Morgunblaðið - 27.02.2004, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 47
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
MEÐ MORGUNKAFFINU
Við viljum bara fá að skoða trúlofunarhringana …!
FRÉTTIR
BORIST hefur eftirfarandi frá Guð-
rúnu Önnu Kjartansdóttur, sem er
félagsmaður í Fjölskylduvernd, í
framhaldi af umfjöllun um barna-
verndarmál í Morgunblaðinu sl.
þriðjudag þar sem hún óskar eftir að
gera athugasemdir við málflutning
Guðrúnar Frímannsdóttur vegna
starfshátta starfsmanna Barna-
verndar Reykjavíkur.
„Starfshættir í umgengnismálum í
ólestri?
Lögmaður Barnaverndar Reykja-
víkur, Anna S. Örlygsdóttir, hefur
meinað almenningi um aðgang að
verkferlum yfir könnun máls og
verkferlum yfir gerð greinargerða
sem lagðar eru fyrir Barnaverndar-
nefnd. Lögmaður Barnaverndar
Reykjavíkur telur verkferla undan-
þegna upplýsingarétti. Er það laun-
ungarmál hvernig starfa skal að
vinnslu mála?
Barnaverndarstofa segir í bréfi
sínu dags.12. júní 2002 til undirrit-
aðrar.
„Barnaverndarstofa telur að það
falli ekki innan valdsviðs og ramma
stofnunarinnar að fjalla um vinnu-
brögð við framgang umsagna sem
gerðar eru á grundvelli ákvæða
barnalaga nr. 20/1992. Samkvæmt 7.
gr. Barnaverndarlaga nr. 80/2002
hefur Barnaverndarstofa m.a. með
höndum leiðbeiningar um túlkun og
framkvæmd barnaverndarlaga og
ennfremur hefur stofan eftirlit með
störfum barnaverndanefnda samkv.
Barnaverndarlögum. Ljóst er að um-
sögn barnaverndarnefndar í um-
gengnisdeilu er ætíð fengin að beiðni
sýslumanns með vísan í ákvæði
barnalaga. Telur Barnaverndarstofa
það hlutverk sýslumanns að móta
hvaða upplýsingar hann óskar frá
barnaverndarnefnd í hverju máli.
Jafnframt er ljóst að aðilar eigi
óskoraðan andmælarétt áður en
sýslumaður taki endanlega ákvörðun
og aðilar geti því komið að öllum at-
hugasemdum bæði um form og efni
umsagnar. Þá komi það í hlut sýslu-
manns að meta hvort skilyrði séu til
að unnt sé að taka tillit til hennar við
niðurstöðu málsins.“
Félagsmálaráðuneytinu er sent
bréf þar sem spurt er hver teljist eft-
irlitsaðili, taki til athugunar og leið-
réttinga meinta ámælisverða starfs-
hætti starfsmanna barnaverndar
Reykjavíkur. Af því tilefni segir í
svari ráðuneytissins dags 24. októ-
ber 2002 til undirritaðarar: „Sýslu-
maður fer með úrskurðarvald í um-
gengnismálum sbr. 6. mgr. 37. gr.
Barnalaga. Með því er málið alfarið á
ábyrgð sýslumanns samkvæmt
barnalögum, tekur ráðuneytið undir
þau sjónarmið, sem fram koma í
gögnum málsins af hálfu Barna-
verndarstofu og Barnaverndar
Reykjavíkur að það fellur í hlut
sýslumanns að meta og bera ábyrgð
á að umsögn barnaverndarnefnda í
umgengnismáli uppfylli nauðsynleg
skilyrði. Málið er þannig alfarið á
ábyrgð sýslumanns samkvæmt lög-
um. Getur sýslumaður tekið ábyrgð
á starfsháttum starfsmanna Barna-
verndar Reykjavíkur?
Í bréfi félagsmálaráðuneytis dags.
