í fulltrúaráði Mjólkurbús Flóa- manna frá 1950–1989 og Mjólkur- samsölunnar frá 1968–1989. Í stjórn Búnaðarsambands Suður- lands frá 1959–1987, þar af for- maður frá 1969. Í Laugardæla- nefnd Búnaðarsambandsins frá 1969 og síðar í stjórn tilrauna- starfsins á Stóra-Ármóti til 1988. Í stjórn Skógræktarfélags Árnes- inga var Stefán frá 1966–1986. Stefán var formaður landsmóts ungmennafélaganna á Laugar- vatni 1965 og í framkvæmdanefnd landbúnaðarsýningarinnar á Sel- fossi 1978. Hann sat í stjórn klúbb- anna „Öruggur akstur“ og vann mikið að umferðarmálum á þeirra vegum vítt og breitt um landið. Stefán var í framkvæmdanefnd heimildarkvikmyndarinnar „Í dagsins önn“ frá 1950–1987. Hann var formaður stjórnar Varðveislu- félags Rjómabús Baugsstaða en þar var opnað minjasafn 21. júní 1975. Hann var fréttaritari Ríkisút- varpsins frá 1958 og Sjónvarpsins frá stofnun þess, svo lengi sem ald- ur leyfði. Hann skrifaði auk þess fjölda greina í blöð og tímarit og flutti erindi í útvarp. Einnig skrif- aði hann ævisögu sína „Alltaf glað- beittur“ sem út kom árið 1991. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1984 fyrir störf að félagsmálum. Útför Stefáns verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. skiptafræðingur, f. 1970, þau eiga þrjú börn. b) Stefán húsa- smiður, f. 1972, sam- býliskona Rannveig Bjarnfinnsdóttir leik- skólakennari, f. 1974, þau eiga eina dóttur. c) Guðfinna iðnrekstrar- fræðingur, f. 1976, sambýlismaður Jónas Björgvinsson vélvirki, f. 1971. Hann á eina dóttur. d) Berglind nemi í frönsku, f. 1983. Sambýliskona Helga er Elinborg Baldvins- dóttir, f. 28. mars 1947. Hún á fimm uppkomin börn. 2) Ragnheiður, grunn- og framhaldsskólakennari á Akureyri, f. 1. júlí 1946, maki Tómas Búi Böðvarsson tæknifræð- ingur, f. 14. nóvember 1942. Synir þeirra eru: a) Böðvar, bygginga- og brunaverkfræðingur, f. 1972, sam- býliskona Anna Pála Stefánsdóttir spænskukennari og leiðsögumað- ur, f. 1975. b) Hlynur, B.Sc. í raf- magns- og tölvuverkfræði, f. 1975, maki Ragna Kristín Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur, f. 1975, þau eiga tvo syni. 3) Kristín, hand- menntakennari og húsmóðir á Hurðarbaki í Flóa, f. 18. september 1948, maki Ólafur Einarsson bóndi, f. 19. september 1945. Börn þeirra eru: a) Eyrún hjúkrunarfræðingur, f. 1973, sambýlismaður Páll Erland rekstrarhagfræðingur, f. 1970, þau eiga einn son. b) Stefán bifreiða- stjóri, f. 1977, sambýliskona Sigrún Sighvatsdóttir grunnskólakennari, f. 1975, þau eiga tvö börn. c) Fann- ey búfræðingur, f. 1980, sambýlis- maður Reynir Þór Jónsson búfræð- ingur, f. 1981, þau eiga einn son. d) Guðmunda, nemi, f. 1989. 4) Unnur leikskólastjóri í Kópavogi, f. 18. janúar 1951, maki Hákon Sigur- grímsson skrifstofustjóri, f. 15. ágúst 1937. Börn þeirra eru: a) Finnur hljóðtæknimaður, f. 1975, sambýliskona Þórunn Sigurðar- dóttir nemi í alþjóðaviðskiptum, f. 1977. b) Grímur nemi í kvikmynda- leikstjórn, f. 1977. c) Harpa Dís „Ég man vel eftir honum, hann var alltaf svo glaður þegar hann kom.“ Þetta voru orð gamallar starfssystur minnar í Bændasamtökunum þegar ég sagði henni andlát tengdaföður míns, Stefáns Jasonarsonar í Vorsa- bæ. Glaðværðin og glettnin voru sterkustu einkenni hans en undir bjó íhygli og óvenju sterkur vilji. Engum manni hefi ég kynnst, sem var jafn vinnufús og kom jafn miklu í verk heima og heiman, eins og honum. Hann fór á fætur klukkan 6 á morgn- ana, sló kannski væna túnspildu áður en hann fór í fjósið, var kominn á fund hjá Búnaðarsambandinu á Selfossi kl. 11.00, kom heim um kaffileytið, sneri heyinu eða ók heim nokkrum vögnum af heyi, fór í fjósið og brá sér loks á söngæfingu með kirkjukórnum eftir kvöldmatinn. Hann þoldi ekki slæma umgengni eða hirðuleysi og var sífellt dyttandi að húsum, vélum og girðing- um