Morgunblaðið - 27.02.2004, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 27.02.2004, Qupperneq 50
ÍÞRÓTTIR 50 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÞJÁLFARI FC Porto, Jose Mourinho, segir við BBC að hann skilji vel að Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hafi verið sár og reiður eftir 2:1 tap í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslit- um Meistaradeildarinnar. Eftir leikinn lét Ferguson óánægju sína í ljós er hann gekk að Mourinho og taldi að markvörðurinn Vitor Baia hefði leikið vel er Roy Keane steig ofan á hann á 87. mínútu og fékk að launum rautt spjald. „Ég get vel skilið að Ferguson hafi verið ósáttur við leik sinna manna. Í hans liði eru margir af snjöllustu knattspyrnumönnum veraldar, en þeir voru sundurspilaðir af liði sem kostar aðeins 10% af því sem Manchester United kostar,“ sagði Mourinho en hann gaf í skyn að Ferguson hafi ekki viljað taka í höndina á sér eftir leikinn. „Ferguson sagði við mig að Vito hefði gert meira úr atvikinu og hjálpað til að fá Keane af leikvelli með rautt spjald. Ég svaraði honum og sagðist vilja sjá atvikið aftur áður en ég segði eitthvað um dóminn,“ segir Mourinho en bætir því við að Porto hefði átt að gera betur gegn enska liðinu miðað við yfir- burðina sem liðið hafði að þessu sinni. „Kannski eigum við eftir að naga okkur í handarbökin eftir tvær vikur þar sem að við nýttum ekki færin sem við fengum í leiknum.“ Mourinho gerir grín að Ferguson RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í hand- knattleik, skoraði 10 mörk í fyrrakvöld þeg- ar Dunkerque vann góðan útisigur á Créteil, 28:25, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Ragnar gerði þrjú markanna úr vítaköstum. Dunkerque styrkti með sigrinum stöðu sína í frönsku deildinni en þar er liðið í bar- áttu um efstu sætin og er nú í fimmta sæti. Montpellier er með örugga forystu, 43 stig, en Chambéry er með 38, Créteil 37, Ivry 35 og Dunkerque 35 stig. Með frammistöðu sinni er Ragnar orðinn stigahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar hjá vefnum Handzone, með meðaleinkunnina 14,2 fyrir frammistöðu sína í vetur. Stéphane Stoecklin hjá Chambéry er annar með 13,6 í meðaleinkunn. Ragnar er jafnframt orðinn annar markahæsti leikmaður deildarinnar, hefur skorað 105 mörk, en Volker Michel hefur skorað 107 mörk fyrir Sélestat. Skoraði tíu mörk gegn Créteil MIKE Manciel og Whitney Rob- inson, leikmenn úrvalsdeildarliðs Hauka í körfuknattleik, gefa íslensk- um körfuknattleiksmönnum ekki háa einkunn í grein í Detroit Free Press í gær. Þeir eru hins vegar mjög hrifnir af landi og þjóð og seg- ir Manciel meðal annars að hann hafi varla getað beðið eftir að kom- ast hingað aftur eftir jólafrí í Banda- ríkjunum. „Þar eru allt of margir svo gríðarlega uppteknir af því að gera ekki neitt,“ segir Manciel. „Körfuboltinn er hins vegar ekki merkilegur nema með góðu kryddi frá Bandaríkjunum,“ segir Manciel eftir að hafa hrósað matargerð landsmanna, sérstaklega lambakjöt- inu og ferskum fiskinum, en notkun krydds er nokkuð önnur en í hans heimahögum. „Liðin fá bandaríska leikmenn til að skora og vinna leiki. Liðin standa í raun og falla með frammistöðu bandarísku leikmannanna. Góðir ís- lenskir leikmenn eru vandfundnir,“ segir hann. „Góður íslenskur leikmaður er eins og rúsínan í pylsuendanum. Þeir ná því eiginlega ekki að þetta er samkeppni og virðast frekar vera