16. janúar til undirritaðrar segir:
„Umsögn barnaverndarnefndar af
því tagi sem hér um ræðir er gerð á
grundvelli barnalaga. Að því er varð-
ar málsmeðferð barnaverndar í slík-
um málum verður sá þáttur ekki tek-
inn sérstaklega út úr málinu og
felldur undir ákvæði barnaverndar-
laga sbr. 5. gr. barnaverndarlaga nr.
80/2002. Þar að auki er Barnavernd-
arnefnd Reykjavíkur ekki stofnun er
lýtur boðvaldi eða almennu eftirlits-
hlutverki félagsmálaráðuneytisins
eins og t.a.m. gildir um stofnanir
ráðuneytisins. Félagsmálaráðu-
neytið hefur ekki heimild til að fjalla
um vinnubrögð barnaverndarnefnd-
ar í máli því sem hér er til umfjöll-
unar.“
Haft er eftir Guðrúnu Frímanns-
dóttur, framkvæmdastjóra Barna-
verndar Reykjavíkur, í Morgun-
blaðinu 24. febrúar sl. um starfshætti
við gerð greinargerða: „Rituð er
greinargerð um aðstæður foreldra
og þeim boðið að lesa drög yfir og
leiðrétta áður en hún er yfirfarin af
lögfræðingi og framkvæmdastjóra
Barnaverndar Reykjavíkur. Að sögn
Guðrúnar er greinargerð tilbúin
fimm sólarhringum áður en Barna-
verndarnefnd fjallar um viðkomandi
mál. Þá er fólki ævinlega boðið að
mæta á fund nefndarinnar og tjá sig
um það sem fram kemur í greinar-
gerðinni og einnig að koma með við-
bótarupplýsingar sé þess þörf.“
Ýmsum brögðum er beitt af hendi
starfsmanna Barnaverndar Reykja-
víkur. T.d. sendi undirrituð Barna-
verndarnefnd Reykjavíkur faxbréf
kl. átta 26.2. 2002 og ræddi einnig við
Guðrúnu Frímannsdóttur í síma á
sama tíma. Bréfið hljóðaði svo:
„Undirrituð óskar eftir að fyrir-
töku umgengnismáls (dóttur minn-
ar) sem taka á fyrir klukkan 10.15
26.2. 2002 verði frestað vegna
skamms fyrirvara á fundarboði.
Undirritaðri hefur ekki tekist að ná
sambandi við lögmann sinn eftir að
greinargerð barnaverndarnefndar
var afhent henni klukkan fimm 25.2.
2002. Undirrituð telur nauðsyn að
lögmaður sinn verði viðstaddur fund
barnaverndarnefndar og fundartími
verði ákveðinn í samráði við hann.“
Undirritaðri var ekki gefinn kost-
ur á að lesa drög að greinargerð til
leiðréttingar, 17 klukkustunda fyrir-
vari á fundarboði var óviðunandi
vegna fjölda athugasemda sem
þurfti að gera vegna vinnslu málsins.
Látið var svo líta út fyrir barna-
verndarnefnd að undirritaðri hafi
verið boðið að koma á fund nefnd-
arinnar 12. mars 2002. Hvorki und-
irritaðri né lögmanni hennar var til-
kynnt fundarboð á þann fund
nefndarinnar. Svo leit út fyrir barna-
verndarnefnd að undirrituð hafi ekki
haft áhuga á að mæta á fund nefnd-
arinnar. Á þennan hátt komu starfs-
menn málinu frá sér til sýslumanns-
embættisins.
Vert væri að færi fram könnun á
hversu mörgum málsaðilum eru
send skrifleg boð á fund barnavernd-
arnefndar. Einnig hversu margar
konur annars vegar og hversu marg-
ir menn hins vegar mæta á fund
barnaverndarnefndar í meðförum
umgengnismála.