þegar tóm gafst. Nýtnin ein- kenndi alla hans umgengni, engri spýtu var hent, hún gæti komið í góð- ar þarfir seinna. Gömlu bútsögina, sem hann keypti þegar hann var við smíðar í Reykjavík í byrjun seinna stríðsins, notaði hann fram í það síð- asta, enda er hún enn eins og ný. Þau Guðfinna voru mjög samhent í öllu og búið arðsamt. Segja má að það „að fara vel með“ hafi einkennt búskap þeirra og heimilishald samfara ein- stakri gestrisni og rausnarskap. Þessa verðmætu eiginleika hafa börn- in þeirra erft og ég er einlæglega þakklátur fyrir það að börnin okkar Unnar urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að dveljast hjá afa sínum og ömmu á sumrin og við önnur tækifæri og kynnast þessum lífsviðhorfum. Stefán Jasonarson var óvenjulegur maður um margt. Hann fæddist á þeim tíma þegar íslenskt þjóðfélag var að vakna til lífs í kjölfar aukins sjálfræðis. Hann heillaðist ungur af hugsjónum Ungmennafélagshreyf- ingarinnar og Framsóknarflokksins, sótti sér menntun og víðsýni til Hér- aðsskólans á Laugarvatni og á Íþróttaskólann í Haukadal til hug- sjónamannsins Sigurðar Greipsson- ar. Þessi áhrif mótuðu allt hans líf og starf. Hann var á margan hátt á und- an sinni samtíð, ódeigur við að fara ótroðnar slóðir og taka upp ný við- horf. Hann lét sig það engu skipta þótt nágrannarnir héldu að hann væri ekki með öllum mjalla þegar hann fór að synda í tjörninni framan við bæinn í Vorsabæ um vorið þegar hann kom heim frá Haukadalsskólanum. Hann lét úrtölur og hrakspár ekki aftra sér þegar hann gekkst fyrir landbúnaðar- sýningunum á Selfossi árin 1958 og 1978. Ekki heldur þegar hann var for- maður undirbúningsnefndar fyrir landsmót UMFÍ á Laugarvatni 1965, fjölmennasta ungmennafélagsmóti sem haldið hefur verið. Stærsta afrek hans er þó vafalítið uppbyggingin á tilraunabúinu á Stóra-Ármóti sem hann beitti sér fyrir sem formaður Búnaðarsambands Suðurlands, en í stjórn þess átti hann sæti í nærfellt 30 ár. Hann beitti sér fyrir því að Ung- mennafélagið Samhygð hóf að planta trjám í reitinn við Timburhól árið 1952 og hóf einnig skógrækt í landi sínu. Fáir trúðu því þá að nokkurt tré gæti þrifist á flatlendinu í Fóanum, en reynslan sýnir annað. Í reitnum hans í Vorsabæ má nú finna allt að 9 metra há grenitré. Stefán var alla tíð mjög heilsu- hraustur, grannur og léttur á fæti, gerði daglega „Mullers“-æfingarnar sem hann lærði á Haukadalsskólan- um og skokkaði sér til heilsubótar þegar færi gafst. Það þótti tíðindum sæta árið 1993, á ári aldraðra, þegar það fréttist að Stefán í Vorsabæ, þá 79 ára gamall, ætlaði að fara gangandi hringinn í kringum landið og hvetja aldrað fólk til þess að stunda göngur og aðra hreyfingu sér til heilsubótar og lífsfyllingar. Mörgum þótti þetta fásinna en Stefán lét slíkt ekki aftra sér frekar en fyrri daginn. Hann kom við í þéttbýlisstöðunum á leiðinni, aldraðir komu til móts við hann, áttu með honum spjall og notalega kvöld- stund og fylgdu honum síðan úr hlaði. Ferðinni lauk hann í Reykjavík með glæsibrag á tilsettum tíma. Það var gæfa að fá að kynnast hon- um. Blessuð sé minning hans. Hákon Sigurgrímsson. Elsku afi er látinn, nærri níræður að aldri. Við systkinin vorum alltaf viss um að hann yrði „eldgamall“ og sú varð raunin. Okkur þótti hann allt- af svo hraustur og heilbrigður. Nú eru þau amma sameinuð á ný eftir nokkra fjarveru og trúum við því að það hafi orðið miklir fagnaðarfundir. Við systkinin vorum svo heppin að alast upp á bæjarhlaðinu hjá afa og ömmu. Þar áttum við alltaf stuðning vísan og sóttum ýmsan fróðleik til þeirra. Í mörg ár vorum við í kaupa- vinnu hjá þeim og sinntum margvís- legum sveitastörfum sem okkur þótti misskemmtileg. Okkur þótti t.d. ekk- ert skemmtilegt að skera njóla eða reyta gras frá trjám, skildum raunar ekki hvað þyrfti að vera