í körfu til að hafa gaman af. Þeir ná ekki að berja sig saman og leika góða vörn,“ segir Robinson. En þeir félagar eru sammála um að hér á landi séu frábærar skyttur. Manciel sagðist ekki hafa vitað neitt um Ísland þegar hann ákvað að koma til Hauka. „Ég forvitnaðist um landið á Netinu og fann mikið af myndum af hestum og mold- arvegum. Svo þegar ég kom þá var þetta ekkert ósvipað og heima, hljóðlátt og rólegt. Eitt er þó tals- vert öðruvísi á Íslandi og það er allt þetta hraun. Það er hraun eins langt og augað eygir,“ segir hann og bæt- ir við að Íslendingar séu yndislegt fólk. Hann stefnir að því að komast í sterkari deild í Evrópu. Góðir leikmenn vandfundnir Það hefði einhvern tímann þóttsaga til næsta bæjar að Snæfell ynni á einum mánuði öll Suðurnesja- liðin og KR og sæti í efsta sæti deildar- innar fyrir lokaum- ferðirnar. Njarðvík- ingar skoruðu fyrstu tvö stigin í leiknum og komust þar með yfir í leiknum í eina skiptið. Eft- ir það gengu þeir á vegg, þar sem vörn Snæfells var, en grunnurinn að velgengni Snæfells í vetur er mjög góður varnarleikur. Eftir sjö og hálfa mínútu höfðu gestirnir einung- is skorað 6 stig og náðu á köflum ekki einu sinni skoti á körfuna. Hólmarar náðu mest sautján stiga mun í öðrum leikhluta og svo aftur í þeim þriðja. Í liði Snæfells átti Hlynur Bær- ingsson frábæran leik í fyrri hálfleik og þó sérstaklega í fyrsta leikhluta, með 9 stig og átta fráköst. Dondrell Whitmore er einn besti varnarleik- maður deildarinnar í dag, en hann hélt Brenton Birmingham í sjö stig- um í leiknum. Edward Dotson bætir leik sinn með hverjum leiknum sem líður og er liðinu mjög mikilvægur. Sigurður Á. Þorvaldsson átti fína kafla og svo komu Hafþór Ingi Gunnarsson og Andrés M. Heiðars- son með góðar innkomur í leikinn. Corey Dickerson, þrátt fyrir að vera stigahæstur maður liðsins, hefur oft leikið betur. Hjá gestunum átti Brandon Woudstra afbragðs góðan leik bæði í vörn og sókn. Páll Kristinsson átti góðar rispur en týndist á milli. Friðrik Stefánsson átti erfitt upp- dráttar gegn stóru mönnunum hjá Snæfelli. Halldór Karlsson kom með mikinn kraft í leik Njarðvíkur en var fullákafur á köflum. Brenton Birm- ingham náði sér ekki á strik að þessu sinni og munar um minna. Tindastóll slapp fyrir horn Leikur Tindastóls og ÍR var mjögkaflaskiptur, í fyrsta leikhluta tóku gestirnir öll völd, gengu í gegn- um hripleka vörn heimamanna og eftir nokkrar mínútur var staðan orðin 2:12, en eftir leikhlé heima- manna náðu varnarmennirnir örlítið áttum og skytturnar fóru að hitta, en gestirnir héldu ágætri forystu við lok leikhlutans, 17:25. Annan leikhluta áttu heimamenn- irnir og nú voru það þeir sem réðu ferðinni og unnu þennan leikhluta 30:8. Í hálfleik var staðan 47:33 og virtist nú áhorfendum sem fátt gæti komið í veg fyrir góðan sigur. Þetta virtust leikmenn Tindastóls halda líka því eftir leikhlé voru þeir miklu rólegri og hafa sjálfsagt haldið að sigur væri í höfn en því fór víðsfjarri. ÍR-ingar börðust af krafti og söxuðu niður forskotið og um miðjan síðasta leikhluta var munurinn kominn nið- ur í sjö stig og gestirnir sáu að sigur var mögulegur. Þegar tæp mínúta var til leiksloka og munur þrjú stig, lenti þeim Boyd og Ásgeiri Hlöðverssyni saman und- ir körfu gestanna og lá við að uppúr syði, en dómararnir og leikmenn komu í veg fyrir að menn gerðu eitt- hvað sem ekki á að sjást á leikvelli. Boyd skoraði úr öðru