Ekkert aðhald né eftirlit er til
staðar með starfsháttum starfs-
manna Barnaverndar Reykjavíkur í
umgengnismálum. Framkvæmda-
stjóri Barnaverndar Reykjavíkur
lætur kvartanir málsaðila sem vind
um eyrun þjóta. Málsaðilar ganga á
milli stofnana og embættismanna ár-
um saman í von um að finna einhvern
sem taki á málum. Svo virðist sem
framkvæmdastjóri og lögmaður
Barnaverndar Reykjavíkur og
Barnavernd Reykjavíkur sinni ekki
því aðhaldshlutverki sem þeim ætti
að bera vegna vinnslu mála. Verk-
ferlum er haldið leyndum svo máls-
aðilar eigi ekki auðvelt um vik að
verjast starfsháttum starfsmanna og
enginn telur sér skylt að skoða
meinta ámælisverða starfshætti
starfsmanna barnaverndarnefnda í
meðförum umgengnismála.“
Athugasemd vegna
Barnaverndar
Reykjavíkur
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-16
Föt fyrir
allar konur
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
FISKAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert góðum gáfum gædd/ur
og hefur mikið aðdráttarafl.
Þú ert sérlega næm/ur fyrir
umhverfi þínu og hefur þörf
fyrir að prófa ólíka hluti.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert sérlega tilfinningarík/
ur í dag og ert því tilbúin/n til
að verja skoðanir þínar í trú-
málum og heimspeki með
kjafti og klóm.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert í óvenjugóðum
tengslum við þinn innri mann
í dag og gætir jafnvel orðið
fyrir einhvers konar vitund-
arvakningu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Í dag geta vinir orðið elsk-
endur og elskendur vinir. Þú
getur líka orðið skotin/n í ein-
hverjum sem þú þekkir lítið.
Gerðu ekki of mikið úr þessu.
Það mun líða hjá fyrr en var-
ir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Sambönd sem hefjast í dag
verða ástríðufull og eft-
irminnileg. Láttu það eftir
þér að upplifa eitthvað spenn-
andi. Það er alltaf gaman að
eiga góðar minningar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Listsköpun þín mun einkenn-
ast af heitum tilfinningum í
dag. Það eru mikil tilþrif í
öllu sem þú gerir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það gæti komið þér á óvart
hvað einhver er tilbúin/n að
leggja mikið á sig til að hjálpa
þér í dag. Líttu á þetta sem
áminningu um það hvað þú
átt góða að.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Samskipti þín við aðra verða
sérlega tilfinningaþrungin í
dag. Samskiptin við okkar
nánustu reynast oft ruglings-
legustu og mest krefjandi
verkefni okkar í lífinu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú vilt gera breytingar bæði í
vinnunni og á heimilinu.
Drífðu endilega í því. Breyt-
ingarnar geta jafnvel orðið til
þess að auka tekjur þínar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú munt hugsanlega falla
kylliflöt/flatur fyrir ein-
hverjum í dag. Íhugaðu hvort
sá/sú sem þú hrífst af sé ekki
í raun tákngervingur bældra
þátta í sjálfri/sjálfum þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú finnur til mikillar hlýju í
garð einhvers í fjölskyldunni.
Þetta er af hinu góða. Fjöl-
skyldan minnir okkur á það
hver við erum og hvaðan við
komum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú laðast sterkt að ein-
hverjum í dag. Aðdráttaraflið
mun minnka þegar frá líður
en þú munt áfram meta vin-
áttu viðkomandi og leggja
rækt við hana.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú átt erfitt með að standast
freistingarnar sem á vegi þín-
um verða í dag. Þér finnst þú
bara verða að fá það sem þig
langar í og það strax.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FRÁ GRÆNLANDI
Komir þú á Grænlands grund,
ef gerir ferð svo langa,
þér vil ég kenna að þekkja sprund,
sem þar á buxum ganga.
Allar hafa þær hárið nett,
af hvirfli í topp umsnúið,
vafið fast, svo fari slétt,
fallega um er búið.
Konur silki- bera -bönd
blá um toppinn fríða.
Láttu þær fyrir líf og önd,
lagsi, kyrrar bíða.
– – –
Sigurður Breiðfjörð
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 27. febr-
úar, verður sjötugur Reynir
G. Karlsson, fv. æskulýðs-
og íþróttafulltrúi, Rauða-
læk 65, Reykjavík. Reynir
verður fjarverandi á afmæl-
isdaginn, með nánustu ætt-
ingjum sínum.
