Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 4

Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ heimilaði í gær Samherja, útgerðar- félagi Baldvins Þorsteinssonar EA 10, að losa loðnufarm skipsins í sjó- inn ef á þyrfti að halda við björgun þess af strandstað í Skarðsfjöru. Hugsanlegt er að einnig þurfi að losa hluta olíufarms í sjó og munu for- svarsmenn Samherja gera umhverf- isráðuneytinu grein fyrir því í dag- hversu mikla olíu þyrfti að losa ef til kæmi. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra, sem skoðaði strandstað í gær og fundaði með Samherjamönnum og fleirum, segir að þessi beiðni verði skoðuð. Um 500 tonn af gasolíu eru í skipinu og 1800 tonn af loðnu. Eftir skoðun á strandstað kallaði ráðherra saman samráðshóp um mengunarvarnir sem fór yfir um- hverfissjónarmið gagnvart strand- inu, einkum með hugsanlega olíu- mengun í huga. Siv sagði að ekki væri þó bráðamengunarhætta fyrir hendi. „Mestu umhverfishagsmunirnir felast í því að ná skipinu burt,“ sagði Siv. „Það getur komið upp sú staða, þegar skipið verður dregið á flot, að því gefnu að loðnan hafi verið losuð í sjóinn, að eigendur skipsins vilji fá að setja olíu í sjóinn líka ef herslu- muninn vantar upp á að ná skipinu á strandstað. Þeir munu gera okkur grein fyrir því á morgun [í dag föstu- dag] hvaða magn það þyrfti að vera og við munum þá skoða það.“ Siv sagði að Samherji hefði þá gert að- gerðaáætlun í samvinnu við Olíu- dreifingu um að dæla olíunni á land í tanka og flytja hana á brott ef ekki tækist að draga skipið af strandstað. Ef svo færi hins vegar að skipið legð- ist á hliðina í fjörunni og olía læki í sjóinn yrði hún látin brotna niður af- skiptalaust enda ekki fyrirsjáanlegt að um mikið magn yrði að ræða. Af- gangi olíunnar í skipinu yrði dælt upp á land. Í kjölfarið yrði að klippa skipið í sundur og fara í meiriháttar aðgerðir. Sagði Siv að þetta væri versta staða sem upp gæti komið enda þyrfti þá að flytja skipið á brott í hlutum en viðkvæmir vegir á svæð- inu þyldu slíka þungaflutninga ekki að óbreyttu. Samráðshópurinn mun funda eftir þörfum þar til skipinu hefur verið bjargað en í hópnum eru Árni Jón Elíasson sveitarstjóri Skaftár- hrepps, Eyjólfur Magnússon sér- fræðingur hjá Umhverfisstofnun, Helgi Jensson forstöðumaður stofn- unarinnar, Ingimar Sigurðsson for- maður bráðamengunarnefndar, Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja, Sigurður Gunnarsson sýslumaður í Vestur-Skaftafells- sýslu, Sigurður Ingibergsson hjá Tryggingamiðstöðinni og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Björgun reynd í kvöld Norska dráttarskipið Normand Mariner var væntanlegt til landsins árdegis og mun reyna að draga Bald- vin Þorsteinsson á flot í kvöld ef allt gengur samkvæmt áætlun. Þor- steinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagðist í gærkvöldi vera hæfilega bjartsýnn fyrir kvöldið. „Veðurspáin er á móti okkur,“ sagði Þorsteinn. Reiknað er með því að njóta aðstoðar áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar við að koma 2,5 km taug á milli Baldvins og Normand Mariner. „Við munum meta ástandið í fyrramálið [í dag föstudag] með starfsmönnum Land- helgisgæslunnar og áhöfn norska dráttarbátsins.“ Ekki er ljóst hvort loðnunót skipsins verður fjarlægð fyrir dráttinn, að sögn Þorsteins en hann segir að skipið verði dregið út eins og það snýr, þ.e. með stefnið til hafs, svo ekki verður farið í að snúa því hálfhring á undan. Ráðuneytið útilokar ekki leyfi til að losa olíu í sjóinn Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þorsteinn Már Baldvinsson og Siv Friðleifsdóttir á strandstað í gær. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ segir, að nýgerðir kjarasamningar milli Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreina- sambandsins og Flóabandalagsins raski ekki meginforsendum síðustu þjóðhagsspár ráðuneytisins sem birt var í janúar sl. að því gefnu að þessir samningar verði stefnumarkandi fyr- ir aðra samningsaðila á vinnumark- aði. Samningarnir feli þó í sér heldur meiri launahækkun á árinu 2004 en spáin gerði ráð fyrir og er nú áætlað að launakostnaður hækki um 5½% að meðaltali á árinu í stað 4¾%. Fram kemur í vefriti fjármálaráðu- neytisins að ráðuneytið gerir ráð fyrir að hækkun launakostnaðar verði svipuð árið 2005 en síðan dragi heldur úr á árunum 2006 og 2007. Miðað er við hækkanir launa og launatengdra gjalda samkvæmt samningunum en auk þess gert ráð fyrir 1% launaskriði á ári að meðaltali. Fjármálaráðuneytið segir, að þrátt fyrir heldur meiri launahækkun árið 2004 sé áfram reiknað með að almenn verðlagsþróun verði nálægt verð- bólgumarkmiði Seðlabanka Íslands á þessu og næstu árum eða um 2,5%. Samkvæmt þessum áætlunum megi búast við heldur meiri kaup- máttaraukningu á þessu ári en áður var spáð. Aukinn kaupmáttur muni aftur leiða til aukinnar einkaneyslu heimilanna og þar með meiri innflutn- ings. Samning- arnir raska ekki þjóð- hagsspá HANNES Hlífar Stefánsson er í 7.- 14. sæti á Reykjavíkurskákmótinu, að lokinni 5. umferð sem var tefld í gærkvöld. Hannes er með 3,5 vinn- inga, en næstir Íslendinga eru Bragi Þorfinnsson, Helgi Ólafsson, Stefán Kristjánsson og Þröstur Þórhalls- son, allir með þrjá vinninga. Sex stórmeistarar eru efstir og jafnir á mótinu, allir með fjóra vinn- inga. Þetta eru Rússinn Alexey Dreev, Hollendingurinn Jan H. Timman, Pólverjinn Michal Krasen- kow, Þjóðverjinn Levon Aronian, Ísraelinn Sergey Erenburg og Sví- inn Tiger Hillarp Persson. Norska undrabarnið, Magnus Carlsen, sem er aðeins þrettán ára, sigraði í viðureign sinni við Björn Þorfinnsson. Carslen hefur náð tveimur áföngum að stórmeistartitli, nái hann þeim síðasta á Reykjavík- urskákmótinu verður hann yngsti stórmeistari heims í dag og er því vel fylgst með þessum unga skákmanni. Sjötta umferð fer fram í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst klukkan 17. Mótinu lýkur á þriðju- dagskvöld. Hannes Hlífar í 7.–14. sæti  Jafnt og spennandi/48 ALLA góuna hafa verið hér mikil vatnsveður og bærinn er vel þveginn og skúraður. Í dag er sami pilsaþyt- urinn en nú er glaðasólskin í stað skýfallsins og hvítfext vindbáran er hress og kát þar sem hún skokkar út Víkina. Á ýmsu sést að vorið er í nánd. Hrafninn er hættur að krefjast ætis, svanir sestir á polla og mýsnar lagst- ar út á ný. Þá er gróðurnál farin að sjást í húsagörðum og sendnum veg- arköntum. Á næstu dögum munu farfuglar nýta sér hagstæðan byr til landsins ef þeir vita ekki á sig stór- felld hret. Allt verður þá eins og gömlu mennirnir sögðu „þurr skal hann þorri, þeysin góa, votur ein- mánuður og mun þá vel vora.