skotinu og staðan 81:77. Eiríkur Önundarson minnkaði muninn í eitt stig en Cook skoraði síðustu körfuna og vörn Stól- anna hélt og þeir sluppu með skrekk- inn. Sigurgangan heldur áfram SIGURGANGA Snæfells heldur áfram í körfuknattleiknum en í gær- kvöldi voru það Njarðvíkingar sem lágu í Hólminum, 85:71. Efsta sætið enn tryggt og styttist í að deildarmeistaratitlinum verði fagn- að á Snæfellsnesi í fyrsta sinn en tvær umferðir eru eftir og dugar einn sigur til að fagna titlinum. Tindastóll vann ÍR 83:80. Ríkharður Hrafnkelsson skrifar Björn Björnsson skrifar KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Grindavík: UMFG - Hamar..................19.15 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur - Stjarnan ...19.15 Akureyri: Þór A. - Valur .......................19.15 KNATTSPYRNA Deilabikarkeppni karla Efri deild, B-riðill: Egilshöll: Valur - Keflavík....................18.30 Reykjaneshöllin: ÍA - FH..........................20 Egilshöll: ÍBV - Fram...........................20.30 Í KVÖLD  GUNNAR Einarsson, körfu- knattleiksmaður úr Keflavík og fyrirliði liðsins, lék sinn 500. móts- leik fyrir félagið í gærkvöld þegar það mætti KR í úrvalsdeildinni. Gunnar er fjórði leikmaður Kefla- víkur sem nær þessum áfanga en á undan honum voru það Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason og Falur Harðarson.  JOSHUA Murray, leikmaður KR í körfunni, hefur verið frá keppni í nokkra leiki vegna meiðsla en verður með liðinu á lokasprettin- um og verður væntanlega með í næsta leik, á móti Hamri í Hvera- gerði á sunnudaginn.  SVO gæti farið að Ólympíu- meistarinn í 5.000 metra hlaupi, Gabriela Szabo frá Rúmeníu, taki ekki þátt á heimsmeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Búda- pest í Ungverjalandi í næstu viku. Szabo lauk ekki keppni í 3.000 metra hlaupi á móti sem fram fór í Birmingham á Englandi í síðustu viku en ekki er vitað hvað varð þess valdandi að hún hætti keppni.  FULLTRÚAR fjármálaeftirlits- ins á Ítalíu fóru í heimsókn í höf- uðstöðvar ítalska knattspyrnusam- bandsins, FIGC, í gær og á sama tíma var einnig farið inn í höf- uðstöðvar stjórnar ítölsku deild- arkeppninnar og félagsliða í efstu og næstefstu deild þar í landi. FIGC var gert að láta af hendi gögn frá árunum 1999–2003 en grunur leikur á að mörg félagslið hafi komist upp með að gefa upp ranga mynd af fjárhagsstöðu sinni á undanförnum árum til þess að fá keppnisleyfi sín endurnýjuð.  LIÐIN sem fulltrúar fjármála- eftirlitsins heimsóttu í dag eru Evrópumeistararnir AC Milan, Inter frá Mílanó, meistaralið sl. árs Juventus, Sampdoria og Ancona. FÓLK KÖRFUKNATTLEIKUR KR – Keflavík 91:100 DHL-höllin, Reykjavík, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 26. febr- úar 2004. Gangur leiksins: 4:0, 4:4, 9:6, 13:19, 19:30, 19:34, 27:42, 36:49, 42:49, 44:54, 48:54, 50:60, 53:60, 53:70, 58:74, 66:74, 68:76, 73:76, 77:83, 82.90, 88:97, 91:97, 91:100. Stig KR: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 18, Steinar Kaldal 18, Jesper Sörensen 17, Baldur Ólafsson 13, Magnús Helgason 11, Skarphéðinn Ingason 8, Hjalti Kristinsson 4, Ólafur Már Ægisson 2. Fráköst: 26 í vörn – 9 í sókn. Stig Keflavíkur: Derrick Allen 23, Hjörtur Hjartarson 23, Nick Bradford 21, Fannar Ólafsson 9, Magnús Gunnarsson 6, Gunnar Stefánsson 5, Gunnar Einarsson 5, Arnar Freyr Jónsson 4, Jón N. Hafsteinsson 2, Sverrir Þór Sverrisson 2. Fráköst: 24 í vörn – 9 í sókn. Villur: KR 19 – Keflavík 21. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Einar Þór Skarphéðinsson. Áhorfendur: Um 175. Haukar – Þór Þ. 80:76 Ásvellir, Hafnarfirði: Gangur leiksins: 2:0, 4:4, 13:7, 20:15, 20:20, 25:23, 29:24, 29:31, 40:31, 40:33, 40:35, 46:38, 52:40, 56:49, 56:54, 60:54, 64:58, 67:61, 73:70, 78:74, 78:76, 80:76. Stig Hauka: Michael Manciel 25, Sævar Haraldsson 19, Predrag Bojovic 11, Kristinn Jónasson 8, Whitney Robinson 8, Sigurður Þ. Einarsson 5, Þórður Gunnþórsson 4. Fráköst: 21 í vörn – 13 í sókn. Stig Þórs: Nate Brown 33, Robert Hodgson 16, Leon Brisport 15, Grétar Erlendsson 8, Finnur Andrésson 4. Fráköst: 21 í vörn – 6 í sókn. Villur: Haukar 18 – Þór 16. Dómarar: Erlingur Snær Erlingsson og Georg Gísli Andersen. Sæmilegir. Áhorfendur: Rúmlega 100. Snæfell – Njarðvík 85:71 Íþróttamiðstöðin Stykkishólmi: Gangur leiksins: 0:2, 8:4, 15:6, 17:7, 17:13, 22:13, 25:15, 32:15, 32:22, 36:26, 38:30, 45:32, 49:34, 51:40, 59:42, 61:48, 63:50, 65:52, 67:58, 71:60, 75:62, 81:69, 85:71. Stig Snæfells: Corey Dickerson 24, Edward Dotson 17, Hlynur Bæringsson 12, Dondrell Whitmore 11, Sigurður Þorvaldsson 10, Hafþór Ingi Gunnarsson 6, Andrés M. Heið- arsson 5. Fráköst: 26 í vörn – 15 í sókn. Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 31, Páll Kristinsson 16, Friðrik Stefánsson 10, Brenton Birmingham 7, Halldór Karlsson 5, Ólafur A. Ingvason 2. Fráköst: 23 í vörn – 9 í sókn. Villur: Snæfell 16 – Njarðvík 23. Dómarar: Eggert Aðalsteinsson og Rögn- valdur Hreiðarsson, dálítið mistækir. Áhorfendur: 345 Tindastóll – ÍR 83:80 Íþróttahúsið Sauðárkróki: Gangur leiksins: 2:0, 2:12, 15:23, 17:25, 33:25, 44:33, 47:33, 52:33, 55:41, 60:43, 63:48, 67:56, 74:64, 77:72, 79:77, 81:79, 83:80. Stig Tindastóls: Nick Boyd 32, Clifton Cook 15, Friðrik Hreinsson 10, Axel Kárason 10, Svavar A. Birgisson 9, Helgi R. Viggósson 4, Óli Barðdal 3. Fráköst: 27 í vörn – 12 í sókn. Stig ÍR: Eugene Christoper 32, Eiríkur Ön- undarson 17, Fannar Helgason 13, Ólafur Þórisson 6, Ásgeir Hlöðversson 5, Ómar Sævarsson 5, Kevin Grandberg 2. Fráköst: 28 í vörn – 12 í sókn. Villur: Tindastóll 18 – ÍR 17. Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson og Gunnar Fr. Steinsson, dæmdu vel. KFÍ – Breiðablik 95:88 Íþróttahúsið Ísafirði: Gangur leiksins: 7:2, 14:16, 23:22, 25:30, 33:39, 33:46, 41:49, 47:49, 57:56, 62:61, 67:69, 73:75, 77:77, 82:81, 92:86, 95:88. Stig KFÍ: Troy Wiley 33, JaJa Bey 21, Pétur Már Sigurðsson 17, Bethuel Fletcher 14, Baldur I. Jónasson 8, Haraldur J. Jóhann- esson 2. Fráköst: 28 í vörn – 12 í sókn. Stig Breiðabliks: Mirko Virijevic 28, Kyle Williams 19, Pálmi F. Sigurgeirsson 16, Uros Pilipovis 9, Loftur Þ. Einarsson 6, Ágúst Angantýsson 5, Ólafur H. Guðnason, 3, Þórarinn Ö. Andrésson 2. Fráköst: 23 í vörn – 18 í sókn. Villur: KFÍ 16 – Breiðablik 25. Staðan: Snæfell 20 17 3 1715:1603 34 Grindavík 19 15 4 1706:1615 30 Keflavík 20 14 6 1965:1750 28 Njarðvík 20 12 8 1803:1708 24 Haukar 20 12 8 1604:1579 24 Tindastóll 20 11 9 1853:1768 22 KR 20 10 10 1826:1771 20 Hamar 19 9 10 1584:1623 18 ÍR 20 6 14 1734:1812 12 KFÍ 20 5 15 1817:2050 10 Breiðablik 20 4 16 1640:1768 8 Þór Þorl. 20 4 16 1659:1859 8 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Boston – Milwaukee ........................... 104:106 Toronto – Washington............................ 74:76 New Orleans – LA Clippers .................. 