að þessu. Í dag skiljum við betur tilganginn, að taka burt illgresið svo trén og annar gróður vaxi betur. Þau afi og amma lifðu tímana tvenna, voru óþrjótandi viskubrunnar um gamla tímann. Við fengum að heyra ýmsar sögur af búskaparhátt- um fyrri tíma og fengum einnig að reyna starfshættina. Í þá daga þótti okkur það kannski ekki mjög skemmtilegt, en í dag búum við að þessu og getum miðlað því til ann- arra. Afi átti ýmis áhugamál og starfaði að þeim af elju og atorku. Trjárækt stundaði hann af kappi og gerði mörg skjólbeltin auk þess að planta trjám víðar hjá félagasamtökum. Fé- lagsstörf heilluðu hann einnig og oftar en ekki var hann formaður í félögum. Mikill tími fór í þetta en jafnframt stundaði hann búskapinn með dyggri aðstoð ömmu. Afi var hrókur alls fagnaðar og skrafhreyfinn hvar sem hann kom. Nú seinni ár náði elli kerling tökum á honum og hvarf hann þá meira inn í sig og sat hljóður og fylgdist með. Blessuð sé minning hans. Kristín, Stefán, Guðfinna og Berglind. Elsku afi. Það var mjög sorglegt að missa þig. Mér finnst leiðinlegt að hafa ekki get- að kynnst þér betur því að við höfum bara þekkst í tæplega 11 ár. Ég hef heyrt að þú hafir átt góða og við- burðaríka ævi og þú hafðir frá svo mörgu að segja. Það verður mjög tómlegt þegar ég fer í sveitina með mömmu og pabba eftirleiðis og við getum ekki heimsótt þig á elliheim- ilið. Það sem mér fannst sorglegast við að þú skyldir deyja núna var að þú gast ekki orðið 90 ára. Þá hefði verið haldin veisla. Ég man eftir því þegar ég var lítil og gisti hjá ykkur ömmu og ég svaf á milli ykkar í hjónarúminu. Mér fannst svolítið merkilegt þegar þú varst að gera Mullersæfingarnar í stofunni heima í Vorsabæ. Ég veit að þér þótti ákaflega vænt um húsið þitt, garðinn og allt heima í Vorsabæ og vildir ekki fara á elliheimilið. En þar leið þér samt vel og það var gaman að koma til þín. Nú ertu farinn frá okkur og ert á leið til ömmu, ég bið kærlega að heilsa henni. Harpa Dís Hákonardóttir. Ég veit það er lánsæld að lifa og njóta og leika og hvílast sem hugurinn kýs en mér finnst það stærra að stríða og brjóta í stórviðrum ævinnar mannraunaís. (Stefán G.) Bjartsýnn og lífsglaður fór Stefán í Vorsabæ í gegnum lífið. Hann kom víða við og starfsdagurinn varð lang- ur og árangursríkur. Oft hygg ég að hann hafi sofið eins og fugl á grein til að safna þreki í næsta morgunflug. Árdegið kallaði hann til starfa, hann var einn af hugsjónamönnum tuttug- ustu aldarinnar, ungmennafélagi og drengskaparmaður. Stefán átti sér stóra drauma á mörgum sviðum þjóðlífsins og hinn önnum kafni bóndi tók að sér forystu í stórum hreyfingum fólksins og varð öllum þeim eftirminnilegur liðsmaður sem honum kynntust. Málaflokkarnir STEFÁN JASONARSON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HJÖRTUR BJARNASON, Breiðuvík 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 16. febrúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til Jakobs læknis og annars starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut, Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og starfsfólks á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir, Ólafía S. Hjartardóttir, Bjarni Hjartarson, Margrét E. Hjartardóttir, Baldur Þ. Baldursson, tengdasynir, tengdadætur og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og sambýlismaður, SIGURFINNUR EINARSSON, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 23. febrúar sl. Útför fer fram frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Aðstandendur hins látna. Elskuleg systir mín, SVANDÍS ELIMUNDARDÓTTIR frá Dvergasteini, Hellissandi, andaðist á líknardeild Landspítalans miðviku- daginn 25. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja, Hallbjörn Elimundarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.