“ Þeysin góa og vor í nánd Ólafsvík. Morgunblaðið. ♦♦♦ ♦♦♦ „MAÐUR er nú eiginlega orðlaus. Orðlaus og ör- magna,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, þegar hann kom út af forsýningu á mynd- inni Píslarsaga Krists í gærkvöldi. Prestum og guðfræðingum var boðið á forsýn- ingu myndarinnar, sem fjallar um síðustu stund- irnar fyrir krossfestingu Krists og píslir hans fyr- ir dauðann. Myndin hefur verið afar umdeild og hefur leikstjórinn, Mel Gibson, m.a. verið sakaður um gyðingahatur í myndinni. Karl segir ofbeldið í myndinni það mikið að það sé á mörkunum að hægt sé að horfa á hana, en segir hana trúa viðfangsefni sínu. Hann segir að kannski hafi einstök atriði mátt missa sig, lang- dregin útmálun á pyntingum Krists og hlutverk hins illa, djöfulsins. „Kannski er það þannig í dag að við erum orðin svo ónæm fyrir þjáningunni, þjáningar frelsarans eru oft pakkaðar inn í ljóðrænt mál og undursam- lega tónlist svo við erum búin að gleyma því að þarna á bakvið er raunveruleg mannleg þjáning, mannlegar píslir eins og ótal manns um allan heim, fyrr og síðar, þjást vegna grimmdar ann- arra,“ segir biskup. Karl segir að eftir að hafa séð myndina geti hann ekki séð að á neinn sé hallað, og segist ekki verða var við gyðingahatur. „Ég sé ekki betur í þessari mynd, eins og kemur fram í Passíusálm- unum okkar, að ekki er dregin dul á það að það eru allir jafnsekir frammi fyrir krossinum. Það er engin ein þjóð eða ein stétt eða ein stofnun, það er mannkynið allt sem stendur þarna jafnfætis í syndinni,“ segir biskup. Fullur trúnaður við guðspjöllin Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, var ánægður með myndina. „Allir meginþættir þessarar myndar halda fullum trúnaði við guð- spjöllin, þetta er ritningin nokkurnveginn eins og ég sé hana fyrir mér. Ég hef séð myndir um ritn- inguna áður og fundist þær grunnar. Þarna er ákveðin dýpt og maður finnur að það er mikill kærleikur og mikil tilfinning á bakvið þetta verk.“ Gunnar segir að þó ofbeldið hafi verið hræði- legt þá hafi þetta verið raunsætt, svona hafi þetta verið. Hann segir það sama og biskup, að ekki hafi verið á neinn hallað í myndinni, og tekur sem dæmi að ekki hafi verið textað þegar lýðurinn í hallargarðinum hrópaði „komi blóð hans yfir oss og börn vor“, sem sé gert að skipun Gibsons til að styggja ekki gyðinga. „Menn eru að tala um and-semítisma og þarna átti hann að koma fram. En ég er sáttur við verk- lagið og vinnubrögðin. Þetta var afskaplega vel unnið, meistaraverk. Eitthvað sem allir vilja væntanlega eiga á sínu heimili og allir þurfa að sjá,“ segir Gunnar. Með betri Jesúmyndum Eftir sýningu myndarinnar var haldið málþing í Digraneskirkju þar sem prestar og guðfræðingar ræddu um myndina. Guðfræðingurinn Bjarni Randver Sigurðsson sagði það af og frá að hægt væri að saka Gibson um gyðingahatur. Bjarni segir myndina með betri myndum um Jesú Krist, og segir margt jákvætt í henni. Hann nefnir sem dæmi að leikarinn sem lék Krist hafi litið þannig út að hann hafi getað verið frá Mið- Austurlöndum, og að í myndinni hafi verið töluð arameíska og latína. Hann segir þó einnig galla á myndinni, t.d. hvar naglarnir voru reknir í Krist. Einnig segir hann að smáatriði eins og hvort Kristur hafi talað latínu, hvort hann hafi verið síð- hærður o.s.frv. hafi ef til vill ekki verið á hreinu, en segir það ekki vera aðalatriðið í myndinni. Biskup Íslands meðal presta og guðfræðinga á forsýningu Píslarsögu Krists „Orðlaus og örmagna“ Morgunblaðið/Golli Salurinn í kvikmyndahúsinu var þéttsetinn, m.a. af prestum og guðfræðingum, þegar mynd Mel Gibsons um Píslarsögu Krists var forsýnd.  Píslarsaga/58

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.