99:93 Minnesota – New Jersey ....................... 81:68 Memphis – Golden State........................ 92:99 Chicago – Detroit.................................. 88:107 Houston – Cleveland .............................. 90:84 Denver – LA Lakers .......................... 111:112 Phoenix – New York............................. 113:95 Seattle – Utah.......................................... 92:93  Eftir framlengingu. KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 32-liða úrslit, fyrri leikir: Spartak Moskva – Mallorca...................... 0:3 – Samuel Eto 67., Gonzalez Rodriguez 81., Jesus Perera 85. – 15.000. Vålerenga – Newcastle ............................. 1:1 Runar Normann 54. – Craig Bellamy 39. – 17.039. Gaziantepspor – Roma.............................. 1:0 Yusuf Simsek 19. – 18.000. Groclin Grodzisk – Bordeaux .................. 0:1 – Marouane Chamakh 90. Rautt spjald: Eduardo Costa (Bordeaux) 30. – 5.000. Marseille – Dnipro ..................................... 1:0 Didieer Drogba 55. víti. – 15.500. Galatasaray – Villarreal ........................... 2:2 Murat Erdogan 26., Cesar Luis Prates 51. – Sonny Anderson 6., Juan Riguelme 22. Rautt spjald: Sergio Ballesteros (Villarreal) 63. – 55.000. Parma – Genclerbirligi ............................. 0:1 – Josip Skoko 58. – 3.000. Perugia – PSV Eindhoven........................ 0:0 10.000. Auxerre – Panathinaikos.......................... 0:0 Rautt spjald: Olivier Kapo (Auxerre) 66. – 15.000. Bröndby – Barcelona................................. 0:1 – Gaucho Ronaldinho 62. – 26.031. Club Brugge – Debrecen .......................... 1:0 Rune Lange 40. – 21.400. Celtic – Teplice........................................... 3:0 Henrik Larsson 3., 90. Chris Sutton 12. – 48.947. Liverpool – Levski Sofia ........................... 2:0 Steven Gerrard 67., Harry Kewell 70. – 39.149. Sochaux – Inter Mílanó ............................. 2:2 Pierre-Alain Frau 60., 81. – Christian Vieri 8., Alvaro Recoba 61. – 19.551 Valencia – Besiktas.................................... 3:2 Mohamed Sissoko 24., Fabian Canobbio 42., David Navarro 90. – Daniel Pancu 17., 39. – 15.000. Benfica – Rosenborg ................................. 1:0 Zlatko Zahovic 60. Fylkir og ÍA fengu síðustu titlana Fylkir og ÍA hrepptu tvo síðustu titlana sem keppt var um á Íslandsmótinu í innanhúss- knattspyrnu en leikið var til úrslita í tveimur flokkum um síðustu helgi. Fylkir sigraði HK, 2:1, í úrslitaleiknum í 4. flokki kvenna og ÍA vann Njarðvík, 3:1, í úr- slitaleiknum í 5. flokki karla. Úrslitakeppnin í báðum flokkum var leikin í Austurbergi í Efra-Breiðholti. Met hjá Gumm- ersbach MET verður sett í þýska handknattleiknum á morg- unn þegar Gummersbach fær Magdeburg í heimsókn í Kölnarena. Alls hafa verið seldir 19.154 miðar á leikinn og hafa aldrei verið seldir fleiri aðgöngumiðar á leik í 1. deildinni í þýska handknatt- leiknum og reyndar er því haldið fram að aldrei hafi fleiri keypt sér aðgöngumiða á deildarleik í handknattleik í heiminum. Fyrra met var einnig sett í Kölnarena þegar Kiel sótti Gummersbach heim 30. nóvember 2001. Þá sóttu 18.576 áhorfendur leik- inn. Sigfús Sigurðsson lands- liðsmaður leikur með Magde- burg og Alfreð Gíslason þjálfar liðið eins og kunnugt er og ljóst að þeir eiga eftir að taka þátt í gríðarlegum stemmningsleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.