SUMIR segja að ekki sé
skynsamlegt að vekja á
veikum tveimur með fjórlit
til hliðar í hálit, því alltaf sé
hætta á að hliðarliturinn
týnist. Hér er sorgleg saga
af týndum hjartalit úr 9.
umferð Flugleiðamótsins:
Vestur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠KD8654
♥7432
♦G6
♣8
Vestur Austur
♠109 ♠G732
♥65 ♥G10
♦Á1092 ♦D753
♣109653 ♣KG4
Suður
♠Á
♥ÁKD98
♦K84
♣ÁD72
Bretarnir Simon Gillis og
Fred Moen fóru flatt á
spilinu eftir tveggja tígla
„multi“-opnun norðurs:
Vestur Norður Austur Suður
– 2 tíglar * Pass 2 grönd
Pass 3 lauf Pass 3 tíglar
Pass 3 hjörtu Pass 4 grönd
Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu
Pass 5 grönd Pass 6 grönd
Pass Pass Pass
Það er í tísku í Bretlandi
og Bandaríkjunum að nota
tvo tígla til að sýna veikari
gerðina af veikum tveimur í
hálit (3–7 punkta), en opna á
tveimur hjörtum og spöðum
með 8–11 punkta og sexlit.
Opnun Moens í norður á
tveimur tíglum var þeirrar
gerðar, sýndi „veika veika
tvo“ í hálit.
Gillis spurði með tveimur
gröndum og fékk upp há-
marksopnun með þremur
laufum. Hann spurði aftur,
nú um litinn, og norður
sagðist eiga spaða með
þremur hjörtum. Þá var
spurt um lykilspil og drottn-
inguna í trompi og loks var
slemman valin – sex grönd.
Út kom spaði og Gillis
horfði döprum augum á hin
umkomulausu spil makkers.
Þau hefðu nýst vel í hjarta-
samningi, en voru ekki slags
virði í grandi. Sex grönd
fóru fjóra niður, sem er
grátlegt þegar sex hjörtu
standa á borðinu.
Fleiri pör lentu í ógöng-
um eftir opnun á multi eða
veikum tveimur. Það væri
þó óábyrgt að alhæfa of
mikið út frá þessu eina spili.
Ef norður byrjar á tveimur
spöðum er ekki að sjá að
nein vandræði skapist ef
suður hefur vit á að melda
hjartalitinn strax, frekar en
spyrja með tveimur grönd-
um, eins og margir gerðu.
Hitt er erfiðara ef byrjað er
á multi með 6–4 í hálitunum,
því þá þarf svarhönd að
spyrja um sexlitinn og getur
því illa sýnt eigin spil.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3
Da5 4. d4 Rf6 5. Rf3 Bf5 6.
Bd2 c6 7. Bc4 e6 8. De2 Bb4
9. a3 Rbd7 10. h3 Rd5 11. g4
Bg6 12. 0–0 Bxc3 13.
bxc3 0–0 14. Bd3
Dc7 15. Rg5 Rf4 16.
Df3 Rxd3 17. cxd3 e5
18. dxe5 Rxe5 19.
Dg3 Hfe8 20. d4 Dd7
21. dxe5 Dxd2 22. f4
Had8 23. Hf2 Dd3
24. Dxd3 Bxd3 25.
Hd1 h6
Staðan kom upp í
Meistaramóti Tafl-
félagsins Hellis sem
lauk fyrir skömmu.
Stefán Freyr Guð-
mundsson (1.920)
hafði hvítt gegn Jó-
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
hanni Helga Sigurðssyni
(1.970). 26. Rxf7! Kxf7 27.
Hfd2 hvítur vinnur nú peð
og stuttu síðar skákina.
27. … Hd5 28. Hxd3 Ha5
29. He3 Hxa3 30. f5 Ha5 31.
e6+ Kf8 32. Hd7 He7 33.
Hed3 Hd5 og svartur gafst
upp um leið.